Morgunblaðið - 22.03.1981, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.03.1981, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1981 4 7 AnnaGuðrún Sigur- jónsdóttir - Minning Fædd 26. október 1892. Dáin 14. mars 1981. Anna Guðrún Sigurjónsdóttir, ráðskona, andaðist á Landa- kotsspítalanum aðfaranótt 14. þ.m. eftir stutta legu. Ég hlýt að kveðja fóstru mína nokkrum orð- um að leiðarlokum. Anna fæddist að Stöðlum í Ölfusi 26. október 1892, dóttir hjónanna Ingveldar Stefaníu Run- ólfsdóttur og Sigurjóns Þor- steinssonar, sem þar bjuggu. Á öðru ári varð Anna fyrir þeim harmi að missa móður sína og var þá tekin í fóstur af móðursystur sinni, Önnu Runólfsdóttur, sem bjó að Arnkötlustöðum í Holtum. Um haustið 1918 fluttist Anna alfarið til Reykjavíkur og réði sig til heimilisstarfa, fyrstu átta árin hjá hjónunum Júlíusi Árnasyni kaupmanni og Margréti Þorvarð- ardóttur, og síðar um fimm ára skeið hjá hjónunum Hannesi Hannessyni málarameistara og Guðrúnu Kristmundsdóttur. Fundum okkar Önnu heitinnar bar fyrst saman 1. október 1931, þegar hún réði sig sem ráðskonu á heimili okkar, en faðir minn var ekkill með fjóra syni á sínu framfæri, þann yngsta 9 ára, en hina á aldrinum 13, 15 og 17 ára. Fyrir föður minn og okkur bræð- urna, þó sérstaklega fyrir mig, þann yngsta, á 10. ári, var þessi dagur að sönnu mikill hamingju- dagur. Inn á heimili okkar kom dugmikil og ráðdeildarsöm kona, sem tók að sér stjórn þess af festu, röggsemi og hlýju. Sem yngstur bræðranna naut ég sérstaklega hjartahlýju hennar og góðvildar, sanngirni hennar og leiðandi handar í uppvexti mínum. Göf- ugri, háttprúðari og glaðværari fóstru hefði ég ekki getað óskað mér um dagana. Af sama göfuglyndi og hlýhug fagnaði Anna eiginkonu minni, sem kom heim til Islands með mér að námi loknu í Bandaríkjunum í nóvember 1946, og síðar sonum okkar hjónanna, tengdadætrum og barnabörnum. Við hjónin, synir okkar, tengdadætur og barnabörn eigum margar góðar minningar frá þessum árum og þökkum Önnu heitinni þær. Sérstaklega vil ég og bræður mínir þakka Önnu heit- inni fyrir hlýhug þann og hjálp- semi, sem hún sýndi föður okkar heitnum í langvarandi sjúkdóms- legu hans. Með þessum fátæklegu orðum vil ég sérstaklega þakka fóstru minni fyrir ástúð hennar og styrka handleiðslu á æskuárum mínum. Eiginkona mín, synir okkar, tengdadætur og barnabörn þakka þessari barngóðu konu fyrir alla vinsemd hennar, styrk og stoð. Minningin um Önnu, fóstru mína, er björt og flekklaus eins og hún var sjálf. Sigurbjörn Þorbjörnsson Eitt besta verö í bænum — komiö, sjáiö og sannfærist URVALIÐ HJÁ OKKUR Hjónarúm — boröstofusett — sófasett — veggsamstæö- ur o.fl. o.fl. KM HÚSGÖGasr Lanifholtsvoiíi 111. Sími 37010 otí 37111 vekur ávallt heimsathygli laugardag og sunnudag frá kl. 1 til kl. 5 JÖFUR HF n Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.