Morgunblaðið - 22.03.1981, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.03.1981, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1981 2. grein ÞaA hafa liðið nokkrir dagar síðan tekið var blóð- sýni úr ökumanni or niður- stöður þeirrar rannsóknar hafa borist lögreglunni. Ökumaðurinn hefur líka sótt bílinn sinn á lögreglu- stöðina. þar eð enn er ekki fullsannað. að hann hafi gerst sekur um áfengis- og umferðarlagabrot. Þar sem fundist hafði meira áfengismagn í blóð- inu en leyfilegt er. þá barst ökumanni tilkynning um að mæta niður á lögreglustöð. Þetta er um það bil þremur vikum eftir að ökumaður var tekinn vegna gruns um ölvun við akstur. Reglan er sú, að finnist minna en 0,58%c alkóhóls í blóði manns er málið fellt niður. Ef aikóhólmagnið er 0,58%o er málið sent til sakadóms. Þetta alkóhól- magn leiðir til ökuleyfis- sviptingar sé sök sönnuð að öðru leyti. Skrifað undir ökuleyfissviptingu Ökumaður fór því niður á lög- reglustöð á tilskildum tíma og hitti þar fyrir lögreglumann, sem las skýrsluna, sem tekin hafði verið nóttina örlagaríku. Spurði ,hann síðan ökumann hvort hann hefði einhverju við að bæta. Svo var ekki. Þá var komið að því að skrifa undir ökuleyfissviptinguna þar sem ökumaður játaði að hafa gerst brotlegur við 2. mg. sbr. 4. mgr. 25. greinar umferðarlaganna. Var maðurinn sviptur ökuleyfinu til bráðabirgða. Nokkru síðar fékk hann tilkynn- ingu um að mæta hjá Sakadómi Reykjavíkur. Heimilt er að ljúka málum vegna ölvunar við akstur með dómsátt sé brotið viðurkennt og ekki um ítrekun að ræða. í sáttamálum er mönnum kynnt ákæran og geta þeir síðan lokið málinu með dómsátt, enda viður- kenni þeir sök og fallist á greiðslu tiitekinnar sektar og ökuleyfis- sviptingu. Ef um ítrekun er að ræða, stórfellt brot, til dæmis þegar ölvaður ökumaður verður mannsbani, eða þegar sakborning- ur hafnar því að ljúka máli með dómsátt, þá höfðar ríkissaksókn- ari opinbert mál á hendur honum með útgáfu ákæru. Ákæran er þá birt í dómssal, ökumanni kynnt önnur gögn málsins og síðan er kveðinn upp dómur í málinu eftir að rannsókn fyrir dómi er lokið og vörn hefur verið skilað, ef um það er að ræða. Hvað ökumanninn okkar snertir þá var það í fyrsta skipti, sem hann var tekinn ölvaður við akst- ur og honum því boðin sátt í málinu. Þar eð áfengismagn í blóði hafði verið meira en l,2%o var honum gert að sæta eins árs ökuleyfissviptingu og greiða 3.000.- krónur í sekt. Ef sviptingin hefði verið 3 mánuðir eða minna hefði hann sennilega orðið að greiða 1.800 - krónur. Vægar tekið á fyrsta broti Ökumanni fannst það hart að vera sviptur ökuleyfi í eitt ár og spurði hvort ekki væri vægar tekið á fyrsta broti. Dómarinn sgði manninum, að í meira en 20 ár hefði samkvæmt íslenskum lögum verið skylt að svipta mann ökuleyfi í minnst eitt ár, ef það sannaðist, að hann hefði ekið með l,2%o af alkóhóli í blóðinu eða meira. Honum var líka sagt, að yfirleitt fylgdu sömu sektir sömu brotum, en þó væri í þeim efnum hægt að taka tillit til sérstakra fjárhagserfiðleika. Þegar maðurinn spurðist fyrir um endurveitingu var honum sagt, Sviptur ökvtleyfi að aðeins væri heimild til endur- veitingar, þegar um ævilanga öku- leyfissviptingu væri að ræða og þá fyrst eftir þrjú ár. Loks spurði hann að því, hvort hann gæti ekki kært dóminn. Honum var sagt, að dómum mætti áfrýja til Hæstaréttar, sættir yrðu hins vegar ekki bornar undir Hæstarétt nema að kröfu ríkis- saksóknara og þeim yrði ekki breytt í Hæstarétti nema málsat- vik væru sérstæð. Aö aka ökuleyfislaus Það var semsagt ekki um annaö að ræða en að taka út refsingu, ekki nema þá að aka bílnum ' ökulevfislaus. Auðvitað er það lagabrot og hver eru viðurlög, ef ökumaður er tekinn undir stýri ökuleyfislaus? Hvernig fylgist iögreglan með þeim mönnum, sem sviptir hafa verið ökuleyfi? Við skulum byrja á því að fá svar við seinni spurningunni, en það gefur Sturla Þórðarson, full- trúi lögreglustjóra: „Það eru tekin ljósrit af öllum ökuskírteinum, sem tekin hafa verið af ökumönnum í umdæminu. Þessi ljósrit eru sett í möppu, sem lögreglumenn hafa aögang að og kynna sér. Auk þess hafa þeir lista yfir bíla þeirra ökumanna, sem sviptir hafa verið ökuleyfi." Margir telja, að það sé erfitt fyrir lögregluna að fylgjast með því að ökuleyfislausir menn taki ekki í bí) á meðan á sviptingunni stendur. Þetta er talið stafa meðal annars af þvi, að um mikinn fjölda ökutækja er að ræða og ef til vill fleiri en einn, sem aka viðkomandi ökutæki. Auk þess er talið, að myndirnar i ökuskírteinunum séu oft gamlar og óskýrar vegna þess að um ljósrit er að ræða, þannig að erfitt er að þekkja ökumennina aftur. Því er löggæsla af því tagi talin fremur tilviljanakennd enda þótt að merkilega góður árangur náist á hverju ári, hvað þetta varðar, en á síðastliðnu ári náðust 312 manns, sem óku ökuleyfislaus- ir. Um refsingu þá sem bíður ökumanns, ef hann er tekinn Og hvað svo ? Skrifað undir ökuleyfissviptinguna. Myndir af ökuleyfislausum mönnum eru i möppu hjá lögreglustjóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.