Morgunblaðið - 22.03.1981, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1981
41
Sýnishorn af þeim sjaldséðu fiskum, sem rekið hefur á fjörur fiskifræðinKa siðustu mánuði, frá vinstri:
stóra brosma. trjónufiskur, tveir sædjöflar og tveir búrfiskar. (Ljósm. Ernilía)
Dr. Gunnar Jónsson, fiskifræðingur, með búrfisk.
Búrfiskur hefur verið frekar
sjaldséður gestur í veiðarfærum
íslenzkra sjómanna, en undanfar-
ið hafa nokkrar fréttir borizt um
þennan rauða fisk og Hafrann-
sóknastofnun fékk tvo slíka til
skoðunar á dögunum. Búrfiskur
barst í fyrsta skipti í hendur
dýrafræðinga í nóvember 1949 er
þýzkur togari fékk fimm í einu á
Öræfagrunni á 180 m dýpi, en
síðar hafa margir fengizt til
viðbótar. I bók sinni „Fiskarnir"
segir Bjarni Sæmundsson, að hér
sé um nýjan fisk að ræða fyrir
vísindin. Lítið er vitað um lífs-
hætti búrfisks.
Loks er að geta stóru brosmu,
en eina slíka gat að líta í safni
Hafrannsóknastofnunar í vikunni.
Stóra brosma veiddist i fyrsta
skipti hér við land, svo sögur fara
af, á 110 metra dýpi i Jökuldjúpi
þann 23. maí 1908. Bjarni Sæ-
mundsson rannsakaði fiskinn og
taldi um nýja tegund vera að ræða
og nefndi hana á íslenzku stóru
brosmu. Hér við land hafa fundizt
innan við tveir tugir af stórum
brosmum á þessari öld, að því að
bezt er vitað. Nokkuð var á reiki
um fisk þennan, en nú er talið að
hér sé um fisktegund að ræða, sem
lifir við strendur N-Ameríku, frá
Nýfundnalandsmiðum suður til
Norður-Karólínu.
Gamlir fiskar leggjast ósjaldan
í flakk og lenda þá oft víðs fjarri
heimkynnum sínum. Þær stóru
brosmur, sem hér hafa veiðzt hafa
allar verið gamlar og stórar, eða
frá 75—110 cm langar, en við
strendur Norður-Ameríku veiðast
sjaldan lengri en 70 cm fiskar.
„Þær vilja sjá ísland og deyja
síðan,“ sagði Gunnar Jónsson.
áij
Skipverji á Haferninum með myndarlegan sædjöful, sem fékkst i
„Villta vestrinu“ fyrir 10 dögum siðan. (Ljósm. Jón Páll).
Lúsifer. Skipverjar á Vestmannaeyjabáti komu með lifandi Lúsifer að
landi fyrir fjórum árum og var hann settur i búr i Náttúrugripasafn-
inu i Eyjum. Á myndinni er Lúsifer að sporðrenna loðnu, greinin er
uppi og ljós á öngum. (Ljósm. Sigurgeir).
Dinette
BORÐSTOFU-
SETT
Dinette er fallegt
og nútímalegt boröstofusett
úr dökku mahogany
frá hinu
þekkta fyrirtæki
í Noregi
Húsgagnasýning
kl. 2—5 dag
Komið og skoðið
okkar fjölbreytta
úrval af
húsgögnum
Verið velkomin
6 - Sími 44544
LSHeHán.
m Smiðjuvegi
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐENU
AUGLYSINGA-
SÍMINN ER:
22480