Morgunblaðið - 22.03.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1981
27
Guðmundur Ragnars-
son Minningarorð
Fæddur 17. mai 1920.
Dáinn 21. febrúar 1981.
Vinur minn og starfsfélagi,
Guðmundur Ragnarsson baðvörð-
ur, lést laugardaginn 21. febrúar
síðastliðinn og jarðarför hans
hefur farið fram.
Guðmundur var fæddur og upp-
alinn í Reykjavík, sonur hjónanna
Ragnars Guðmundssonar tré-
smiðs og Petrínu Þórarinsdóttur.
Guðmundur ólst upp í hópi systk-
ina sinna, þriggja systra og eins
bróður.
Guðmundur kvæntist eftirlif-
andi konu sinni Hólmfríði Karls-
son og áttu þau hjónin þrjá syni
og eina dóttur. Guðmundur var
bæði nærgætinn og ástríkur heim-
ilisfaðir og átti margar ánægju-
stundir með börnum sínum og
barnabörnum.
Guðmundur Ragnarsson var
hvers manns hugljúfi, með mjög
ríka réttlætiskennd, traustur fé-
lagi og drengur góður. Þannig kom
hann okkur starfsfélögum sínum í
Sundhöllinni fyrir sjónir, sem oft
á tíðum nutum félagslyndis hans
og félagshyggju. Betri samstarfs-
mann var varla hægt að hugsa sér,
ósérhlífinn í öllum verkum og ætíð
reiðubúinn að taka upp hanskann
fyrir þá sem minna máttu sín.
Þá var Guðmundur hrókur alls
fagnaðar hvar sem hann fór og
glaðlyndi hans setti mark sitt á
umhverfi hans og samferðamenn.
Guðmundur var góður hesta-
maður og hafði yndi af hestum.
Atti hann margar góðar minn-
ingar frá hestamennsku sinni.
Síðari árin var Guðmundur
mikill áhugamaður um fjarskipti
og sem „radíóamatör" átti hann
marga góða vini. Þetta var hans
tómstundaiðja eftir að hann
missti heilsuna og stytti honum
marga stundina.
Aldrei minntist Guðmundur á
sjúkleika sinn af fyrra bragði við
okkur samstarfsfólk sitt, en oft
sáum við að hann tók út við störf
sín, enda þótt hann bæri það með
æðruleysi og karlmennsku.
Við eigum því, starfsfólkið í
Sundhöllinni, góðum vini bak að
sjá, vini sem við þökkum samver-
una og ómetanlega vináttu á
liðnum árum. Eiginkonu hans,
börnum, barnabörnum og öðrum
aðstandendum og vinum, sendum
við innilegar samúðarkveðjur.
Stefán Trjámann Tryggvason
Skúli G. Bjarnason
fv. póstmaður - Minning
Á morgun, mánudaginn 23.
marz, verður til moidar borinn frá
Fossvogskirkju Skúli G. Bjarna-
son fv. póstmaður, en hann andað-
ist þann 13. mars sl. í Borgarspít-
alanum, eftir stutta legu þar, en
hann átti við vanheilsu að stríða
síðustu tvö árin.
Skúli Gunnar, en svo hét hann
fuilu nafni, var fæddur í Reykja-
vík 13. ágúst 1914, sonur hjónanna
Valgerðar Einarsdóttur og Bjarna
Jónssonar kennara. Hann ólst upp
hjá foreldrum sínum og bjó hjá
þeim meðan þau lifðu. Árið 1952
festi Skúli kaup á lítilli íbúð við
Grandaveg, þar sem hann bjó
þangað til á síðasta ári, er hann
fékk inni sem vistmaður á Elli- og
hjúkrunarheimilinu Grund, en þar
naut hann hlýju og umönnunar.
Skúli lauk námi í prentiðn árið
1934 og hlaut þá verðlaun frá
Iðnskólanum í Reykjavík fyrir
siðprýði og góða ástundun. Til
ársins 1939 vann Skúli að iðn sinni
í prentsmiðjunni Akta og einnig í
Prentsmiðju Jóns Helgasonar, en
það ár veiktist hann af berklum og
dvaldist á Vífilsstöðum í tvö ár.
Þegar hann útskrifaðist af Vífils-
stöðum árið 1941, hóf hann störf
hjá Póststofunni í Reykjavík og
vann lengst af við útburð á pósti.
Hjá Póststofunni starfaði hann
samfellt í 38 ár, eða til ársins 1979,
er hann varð að láta af störfum
vegna heilsubrests. Skúli vann öll
sín störf af einstakri trúmennsku
og alúð. Hann var alinn upp á
kristnu heimili, undir handleiðslu
bráðgreindra foreldra, sem ekki
aðeins báru virðingu fyrir krist-
inni trú, heldur iðkuðu hana í
daglegu lífi sínu og gáfu þessum
syni sínum með því bæði fyrir-
mynd og leiðsögn, er dugði honum
til hinstu stundar. Bjarni Jónsson,
faðir Skúla, var einn af brautryðj-
endum íslensks kristniboðs meðal
heiðingja og virkur þátttakandi í
kristilegu leikmannastarfi hér í
Reykjavík. Hann var formaður og
síðar ritari Kristniboðsfélags
karla í mörg ár, en hann lést árið
1951, á 89. aldursári.
Á heimili foreldra sinna lærði
Skúli að elska Guð og frelsarann,
sem hann sendi, Jesúm Krist. Þar
lærði hann einnig að elska
Kristniboðið og varð virkur þátt-
takandi í starfi Kristniboðsfélags
karla. í það félag gekk hann 17 ára
gamall og hafði því verið í því sem
virkur félagsmaður í 50 ár, nú
þegar hann féll frá, þar af sem
ritari í nærri 30 ár. Þessi störf
innti Skúli af hendi af einstakri
trúmennsku og bera fundargerðir
hans vitni um greind hans og góða
hæfileika hans í því starfi.
Skúli unni tónlist, lék sjálfur á
orgel og varð með þeirri kunnáttu
sinni til mikiliar hjálpar í kristi-
lega starfinu, bæði á fundum
félagsins og ekki síst á almennum
samkomum í Kristniboðshúsinu
Betaníu, þar sem hann lék undir
söngnum í fjöldamörg ár. Skúli
starfaði einnig mörg ár í Sunnu-
dagaskóla Kristniboðsfélaganna,
bæði sem kennari og undirleikari.
Að leiðarlokum viljum við, fé-
lagar hans i Kristniboðsfélagi
karia og vinir hans í Kristniboðs-
húsinu Betaníu, þakka honum
trúfasta þjónustu hans og kær-
leika, er hann auðsýndi. Við trúum
því, að hann hafi nú fengið að
heyra hin eftirsóknarverðu orð af
munni Jesú: „Gott, þú góði og trúi
þjónn, yfir litlu varstu trúr, yfir
mikið mun ég setja þig. Gakk Lnn
til fagnaðar herra þíns.“ Til þessa
fagnaðar þráði hann að fara. Guð
blessi eftirlifandi ástvini hans og
Guð blessi okkur öllum minn-
ingarnar um hann.
Baldvin Steindórsson
IP i flMAN I N TT
Lítiö meira
Sér permanentherbergi
Tímapantanir í síma 12725
mest
Rakarastofan
Klapparstíg
Nafn .......
Heimilisfang
Ég undirritaður óska eftir ad fá
eftirtalin fornrit send í póstkröfu.
Alls krónur
íslendingabók,
Landnámabók kr. 270.50
Egils saga
Skalla-Grímssonar kr. 244.55
Borgfiröinga sögur kr. 244.55
Eyrbyggja saga kr. 244.55
□ Laxdæla saga kr. 244.55
□ Vestfiröinga sögur kr. 244.55
Grettis saga kr. 244.55
Vatnsdasla saga kr. 244.55
Eyfiröinga sögur kr. 244.55
□ Ljósvetninga saga kr. 244.55
□ Austfiröinga sögur kr. 244.55
□ Brennu-Njáls saga kr. 270.50
□ Kjalnesinga saga kr. 244.55
□ Heimskringla I kr. 270.50
Heimskringla II kr. 270.50
Heimskringla III kr. 270.50
OTA CA
□
□
□
□
O
o
o