Morgunblaðið - 22.03.1981, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.03.1981, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1981 fUtrgiii Útgefandi tiÞIafeifr hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í iausasölu 4 kr. eintakið. Stundum er því haldið á loft, að í stjórnmálum sé lítill eða enginn munur orðinn á hægri og vinstri. Slík skipting sé í raun orðin úrelt. Til hennar er þó oft gripið og ekki síst í fjöl- miðlum. Þar má iðulega lesa og heyra furðulegar einfaldanir, sem byggðar eru á því, að menn eru dregnir í dilka með þessum hætti. Yfirleitt er sagt ber- um orðum eða gefið ræki- lega til kynna, þegar þann- ig er að málum staðið, að hægri mennirnir stefni að forréttindum fárra og treysti stöðu sína með valdi en hinir vinstri sinnuðu helgi sig jafnrétti, séu frjálslyndir og framfaras- innaðir. Alhæfingar af þessu tagi eru út í hött, jafnt þegar fjallað er um innanlandsmál sem utan- ríkismál. Saga þessarar aldar sýn- ir, að „alræði öreiganna" hefur leitt stéttaskiptingu, allsnægtir fárra og örbirgð fjöldans, yfir hverja þjóð- ina á eftir annarri. Barátta verkalýðshreyfingarinnar í Póllandi er besta staðfest- ingin um þetta í Evrópu um þessar mundir. Jafnt í Sov- étríkjunum, Kína, Víet- nam, Kambódíu, Afganist- an sem á Kúbu hefur valda- taka kommúnista haft í för með sér blóðsúthellingar, hungur og landflótta. Það er mesta blekking að ætla að leggja annað siðferðilegt mat á stjórnarfarið í kommúnistaríkjunum en í þeim ríkjum, þar sem menn hafa barist til einræðis- valda í skjóli hervalds. Þó verður þess víða vart í lýðfrjálsum löndum, að menn vilja náin samskipti við kommúnistaríkin um leið og þeir vilja láta úti- loka önnur einræðisríki frá samfélagi þjóðanna. Þessi tvískinnungur fær nú byr undir báða vængi hjá þeim, sem leggja sig fram um það að koma með stóryrðum höggi á ríkisstjórn Ronald Reagans í Bandaríkjunum. A þeim réttu tveimur mán- uðum, sem liðnir eru frá því að Reagan settist í forsetastól, hefur verið alið á þessari skinhelgi og af upphafinu má ráða fram- haldið. Dilkadráttur af þessu tagi viðgengst ekki aðeins í alþjóðamálum eins og áður var getið. í þjóðfélagsum- ræðum til dæmis hér á landi þykjast þeir vera sanngjarnastir, sem aðhyll- ast jafnaðarstefnu á öllum sviðum þjóðlífsins. Þar hef- ur löngum verið háð nokk- ur keppni milli sósíaldemó- krata í Alþýðuflokknum annars vegar og kommún- ista í Alþýðubandalaginu hins vegar. Þessi keppni tekur á sig mismunandi myndir eftir því, hvað efst er á baugi hverju sinni. Oft gengur hún út í öfgar og er í senn hlægileg sem barna- leg. Með hliðsjón af jafnræð- istali þessara flokka hlýtur það að vekja nokkra undr- un, að þeir skuli nú vera komnir í einskonar forrétt- indakapphlaup. Svavar Gestsson, jafnréttisráð- herra, hagaði sér þannig við veitingu lyfsalaembætt- is á Dalvík, að öllum sönnum jafnréttismönnum var nóg boðið. Jafnréttis- ráð átaldi ráðherrann fyrir embættisfærslu hans og formaður ráðsins vítti ráð- herrann fyrir ummæli hans um úrskurð Jafnréttisráðs. Ráðherrann lét að því liggja, að menn skyldu bara bíða og sjá, hann væri ekki búinn að segja sitt síðasta orð. Þess vegna kom það ekki sérstaklega á óvart, þegar Jóhanna Sigurðar- dóttir, alþingismaður Al- þýðuflokksins, flutti um það frumvarp til laga nú í vikunni, að næstu fimm ár að minnsta kosti skyldi sú regla gilda, að konu skuli að öðru jöfnu veitt starf, þegar um er að ræða starf, sem frekar hafa valist til karlar en konur. í umsögn um frumvarp sitt hér í blaðinu á mið- vikudag notaði Jóhanna Sigurðardóttir orðin „tíma- bundin forréttindi" til að skýra að hverju hún stefndi. Hún bætti því að vísu við, að um það mætti deila „hvort slíkt eigi að kalla forréttindi, miklu nær væri að kalla það jafnrétti". (!) í hinum til- vitnuðu orðum blasir tví- skinnungur jafnaðar- mannsins við. Leitast er við að rugla um fyrir lesandan- um með því að hætta að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Slíkir orðaleikir eru í sjálfu sér ekkert nýnæmi og minna enn á þá viðleitni að tala um „góð“ og „vond“ einræðisríki, eft- ir því hvort kommúnistar eða herforingjar fara þar með völd. í stjórnarskrá íslenska lýðveldisins segir: „Sérrétt- indi er bundin séu við aðal, nafnbætur og lögtign, má eigi taka í lög.“ Framkoma Svavars Gestssonar við embættisveitingu getur tæplega leitt til þess, að gengið sé á snið við þetta ákvæði stjórnarskrárinnar með því að veita konum „tímabundin forréttindi" til starfa. Ráðherranum hlýtur að vera unnt að veita viðunandi aðhald með öðrum hætti. Konum er enginn greiði gerður með framkomnu frumvarpi, jafnréttisbarátta þeirra hefur ekki hingað til byggst á kröfu um, að þeim séu veitt forréttindi. Geðþótta- ákvörðunum ráðherra á að vera unnt að hnekkja á grundvelli þeirra laga- ákvæða, sem veita eiga borgurunum vernd gegn ofríki valdsmanna. Hins vegar sýnir forréttinda- kapphlaup krata og komm- únista í „jafnréttismálum", hve skinhelgin setur mik- inn svip á stjórnmálastarf þeirra. Forréttindakapphlaup [ Reykjavíkurbréf Laugardagur 21. marz.. Ordsending frá Ólafi til Gunnars Það hefur verið þungt í Ólafi Jóhannessyni í núverandi ríkis- stjórn og æ þyngra eftir því, sem á hefur iiðið. Ein ástæðan er sú, að hann telur, að Gunnar Thorodd- sen taki jafnan afstöðu með Al- þýðubandalaginu, þegar í odda skerst innan ríkisstjórnarinnar milli framsóknarmanna og komm- únista. Þessara þyngsla í utanrík- isráðherra varð vart á sl. ári, þegar umræður hófust um bygg- ingu olíugeyma í Helguvík. Þá taldi hann Gunnar Thoroddsen halla sér að Alþýðubandalaginu. Um áramótin var Ólafur Jóhann- esson ekki sáttur við þær aðgerðir, sem Gunnar Thoroddsen kynnti í áramótaávarpi sínu á gamlárs- kvöld og kom þessi afstaða utan- ríkisráðherra berlega í ljós á ríkisstjórnarfundum á gamlárs- dag. I umræðunum sem urðu á Al- þingi, sl. þriðjudag, um tilvist hugsanlegs leynisamnings milli oddvita ríkisstjórnarinnar sendi Ólafur Jóhannesson lítt dulbúna orðsendingu til Gunnars Thorodd- sens, sem svo reyndur stjórnmála- maður, sem forsætisráðherra er, hefur vafalaust skilið. I þessum umræðum sagði ólafur Jóhann- esson, að ekki væri fyrir hendi neitt „sérstakt" samkomulag um varnarliðsmál, sem þrengdi vald- svið utanríkisráðherra í þeim mál- um. Hann benti jafnframt á, að ríkisstjórn væri ekki fjölskipað stjórnvald þar sem mál, sem heyra undir einstaka ráðherra væru borin undir atkvæði. Hins vegar væri það vprkefni forsætis- ráðherra að skera úr, ef vafi léki á því, hvert valdsvið einstakra ráð- herra væri. Síðan sagði Ólafur Jóhannesson: „Hitt er svo annað mál, ef ég ekki yndi slíkum úrskurði, hvort ég viidi þá skipa embætti utanríkisráðherra." Ekki fer á milli mála, að með þessum orðum er Ólafur Jóhannesson að senda Gunnari Thoroddsen orð- sendingu: Ef þú stendur ekki með mér segi ég af mér. Ólafur Jó- hannesson veit mæta vel, að Gunnar Thoroddsen á undir högg að sækja meðal sinna flokks- manna vegna þess, að hann hefur afhent kommúnistum mikil völd í þjóðfélaginu. Ólafur Jóhannesson veit líka, að það yrði reiðarslag fyrir forsætisráðherrann, ef utan- ríkisráðherrann segði af sér vegna þess, að forsætisráðherrann tæki afstöðu með kommúnistum í mál- um sem varða öryggi þjóðarinnar. Eftir að Ólafur Jóhannesson hefur með þessum hætti sent Gunnari Thoroddsen opinberlega orðsend- ingu má gera ráð fyrir, að forsæt- isráðherrann fari varlega í að „styggja" utanríkisráðherrann í sambandi við þau mál, sem undir hann heyra. Umræðurnar um leynisamning- inn hafa enn ekki orðið til þess að sá samningur yrði birtur opinber- lega þótt telja verði Ijóst, að umræðurnar hafi leitt í ljós, að einhver slíkur sainningur er til, m.a. orðalag Ólafs Jóhannessonar, þegar hann talar um að ekki sé til staðar „sérstakt" samkomulag um varnarliðsmál. Þetta má skilja svo, að til sé almennt samkomu- lag, sem gæti þrengt valdsvið einstakra ráðherra. Hins vegar hafa þessar umræður þjónað þeim mikilsverða tilgangi, að þær hafa nánast tryggt, að utanríkisráð- herra hefur frjálsar hendur um meðferð þeirra mála, sem undir hann heyra. Þetta hefur verið tryggt annars vegar með þeirri orðsendingu, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni og hins vegar á þann veg, að líta verður á þögn kommúnista í þessum umræðum sem samþykki. Ráðherrar og þing- menn kommúnista tóku ekki til máls í þessum umræðum á þriðju- daginn var. Með þögninni verður að telja, að þeir hafi samþykkt yfirlýsingar utanríkisráðherra um óskorað valdsvið hans í málefnum varnarliðsins. Þess vegna munu flugskýlin rísa og olíugeymarnir verða byggðir hvað sem líður hávaða frá kommúnistum, sem munu samþykkja þessar fram- kvæmdir í raun með áframhald- andi setu í ríkisstjórninni. Jafn- framt hefur Ólafur Jóhannesson bent á, að hvað sem líði ákvæðum stjórnarsáttmálans um flugstöð- ina hafi Alþingi að sjálfsögðu endanlegt úrskurðarvald í þeim efnum og telja má víst að yfir- gnæfandi meirihluti sé fyrir því á Alþingi að byggja flugstöðina. Jafnframt er nú ljóst, að sam- komulag um fjármögnun flugstöð- varbyggingar hefur verið undirrit- að í júlí 1979, þegar alþýðubanda- lagsmenn voru í stjórn. Utanríkis- ráðherra er því kominn langt með að kúgá þá Svavar Gestsson og Ólaf Ragnar Grímsson í sambandi við öryggismál þjóðarinnar. Þótt nú gerist fátt ánægjulegra tíðinda á vettvangi stjórnmálanna verður þó að segja eins og er, að þessi þróun mála innan ríkisstjórnar- innar hlýtur að vera lýðræðissinn- um í landinu sérstakt fagnaðar- efni. Andsnúin at vinnuvegunum Að undanförnu hefur komið afar skýrt í ljós, að núverandi ríkisstjórn er andsnúin atvinnu- vegunum, svo að ekki sé meira sagt. Alkunna er, að ríkisstjórnin og þá sérstaklega iðnaðarráð- herra, Hjörleifur Guttormsson, hafa í orði látið í ljósi mikinn áhuga á uppbyggingu iðnaðar. Ráðherrann, sem er andvígur stórvirkjunum og stóriðju, þótt hann hafi að vísu látið í það skína fyrir desemberkosningarnar 1979 að hann gæti hugsað sér stóriðju fyrir austan, hefur lagt á það áherzlu í málflutningi sínum, að hann vilji stuðla að uppbyggingu iðnaðar fyrir heimamarkað og meðalstórs iðnaðar. Davíð Sch. Thorsteinsson gerði grein fyrir því í glöggri og skel- eggri ræðu á ársþingi iðnrekenda í vikunni, hvernig ríkisstjórnin hef- ur í raun staðið við stóru orðin í þessum efnum. I ræðu sinni rakti Davíð Sch. Thorsteinsson aðgerðir og aðgerðarleysi ríkisstjórnarinn- ar í málefnum iðnaðarins. Hann benti á, að ríkisstjórnin hefði ekkert gert á sl. ári í*því að leiðrétta starfsskilyrði iðnaðarins þannig, að mismunun milli at- vinnuvega yrði afnumin. Raunar upplýsti Friðrik Sophusson, al- þingismaður, í pallborðsumræðum á ársþinginu, að ríkisstjórnin hefði mánuðum saman ekki skipað nefnd, sem ákveðið hafði verið að skipa til þess að kanna starfsskil- yrði atvinnuveganna vegna þess, að aðilar ríkisstjórnarinnar hefðu ekki getað komið sér saman um það hvernig skipa bæri nefndina. Niðurstaðan varð m.a. sú, að Ingi R. Helgason var talinn fulltrúi iðnaðarins í nefndinni! Þá benti formaður Félags ísl. iðnrekenda á, að ríkisstjórnin hefði ekki framlengt aðlögunar- tíma iðnaðarins vegna EFTA- aðildar. Þetta hefði skert sam- keppnisstöðu meginhluta iðnaðar- ins um 3% um síðustu áramót. Mikill hluti framleiðsluiðnaðarins væri nú rekinn með tapi og með því hefði ríkisstjórnin teflt í hættu atvinnu stórs hluta þeirra 14 þúsund karla og kvenna, sem við iðnað starfa. Þá hefði ríkis- stjórnin margfaldað vörugjald á gosdrykkjum og sælgæti, þótt henni hefði verið bent á, að þetta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.