Morgunblaðið - 22.03.1981, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.03.1981, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1981 26. flokksþingi sovéska kommúnistaflokksins í Moskvu er nýlokið. Flokksþingið, sem haldið er á fimm ára fresti, er mesti viðburðurinn í sovésku stjórnmálalífi. I>á leggur flokksformaðurinn línuna fyrir næstu fimm árin og hin nýja stétt fær gott tækifæri til að óska sjálfri sér til hamingju með unnin afrek. Flokksþingið í Moskvu á ekkert skylt við pólitískar samkomur á Vesturlöndum. Þar eystra er allt undirbúið í þaula og skipulagt fyrirfram, engar óvæntar uppákomur, og ef marka má af fyrri þingum, mun allt fara fram í sátt og samlyndi að þessu sinni og engra stórtíðinda að vænta. Aðeins einróma samþykkis við stefnumörkun flokksformannsins. Æðstipresturinn Sá maður, sem ber megin- ábyrgðina á því að helgisiðirnir séu haldnir og engum skriki fótur á flokkslínunni, er ekki mikið þekktur á Vesturlöndum. Hann mun þó ekki vanta á flokksþingið fremur en Brezhnev sjálfan, horaður maður og strangur á svip, með þykk gleraugu. Mikhail Sus- lov heitir hann og í skrifum erlendra fréttamanna frá Moskvu er honum gjarna lýst sem „helsta hugmyndafræðingi" Kremlverja eða „manninum á bak við tjöldin". Suslov, sem nú er 78 ára gamall, er fyrir utan Brezhnev elstur þeirra 13 manna, sem sitja í stjórnmálanefndinni og fram- kvæmdanefnd flokksins og ráða í raun öllum málum í Rússlandi. I fjarveru Brezhnevs er það Suslov, sem stjórnar fundum stjórnmála- nefndarinnar, og þó að hann sé ekki væntanlegur sem arftaki flokksleiðtogans, mun hann láta verulega að sér kveða í valdabar- áttunni, sem framundan er, og kannski hafa úrslitaáhrif. Hin miklu völd Suslovs stafa ekki af mikilli þekkingu hans á kenningum Marx og Lenins og ekki af töfrandi persónuleika eða vinsældum innan flokksins. (Sov- éskir ráðamenn þurfa raunar ekk- ert á almenningshylli að halda og sækjast því ekki eftir henni.) Suslov er maður fráhrindandi og hlédrægur, kreddufastur í skoðun- um, einstefnumaður í samskiptum við aðrar þjóðir og helgar sig MIKHAIL SUSLOV gekk í kommúnistaflokkinn, sem var „afdrifaríkasta ákvörðun lífs rníns" eins og hann segir sjálfur í formála fyrir safnriti með ræðum og greinum (alveg ótrúlega leiðin- legum), sem út kom í fyrra. „Mér skildist, að kommúnista- flokkurinn einn gæti leitt alþýð- una í átt til frelsisins, komið á þjóðfélagi jafnaðar — þjóðfélagi þar sem enginn maður arðrændi annan, án kúgunar og misréttis, án fátæktar og atvinnuleysis." Upptendraður af þessari hug- sjón sinni lagði Suslov stund á hagfræðinám við Hagfræðistofn- un Rauðu prófessoranna og fyrr en varði var hann farinn að predika hina einu, sönnu kenningu við háskólann í Moskvu. Áður en Maðurinn ábak við tjöldin í Kreml algerlega „marxismanum-lenin- ismanum" eins og hann skilgreinir hann. Suslov er eins konar samsuða af háttsettum embættismanni, her: ráðsforingja og æðstapresti. I stuttu máli sá maður, sem allir, sem heyra til hinni rússnesku ráðastétt, ættu að taka sér til fyrirmyndar. Hann hefur einnig til að bera þá pólitísku útsjónar- semi og kænsku, sem er lífsnauð- syn öllum þeim, sem komist hafa til metorða innan sovéska valda- kerfisins. Því er þó eins farið með Suslov og aðra valdamenn í Rúss- landi, að fátt er vitað um einkalíf hans, utan þess, að hann er ekkjumaður og á eina dóttur barna. Mikhail Suslov reis fyrst til metorða innan kommúnista- flokksins árið 1941, á dögum Stalíns. Vegur hans jókst enn á hinum stormasama valdatíma Krúsjeffs, 1953—1964, og síðan hefur hann stöðugt styrkt stöðu sína. Og hver sem eftirmaður Brezhnevs verður, þá er það eitt víst, að Suslov verður aldrei langt undan til að gæta þess, að hann hviki í engu frá réttri stefnu. Naut velþókn- unar Stalíns Það var árið 1921 sem Suslov þriðji áratugurinn var á enda, var hann orðinn áróðursmaður fyrir flokkinn í fullu starfi og hann leit aldrei um öxl. „Á árunum fyrir stríð fól flokk- urinn mér pólitísk störf, sem urðu sjálfur tilgangur lífs míns,“ segir Suslov. Þessi „pólitísku störf“ voru fólg- in í því að uppræta alla þá, sem taldir voru „óvinir alþýðunnar". 1931 fékk hann „ábyrgðarmikið starf" í eftirlitsnefnd flokksins, stofnun, sem nátengd var leyni- lögreglunni og hafði það á sinni könnu að hreinsa flokkinn af öllum þeim, sem ekki voru sam- mála Stalín. Því starfi gegndi hann til 1937, þann tíma sem grimmdaræði Stalíns var í há- marki, og lét hendur standa fram úr ermum við að „útrýma" and- stæðingum Stalíns í Úkraínu og í Úral-héruðunum. Ekki er þó vitað nákvæmlega, hve marga menn Suslov sendi í dauðann eða í þrælkunarbúðir í Síberíu. 1941 var Suslov enn hækkaður í tign og gerður að fulltrúa í miðstjórn sovéska kommúnista- flokksins, enda hafði Stalín mikla velþóknun á verkum hans. Hann hafði sýnt það og sannað, að hann var ekkert að víla fyrir sér að afmá þá, sem stóðu í vegi hans eða Stalíns. Útrýmdi heilli þjóð Á dögum síðari heimsstyrjald- arinnar og þegar framsókn Þjóð- verja var hvað áköfust, var Suslov héraðsstjóri í Stavropol fyrir norðan Kákasusfjöll og stjórnaði þaðan skæruliðabaráttunni gegn Þjóðverjum. Hans helsta afreks- verk á þessum tíma virðist þó hafa verið það að smala saman heilli þjóð, 120.000 Kalmykum, sem voru af mongólskum uppruna og játuðu Búddhatrú, og senda hana í fanga- búðir í Mið-Asíu. Kalmykar höfðu raunar barist af hreysti með Rauða hernum, en Stalín ákvað að refsa allri þjóðinni fyrir meint samstarf sumra þeirra við Þjóð- verja. Suslov framkvæmdi skipan- ir yfirboðara síns af sama dugnað- inum og ávallt áður og Kalmyk- arnir og „sjálfstjórnarsvæðið" þeirra hvarf einfaldlega af yfir- borði jarðar. Augljóst var nú orðið, að óbil- andi tryggð Suslovs við kenningar Marx og Lenins var verð enn frekari viðurkenningar og í árslok 1944 var hann sendur til Eystra- saltslandanna til að taka enn eina þjóðina af órússneskum uppruna í kennslustund. Hann varð formað- ur stjórnmálaráðs flokksins í Lit- háen og áður en yfir lauk hafði hann sent 400.000 manns, þ.á m. alla helstu stjórnmálamennina, rithöfunda og menntamenn, til Síberíu og hinn blómlegi landbún- aður var lagður undir samyrkju- búskap af mikilli harðýðgi. Enn einu sinni hafði „hug- myndafræðingurinn" í Kreml sýnt hvers hugsjónin var megnug og hollustu sína við málstaðinn. Árið 1947 varð Suslov ritari miðstjórnar sovéska kommúnista- flokksins og yfirmaður áróðurs- máladeildarinnar. Aðeins 45 ára gamall var hann sem sagt kominn til æðstu metorða innan múra Kremlar og síðan hefur ekkert fararsnið verið á honum. Að vísu virtist sem vegur hans minnkaði nokkuð við dauða Stalíns 1953, en það var aðeins um stundarsakir og 1955 varð hann meðlimur hinnar valdamiklu stjórnmálanefndar flokksins. Óhamingju- samur í tíð Krúsjeffs Valdadagar Krúsjeffs voru ekki hamingjusamur tími í ævi Sus- lovs, sem hafði enga samúð með herferðinni á hendur Stalín og hentistefnunni í pólitískum mál- efnum. En hann varð þó að huga að eigin skinni, svo að hann forðaðist bein átök við Krúsjeff og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.