Morgunblaðið - 22.03.1981, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.03.1981, Blaðsíða 26
Vovtxskan 1981 í vortískunni, sem barst okkur frá París með myndum frá tízkuhúsi Ninu Ricci, ber á svolitlum breytingum frá því sem verið hefur. Tískulínan er útfærð þannig að hún sýni konuna helst svolítið lengri og grennri, gefi til kynna látlausa konu og fínlega kvenlega, eins og það er orðað. Tískufatnaðurinn er í samræmi við það, léttur og leikandi, látinn falla laus að líkamanum, allt frá öxlum og niður í fellingapils. Valin eru efni, sem falla vel. Kvöldkjólar eru rómantískir og efnismiklir, úr mússulíni eða organdíefnum. Daglegur fatnaður úr efnum eins og flaueii, tweed, mohair, kasmír og jersey og ber á pífum, paljettum og blúndum. Jafnvel má sjá „skoskan vefnað" þar sem ofið er saman kasmír, silki og ull. Tískufatnaðurinn er mest í hreinum náttúrulitum og nokkuð björtum á þessu vori. Og til kvöldbrúks hefur tískuhúsið sent frá sér sígilda gabbardínfrakka eða „regnkápur", sem hafa góða fellingu að aftan, svo þær liggi lausar og liðsforingjakraga, svo að ekki rigni eða blási niður um hálsmálið og sleppa megi klútnum, sem svo mjög hefur verið í tízku að undanförnu. Til að gera búninginn kvenlegan er gjarnan notað eitthvert skraut, svo sem blóm, skartgripir úr skelplötu eða fílabeini eða perlusaumur á fötum. En myndirnar gefa betri hugmynd en lýsing í orðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.