Morgunblaðið - 08.03.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1981
23
Stúdentako s ning a r
ismenn, jafnaðarmenn og sam-
vinnumenn og stefna Vöku hefur
verið skýr og ákveðin lýðræðis-
stefna allt síðan hún var stofnuð
— Hver er þá höfuðandstæð-
ingurinn?
„Félag vinstri manna er áfram
okkar höfuðandstæðingur, okkur
greinir á í mjög veigamiklum
grundvallaratriðum , en hins veg-
ar hafa umbótasinnarnir fengið
ýmislegt að láni úr stefnuskrá
okkar og má því með nokkru sanni
segja að Vaka hafi haft áhrif í
Háskólanum, þó við höfum ekki
enn unnið meirihluta. Umbóta-
sinnar hafa nú loksins viðurkennt
að Marx sé dauður og iosað sig frá
róttæklingunum, sem enn eru að
hjakka í sama farinu, en Vaka var
einmitt stofnuð árið 1935 í þeim
tilgangi að vara stúdenta við að
aðhyllast öfgastefnur eins og nas-
ismann og marxismann.
En ég vil að öllum stúdentum sé
ljóst, að eina leiðin til að fá nýja
forystu í stúdentahreyfinguna,
sem er mjög svo brýnt, er að kjósa
Vöku, maður veit aldrei hvenær
umbótasinnarnir, fái þeir eitt-
hvert fylgi, hlaupa í fangið á
vinstri mönnum aftur og þá sitja
stúdentar áfram í sama svaðinu.
Því verður öllum lýðræðissinnuð-
um stúdentum að vera það ljóst að
Vöku verður að koma í forystu að
nýju.
Nú má segja að kosið sé um það,
hvort gefa eigi Félagi vinstri
manna kost á að hefja sitt 10.
stjórnarár og því er ekki úr vegi
að minna á það, að á valdatímabili
sínu hafa þeir gjörsamlega eyði-
lagt það traust og þá góðvild, sem
stúdentar nutu áður meðal al-
mennings, með sífelldum niður-
rifs- og byltingarboðskap, sem
þeir heyja í krafti þess frelsis, sem
þeir fyrirlíta og berjast gegn.
Þeir telja sig ekki bera ábyrgð á
„kreppu borgarastéttarinnar" og
samkvæmt því telja þeir sig
ábyrgðarlausa í núverandi þjóð-
félagi og ætla sér því væntanlega
ekki að axla neina ábyrgð fyrr en
þeim hefur tekizt að koma á fót
sínu marxiska sæluríki. Framtíð
Háskóla íslands og stúdentahreyf-
ingarinnar er komin undir því að
stúdentar öðlist að nýju traust
almennings, því Háskólanum er
haldið uppi af almannafé, aðeins
þannig getur Háskólinn verið einn
af hornsteinum okkar lýðræðis-
þjóðfélags. Frelsi og lýðræði eru
forréttindi, sem mikill minnihluti
mannkyns býr við. Það er því tími
til kominn að lýðræðissinnaðir
stúdentar taki að nýju forystu í
stúdentahreyfingunni og geri
hana að vettvangi baráttunnar
fyrir og varðveizlu þess frelsis og
lýðræðis, sem við búum við.
Það má segja að Vaka sé heppin
að vera laus við þau gagnslitlu
heilabrot og erfiðleika, sem gera
róttæklingunum svo erfitt að
skilgreina sjálfa sig.“
— Hver eru helztu stefnumál
Vöku?
„Vaka hefur mjög gagnrýnt
stefnumótun Félags vinstrimanna
Sigurbjörn
Magnússon
varðandi Félagsstofnun stúdenta,
þar hefur heilbrigð rekstrarstefna
ekki verið til. Okkar stefna er sú
að Félagsstofnun verði rekin
þannig að okkur stúdentum sé
nokkur sómi að og að óhikað verði
beitt aðhaldi, sparnaði, hag-
kvæmni og hagræðingu til að
bæta reksturinn og auka þjónust-
una, en þessi orð eru bannorð í
herbúðum vinstrimanna. Einu úr-
ræði vinstrimanna hafa verið að
krefjast sífellt meira framlags frá
ríkinu án þess að vilja koma
nokkuð á móti því. Með það í huga
hafa þeir rekið stofnunina með
botnlausum halla og einfaldlega
krafið ríkið um meiri peninga.
Framkvæmdastjóri Félagsstofn-
unar lét hafa það eftir sér á
stúdentaráðsfundi síðast liðið
haust, að ef þessari stefnu verði
haldið áfram, endi það með því að
stúdentar missi Félagsstofnun í
hendur ríkisvaldsins. Nú hefur
ríkissjóður tekið að sér að rétta af
rekstrarhalla vinstrimannanna og
bjarga þeim þannig úr eigin víta-
hring. Nú er því tækifæri til að
taka upp raunhæfa rekstrarstefnu
og því hafa stúdentar nú tækifæri
til að velja á milli áframhaldandi
ábyrgðarleysis hallareksturs
vinstrimanna eða hagkvæms og
skynsamlegs reksturs eins og
Vaka hefur á stefnuskrá sinni."
— Hvað er þá það mikilvægasta
að lokum?
„Það er mikilvægt að stúdentar
fjölmenni að þessu sinni að kjör-
borðinu, því það er mikill styrkur
þeim, sem berjast fyrir hags-
munamálum þeirra, að vita að
stúdentar hafi áhuga á baráttunni
og sýni hann í verki með því að
neyta kosningaréttar síns.
Félagi vinstrimanna hefur á
löngum valdaferli sínum tekizt að
koma kjörsókninni niður fyrir
50% og sýnir það greinilega hve
lítinn áhuga stúdentar hafa á
stjórnmálabrölti þeirra.
Það er því eina úrræðið að kjósa
Vöku, en láta ekki tvíhöfða fram-
boð vinstrimanna villa sér sýn.“
Stefán Einar
Matthíasson:
Nýtt blóð
nauðsynlegt
í stúdenta-
pólitíkina
„Markmiðið með þessu framboði
er fyrst og fremst að auka áhuga
stúdenta á stúdentapólitíkinni,
hagsmunamálum stúdenta og
hleypa nýju blóði í hvort tveggja
eins og okkur virðist, að margir
telji nauðsyn á,“ sagði Stefán
Einar Matthíasson efsti maður á
lista umbótasinnaðra stúdenta.
„Þetta er breið samfylking
óflokksbundinna manna, sem hef-
Stefán Einar
Matthiasson
ur það að markmiði að vinna að
hagsmunamálum stúdenta, en á
slíkt finnst okkur skorta mjög í
dag. Nú er aðallega karpað um
keisarans skegg og því hafa ýmis
áríðandi hagsmunamál setið á
hakanum. Hin pólitíska nafla-
skoðun vinstri manna hefur tafið
mjög fyrir því, að unnið hafi verið
að brýnum hagsmunamálum stúd-
enta, sem eru fjölmörg og stefna
Vöku virðist aðallega miðast við
það að afhjúpa kommúnistísk úr-
ræði vinstri manna. Vegna þessa
hafa stúdentaráðsfundir oft leyst
upp í karp um fánýta hluti, sem
ekki flokkast undir bein hags-
munamál stúdenta. Þessu viljum
við breyta og einbeita okkur að
lausn aðkallandi vandamála."
— Hver eru þessi vandamál?
„Þau eru mörg, aðkallandi er
lausn barnaheimilismála, húsnæði
fyrir námsmenn verður að byggja
og gæti þá fyllilega komið til
greina að byggja það í samvinnu
við aðra framhaldsskólanema.
Rekstur Félagsstofnunar hefur að
undanförnu verið í slíkum ólestri
að alls ekki verður við unað og
hefur verið ráðist í mjög svo
vafasamar framkvæmdir, sem
ekki hafa þjónað brýnum hags-
munamálum stúdenta, en engu að
síður kostað þá stórfé. Má í því
sambandi benda á Ferðaskrifstofu
stúdenta og Klúbb FS. Félags-
stofnun verður að reka af skyn-
semi og varast allt glæfraspil eins
og verið hefur undir stjórn
vinstrimanna, hjá þeim virðist
hvorki aðhald né sparnaður vera
til.
Við leggjum áherzlu á, að Stúd-
entablaðið sé blað allra stúdenta
og því beri að halda áfram þeirri
skylduáskrift, sem verið hefur. En
að undanförnu hefur alls ekki
verið hægt að telja blaðið blað
allra stúdenta. Það hefur ekki
speglað skoðanir og áhugamál
þorra stúdenta, heldur hefur það
miklu fremur verið vettvangur
fámenns hóps róttæklinga og upp-
fullt af einkaáhugamálum þeirra
og þannig veikt stöðu stúdenta
verulega út á við. Við viljum því,
að í stúdentablaðinu verði lögð
höfuðáherzla á hagsmunamál
stúdenta og innanskólamál. Þá
leggjum við áherzlu á að ritnefnd,
skipuð einum fulltrúa úr hverri
deild starfi með ritstjóra blaðsins
til að auka tengsl deildanna og
blaðsins og laun ritstjóra verði
endurskoðuð með tilliti til vænt-
anlegs samstarfs hans og rit-
nefndar.
Hvað menntamál varðar leggj-
um við áherzlu á jafnrétti allra til
náms án tillits til þjóðfélagsstöðu,
efnahags, búsetu eða kyns og
berjumst gegn hverju því, sem
komið getur í veg fyrir að svo
verði. Því erum við á móti öllum
fjöldatakmörkunum, í hvaða
mynd sem þær eru.
Námslánin eru ætluð til að
tryggja jafnrétti til náms og eru í
eðli sínu framfærslulán og því er
mikilvægt að þau brúi að fullu
fjárþörf stúdenta. Við krefjumst
engra sérréttinda varðandi lán-
tökur námsmanna, en krefjumst
þess að sjálfsögðu að þau verði
ekki óhagstæðari en á hinum
almenna lánamarkaði. Því viljum
að lánin verði greidd að fullu eftir
að námi lýkur, en þó verður að
taka tillit til tekna viðkomandi
eftir að námi lýkur.“
— Hverja telur þú möguleika
ykkar í kosningunum?
„Við erum bjartsýn, okkur
finnst við hafa orðið vör við
mikinn stuðning og fylgi, en ég vil
ekki spá um fjölda kjörinna
manna. Við reiknum með því að
framboð okkar auki kjörsókn og
þannig tökum við atkvæði frá
öllum, báðum hinum fylkingunum
og frá þeim, sem heima hefðu
setið. Komumst við í oddaaðstöðu
innan stúdentaráðs, munum við
vinna með þeim, sem gera okkur
kleyft að koma mikilvægustu mál-
um okkar fram.“
Málverkauppboð
veröur aö Hótel Sögu, á morgun mánudag kl. 20.30.
Myndirnar veröa til sýnis í Klausturhólum, Laugavegi
71, ídag sunnudag kl. 14—18 og á morgun mánudag
kl. 12—19.
Sumarnámskeið vélstjóra 1981
Eftirtalin námskeiö veröa haldin í júní ef næg
þátttaka fæst: 1. Stýritækni, 2. Stillitækni, 3.
Kælitækni, 4. Brennsla svartolíu í dísilvélum, 5.
Rafmagnsfræöi. Öll námskeiðin eru miöuö viö aö
viðkomandi hafi lokiö 4. stigs vélstjóraprófi fyrir
1975.
Umsóknir ásamt þátttökugjaldi veröa aö hafa borist
til Vélskóla íslands, pósthólf 5134, Reykjavík, fyrir 30.
apríl nk. Nánari upplýsingar í skólanum, sími 19755,
og hjá Vélstjórafélagi íslands, sími 29933. Umsóknar-
eyöublöö ásamt upplýsingum um námskeiöiö veröa
send til þeirra sem þess óska.
Skólastjóri.
Hraðlestrar-
námskeið
Hraölestrarnámskeiö hefst nk. þriöju-
dagskvöld. Námskeiöiö stendur í 6 vikur
og verður kennt á þriöjudagskvöldum.
Nemendur þurfa aö leggja á sig einnar
klst. heimavinnu á dag. Skráning í dag
eftir kl. 13:00 í síma 43833. Verö kr. 800.-
Leiðbeinandi er Ólafur H. Johnson, viö-
skiptafræöingur.
Hraðlestrarskólinn.
Rekstraráætlanagerð
Stjórnunarfélag íslands heldur námskeiö um
Rekstraráætlanagerð í fyrirlestrasal félagsins aö
Síöumúla 23 og veröur þaö haldiö dagana 14., 16.
og 17. mars frá kl. 15—19.
Tilgangur námskeiðsins er aö kynna
helstu áætlanir sem nota þarf við
stjórnun fyrirtækja. Fjallaö verður um
hvernig rekstraráætlun, greiösiuáætlun
og efnahagsáætlun eru unnar, m.a. viö
skilyröi veröbólgu og kynnt veröa dæmi
um slíka áætlanagerö. Gerö veröur
grein fyrir hlutverki bókhaldskerfisins
sem eftirlitstækis meö framvindu áætl-
ana.
Námskeiðiö er ætlað fram-
kvæmdastjórum, fjármálastjór-
um og öörum þeim sem hafa
meö höndum áætlanagerð í
fyrirtækjum.
Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélagsins í
síma 82930.
SIlðRNUNARFÉLAG ÍSIANDS
SÍOUMÚLA 23 105 REYKJAVÍK SÍMI 82930
Leiöbeinandi:
Gunnar Helgi
Hálfdanarson
viðskiotafræðingur.
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐENU