Morgunblaðið - 22.03.1981, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1981
7
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
Jón Eiríksson í Reykjavík
skrifar mér fróðlegt bréf í
framhaldi af því sem Steinar
Pálsson í Hlíð sagði um áttirn-
ar: landnyrðing, landsynning,
útsynning og útnyrðing. Jón
segir orðrétt að loknum inn-
gangsorðum:
„Bágt á ég með að trúa því
að áttir hafi ekki verið nefndar
öðruvísi.
Ég er fæddur og uppalinn á
Vestfjörðum, og tel mig vera
Vestfirðing þó ég hafi ekki
búið þar siðan ég var innan við
i tvítugt. Þar voru áttirnar
nefndar eins og að framan
greinir, enda eru staðhættir
þar þannig, að það á vel við.
En áttir voru eins oft nefndar
norður, norðaustur5 austur,
suðaustur o.s.frv. Ég óttast
ekki, að útnyrðingurinn og
bræður hans gleymist á Vest-
fjörðum og Vesturlandi, og er
viss um, að þeir munu þar
lengi lifa.
Þetta er nú orðinn lengri
formáli en ég hafði hugsað
mér. Það sem ég hafði í huga
var að benda á áttabrengl. ef
svo má kalla það. Við siglum
norður með Vestfjörðum, en í
bakaleiðinni vestur með þeim.
Sama gildir um Austfirði, við
siglum austur með þeim og
suður með þeim. Þingeyjar-
sýslu er skipt í Suður- og
Norðursýslur, en samkvæmt
legu landsins ætti hún að
skiptast í Vestur- og Austur-
sýslur. Alls staðar á landinu er
talað um að fara suður til
Reykjavíkur. Frá Hafnarfirði
t.d. fara menn suður til Rvík-
ur, þó það sé nánast í norður.
Á Suðurlandi er einnig „farið
suður", en það er sem næst
norðvestur.
Eitt er það enn, sem getur
heyrt undir þetta áttabrengl.
Ég hef heyrt talað um að fara
fram í dalinn (inn í hann), og
ég hef líka heyrt talað um að
fara úr dalnum fram til sjávar
(út úr honum). Er hægt að
fara fram í tvær gagnstæðar
áttir? Maður fer um dyr inn í
hús, og úr húsinu fram til dyra
og út um þær.
I Örlygshöfn við Patreks-
fjörð eru þrjú býli, — Hnjótur
að sunnanverðu, Tunga að
norðanverðu og Gil innar í
„höfninni" (dalnum). Ég er
fæddur og uppalinn í Tungu,
og þar var alltaf talað um að
fara fram að Gili. Ég fór frá
Tungu 13 ára gamall og hafði
þá um annað að hugsa, en nú á
mínum efri árum hefur þessu
oft skotið upp í huga mér.
Einhvern veginn kemur þetta
ekki heim við kompásinn í
höfði mínu, sem annars hefur
sýnt það sama og aðrir komp-
ásar, bæði Konráðskompásar,
gírokompásar og allir vanaleg-
ir kompásar. Þó að Konráð sé
hinn mesti snillingur við allt,
sem að kompásum snýr, þá
treysti ég honum ekki til að
leiðrétta kompásinn í hausn-
um á mér, og leita því á náðir
þínar."
Ég held, að kompásinn í
hausi bréfritara sé í besta lagi,
en hann spyr mig beint: Ér
hægt að fara fram í tvær
gagnstæðar áttir? og ég segi já
með þeim fyrirvara sem felst í
eftirfarandi málalengingum.
Fram í eiginlegri merkingu
táknar áleiðis, en mjög er
misjöfn málvenjan í einstök-
um landshlutum, hvort átt er
við inn til dala eða út til
sjávar. Mér er skapi næst að
segja að fram tákni í þá átt
sem nefið á okkur snýr hverju
sinni, en svona einfalt er þetta
víst ekki. Nú skal fara eftir
Blöndalsorðabók:
Þar segir m.a. að fram merki
út, úteftir, gagnstætt inn,
fram á nes = út á nesið, fram á
hamrasnösina = út á hamra-
snösina, fara fram = ganga til
dyra, fram í eldhús, forstofu,
sbr. inn í eldhús, úr forstof-
unni, fram úr rúminu = út úr
rúminu.
Á Suðurlandi sé sagt fram
eða út í merkingunni niður til
sjávar, gagnstætt upp og inn.
Á Norðurlandi merki það upp
til fjalla, gagnstætt út. Dæmi
er tekið af Möðruvöllum fram
(í Eyjafirði) og Möðruvöllum
út (í Hörgárdal) og margt,
margt fleira, sem hér er ekki
rúm fyrir, og lýkur hér endur-
sögn úr Blöndalsbók.
I Svarfaðardal fórum við
fram í merkingunni inn í
dalinn, og í Hávamálum
merkir fram að fara inn í hús.
92. þáttur
Gáttir allar,
áður gangi fram,
um skoðast skyli
(um skyggnast skyli),
því að óvíst er að vita
hvar óvinir
sitja á fleti fyrir.
Vestfirðingurinn (Breiðfirð-
ingurinn) Matthías Jochums-
son kvað hins vegar í frægu
ljóði:
Fram tii sjár
silungsár
sungu meðan runnu.
Ég held að tvískinnungurinn
með fram eigi sér einnig stað,
þegar orðið er haft í tíma-
merkingu. í Völuspá þýðir
fram t.d. aftur i tímann:
Viltu að ek, Valföður,
vel fyr teljak
forn spjöll fira,
þau er ek fremst of man.
Ég hef verið spurður um
merkingu kvenmannsnafnsins
Agnes, uppruna þess og út-
breiðslu.
Agnes (á spönsku Inez) er
komið úr grísku og merkir
flekklaus eða hrein(líf). Róm-
verjar höfðu að sínu lagi éign-
arfallið Agnetis, og þar af
kemur aukagerðin Ágneta
(Agnete).
Á þriðju öld hét vinsæll
kvendýrlingur Agnes, og fóru
af henni margar helgisögur,
svo að nafn hennar varð brátt
algengt um hinn kristna heim.
Á 16. öld var svo komið í
Englandi, að Agnes var þriðja
algengasta kvenheitið. Síðar
varð mikill ruglingur á nöfn-
unum Agnes og Anna, ekki síst
vegna áþekkra gælunafna sem
af þeim voru dregin.
Ágnes kemur ekki fyrir í
Sturlungu, en Hermann Páls-
son telur það orðið skírnar-
nafn hér á landi á 14. öld. I
manntalinu 1703 eru 73 Agnes-
ar á íslandi (þjóðin öll rúm-
lega 50 þúsund), áberandi
flestar í ísafjarðar- og Húna-
vatnssýslum. Til samanburðar
má geta þess, að Önnur voru
þá á öllu landinu 246, Elínar
207 og Jóhönnur aðeins 33.
í martntalinu 1910 hefur
Agnesum fækkað í 54, og á
tímabilinu 1921 — 1950 voru 82
meyjar skírðar Agnesarnafni.
H HUNNEBECK
Byggingameistarar - Verktakar
Viljum kynna þaö nýjasta frá Hunnebeck
Tekko kerfismótin eru tilvalin til
allrar uppsteypu.
Tekko kerfismótin eru mjög létt
í hendi.
Tekko kerfismótin eru mjög
fljótleg í uppstillingu.
Tekko kerfismótin spara tíma
og kostnað.
Tekko kerfísmótin eru úr heit-
galvaniseruöu stáli og krossviði.
Tekko kerfismótin eru því lausn
sem beðið hefur verið eftir.
Fáiö frekari upplýsingar á skrifstofu okkar aö Funahöföa 19, Reykjavík.
ASETA sfM
sími 83940.
MÁLVERK
Sölusýning í dag, sunnudag, kl. 2—6 aö Laugavegi 71.
Golf í Skotlandi
Siiasaifo
Utsýn efnir til hópferöar til Skotlands fvrir
golfáhugamenn 8. mái nk. í 2 vikur. Gisting á
Pond hotel, Glasgow. Samið hefur verið um
sérstakt „greenfee" fyrir þátttakendur.
Útsýn mun gangast fyrir golfkeppni 16. maí í I
Dunblane. I
Veró frá kr. 6.100.- m/hálfu faaði og akstri á
goifvelli.
begar hefur verið samið við
golffélög. sem eru öll í Glasgow
á svæðl sem heitir BEARSDEN
MILNGAVE ca. 10—15 mín. frá
hóteli.
1) DOUGLAS PARK GOLF CLUB
2) HILTON PARK GOLF CLUB
(HILTON COURSE)
3) WINDYHILL GOLF CLUB
4) OOUGLASTON GOLF COURSE
5) MILNGAVIE GOLF CLUB ■ 6.) DUNBLANE PARK GOLF CLUB M Ferðaskrifstofan ÚTSÝN k. J f
AUSTURSTRÆTI 17 S ÍMTÍ6611
GENGI VERÐBRÉFA 22. MARZ 1981
VERDTRYGGÐ VERÐTRYGGO
SPARISKÍRTEINi HAPPDRÆTTISLAN
RÍKISSJÓÐS: Kaupgangi pr. kr. 100.- RIKISSJOÐS
1969 1. flokkur 5.935,31 Kaupgengi
1970 1. flokkur 5.434,71 pr. kr. 100.-
1970 2. flokkur 3.947,44 A — 1972 2.078,55
1971 1. flokkur 3.587,31 B — 1973 1.711,83
1972 1. flokkur 3.114,29 C — 1973 1.462,81
1972 2. flokkur 2.665,76 D — 1974 1.246,10
1973 1. flokkur A 1.987,30 E — 1974 858,03
1973 2. flokkur 1.830,47 F — 1974 858,03
1974 1. flokkur 1.263,74 G — 1975 574,70
1975 1. flokkur 1.032,44 H — 1976 549,33
1975 2. flokkur 778,25 I — 1976 420,64
1976 1. flokkur 738,35 J — 1977 392,65
1976 2. flokkur 598,82 Ofanskráö gangi ar m.v. • 4% ávöxtun
1977 1. flokkur 556,17 p.á. umfram verötryggingu auk vinn-
1977 2. flokkur 465.87 ingsvonar. Happdraattiabráfin aru gaf-
1978 1. flokkur 379,67 in út á handhafa.
1978 2. flokkur 299,65 HLUTABRÉF
1979 1. flokkur 253,38
1979 2. flokkur 196,60 Trygginga- Kauptilboö
1980 1. flokkur 153,74 miOatöðm hf. óakast
1980 2. flokkur 121,25
1981 1. flokkur nýtt útboö 105,44 ♦ dv.
Meöalávöxtun spariskírteina umfram varö-
tryggingu ar 3,5—6%. Sölutími i ar 1—3
dagar.
VEÐSKULDABREF VEÐSKULDABRÉF
MEÐ LÁNSKJARAVÍSITÖLU: ÓVERDTRYGGÐ:
Kaupgvngi m.v. nafnvaxti Ávöxtun Kaupgengi m.v. nafnvexti Ávöxtun
2W% (HLV) umfram umfr. 60%
1 afb./iri 2 afb./éri varötr. 12-20% 38% (HLV) veröb.apá
1 ár 98 98 5% 65-70 81 8-6%
2 ár 97 97 5% 54-60 75 9-7%
3 ár 95 96 5% 46-53 70 10-8%
4 ár 94 95 5% 40-47 66 11-8%
5 ár 93 94 5% 35-43 . 63 12-9%
6-10 ár 91-86 92-87 5 Vi%
11-15 ár 83-79 84-80 6%
16-20 ár 76-72 77-73 6Vi%
TÖKUM OFANSKRÁÐ VERDBRÉF í UMBODSSÖLU
PfÁRPEfTlfMMRPáfMS ÍfUMIM HP.
VERÐBRÉFAMARKAÐUR, LÆKJARGÖTU 12 R.
lónaóarbankahúsinu. Sími 28566.
Opiö alla virka daga frá kl. 9.30—16.