Morgunblaðið - 22.03.1981, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 22. MARZ 1981
Sjö dagar í Líbanon
texti: Björn Bjarnason/myndir: Kjartan Gunnarsson
Stofuhugmynd
veróur að
styrjaldarferó
Pollar voru á flugvellinum í
Beirút, þegar við hoppuðum út úr
norsku Herkúles-vélinni eftir
rúmlega tíu klukkustunda ferðalag
frá Gardermoen utan við Osló. Það
hafði snjóaö nóttina sem við gist-
um í Osló. Og á herflugvellinum
Værlose skammt fyrir utan Kaup-
mannahöfn, þar sem við náðum í
nokkra danska Sameinuðu þjóða-
hermenn^. var snjóföl á jörðu. Frá
Danmörku flugum við í einni lotu
til Laranka-flugvallar á Kýpur.
Kvöddum Danina og gátum sent
póstkort í flugstöðinni, áður en við
lögðum í síðasta áfangann til
Líbanon.
Flugið milli Kýpur og Beirut tók
aðeins um hálftíma. Það var gott
að geta teygt úr sér og andað að
sér hressandi Miðjarðarhafsloft-
inu. Myrkur var á flugvellinum en
í bílljósunum kom norskur herfor-
ingi til okkar, þar sem við vorum
að taka hljóðdeyfandi bómullina
úr eyrunum, og sagði að aðalræðis-
maður Islands í Beirut væri þarna
á flugvellinum og vildi hitta okkur.
Fyrir tilstuðlan utanríkisráðu-
neytisins vissi hann af komu
okkar, auk þess sem við vorum
með bréf til hans frá ráðuneytinu.
Við hittum ræðismanninn, Franco-
is Jabre, og létum hann hasfa
bréfið. Hann sagði, að við gætum
ekki látið okkur nægja að dveljast
aðeins á átakasvæðinu í Suður-
Líbanon. Nú væri þriðjudagskvöld,
hvort við gætum ekki hitt hann um
hádegisbilið á mánudag í austur-
hluta Beirut. Við töldum það
heillaráð. Hann rissaði upp mynd
af húsinu, þar sem við áttum að
halda til, það væri ölgerð merkt
með skilti, sem á stæði: Almaza.
Við skyldum fá norsku hermenn-
ina til að aka okkur þangað; þeir
yrðu ieystir út með bjór að skiln-
aði. Ekki væri unnt að treysta á
símasambandið í landinu, þess
vegna væri best að ákveða þetta
allt þarna á staðnum. Við gerðum
það og kvöddumst síðan. Ræðis-
maðurinn ók á brott í Mercedes-
Benz með tveimur mönnum: Líf-
verðir, slógum við föstu.
Og fuglasöngur
með silfurtón
i sedrusviðnum á Libanón
Þannig komst Grímur Thomsen
að orði í kvæði sínu Draumaland.
Við undirbúning farar okkar sótti
þó ekki fuglasöngur á hugann.
Hugmyndin fæddist nokkrum vik-
um fyrir jól, þegar við Kjartan
Gunnarsson hittum Arnór Sigur-
jónsson lautinant í norska land-
hernum, sem kom í nokkra daga
heim til ísiands í leyfi frá skyld-
ustörfum í norsku friðargæslu-
sveitum Sameinuðu þjóðanna í
Suður-Líbanon. Við sóttum um
heimiid norskra yfirvalda til að fá
far með flugvél norska hersins til
Beirut og heim aftur viku síðar.
Leyfið fékkst og af vinsemd var
okkur boðin öll aðstoð auk þess
sem Arnór yrði fylgdarmaður
okkar í Suður-Líbanon að svo
miklu leyti, sem hann yrði ekki
bundinn við skyldustörf. Ljóst var,
að sex mánaða þjónustutími Arn-
órs í Líbanon rynni út 18. mars, við
þann tíma miðaðist ferðin.
Þegar við höfðum kvatt ræð-
ismanninn spurði norski foringinn
okkur, hvort við hefðum ákveðinn
næturstað í huga í Beirut. Við
sögðum það ekki vera. Hann
nefndi þrjú hótel og auvitað þekkt-
um við ekkert þeirra, en völdum
það, sem hann sagði selja nætur-
gistingu á meðalverði. A leiðinni
inn í bæinn töldum við sex varð-
stöðvar, þar sem hermenn með
alvæpni litu eftir ökutækjum. Við
vorum ekki stöðvaðir, enda var
rútan hvítmáluð og á henni ein-
kennisstafir Sameinuðu þjóða-
sveitanna á ensku, „UN“.
Hótel Riviera var niðri við
ströndina. Fyrir utan nokkra
norska herforingja virtust þar
ekki margir gestir. Á leiðinni til
hótelsins höfðum við ekið um
verslunargötu, þar sem kvöldið
iðaði af fólki, sem smeygði sér
fimlega á milli bílanna á götunni
og skriðdreka, sem stóðu uppi á
gangstéttinni. Við akváðum að
halda kyrru fyrir á hótelinu.
Brottför frá Hótel Riviera
klukkan 7.15. Miðvikudaginn 24.
febrúar var farið á hin tvö hótelin
og náð í þá, sem þar gistu. í
rútunni voru um 30 manns, þar á
meðal sjónvarpsflokkur frá norska
ríkisútvarpinu, sem var að safna
efni í barnatíma. Ætlun hans var
að búa til 25 mínútna þátt um börn
í stríði. Nú sáum við Beirut fyrst í
dagsbirtu. Borgin stendur á tanga,
sem teygir sig út í Miðjarðarhafið
og í norður og suður frá henni sést
strandlengjan en fyrir austan
borgina taka við fjöllin og þar ber
hæst fjallið Líbanon — fjallið
hvíta. Við sáum snævi þakta
bungu þess í fjarska. Líbanon er
lítið land, strandlengjan um 200
km frá Sýrlandi í norðri til ísraels
í suðri og inn að landamærum
Sýrlands í austri er lengst um 100
km.
Að flatarmáli er Líbanon 1/10
hluti íslands eða 10400 ferkíló-
metrar. íbúarnir eru um 3 milljón-
ir, þar eru auk þess um 150 þúsund
Sýrlendingar og um 500 þúsund
palestínskir flóttamenn. Líbanon
er því eitt þéttbýlasta land í heimi,
um 340 menn á ferkílómetra.
Þegar sú tala er hugleidd, er
nauðsynlegt að minnast þess, að
Líbanon er fjallaland. Víða erfitt
yfirferðar vegna þverhnípis og
undan sólu helst snjór í fjöllum
allt árið, en hæstu fjallatindar ná í
3000 metra hæð.
Við stefndum inn til fjalla, þvert
í gegnum Beirut. Áður en við
héldum af stað, var staðnæmst hjá
UNIFIL-höfuðstöðvunum í Beirut.
(UNIFIL er skammstöfun á liðs-
afla Sameinuðu þjóðanna í Líban-
on og stendur fyrir United Nations
Interim Force in Lebanon.) Við
UNIFIL-húsið bættust tveir bílar í
hópinn. Tveir Land Rover-jeppar
búnir vopnuðum hermönnum og
vélbyssum. — Við gerum þetta
alltaf, þegar við erum með gesti,
sagði norski foringinn, þegar við
héldum af stað í ábúðarmikilli
bilalest með annan jeppann á
undan og hinn á eftir.
Á götum Beirut iðaði mannlífið.
Börn voru á leið í skóla, fótgang-
andi eða í skólabílum, sem flestir
báru áletranir á frönsku. Verka-
menn voru að búa sig undir að
hefja störf sín í hálfbyggðum
húsum, götuverslunin var að hefj-
ast og bílarnir virtust streyma inn
á breiðgötuna, sem við ókum eftir,
úr öllum áttum. Marghljóma bíl-
flautur ómuðu og ysinn og þysinn
stakk í stúf við loftvarnabyssurn-
ar, sem teygðu sig upp á milli
húsþakanna. Við ókum við hliðina
á „grænu línunni". Á vinstri hönd
sáum við rústirnar eftir styrjöld-
ina 1975/76. Við vorum á sýrlensku
yfirráðasvæði og stefndum á
fjallaveginn til Damaskus (109
km), fornfræga samgönguæð, sem
tengir Miðjarðarhafið við höfuð-
borg Sýrlands og liggur þaðan um
Amman í Jórdaníu til Bagdad í
Irak og síðan austur á bóginn til
Teheran í íran.
„Græna línan“ er einskis manns
land, sem er eins og holsár þvert í
gegnum Beirut. Þeim megin sem
við vorum, að suðvestanverðu, eru
múhameðstrúarmenn, Sýrlend-
ingar og Palestínumenn, en hinu-
megin eru kristnir menn. Ferðin í
gegnum borgina gekk vel og brátt
tóku við brattar hlíðar. Inn á milli
húsanna mátti sjá víghreiður Sýr-
lendinga, skriðdreka, brynvarða
vagna og tjöld. Sýrlenski herinn
kom inn í Líbanon í ársbyrjun 1976
til að grípa í taumana í borgara-
styrjöldinni og halda aftur af
Palestínumönnum í landinu, 25—
30 þúsund sýrlenskir hermenn eru
nú í Líbanon.
Við ókum í snjó efst í fjöllunum
en sáum lítið fyrir niðaþoku.
Þokunni létti, þegar við héldum
aftur niður, og við sáum yfir
Beekadalinn. Mikið hafði rignt og
akrarnir í dalnum lágu undir
vatni. Sýrlendingar ráða yfir daln-
um. Hann er talinn frjósamasti
hluti Líbanon. Þar er stunduð
akuryrkja og haft er á orði, að
dalurinn geti brauðfætt 10 til 12
milljónir manna. Sannarlega bar
hann það ekki með sér, þegar við
ókum í gegnum hann. Þar eins og
annars staðar á leiðinni sýndist
óþrifnaði við veginn engin tak-
mörk sett. Bílhræ og annað drasl
blasti alls staðar við og af eigin
hyggjuviti ályktuöum við, að ekki
liði á löngu, þar til landið allt yrði
þakið drasli með sama framhaldi. í
dalnum og fjöllunum í kring er
ræktaður hampur í hass. Hefur sú
ræktun dafnað dável, eftir að
upplausnin varð í Líbanon. Þaðan
og frá Pakistan berst þetta eitur-
efni í miktu magni til Evrópu og
má víst greina á milli framleiðsl-
unnar eftir lit hampsins.
í Beekadalnum miðjum beygð-
um við til suðvesturs út af Dam-