Morgunblaðið - 22.03.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.03.1981, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDACUR 22. MARZ 1981 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Sölustjóri — húsgagna- verksmiðja Viljum ráða sölustjóra á framleiösluvörum okkar. Hér er um sjálfstætt starf að ræöa, sem krefst söluhæfileika, góðrar skipulagningar og ábyrgðar. Slíkur maður þarf að hafa samskipti viö fjölda viðskiptamanna daglega og töluvert frumkvæði í starfi sínu. Reynsla í sölustörfum nauðsynleg. Eiginhandarumsóknir, er tilgreini menntun og fyrri störf sendist skrifstofunni aö Lauga- vegi 13, fyrir föstudaginn 27. þ.m. Farið verður meö umsóknir sem trúnaðar- mál. áffk KRISTJÁn f kjf SIGGEIRSSOH HF. Húsgagnaverksmiðja, Lágmúla 7. Vélaverkfræðingur | óskar eftir starfi. Svar eöa uppl. sendist augld. Mbl. fyrir 31. marz merkt: „V — 3636.“ Loftverkfæra- viðgerðir Óskum eftir aö ráða vélvirkja eða vélstjóra til viögeröa á loftverkfærum, loftpressum og öörum útbúnaöi frá Atlas Copco. Nánari upplýsingar í síma 20680. Landssmiöjan. Atvinna lönfyrirtæki óskar að ráða sem fyrst starfs- kraft til að annast vélritun, launaútreikninga og bókhald á Kienzle-vél. Stundvísi og reglusemi áskilin. Hér er um aö ræöa framtíðarstarf fyrir réttan aðila. Umsóknir, með uppl. um menntun og fyrri störf sendist Mbl. fyrir miðvikudagskvöld merktar: „Vön — 6268.“ Skrifstofustarf Tvö lítil, en vaxandi fyrirtæki í miöbænum óska eftir aö ráða starfskraft til almennra skrifstofustarfa. Starfið felst m.a. í vélritun, símsvörun, afgreiðslu, verðútreikn. og fleiru. Hér er um fjölbreytilegt starf að ræöa. Góð vélritunar-, íslenzku- og enskukunnátta áskilin. Umsóknir merktar: „Fjölbreytt — 9640“, leggist inn á afgreiðslu Morgunblaösins fyrir f 27. þ.m. Starfskraftur á sýsluskrifstofuna á Seyöisfiröi til almennra skrifstofustarfa. Um hálfs dags stööu er aö ræöa. Laun samkvæmt kjarasamningi BSRB. Upplýsingar í síma 2407, Seyðisfirði. Vélabókhald Laust starf viö vélabókhald hálfan daginn. Þarf að geta byrjað fljótlega. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO., Ármúla 16. Ráðningaþjónusta Hagvangs hf. Óskar eftir aö ráöa Hagfræöing til aö sinna hagfræöi og markaösrannsókn- um hjá virtu fyrirtæki í Reykjavík. Krefjandi starf sem býður upp á víötæka kynningu og góð laun. Vélaverkfræöing til stjórnunar og skipulagsstarfa hjá stóru fyrirtæki í iðnaði. Starfsreynsla í stjórnun og verk- eða tæknifræðimenntun áskilin. Sölumann til að annast sölu á framleiðsluvörum iðnfyrir- tækis á höfuöborgarsvæðinu. Nauösynlegt aö viökomandi hafi gott vald á Norðurlanda- máli og ensku. Framkvæmdarstjóra fyrir fyrirtæki í fataiðnaði úti á landi. Þekking á fataframleiöslu og almennum viðskiptum áskilin. Bókara til aö sjá um birgöa- og lagerbókhald hjá stórfyrirtæki í Reykjavík. Sjálfstætt og krefj- andi starf sem krefst þess aö viðkomandi þekki vel til bókhaldsstarfa og geti unnið sjálfstætt. Einkaritara til starfa viö bréfaskriftir og telexvinnslu auk almennra skrifstofustarfa hjá fyrirtæki í Reykavík. Starfsreynsla og mjög góð ensku- kunnátta nauðsynleg. Vinsamlegast sendið umsóknir á umsóknar- eyöublööum sem liggja frammi á skrifstofu okkar. Gagnkvæmur trúnaöur. Hagvangur hf. Ráðningarþjónustan Haukur Harladsson, forstöðumaður, Maríanna Traustadóttir, Grensásvegi 13, Reykjavík, símar 83483, 83472, 83666. Maríanna Traustadóttir, Vanar afgreiðslu- stúlkur óskast til starfa fyrir og eftir hádegi. Þurfa að geta byrjaö strax. Uppl. um aldur, menntun og fyrri störf sendist augl.deild Mbl. fyrir 25 þ.m. merkt: „IH — 9642“. Skrifstofustarf Starfskraftur með verslunarskólapróf eöa hliöstæöa menntun óskast til skrifstofu- starfa. Starfsreynsla er æskileg. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist augld. Mbl. fyrir 26. þessa mánaðar merkt: „Reglusemi — 3240“. Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, Keldnaholti, óskar að ráða byggingar- verkfræðing eða byggingar- tæknifræðing Einnig er leitað eftir rannsóknamanni til almennra starfa. Upplýsingar í síma stofnunarinnar 83200. Rannsóknastofnun byggingaridnaðanns Garðabær Blaðberi óskast til aö bera út Morgunblaðið í Grundir. Sími 44146. fMfagllltllIllfeftí Veðurathugunar- menn á Hveravöllum Veðurstofa íslands óskar að ráða tvo ein- staklinga, hjón eöa einhleypinga, til veöur- athugana á Hveravöllum á Kili. Starfsmenn verða ráðnir til ársdvalar, sem væntanlega hefst í lok júlímánaöar 1981. Umsækjendur þurfa að vera heilsuhraustir og reglusamir, og nauðsynlegt er, að a.m.k. annar þeirra kunni nokkur skil á meðferð véla. Tekið skal fram, aö starfiö krefst góðrar athyglisgáfu, nákvæmni og samviskusemi. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, heilsufar, menntun, fyrri störf og meömæli, ef fyrir hendi eru, skulu hafa borist Veðurstof- unni fyrir 15. aprjíl nk. Allar nánari upplýsingar gefur deildarstjóri áhaldadeildar Veðurstofunnar, Bústaöavegi 9, Reykjavík. Skrifstofustarf Óskum eftir aö ráða starfskraft til fjölbreyttra skrifstofustarfa frá og með 1. maí nk. eða eftir samkomulagi. Verzlunarskóla- eða hliðstæð menntun áskil- in eða starfsreynsla. Upplýsingar gefur Jóhann Ingi Gunnarsson. Frjálst framtak hf., Ármúla 18, R. Umboðsmaður óskast Þjófabjöllukerfi og neyðarkallkerfi. Danskur framleiðandi þjófabjöllukerfa og neyöarkallkerfa fyrir gamalt fólk og fatlað óskar eftir umboðsmanni á íslandi. Danska fyrirtækiö Scan-Alarm A/S er hátt- skrifaö og með margra ára reynslu. Þeir, sem áhuga hafa snúi sér til: SCAN-ALARM A/S. Axel Gruhnsvej 9, DK-8270 Höjberg, att: exportdirektör S. Bo Jensen. Innkaup og sölu- starf Okkur vantar stúlku, sem helst hefur nokkra þekkingu á tilbúnum fatnaði og nokkra enskukunnáttu. Starfið felst í vöruvali og innkaupum og ennfremur sölu í stærri stíl. Óskað er eftir heilsdags vinnu en hálfsdags starf kemur til greina. Kristján G. Gíslason hf., Hverfisgötu 6, Reykjavík. Mælingamaður Borgarverk hf. Borgarnesi óskar eftir að ráða mælingamann strax. Uppl. gefnar í síma 93-7134 eða 93-7144.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.