Morgunblaðið - 08.03.1981, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1981
Gjðfulli vertíð er lokið hjá nokkrum bátum úr isfirslu rækjuflotanum, en meginhluti flotans er enn við
veiðar. Ljóem. Mbl. Úlfar.
Rækjusjómenn á ísafirði:
Lána Hafrannsókn bát og áhöfn
ísafirAi. 6. marz.
MJÖG góð rækjuveiði hefur
verið í ísafjarðardjúpi i vetur.
bað hefur þó stundum horft til
vandræða hvað rækjan er smá.
Kannsóknarskipið Dröfn hefur
komið vestur vor og haust til að
fylgjast með ástandi rækju-
stofnsins. en vegna sparnaðar-
ráðstafana stjórnvalda varð að
fella niður vor-leiðangurinn.
I lok janúar voru sjómenn
orðnir áhyggjufullir vegna
þróunarinnar, en þar sem
stjórnvöld virtust ekki hafa
áhuga á fiskvernd að svo komnu
máli vegna kostnaðar, ákváðu
þeir að bjóða fram bát og
skipshöfn Hafrannsókn að
kostnaðarlausu ef stofnunin
vildi leggja til rannsóknaraðila.
Varð að ráði að m.s. Bryndís fór
í rannsóknir um vikutíma í
byrjun febrúar undir stjórn
Guðmundar Skúia Bragasonar
deildarstjóra hafrannsóknar á
ísafirði. Að áliti Guðmundar
Skúla þótti ekki ástæða til að
stöðva veiðarnar, en eitthvað
munu bátar hafa flutt sig til með
veiðisvæði.
Eftir að kom fram undir lok
febrúar fór rækjan stækkandi
sérstaklega í útdjúpinu og er nú
vel viðunandi að sögn Péturs
Bjarnasonar fulltrúa sjávarút-
vegsráðuneytisins hér á ísafirði.
Veiðiheimildir voru fyrir 2500
lestum á vertíðinni sem skiptist
eftir ákveðnum reglum milli
verksmiðja og síðan báta á
svæðinu. Eitthvað þótti það mis-
skipt því bátar úr Bolungarvík
og Súðavík kláruðu skammt sinn
langt á undan Isfirðingum og
var þeim þá heimilað að veiða
samtals 120 lestir til viðbótar.
Þeir hafa nú endanlega lokið
veiðum svo og nokkrir ísfirð-
ingarnir, en nú munu vera eftir
um 300 lestir af heildarkvót-
anum, sem mun hugsanlega
duga þeim sem eftir eru í 3—4
vikur. M.s. Dröfn hefur verið hér
undanfarna daga við veiðar-
færarannsóknir en er nú að
halda á Húnaflóamið. Úlfar.
Hans G. Andersen:
Alþjóða hvalveiðiráðið:
„Á ÞESSUM fundi. sem var
lokaður fundur stjórnar-
manna og hóps vísindamanna
Alþjóða hvalveiðiráðsins var
rætt um nýjar aðferðir til að
ákvarða veiðikvóta. Þær voru
unnar af hópi vísindamanna
ok í þeim felast talsverðar
breytingar frá því sem áður
var. Meðal annars fólst það í
þessum hugmyndum að hval-
veiðar í Atlantshafi yrði að
leggja niður,“ sagði bórður
Ásgeirsson. formaður Al-
þjóða hvalveiðiráðsins, er
Mbl. innti hann eftir umræð-
um fund hvalveiðiráðsins,
sem nýlega var haldinn í
Japan.
Þórður sagði ennfremur, að
þörf hefði þótt á að endur-
skoða núverandi reglur um
úthlutun veiðikvóta, þeim
væri í mörgu ábótavant, en tók
það fram, að þessar nýju
hugmyndir hefðu einnig sína
vankanta, enda hefðu þær
aðeins verið til umræðu nú og
þeim umræðum yrði haldið
áfram síðar á árinu. Hann
sagði, að þær byggðust upp á
ákveðnum markmiðum um
það, hve hver stofn þyrfti að
vera stór og hvernig bæri að
viðhalda þeirri stærð.
„Það er dálítið erfitt að gefa
uppiýsingar um það, hvernig
þessar hugmyndir yrðu í
framkvæmd, en samkvæmt
þeim er nauðsynlegt að vita
hver stofnstærð hverrar
hvalategundar var, áður en
veiðar hófust og hver hún er
núna. Þessar upplýsingar eru
alls ekki til um Atlantshafs-
stofnana og því verður erfitt
að samræma hugmyndirnar
hvalveiðum á Atlantshafinu.
Það vill nú þannig til, að
mun betra er að gera sér grein
fyrir þessum atriðum varð-
andi þá stofna, sem hafa verið
ofveiddir, því þá er hægt að
rekja sig til baka. Þetta á ekki
við um Atlantshafsstofnana,
og sem betur fer hefur aldrei
komið neitt fram á hvalveiði-
miðum okkar íslendinga, sem
bendir til ofveiði," sagði Þórð-
ur að lokum.
Bandaríkjamenn
vilja tíma til að kynna
sér hafréttarmálin
EINS og komið hefur fram í
fréttum Morgunblaðsins hefur
stjórn Reagans Bandaríkjafor-
seta gefið til kynna að hún muni
koma í veg fyrir að nýr hafréttar-
sáttmáii verði undirritaður í lok
fundar Hafréttarráðstefnu Sam-
einuðu þjóðanna, sem hefst nú
eftir helgina. Til að kynna sér
þetta frekar hafði Morgunblaðið
samband við Hans G. Andersen
formann islenzku sendinefndar-
innar á fundinum og innti hann
frétta.
Sagði hann að Bandaríkjamenn
væru ákveðnir í að koma í veg
fyrir undirritun sáttmála þar til
hinni nýju stjórn Reagans hefði
unnizt tími til að kynna sér málin,
en óvíst væri hve langan tíma það
tæki og væri það greinilegt að þeir
ætluðu ekki að bera skarðan hlut
frá því borði.
Hans sagði að þrátt fyrir þetta
yrði fundinum haldið áfram og
fyrsta málið væri að velja nýjan
forseta og yrði það sennilega
Asíumaður og yrði það væntan-
lega gert á mánudag. Hann sagði
einnig, að næg verkefni lægju
fyrir fundinum og yrði honum
haldið áfram á sama hátt og
fyrirhugað hefði verið.
Vorum búin að
gleyma hvernig
fiskur lítur út“
Ljósafell frá Fáskrúðsfirði
með 180 tonn til Djúpavogs
Hugmyndir um stöðvun
hvalveiða á Atlantshafi
Djúpavogi 6. mars
UM HÁDEGI f gær byrjaði að
snjóa og snjóaði stansíaust það
sem eftir var dagsins. í nótt
hvessti síðan og var hlindhríð hér
í morgun og aliir vegir ófærir.
betta er eitt versta hríðarveður,
sem komið hefur hér í vetur þvi
þótt oft hafi verið rysjótt og
mikill klaki hefur ekki verið
tiltakanlega snjóþungt.
Togarinn Ljósafell frá Fá-
skrúðsfirði kom hér inn í morgun
með 180 tonn af fiski. Meiningin
er að byrja löndun um sexleytið í
kvöld ef löndunarkrani, sem er á
leiðinni að austan frá Fáskrúðs-
firði verður kominn hingað. Verið
er að reyna að koma honum fyrir
Berufjörð. Vegna veðursins og
mikillar ófærðar hefur ferðalagið
gengið seint, en áfram hefur
mjakast í áttina hingað með þetta
volduga tæki, en svona stórvirkur
krani er ekki til hér á Djúpavogi.
Um klukkan 16 var kraninn, sem
er um 12 tonn, á Streitishvarfi
sunnan Breiðdalsvíkur og hefill
var farinn héðan á móti honum.
Það ríkir mikil ánægja hér í
þorpinu með komu Fáskrúðsfirð-
inganna því satt bezt að segja
vorum við alveg búin að gleyma
því hvernig fiskur lítur út. Hér
hefur ekki komið branda á land
síðan fyrir jól, nema 400 tonn af
loðnu, sem fóru í bræðslu. Héðan
er ekkert skip gert út í vetur,
nema Krossanesið, sem er á loðnu-
veiðum.
Við höfum leitað með logandi
ljósi að hentugu skipi fyrir frysti-
húsið, en það virðist ekki til á
innanlandsmarkaði. Það er ljóst
áð við verðum að fá skip strax ef
ekki á verr að fara og er ástandið
reyndar búið að vera nógu slæmt
hér síðan um áramót. Hér hafa
verið um 30 manns á atvinnuleys-
isskrá og reyndar eru þeir fleiri,
sem ekki hafa látið skrá sig af
ýmsum ástæðum. Aðrir höfðu
leitað sér atvinnu að heiman. Hér
í þorpinu búa um 400 manns.
— Ingimar
Friðrik verður í erfiðri aðstöðu
FULLTRÚI skákmeistarans
Viktors Kortsnojs, Alban Brod-
beck, kom tii landsins á föstu-
dag. Mbl. átti Stutt spjall við
Brodbeck þar sem hann sat og
beið matar sins á Hótel Holti
með þeim skáksamhands-
mönnum Ingimar Jónssyni og
Helga G. Samúelssyni.
„Ég kem hingað sem sérlegur
sendimaður Viktors Kortsnojs,
sagði Brodbeck: „Eins og þér
vitið þá hafa þrjú lönd gert
tilboð í mótshald heimsmeist-
arakeppninnar í skák 1981, ís-
land, Spánn og Ítalía, og nú hef
ég komið til allra staðanna. í
síðustu viku skoðaði ég aðstæður
á Las Palmas, Merano þekkjum
við Kortsnoj frá einvíginu við
Húbner, og nú er ég semsé
kominn til Reykjavíkur.
Ég kem ekki aðeins hingað til
að kynnast mótsstað, hóteium,
keppnisstól o.s.frv., heldur
kannski fremur að hafa nokkur
kynni af þeim inönnum, sem
- segir fulltrúi Kortsnojs
skipjuleggja munu mótshaldið
hér. Nei, verðlaunafé ræður ekki
úrslitum í vali á mótsstað;
keppnisaðstæður vega fullt eins
mikið. Þau eru mörg atriðin sem
ráða vali á mótsstað. Við höfum
frest til 9. mars að ákveða okkur,
og ég held héðan á sunnudags-
Helgi G. Samúelsson, Ingimar Jónsson og fulltrúi Kortsnojs, Alban
Brodbeck, á Hótel Holti í gærkvöldi. i.j<Win. Emiiia.
morguninn og mun hafa síma-
samband við Kortsnoj á sunnu-
dagskvöld, þar sem hann dvelur í
Hong Kong, og þá munum við
gera upp hug okkar.
Eitt er víst að Friðrik Ólafs-
son verður í mjög erfiðri að-
stöðu, þegar hann á að skera úr
um mótsstað.
Nýstiginn á landið — hvernig
líkar yður veðrið?
„Eftir fárra klukkustunda
veru, finnst mér það hljóti að
vera mjög kalt á íslandi. Ég
hafði ekki búist við svipuðu
loftslagi hér og á Las Palmas eða
í Merano, en keppnin fer fram í
júlímánuði og ágúst, og dr.
Ingimar Jónsson hefur tjáð mér
að veðrátta sé öll önnur og betri
í þeim mánuðum. En það er
allavega kalt í marsmánuði á
íslandi."
Skáksambandsmenn, Ingimar
og Helgi, vonuðu að Brodbeck
líkaði vistin og allar aðstæður.
Að því mæltu fengu þeir sér að
borða.