Morgunblaðið - 22.03.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1981
23
Fljótlega eftir komuna
til Líbanon varð
okkur ljóst, að það var
ýmsum vandkvæðum háð að
stunda þar töku ljósmynda.
Á ferðum um yfirráðasvæði
sýrlenska hersins og svæði
frelsissveita Palestínu-
manna. PLO, var almennt
talið hættulegt að hafa
myndavélar á lofti. Ástæð-
urnar fyrir þessu eru vafa-
laust margar, bæði vildu
einstaklinRar ekki láta
festa sig á filmu og eins er
herjum jafnan ósýnt um að
láta mynda viðbúnað sinn.
Kjartan Gunnarsson átti
því oft á tíðum í erfiðleikum
með að ná myndum af því,
sem fyrir sjónir bar.
Á leiðinni frá Osló til
Beirut lenti flugvél norska
hersins í Værlose. þar sem
danskir hermenn á leið til
Kýpur bættust í hópinn.
Við veginn á leiðinni út
úr Beirut mátti víða sjá
húsarústir, sem minntu á
stríðið þar 1975-76. Mið-
hluti borgarinnar er í rúst
en götulífið utan hans virt-
ist fjörugt og umferðin mik-
il. Það, sem helst tafði för
okkar, voru holóttir vegir
en viðgerð á slitlagi þeirra
hefur orðið að víkja fyrir
öðrum verkefnum. Tveir
jeppar búnir vélbyssum
fylgdu okkur frá Beirut til
gæslusvæðis Norðmanna.
Vorkenndum við hermönn-
unum, sem urðu að sitja eða
standa í jeppunum hlífðar-
lausir í slagveðrinu í þá
rúma þrjá tíma, sem ferðin
tók.
Þegar við komum yfir
Líhanonfjallgarðinn og
ókum í gegnum fyrsta
gæsluhlið hermanna Sam-
einuðu þjóðanna skein sólin
í stutta stund og Ghana-
mennirnir, sem í hliðinu
stóðu sýndust nokkuð vel
búnir í birtunni. Þeim var
þó síður en svo of heitt.
askusleiðinni og héldum í átt til
landamæra ísraels og gæslusvæða
Sameinuðu þjóðanna. Það vakti
athygli okkar, að á götum þorp-
anna, sem við ókum í gegnum,
sáum við bregða fyrir rauðhærðum
börnum og fólki með ljósara yfir-
bragði en allur fjöldinn, hinir
hreinræktuðu arabar. Síðar var
okkur sagt, að krossfarar hefðu
sumir hverjir fyrir um 800 árum
leitað athvarfs í Beekadalnum og
afskekktum fjallaþorpum. Mætti
greinilega ráða það af útliti íbúa
þessara staða, hvar þeir hefðu
tekið sér bólfestu. Minntu sumir
íbúanna greinilega á norræna
menn.
Fljótlega komum við að Has-
baniánni, sem rennur til suðurs
inn í ísrael í Genesaretvatn og
breytir þar um nafn og verður að
Jórdaná. í Heimskringlu segir frá
því, þegar Haraldur harðráði síðar
Noregskonungur var í liði Vær-
ingja í þjónustu keisarans í Mikla-
garði og fór til Jórsala eða Jerú-
salem. Þannig segir Snorri frá
þeirri för:
„Haraldur fór liði sínu til Jór-
salalands, fór þá síðan yfir til
Jórsalaborgar. En hvar sem hann
fór um Jórsalaland, váru allar
borgir ok kastalar gefnir í vald
hans...
Hér segir frá því, at þetta land
kom óbrunnit ok óherjat í vald
Haralds. Fór hann þá út til
Jórdanár ok laugaði sik þar, sem
háttur er til annarra pálmara.
Haraldr varði stórfé til grafar
dróttins ok kross ins helga ok
annarra heilagra dóma á Jórsala-
landi. Þá friðaði hann veginn allt
út til Jórdanár ok drap raufara ok
annat hernaðarfólk."
Norsku friðargæsluhermennirn-
ir, sem voru að koma úr fríi að
heiman, sýndu þess nú merki, að
við værum að nálgast áfangastað.
Þeir þekktu öll kennileiti og bentu
okkur á Hermonfjallið, sem gnæfði
fyrir austan Hasbaniána, 2814 m
hátt. Við rætur þess byrjaði gæslu-
svæði þeirra og nú værum við á
yfirráðasvæði PLO, Frelsissveita
Palestínumanna. Við ókum í gegn-
um varðstöð þeirra, þar sem ungl-
Næsta grein:
ingsstrákar stóðu með vélbyssur af
rússneskri gerð, Kalashnikov —
þær eru auðþekkjanlegar á því, að
skothylkið er bogalaga.
Svo komum við að fyrstu varð-
stöð Sameinuðu þjóðaliðsins. Þar
stóðu hermenn frá Ghana vörð og
af þeirra svæði ókum við inn á
gæslusvæði Norðmanna —Nor-
batt-svæðið svokallaða. (Norbatt
er skammstöfun á Den norske
bataljon í UNIFIL, norska herfylk-
ið í bráðabirgðaherafla SÞ í Líban-
on.) Við gengum beint til hádegis-
verðar. Síðan beið okkar að kynn-
ast því, hvort hinir norrænu „Vær-
ingjar" í þjónustu Sameinuðu
þjóðanna væru verðugir arftakar
Haralds harðráða, sem friðaði
veginn „allt út til Jórdanár ok drap
raufara ok annat hernaðarfólk“.
Sest að í sjúkra-
stofu í Ebel Es Saqi
Hvers vegna sendu Sameinuöu þjóöirnar gæslusveitir til
Líbanon? Lýst er fyrstu kynnum af norsku stööinni og
æfingarferð meö bryndrekum, sem ekki var aö skapi PLO.
LONDON
3.587.-
innifalið flugfar, flugvalla-
skattur, gisting m/breskum
morgunmat
AUSTURSTRÆTI 17 SÍMI
INNANHUSS-
KLÆÐNING
- fullunnar þiljur úr trjáviðar-
efnum með grófri viðaráferð
Plankett — ný og sérstæð
framleiösla til innanhúss-
klæöningar, bæöi á veggi og
loft á heimilum, í sumarbú-
stööum eða á skrifstofunni.
Hin grófa viöaráferð skapar
hlýlegt og óvenjulegt umhverfi
og er góöur bakgrunnur fyrir
myndir, veggteppi og aöra
hluti.
Mjög gott nagl- og skrúfuhald.
Plankett fæst í þrem litum:
gammelbrun, gammelhvit og
naturell. Auövelt aö setja upp
meö nót og fjööur, sem hylur
negllnguna.
Stærð: 28x180 cm.
Þykkt: 11 mm. *
Fæst einnig í lengdinni 244
cm. til notkunar í uppistand-
andi veggklæöningar.
Litir: naturell og gammelbrun.
Biöjiö um myndalista.
J
Framleöendur:
NORSK WALLBCARD AS
Umboösmenn:
Páll Þorgeirsson & Co., Ármúla 27.
Ennfremur fyrirtiggjandi hjá: Timburvöruverzl. Völundur,
BYKO, Kópavogi, E. Jóhannsson & Co., Siglufiröi, Híbýla-
þjónustan, Húsavfk, Trévark hf., Vastmannaayjum.