Morgunblaðið - 08.03.1981, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1981
Faölr okkar,
ÞORSTEINN BRANDSSON,
vélstjóri.
andaöist 4. mars sl.
Sigurtaug Þorstemsdóttir, Sigrún Þ. Pudelski.
EGGERT BACHMANN,
Melhaga 8,
andaöist aðfararnótt 5. marz.
Guóbjörg Bachmann, Helga Bachmann,
Björgúlfur Bachmann.
+
Eiginmaöur minn,
HALLDOR SIGURJÓNSSON,
flugvirki,
lézt 6. þ.m. í St. Thomas-spítala í London.
Fyrir hönd vandamanna,
Halldóra V. Elíasdóttir.
+
Elsku hjartans mamma okkar,
ANNA ÞORKELSDÓTTIR,
Njélsgötu 59,
veröur jarösungin frá Dómkirkjunni, þriöjudaginn 10. marz, kl. 3.
Þóröur H. Teitsson,
Haraldur Teitsson,
Elín Teitsdóttir.
+
Faöir minn,
JÓN ÁSGEIR GUÐMUNDSSON,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, mánudaginn 9. marz kl. 3.
Fyrir hönd vandamanna.
Höröur Jónsson.
+
Útför stjúpmóöur okkar,
ÓLAFÍU VALDIMARSDOTTUR,
Alftamýri 36,
fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 9. marz kl. 13.30.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem vildu minnast
hennar er bent á Krabbameinsfélagiö eöa aörar líknarstofnanir.
Sigríöur Þórdis Bergsdóttir,
Jón Bergsson,
Þórir Bergsson.
Útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
GUÐLAUGAR JÓNSDÓTTUR,
fer fram frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 10. marz nk. kl. 15.00.
Höröur Vilhjélmsson,
Grétar Vilhjélmsson,
Brynjólfur Vilhjélmsson,
Ingi E. Vilhjélmsson,
Vilhjélmur Vilhjélmsson,
Marta Vilhjélmsdóttir,
Kristín Pélmadóttir,
Hulda Guömundsdóttir,
Erla Siguröardóttir,
Magnúsína S. Sigurðardóttir,
Haukur Guómarsson
+
Maöurinn minn, faöir okkar og tenadafaðir,
ÍSLEIFUR JONSSON,
kaupmaöur,
veröur jarösunginn frá Fríkirkjunnl í Reykjavík, þriöjudaginn 10.
marz kl. 13.30.
Svanlaug Bjarnadóttir,
Bjarni ísleifsson, Béra Vilbergs,
Jón ísleifsson, Guörún Lillý Steingrímsdóttir,
Leifur ísleifsson, Bergljót Halldórsdóttir,
Nanna L. ísleifsdóttir.
Minning:
Guörún Þorvaldsdótt-
ir frá Kroppstöðum
Fædd 22. desember 1892.
Dáin 25. febrúar 1981.
Guðrún var fædd að Hólum í
Dýrafirði, elst af átta börnum
hjónanna Kristínar Halldórsdótt-
ur og Þorvaldar Þorvaldssonar.
Þau hjón voru þá í húsmennsku
hjá frænku Kristínar. Þegar Guð-
rún var fjögurra ára flytja þau að
Vífilsmýrum í Önundarfirði og
hefja þar búskap. Þar búa þau í 12
ár, en flytja.þá bú sitt að Efstabóli
í sömu sveit. Þau voru bæði
sæmdarmanneskjur og vel virt af
sínum sveitungum. Hjá þeim elst
Guðrún upp með systkinum sín-
um, en eitt barnið lést í bernsku.
Árið 1920 kaupir Halldór, bróðir
Guðrúnar og næstur henni að
aldri, Kroppstaði, næsta býli við
Efstaból. Þangað flytur öll fjöl-
skyldan, og hafa þau systkini
alltaf síðan verið kennd við þann
bæ. Guðrún vann búinu, en einnig
utan heimilisins. Hún fór ung til
klæðskeranáms á ísafirði. Karl-
mannafatasaumur varð hennar
aðalstarf. Meðan hún bjó í önund-
arfirði saumaði hún trúlega nán-
ast öll drengja- og karlmannaföt í
sveitinni. Einnig voru þau mörg
nágrannaheimilin, sem hún að-
stoðaði þegar veikindi eða aðra
erfiðleika bar að höndum.
Nú, við andlát Guðrúnar, er mér
bæði ljúft og skylt að minnast
hennar. Frá því ég man fyrst eftir
mér var Gunna á Kroppstöðum, ef
ég mætti orða það svo, ein af
þessum hakhjöllum fjölskyldu
minnar, sem maður vissi alltaf af.
Hún, okkur annars óskyld, hafði
tengst fjölskyldunni órjúfandi
böndum. Þau atvik lágu til þess,
að foreldrar mínir, sem bæði voru
jafnaldrar Guðrúnar og ferming-
arsystkin, þau Jóna G. Jónsdóttir
og Jón G. Guðmundsson, sem þá
bjuggu í tvibýli við móðurforeldra
mína á Ytri-Veðrará, fengu
Gunnu til þess að vera hjá sér
meðan móðir mín lægi á sæng, en
hún var þá að fæða áttunda barn
sitt. Hún var þá orðin helsjúk af
berklum, og lést nokkrum árum
síðar.
Gunna sagði mér frá þessum
dögum, og nú siðast í sumar, er
leið. Móðirin og allir svo hræddir
við berklasmitið, að hún mátti
ekki hafa nýfædda drenginn sinn.
Gengið var þó til hennar með
barnið, og hún snerti með bláfing-
urgómunum ofan á kollinn hans.
Drengurinn hlaut nafnið Oddur,
eftir móðurbróður sínum, þá látn-
um. Að tveim vikum liðnum hélt
Guðrún heimleiðis og þá með
barnið með sér.
„Það var erfitt að fara með
hann frá móðurinni," sagði
Gunna, en trúlega hefur þeim
báðum verið ljóst, að frá þeim degi
var drengurinn hennar.
Alltaf hefi ég haft það á tilfinn-
ingunni að það hafi ekki verið
tilviljun ein, að þau fengu Gunnu
til þess að koma í þetta sinn. Þau
þekktu hjartalag hennar og henn-
ar fólks.
„Þau voru svo góð við mig, pabbi
og mamma, að leyfa mér að koma
með drenginn og hafa hann hjá
mér,“ voru orð Gunnu í frásögn-
inni. Drengnum reyndust þau sem
bestu foreldrar. Hann kallaði þau
mömmu og pabba. Yngri systkini
Gunnu urðu fóstursystkini Odds.
Svo urðu líka þrjú börn Halldórs,
bróður Gunnu, og konu hans
Ágústu Pálsdóttur, en öll fjöl-
skyldan bjó áfram á Kroppstöðum
eftir að Halldór kvæntist. Það var
mikið sambýli á Kroppstöðum,
ungir og aldnir. Það hlýtur einnig
að hafa verið mjög gott sambýli.
Þessi stóra fjölskylda býr yfir
miklum kærleika hvert til annars.
Það held ég sé rétt mælt, að
hamingjusól Guðrúnar rann upp
þegar hún eignaðist fóstursoninn.
Líf hennar snerist um hann, og
mikla ástúð lét hún honum í té.
Hann varð líka sá gæfumaður að
reynast henni góður og umhyggju-
samur sonur.
Þegar Oddur er 17 ára, 1943,
flytur hún með hann frá Kropp-
stöðum til Reykjavíkur og býr
honum heimili þar, svo að hann
eigi þess kost að komast til náms.
Sjálf hóf hún strax störf á klæð-
skeraverkstæði Ingólfs Kárason-
ar, en Oddur fór í rafvirkjanám
hjá Sigurði Bjarnasyni, rafvirkja-
meistara, sem kvæntur er frænd-
konu Guðrúnar. Nú starfar Oddur
sem yfireftirlitsmaður hjá Raf-
magnsveitu Reykjavíkur.
Þegar Oddur kvæntist 1950
Ernu Jónsdóttur frá Akureyri, var
Gunna áfram á heimilinu hjá
þeim og óslitið til 1977, og segir
það sína sögu. Síðastliðin þrjú og
hálft ár var hún á Dvalarheimili
aldraðra, Hrafnistu, og andaðist
þar.
Þau Erna og Oddur eiga þrjú
börn, og reyndist Gunna þeim ljúf
amma og Ernu umhyggjusöm
tengdamóðir.
Eftir að Oddur lauk námi vann
Gunna aldrei utan heimilis, en tók
alltaf heim vinnu fyrir klæðskera,
og hélt því starfi áfram fram á
áttræðisaldur. Hún var einstak-
lega starfsöm manneskja.
Guðrún var fríð kona og nett,
mjög hreinlát og snyrtileg, bros-
mild og hafði ljúfa framkomu.
Hún var sérlega heilsuhraust alla
ævi. Hélt hún sér bæði andlega og
líkamlega til síðustu stundar.
Henni leið vel á Hrafnistu. Hún
eignaðist vini þar sem annarsstað-
ar, og hið jákvæða hugarfar henn-
ar bauð líka uppá það.
Guðrún Þorvaldsdóttir var
aldrei fyrirferðarmikil á ytra
borðinu. Hún kvaddi líka hávaða-
laust. Hún sat látin í stólnum
sínum þegar kvöldvaktin leit inn
fyrir háttatímann.
Góð kona er gengin.
Guðs blessun fylgi henni.
Vinir þakka samfylgdina.
Guðrún I. Jónsdóttir
„KáAvanda þanka og hjartaA hreint.
Derrann gefl mér Ijóst og leynt
fláráAum helmains flaeðrarslð
forAa mér Drottinn þess ég blA.
Innrættu mér þaA áform hjá
Allum gAAfýsi og lurrleik tjá.
Lát mig framganga falslaust hér
svo fál ég dýrAarvist hjá þér.“
(G.S.)
+
Fósturmóöir mín, tengdamóöir, amma, systir og mágkona,
GUÐRÚN ÞORVALDSDÓTTIR
trá Kroppatööum í Önundarfiröi,
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 9. marz kl
13.30.
Oddur Jónaaon, Erna Jónadóttir,
Jóna Oddsdóttir, Gunnar Oddaaon,
Elin Oddadóttir,
Vilborg Þ. Hafberg,
Andrew Þorvaldaaon, Dagbjört Þórarinadóttir,
Þorbjörg Þorvaldadóttir, Ólafur Guómundaaon,
Elin Árnadóttir.
Æviþráður aldraðrar, elskuríkr-
ar frænku og föðursystur minnar
var til enda spunninn að kveldi 25.
febrúar sl. Umskiptin urðu snögg
og á þann hátt er hún sjálf hafði
tjáð mér að hún óskaði eftir að
yrðu. Og kann að vera að orða
mætti á þennan veg.
„Þln sál I átt mót Ijóssins strsuml
svelf vært i Ijúfum hliAum draumi.
Þig IIAa lét I gegnum móAu mjuks
»A máttarsúlum þeim er geislar Drottlns
strjúka.*
Fórnareðli, kærleiksumhyggja
og trygglyndi föðursystur minnar
voru að ég tel ríkustu þættir
lífsforms hennar. Og nutum ég, er
þessar línur rita, og systur mínar
Kristín Lilja og Aðalheiður þeirra
eðlisþátta hennar í allra stærstum
mæli, þá er mest á reyndi, á
bernskuárum okkar. Og varð
henni það aldrei fullþakkað. Til er
það er eigi orð né athafnir ná yfir
að tjá.
Guðrún Evfemía var fædd að
Hólum í Dýrafirði 22. dag desem-
bermánaðar 1892. Hún var elsta
barn hjónanna Kristínar Helgu
Halldórsdóttur og Þorvaldar
Þorvaldssonar, síðar bónda að
Vífilsmýrum og Efstabóli í Ön-
undarfirði, þar steig hún sín
bernsku- og unglingsspor í sam-
hentum systkinahópi, og er sú
fimmta þeirra systkina er hverfur
héðan úr jarðlífi. Áður eru látin,
Sigríður, barn, þann 11. ágúst
1901, Sigríður Kristín, saumakona
í Reykjavík, þann 2. júlí 1970,
Halldór, fyrrum bóndi að Kropp-
stöðum í Önundarfirði, þann 24.
janúar 1975, og Guðbjarni,
framkv.stj. ísafirði, þann 23. nóv-
ember 1977. Eftir lifa okkar á
meðal Vilborg, Andrew og Þor-
björg.
Guðrún föðursystir mín kvænt-
ist aldrei né fæddi af sér barn, en
son eignaöist hún, fósturson er
hún tók til sín reifabarn, ól upp og
veitti af gæsku síns hjarta ást,
skilning og hlýju, og reyndist
hann henni heill og góður sonur.
Fóstursonur hennar er Oddur
Jónsson, rafmagnseftirlitsmaður
hjá Rafveitu Reykjavíkurborgar,
kvæntur mikilli ágætis konu,
Ernu Jónsdóttur, og eiga þau hjón
þrjú börn, Jónu Guðrúnu, Gunnar
örn og Elínu Jakobínu, er nú
syrgja ásamt foreldrum sínum og
þakka allt það er hún var þeim. Á
heimili Odds og Ernu dvaldi
föðursystir mín, þar til fyrir
tæpum fjórum árum að hún
vistaðist á Hrafnistu hér í borg, og
þar lézt hún svo sem áður er sagt
þann 25. febrúar sl.
Hér hefur verið stiklað á stóru
og mörgu sleppt úr lífsferli
frænku minnar en aðrir munu þar
eflaust úr bæta og á betri hátt en
ég fengi orðum að komið.
Útför Guðrúnar Evfemíu verður
gerð frá Fossvogskirkju, mánu-
daginn 9. marz nk.
Og nú við lok jarðlífs hennar
þakka ég og fjölskylda mín og
fjölskyldur systra minna allt það
góða er hún gaf okkur í lífi sínu.
Og biðjum að friður og blessun
Guðs, hins hæsta höfuðsmiðs, er
yfir öllu vakir, fylgi henni um
eilífð alla.
Páll Skúli Halldórsson