Morgunblaðið - 22.03.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.03.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1981 25 Birgir ísl. Gunnarsson: Sjál&tæðismenn hafa nú tekið allt frumkvæði í orkumálum Aðgerðarleysi ríkisstjórnar- innar og þá einkum iðnaðarráð- herra í orkumálum veldur sívax- andi áhyggjum. Ekki aðeins vik- ur og mánuðir líða án þess að nokkrar ákvarðanir séu teknar — heldur líða árin hvert á fætur öðru án þess að nokkuð bóli á frumkvæði eða ákvörðunum ráð- herra. Og nú er málgagn ráð- herrans, Þjóðviljinn, búinn að kveða upp úr um það að nægilegt sé að taka ákvörðun um næstu virkjun einhvern tíma á þessu ári. Það er semsagt látið að því liggja í forystugrein Þjóðviljans 12. marz sl. að í lagi sé að þetta Alþingi, sem nú situr, fari heim án þess að það taki ákvörðun um næsta skref í virkjunarmálum. Vafalaust er Þjóðviljinn með þessum ummælum að búa í haginn fyrir enn frekari frestun þessara mála. Blaðið er farið að fylla þann vaxandi hóp, sem tekur ekki lengur mark á yfirlýs- ingum ráðherra í þessum efnum. Hinsvegar er það nú ljóst að Alþingi þarf ekki að bíða lengur eftir frumkvæði ráðherra eða ríkisstjórnar í þessu mikilvæga máli. Þingflokkur sjálfstæð- ismanna hefur á þessum vetri lagt mikla vinnu í stefnumótun á sviði orkumála og hafa þing- menn flokksins nú flutt þrjár meiriháttar tillögur um þessi mál. Stefnumótun í stóriðjumálum Fyrst er rétt að telja þings- ályktunartillögu, sem 19 þing- menn Sjálfstæðisflokksins fluttu í upphafi þings um stefnumótun í stóriðjumálum. Tillagan gerir ráð fyrir að nú þegar sé hafist handa um undirbúning næstu verkefna í orkufrekum iðnaði. Allt starf í þeim efnum hefur legið niðri nú um árabil, ef frá eru talin nokkur smærri verk- efni, sem stöðugt er verið að semja skýrslur um á vegum iðnaðarráðuneytisins. Hinsvegar hefur ekkert verið gert í undir- búningi stærri verkefna í fram- haldi af fyrri átökunum, sem gerð hafa verið með byggingu álverksmiðju og járnblendiverk- smiðju. Þingmenn Alþýðuflokksins hafa flutt tillögu í sama dúr og nú er þess að vænta að flutn- ingsmenn beggja þessara til- lagna sameinist um eina tillögu. Er þá gert ráð fyrir að Alþingi kjósi sérstaka nefnd, sem undir- búi stefnumótun í þessu mikil- væga máli. Skipulag orkumála Næsta mál á þessu sviði er frumvarp til orkulaga, sem Þorvaldur Garðar Kristjánsson og fjórir aðrir þingmenn flokks- ins í Efri deild fluttu fyrir Birgir ísl. Gunnarsson áramót. Það frumvarp fjallar fyrst og fremt um skipulag orkumála. I frumvarpinu eru mörg nýmæli, sem greinast í þrjá meginþætti. í fyrsta lagi varðandi rannsóknir á orkulind- um landsins, eðli þeirra og möguleikum til hagnýtingar. I öðru lagi varðandi skipulag orkuvinnslunnar, hlutverk og skipulag Orkustofnunar og Orkuráðs. Ný raforkuver Þriðja þingmál sjálfstæð- ismanna á þessu sviði var siðan lagt fyrir Alþingi nú fyrir stuttu. Það er frumvarp um ný orkuver, sem allir þingmenn flokksins standa að nema ráð- herrarnir þrír. Með því frum- varpi er tekið af skarið um næstu stórvirkjanir. Byggðar verði þrjár nýjar virkjanir, þ.e. 330 MW í Jökulsá í Fljótsdal, 180 MW virkjun í Blöndu í Austur- Húnavatnssýslu og 130 MW í Þjórsá við Sultartanga. Þá er og gert ráð fyrir að veita lagaheim- ild til stækkunar Hrauneyja- fossvirkjunar, en lagaheimild vantar til að setja þar niður þriðju vélina, en öll virkjunin er við það miðuð. Stóriðja á Austurlandi í tengslum við virkjunina á Austurlandi er gert ráð fyrir stóriðju. Nú þegar þarf að hefj- ast handa um að leita eftir kaupendum á orku frá þeirri virkjun. Allt tekur það sinn tíma og því þarf að hefjast handa strax um það verkefni. Jafn- framt þarf að undirbyggja vegi og aðra aðstöðu, sem slíkum stórframkvæmdum fylgir. Vinda þarf bráðan bug að því að ná samkomulagi um Blöndu- virkjun við landeigendur og aðra sem hagsmuna eiga að gæta. Að sjálfsögðu er ekki unnt að taka endanlega ákvörðun um fram- kvæmdir þar, fyrr en slíkt sam- komulag liggur fyrir. Dæmið frá Laxárvirkjun í Þingeyjarsýslu hræðir í þeim efnum. Hinsvegar liggur Blönduvirkjun mjög vel við raforkukerfi landsins og er hagkvæm virkjun, þannig að mjög er æskilegt að samkomulag náist sem fyrst. - ' Þriðja virkjunin er við Sult- artanga í Þjórsá. Hún er 130 MW. I rauninni er engin fyrir- staða að byrja framkvæmdir þar í beinu framhaldi af Hrauneyja- fossvirkjun. Allavega er mjög nauðsynlegt að hefja sem fyrst framkvæmdir við fyrsta hluta þeirrar virkjunar, þ.e. stífluna, en hún mun bæta mjög rekstr- arskilyrði Búrfellsvirkjunar. Samhliða þessum fram- kvæmdum í Blöndu og Sultar- tanga þarf að semja um sölu á rafmagni til nýrrar stóriðju, helzt bæði sunnanlands og norð- an. Af því sem hér hefur verið sagt, má sjá, að á Alþingi liggja þegar fyrir tillögur um þessi mikilvægu mál og því er alveg ónauðsynlegt að bíða eftir ríkis- stjórninni lengur. Sjálfstæðismenn á Alþingi hafa nú tekið frumkvæði í orkumál- um og flutt í vetur þrjár efnis- miklar tillögur um þau mál. Fyrst var flutt þingsályktunar- tillaga um stefnumótun í stór- iðjumálum. Síðan frumvarp til nýrra orkulaga, m.a. um skipu- lag orkumála og nú síðast frum- varp um nýjar stórvirkjanir. Aðgerðarleysi ráðherra veldur sívaxandi áhyggjum og því hafa sjálfstæðismenn tekið af skarið. gæti leitt til atvinnumissis fólks í þessum iðngreinum. Nú veltir fjármálaráðherrann því fyrir sér, hvernig hann eigi að komast út úr þessari vitleysu. Þá benti Davíð Sch. Thorsteinsson á, að iðnaður- inn hefði engin loforð fengið um þá millifærslu sem ríkisstjórnin hefði gefið fyrirheit um, þegar ákvörðun var tekin um áramót um að festa gengi krónunnar. Þetta er þung gagnrýni á að- gerðir og aðgerðarleysi ríkis- stjórnarinnar í iðnaðarmálum, en hún sýnir að þrátt fyrir nefndirn- ar 43, sem Hjörleifur Guttorms- son hefur sett á fót í iðnaðarráðu- neytinu hefur hann ekki meiri áhuga á því að vinna að hags- munamálum hins innlenda fram- leiðsluiðnaðar heldur en að byggja upp stóriðju í landinu. Raunar virðist það vera helzta verkefni Hjörleifs Guttormssonar að þvæl- ast fyrir uppbyggingu í þessari atvinnugrein með öllum hugsan- legum ráðum. Það var athyglisvert að fylgjast með því á ársþingi iðnrekenda, hvernig Tómas Arnason við- skiptaráðherra svaraði gagnrýni Davíðs Sch. Thorsteinssonar. Við- skiptaráðherra hóf ræðu sína með því, að ólíkt hefðust þeir að, hann og Davíð Sch. Thorsteinsson. Formaður" Félags ísl. iðnrekenda hefði skrifað undir kjarasamn- inga, sem hefðu leitt til stórfelldr- ar verðbólgu, en hann, Tómas Árnason, hefði tekið þátt í því ásamt öðrum ráðherra að grípa til ráðstafana um áramót til þess að leiðrétta þessar gerðir Davíðs og koma í veg fyrir þessa verðbólgu. Eins og menn kannski muna lýstu ráðherrarnir í núverandi ríkis- stjórn yfir því, þegar kjarasamn- ingarnir voru gerðir, að þeir væru hóflegir og innan þess ramma, sem þjóðarbúið þyldi. Nú kemur viðskiþtaráðherra og segir, að þessir sömu kjarasamningar hefðu leitt til stórkostlegrar verð- bólgu. Skyldu þeir vera sammála því, þeir Svavar Gestsson, Ragnar Arnalds og Hjörleifur Guttorms- son? Orð og athafnir í verzlun Þótt ársþing iðnrekenda sl. mið- vikudag hafi leitt ýmislegt í ljós um afstöðu núverandi ríkisstjórn- ar til iðnaðarins, er ekki síður fróðlegt að kynnast vinnubrögðum þessarar sömu ríkisstjórnar í mál- efnum verzlunarinnar. Þar er þó ekki við ráðherra kommúnista að eiga heldur sjálfan Tómas Árna- son, sem lengi hefur talað eins og menn vilja heyra en nú er að koma æ betur í ljós, að stendur ekki við neitt af því, sem hann segir. I frásögn Morgunblaðsins af aðalfundi Kaupmannasamtaka Is- lands, þar sem viðskiptaráðherra hélt líka ræðu segir m.a.: „Tómas kom síðan að verðlagsmálum og sagðist hafa beitt sér fyrir því, að endurmat vörubirgða yrði heimil- að. Það hefði verið samþykkt í Verðlagsráði, en erfitt væri að koma því í gegnum ríkisstjórn- ina.“ Hverjir eru það, sem koma í veg fyrir, að Tómas Árnason komi þessu sjálfsagða réttlætismáli í gegnum ríkisstjórnina? Væntan- lega eru það ekki þeir Gunnar, Pálmi og Friðjón. Hér eru því kommúnistar að verki og koma í veg fyrir að hætt sé eignaupptöku hjá kaupmönnum og kaupfélögum. En hvernig í ósköpunum stendur á því, að Tómas Árnason lætur kommúnista kúga sig með þessum hætti og fara með sig eins og druslu í ríkisstjórninni? Úr því að viðskiptaráðherra fór af stað með þetta mál í Verðlagsráði átti hann auðvitað að krefjast þess, að það yrði samþykkt í ríkisstjórninni. Og auðvitað getur hann komið því í gegn, ef hann beitir kommúnista sams konar hörku og þeir beita hann og aðra ráðherra. Annað dæmi um vinnubrögð og málflutn- ing Tómasar Árnasonar viðskipta- ráðherra: Arndís Björnsdóttir hafði orð á því, að óeðlilegt væri, að kaupmönnum væri gert að innheimta söluskatt án þess að fá innheimtulaun fyrir. Frásögn Morgunblaðsins af svari við- skiptaráðherra er svohljóðandi: „Tómas svaraði því til að honum fyndist sjálfsagt, að verzlunin fengi umboðslaun af innheimtu söluskatts en sagði um leið að honum hefði ekki fundizt það þegar hann var fjármálaráð- herra." Hvað á svona svar að þýða? Á það að vera fyndið? Telur Tómas Árnason, að hann hafi verið boðinn á aðalfund Kaup- mannasamtakanna til þess að vera þar skemmtiatriði? Þetta er að vísu hugsanleg skýring vegna þess, að svo virðist, sem æ fleiri stjórnmálamenn líti á sig sem skemmtikrafta á mannamótum. En ef taka á ráðherrann alvarlega á þá að líta svo á, að hann sem viðskiptaráðherra vilji beita sér fyrir því, að kaupmenn fái inn- heimtulaun vegna innheimtu sölu- skatts? Á að skilja svarið svo, að yrði hann fjármálaráðherra eftir viku, myndi hann snúast gegn því, að þeir fengju innheimtulaun vegna innheimtu söluskatts? Hvernig á að skilja manninn? / Sannleikurinn er auðvitað sá, að stjórnmálamenn, þingmenn og ráðherrar, geta ekki leyft sér að svara fólki eins og Tómas Árnason gerir á þessum aðalfundi Kaup- mannasamtakanna. Viðskiptaráð- herra er ekki eini maðurinn í hópi þingmanna og ráðherra sem gerir sig sekan um slík svör. Þetta er því miður að verða æ algengari talsmáti hjá ráðherrum og þing- mönnum. Hins vegar er engin ástæða til þess að láta þessa menn komast upp með slíkt — nema náttúrlega fólk sé hætt að taka þá alvarlega yfirleitt og líti á ræðu- höld þeirra á mannamótum og samkomum sem skemmtiatriði, sem fólk eigi að hafa gaman af en ekki taka alltof hátíðlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.