Morgunblaðið - 08.03.1981, Page 16

Morgunblaðið - 08.03.1981, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1981 fWnOtsptí! Útgefandi nM&Mífo hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. Látið er að því liggja í fréttatilkynningu trygg- ingaráðherra að bætur trygg- ingakerfisins til þeirra hópa í þjóðfélaginu, sem verst eru settir tekjulega, hafi hækkað 1. marz sl. um 14,6%, sem sé rúmlega hækkun framfærslu- kostnaðar frá 1. desember sl. Þetta er ein grófasta blekking sem frá stjórnvöldum hefur komið undanfarið — og hafa þau þó verið iðin við kolann í því efni. Almennur grunn-elli- og örorkulífeyrir hækkar að- eins um 6%. Það er einungis tekjutryggingin, sem kemur ofan á grunnlífeyrinn, sem hækkar um 14,6%. Meðal- hækkun grunnlífeyris og tekjutryggingar nemur ein- vörðungu 10,2% á sama tíma sem verðlag eða framfærslu- kostnaður hefur hækkað um 14,32% að dómi hlutlausra opinberra stofnana. Kaup- máttur bótanna hefur því skerst um 4%. Efnahagsað- gerðir ríkisstjórnarinnar koma þyngst og verst niður á þeim er sízt skyldi, öldruðum og öryrkjum, en hvorttveggja er dæmigert fyrir Alþýðu- bandalagið, að breyta þannig þvert á fyrirheit og bíta síðan höfuðið af skömminni með því að túlka valdníðsluna sem mildi og mannúð. í fyrstu grein reglugerðar, sem Svavar Gestsson gefur út 24. febrúar sl., um „hækkun bóta almannatrygginga", segir að tekjutrygging og heimilis- uppbætur skuli hækka um 14,6%. Síðan orðrétt: „Aðrar upphæðir bóta og greiðslna samkvæmt 74. grein skulu frá sama tíma hækka um 6%.“ Undir þessar „aðrar upphæð- ir“ flokkast almennur grunn- lífeyrir elli- og örorkubóta- þega, sjúkrabætur, mæðra- bætur, ekkjubætur og sjúkra- og slysadagpeningar. Þessir þættir bótanna hækka aðeins um 6% í 14,32% hækkun framfærslukostnaðar. Al- mennur grunn-elli- og örorku- lífeyrir hjóna hækkar þannig úr 1960 nýkrónum í 2246 nýkrónur, sem er 6% hækk- un, en tekjutryggingin úr 2135 nýkrónum í 2263 nýkrónur eða 14,6%. Meðaltalshækkun 10,2%. Skerðingarákvæði bráða- birgðalaga ríkisstjórnarinnar, það er um niðurfellingu 7% verðbóta á laun 1. marz sl., ná til allra tegunda tryggingar- bóta, því skerðingarákvæðin skyldu jú ná niður allan tekju- stiga þjóðfélagsins að dómi ríkisstjórnarinnar og Alþýðu- bandalagsins. Það gerir vænt- anlega „launajöfnunarsjónar- miðið“! Hér á móti hét ríkis- stjórnin lækkun skatta, sem samsvara átti einu og hálfu prósentustigi í kaupmætti. Það er svo enn dæmigert fyrir ríkisstjórnina og Alþýðu- bandalagið að þessi skatteftir gjöf nær ekki til aldraðra og örykja þar sem þeir eru yfir- leitt skattleysingjar, vegna lágra tekna. Sama máli gegnir að sjálfsögðu um aðra tekju- lága þjóðfélagsþegna. Þeir þurfa að bera verðbótaskerð- ingu launa óbætta að þessu leyti. Sjálfstæðismenn fluttu breytingartillögu við bráða- birgðalög ríkisstjórnarinnar, þess efnis, að skerðingar- ákvæði verðbóta skyldu ekki ná til neinskonar bóta al- mannatryggingakerfisins, en fyrir lá bréf frá Hagstofu- stjóra til fjárhagsnefndar efri deildar Alþingis, sem fól ský- laust í sér að skerðingar- ákvæðin spönnuðu allar trygg- ingabætur að óbreyttum lög- unum. Þessi tillaga fann ekki náð fyrir augum ríkisstjórnar- innar né tryggingaráðherra Alþýðubandalagsins, en flýtti þó ótvírætt ákvörðun stjórn- arinnar um hækkun tekju- tryggingar og heimilisuppbót- ar. Þegar sýnt var að stjórnar- liðar gátu ekki fallizt á að tryggingabætur skyldu undan- þegnar skerðingarákvæðum verðbóta fluttu sjálfstæðis- menn málamiðlunartillögu, þess efnis, að bætur þeirra sem njóta tekjutryggingar á elli- og örorkulífeyri skyldu ekki hækka minna 1. tnarz sl. en sem næmi hækkun fram- færslukostnaðar frá 1. des- ember sl., þ.e. um 14,32% í stað 10,2%. Stjórnarliðar, einkum alþýðubandalags- menn, réðust harkalega að þessari tillögu, töldu hana af hinu illa, enda myndu bætur almennt hækka meira en til- lagan gerði ráð fyrir, þ.e. um 14,6%! Þessi staðhæfing var annað tveggja sett fram vegna vanþekkingar eða sem vísvit- andi blekking. Reynslan hefur sýnt að þessi hækkunartala náði aðeins til tekjutryggingar en ekki grunnlífeyris né ann- arra bóta tryggingakerfisins. Þar um er reglugerð Svavars Gestssonar frá 24. febrúar sl. gleggsta vitnið. Engu að síður var þessi sanngirnistillaga sjálfstæðismanna hunzuð af stjórnarliðinu undir forystu tryggingamálaráðherra Al- þýðubandalagsins. Flokkur sá sem kenndi sig við „samninga í gildi" og efndi til ólöglegra verkfalla og út- flutningsbanns vegna skerð- ingar verðbóta á laun 1978, sem þó náðu ekki til lægstu launa, stendur nú lúpulegur undir nýju kjörorði: „Það sem helzt hann varast vann, varð þó að koma yfir hann“! Þessi skerðingarárátta Alþýðu- bandalagsins kemur mun harðar niður á elli- og örorku- lífeyrisþegum en öðrum hóp- um þjóðfélagsins, þrátt fyrir það, að Alþýðubandalagið hef- ur á stundum, einkum fyrir kosningar, hátt um góðan hug sinn til þeirra verst settu í þjóðfélaginu. Flokkurinn hef- ur því skotizt undir enn eitt orðtakið: „Þeim var ég verst er ég unni mest“, ef fyrri yfirlýs- ingar vóru þá ekki hræsnin einber. Út yfir allt velsæmi gengur svo þegar hrein vald- níðsla í garð bótaþega al- mannatryggingakerfisins er túlkuð sem gjafmildi af hálfu þeirra skerðingarkomma, sem nú nota völd sín til að veikja hag lítilmagnans í þjóðfélag- inu. Aldrei fyrr í þjóðarsög- unni hefur stjórnmálaflokkur etið ofan í sig jafn mörg slagorð jafn fúslega á jafn skömmum tíma og Alþýðu- bandalagið hefur gert í tveim- ur síðustu ríkisstjórnum. Aldraðir og öryrkjar hlunnfarnir Reyki aví kurbréf Laugardagur 7. marz Sundrað samfélag Líklega verður að leita langt aftur á þessa öld til þess að finna tímabil í sögu þjóðar okkar, þar sem jafn mikil sundrung hefur ríkt með Islendingum og nú hin síðustu ár. Tvennt hefur öðru fremur valdið því sundurlyndi, sem nú ríkir. Herferðin, sem háð var undir kjörorðinu „samningana í gildi", undir forystu tveggja stjórnmálaflokka og launþega- samtakanna hafði djúpstæð áhrif til sundrungar í þjóðlífinu, sem enn eru til staðar, vegna þess, að vinnubrögðin, sem beitt var í því skyni að hrekja ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar frá völdum 1978, voru óheiðarleg. Þær starfsaðferð- ir, sem notaðar voru við myndun núverandi ríkisstjórnar hafa einn- ig orðið til þess að sundra samfé- lagi okkar og hafa haft mjög víðtæk og djúpstæð áhrif í þeim efnum. Hvoru tveggja mun setja mark sitt á íslenzka stjórnmála- baráttu um langa framtíð. Þjóð okkar er svo fámenn, að hún má ekki við slíku sundurlyndi, sem hefur lamandi áhrif á allt þjóðlífið og er verulegur hemill á framfarir í landinu. Það er eftir- tektarvert, að þau þrjú ár, sem liðin eru frá því að herferðin fyrir „samningunum i gildi" var hafin, hafa orðið tímabil stöðnunar og öngþveitis. Þær ríkisstjórnir, sem setið hafa frá haustinu 1978 hafa allar reynt að fást við verðbólgu- vandann, en þessum ríkisstjórnum hefur ekki tekizt að ná nokkrum árangri, þegar til lengri tíma er litið. Þær hafa beitt margvís- legum sjónhverfingum og þá ekki sízt sú, sem nú situr, en raunveru- legur árangur er enginn annar en sá, að stöðnun ríkir í þjóðlífinu. Engar meiriháttar ákvarðanir eru teknar, sem skipt geta sköpum um framtíð þjóðarinnar. Ástæðan er einfaldlega sú, að sundrað samfé- lag getur ekki tekið ákvarðanir í meginmálum. Þetta er umhugsun- arefni fyrir alla þá, sem tekið hafa að sér að bera ábyrgð á málefnum þjóðarinnar, hvort sem það eru forystumen-n í stjórnmálum, at- vinnulífi eða á öðrum sviðum þjóðlífsins. Þetta er umhugsunar- efni fyrir þá, sem sáust ekki fyrir veturinn og vorið 1978, svo mikið var kapp þeirra við að koma ríkisstjórn frá völdum. Þetta er umhugsunarefni fyrir þá, sem tóku þátt í ljótum leik fyrir rúmu ári, þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð. Sú stjórnarmyndun á eftir að draga dilk á eftir sér í stjórnmálabaráttunni á næstu ár- um. Við munum ekki brjótast út úr þeirri stöðnun, sem nú ríkir í samfélagi okkar, við munum ekki rífa okkur upp úr kviksyndi óða- verðbólgu og öngþveitis, fyrr en upp rísa forystumenn, sem eru reiðubúnir til að leiða þjóðina áfram með jákvæðu hugarfari, framsýni og dirfsku, en hugsa ekki um það eitt að ná „völdum" hvað sem það kostar og með hvaöa ráðum sem er. Lítil þjóð hefur ekki efni á því sundurlyndi, sem við búum við. Hvaða árangri hafa þeir náð? Hvaða árangri hafa þeir náð, mennirnir, sem veturinn 1978 gengu fram fyrir skjöldu til þess að berjast gegn þeirri vísitölu- skerðingu, sem þá var ákveðin með febrúarlögunum? Niðurstaðan er þessi, þremur árum síðar: þeir setja nú sjálfir lög um vísitölu- skerðingu. Guðmundur J. Guð- mundsson og Svavar Gestsson rétta nú báðir upp hendur á Alþingi til þess að greiða atkvæði með vísitöluskerðingu. Þjóðvilj- inn, sem fyrir þremur árum spurði launþega, hvort þeir ætluðu að vinna kauplaust fyrir Geir, segir nú að vísitöluskerðingin, sem 1978 hét „kauprán" en heitir nú á máli Þjóðviljans „slétt skipti", þýði „minni verðbólgu og trygg- ingu kaupmáttar". Svavar Gestsson, sem veturinn og vorið 1978 var í forystusveit baráttunnar fyrir „samningunum í gildi" stjórnar því nú sem tryggingaráðherra, að aldraðir og öryrkjar eru ekki undanþegnir kjaraskerðingunni, en er svo ómerkilegur í vinnubrögðum sín- um, að hann reynir að koma þeim ósannindum inn hjá fólki, að aldraðir og öryrkjar fái sérstakar hækkanir nú, þegar kjör þeirra eru í raun stórlega skert. Kristján Thorlacíus, sem vetur- inn og vorið 1978 barðist hat- rammri baráttu fyrir „samning- unum í gildi“, gerir nú hvað eftir annað samninga, sem augljós óánægja er með hjá félagsmönn- um hans, en segir svo, að ástæðan fyrir því að hann bregðist ekki harkalegar við vísitöluskerðing- unni sé sú, að ekki sé samstaða um það milli launþegasamtakanna. Ásmundur Stefánsson, sem var reiknimeistari „samninganna í gildi“ er nú orðinn forseti Alþýðu- sambands íslands en sýnist ekki ætla að reynast meiri maður en svo, að hann er ýmist kallaður blaðafulltrúi rikisstjórnarinnar eða beinlínis leppur Svavars Gestssonar. Hvaða árangri hafa þessir menn náð frá því að þeir náðu „völdum" með óheiðarlegum vinnubrögðum á árinu 1978? Hafa lífskjörin batnað í raun? Menn geta svarað þeirri spurningu hver fyrir sig. Hefur skerðing vísitölunnar verið lögð niður, sem stjórnunaraðgerð í efnahagsmálum? Allir vita svarið við þeirri spurningu. Hvaða ár- angri hafa þeir náð, sem nokkru eftir áramót 1980 tóku sér fyrir hendur að sundra stærsta stjórn- málaflokki þjóðarinnar til þess að bjarga „virðingu Alþingis". Hefur verðbólgan minnkað? Er virðing Alþingis meiri? Er virðing þeirra sjálfra meiri? Að vísu ber að viðurkenna að þeir hafa náð þeim árangri, að þeir sitja sjálfir í ráðherrastólum og öðrum valdastólum og kannski var leikurin'n ekki gerður til ann- ars en þess. Sérstaða Al- þýðubanda- lagsins horfin Forystumenn Alþýðubandalags- ins hafa raunar náð eftirtektar- verðum árangri á þessum þremur árum. Veturinn 1978 var staða Alþýðubandalagsins enn sú, að þessi flokkur hafði sérstöðu meðal annarra stjórnmálaflokka á ýms- an hátt. í fyrsta lagi hafði Alþýðu- bandalagið aldrei tekið þátt í ríkisstjórn fram að þeim tíma nema það væri yfirlýst markmið þeirrar ríkisstjórnar að banda- ríska varnarliðið skyldi hverfa af landi brott. í öðru lagi hafði Alþýðubandalagið þá sérstöðu, að það hafði yfirleitt barizt hat- rammlega gegn hvers konar af- skiptum af gildandi kjarasamn- ingum, þótt flokkurinn hefði að vísu staðið fyrir verulegri vísitölu- skerðingu vorið 1974.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.