Morgunblaðið - 22.03.1981, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1981
Erfið leikmynd
í Snorra
Þeir Gunnlaugur og Snorri
Sveinn voru á einu nrtáli, um að
leikmyndin í þessari kvikmynd
hefði verið óvenju erfið viðfangs.
Kæmi það einkum til af því að
nær ekkert væri til hérlendis af
munum frá söguöld, og því hefði
ekki verið unnt að gera muni og
áhöld eftir beinum fyrirmyndum
nema að óverulegu leyti.
Það sem til er í Þjóðminjasafn-
inu af vopnum og öðrum áhöldum
frá þessum tíma var þó að sjálf-
sögðu skoðað vandlega og notað
eftir föngum, og ýmsir munir voru
fengnir að láni frá Noregi. Þar eru
bæði til fleiri fyrirmyndir, og eins
voru gerðir búningar og smíðuð
vopn vegna myndarinnar um
Sverri konung, sem meðal annars
hefur verið sýnd hér í sjónvarpi.
Þeir Gunnlaugur og Snorri voru
þó sammála um að gerð leikmynd-
ar, búninga og muna í myndina
hefði verið skemmtileg vinna, og
um margt óvenjuleg.
Smíduöu 30 axir
og 30 spjót
Fyrir myndina voru smíðuð hér
30 axir, og 30 spjót, sem notuð eru
við hin ýmsu tækifæri í myndinni.
Einnig voru gerð sverð, en þau
voru þó til frá því kvikmyndin um
Lénharð fógeta var gerð, og eins
komu vopn frá Noregi.
Vopnin eru í flestum tilvikum
gerð þannig, að mót eru gerð eftir
fyrirmyndum á Þjóðminjasafni,
en síðan steypti Málmsteypan
Hella vopnin eftir mótunum. I
flestum tilvikum var notað ál, sem
er mun léttari málmur en járnið
sem sögualdarvopnin hafa verið
gerð úr. — Ein öxi var þó höfð
þyngri, úr venjulegu járni, en hún
var notuð við fótarhögg í Stakk-
garðsbardaga.
Mikið af vopnunum skemmdist í
bardagasenunum í myndinni, enda
var þar oft hart barist, og vopnin
ekki sterk. Þar er raunar sömu
sögu að segja og um vopn forn-
manna, sem oft voru gerð úr deigu
og lélegu járni. Snorri Sveinn
sagði það reyndar útbreidda skoð-
un, að skortur á járni og stopular
siglingar til landsins hafi átt mjög
ríkan þátt i því að þjóðin glataði
frelsi sínu til Noregskonunga á
sínum tíma, þó fleira hafi að
sjálfsögðu komið til.
Skildir eru ekki til hér á landi
frá fornri tíð, og þurfti því að leita
annað að fyrirmyndum. Eru þær
bæði fengnar frá Noregi, og svo úr
gömlum heimildum, sem stundum
segja nokkuð nákvæmlega frá
gerð ýmissa vopna og verkfæra.
I sambandi við bardaga og
vopnaviðskipti hér á landi á öldum
áður en hins vegar rétt að hafa í
huga, að grjót gegndi þar ákaflega
miklu hlutverki. Orrustur töpuð-
ust eða unnust á því, hvor aðilinn
hafði meira grjót handbært til að
kasta að andstæðingunum, eins og
berlega kom í Ijós hjá Þórði
kakala í Flóabardaga.
Útbjuggu handrit
og vaxtöflur
En fleira þarf að koma til í
mynd um Snorra Sturluson, en
vopn og vígaferli. Hans er fyrst og
fremst minnst fyrir verk þau er
hann skrifaði eða lét skrifa, og
hafa flutt síðari kynslóðum ómet-
anlega vitneskju um fyrri tíð og
forna hætti á Norðurlöndum.
Upphaflega hafði sjónvarps-
mönnum verið sagt, að þeir gætu
fengið öll þau handrit er þeir
þurftu, að láni hjá Árnastofnun.
Þegar til kom reyndist það þó ekki
unnt, því handrit þau er um ræddi
voru þýsk að uppruna, og allt
annars eðlis en þau er Snorri vann
að á sinni tíð. Því varð að fara þá
leið að búa til ný handrit í líkingu
við þau er Snorri lét skrifa. Voru
þau útbúin með tréspjöldum,
Vopn og vígaferli á hvíta tjaldinu
Vopn þau, er Sturla Sighvatsson
er látinn bera í myndinni, sverð
og spjót, og til hlífðar hjálmur og
skreyttur skjöldur. Spjót Sturlu
er til vinstri, en frá þvi segir i
Sturlungu, að það hafi verið
deigt orðið i örlygsstaðabar-
daga, og hafi Sturla stigið á það
og rétt er það svignaði. — Sagan
segir jafnframt, að þetta hafi
verið spjótið Járnsiða, hið sama
og Gísli Súrsson hafði átt þremur
oldum fyrr. — Hitt spjótið á hins
vegar að vera spjót Sighvats á
Grund, er honum var gefið, silf-
urslegið og mjög skrautlegt.
síðar, líklega ekki fyrr en um 1600.
Lopapeysur og prjónaðir vettl-
ingar fundust því ekki í klæða-
skápum Islendinga á þjóðveldis-
öld.
Munirnir fari á
Þjóðminjasafnið
Með greininni eru nokkrar
myndir af munum þeim er notaðir
voru við kvikmyndun Snorra
Sturlusonar. En hvað verður nú
um þessa muni, nú er kvikmyndun
er lokið, og myndin brátt komin á
sjónvarpsskjáinn? Því er til að
svara, að þeir verða að öllum
líkindum geymdir í geymslu Sjón-
varpsins, sumir verða ef til vill
notaðir síðar, en aðrir munu
trulega þegar hafa gegnt hlutverki
sínu til fullnustu. Hluti munanna
hefur svo þegar verið endursendur
til Noregs, eins og fyrr er að vikið.
Á Þjóðminjasafninu er margt
fornra muna, frá ýmsum tímum í
sögu íslensku þjóðarinnar, þó
fornminjar séu færri og verr
farnar hér á landi en hjá flestum
öðrum Evrópuþjóðum. Munirnir
eru flestir í brotum, hlutar úr
áhöldum og vopnum og klæðisbút-
ar. Fátt er þar af heillegum
munum. Æskilegt gæti því verið
að fá til safnsins eftirlíkingar af
fornum minjum, gerðar af mikilli
vandvirkni og eftir því sem best er
vitað um vopn, verjur og klæðnað
fornmanna. Þjóðminjasafnið yrði
tilkomumeira heim að sækja ef
þar stæðu í fullum herklæðum
styttur (gínur) af þeim Snorra
Sturlusyni og Sturlu Sighvatssyni,
sen nú ætti að vera auðvelt að
koma í kring með samkomulagi
Sjónvarps og Þjóðminjasafns.
Hugmyndinni er hér með komið á
framfæri.
- AH
Grein: Anders Hansen
Myndir: Ragnar Axelsson
Litast um í
vopnasafni
Sturlunga
UM ÞESSAR mundir er unnið að gerð tveggja
kvikmynda hér á landi, sem báðar eiga sitt sögusvið á
þjóðveldisöld. Annars vegar er þar um að ræða
kvikmyndina Útlajíann, sem gerð er eftir Gísla sögu
Súrssonar, en Gísli var uppi á 10. öld. Hins vegar er það
svo kvikmyndin um Snorra Sturluson, en veldi hans og
ættingja hans, Sturiunga, reis hæst á 13. öld. Margt
hefur hreyst frá þeim tíma er myndirnar eiga að gerast
á, þó ekki væri í öðru en daglegum klæðnaði fólks, og
svo í því að íslendingar bera nú ekki lengur vopn til að
vega hverjir af öðrum.
Morgunblaðsmönnum lék forvitni á að sjá vopn þau
og klæði er gerð voru fyrir kvikmyndun Snorra, og var
vel tekið er erindið var kynnt í Sjónvarpinu. Að
áhendingu leikstjórans, Þráins Bertelssonar, hittum við
að máli þau Gunnlaug Jónasson leikmunavörð, Árnýju
Guðmundsdóttur saumakonu og búningavörð og Snorra
Svein Friðriksson leikmyndateiknara. En Snorri teikn-
aði leikmyndina í kvikmyndinni um nafna sinn, og auk
þess búningana í samvinnu við Baldvin Björnsson.
pergamenti og öllu tiiheyrandi,
þannig að allt liti sem raunveru-
legast út. Einnig voru útbúin
sérstök spjöld, þar sem bræddu
vaxi var hellt á. Á vaxið var
skrifað, stundum uppkast að því
er seinna fór á bókfell, og stund-
um voru skrifuð skilaboð milli
manna á þesskonar vaxspjöldum.
Röggvarfeldir og
hreindýraskikkjur
Klæðnaður sá er menn bera í
myndinn er ekki síður merkilegur.
Til dæmis var gerð skikkja á
Sighvat Sturluson á Grund í
Eyjafirði, úr hreindýraskinni. Eft-
irlíking af röggvarfeldi var gerð,
og einnig margvíslegur annar
búnaður, belti, vettlingar, fóta-
búnaður og kyrtlar.
Árný Guðmundsdóttir sagði
þetta hafa verið vandasamt verk,
en þó væri það svo að kunnátta í
gerð þessara klæða hefði geymst
með þjóðinni í gegnum tíðina. Þar
sem það skorti, hefðu síðan fund-
ist hlutar af klæðum fornmanna,
svo sem bútur af röggvarfeldi, sem
raunar var um aldir ein helsta
útflutningsvara íslendinga. Hann
er þannig gerður að ullartog er
þrætt eða hnýtt í vaðmálsyfirhöfn
eða skikkju, og er þannig komin
hlý yfirhöfn, sem vegna eiginleika
togsins hrindir frá sér vatni, eins
konar regnkápa þeirra tíma.
Prjónakunnátta barst hins veg-
ar ekki hingað til lands fyrr en
Tréspjöld með vaxi á. Talið er, að á slikar vaxplötur hafi menn gert
uppkast að handritunum, og stundum var spjöldunum lokað saman
eins og bók, og skiiaboð þannig send milli manna.
Gunnlaugur leikmunavörður með alvæpni; sverð og steindan (málað-
an) skjöld.