Morgunblaðið - 22.03.1981, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.03.1981, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1981 35 Undirtektir hafa verið mjög góðar - segir Pétur Þór Sigurðsson, lögfræðingur Fasteignamarkaðar Fjárfestingarfélagsins Texti: Hildur Einarsdóttir Myndir: Emilía Björnsdóttir réttindalaus við akstur, segir Birgir Þormar, sakadómari: „Ef maður er tekinn undir stýri eftir að hafa verið sviptur ökuleyfi er sekt almennt í Reykjavík krón- ur 3.000,- fyrir fyrsta brot og fer síðan hækkandi og getur leitt til varðhalds. Það er skoðun margra sakadóm- ara að hægt sé að ná fram bæði réttlátari og árangursríkari lausn þessara mála með því að fram- lengja ökuleyfissviptinguna og láta hana hefjast aftur þann dag, sem ökumaður var tekinn á ný við óleyfilegan akstur. Þótt sektar- upphæðin sé há, þá er hún ef til vill ekki sérlega há fyrir fólk, sem þarf mikið á bíl að halda og jafnvel ódýrari lausn að aka áfram og taka áhættuna af að vera tekinn aftur fyrir umferðar- lagabrot. Þannig er það því oft sá óheiðarlegi sem sleppur við að taka út refsingu, en sá heiðarlegi sem ber þungann af broti sinu. Ef um ítrekað brot er að ræða? Samkvæmt skýrslum um af- greiðslu dómsmála var árið 1980 lokið 823 málum í sakadómi Reykjavíkur, þar sem aðalsakar- efnið var ölvun við akstur. 580 þeirra var lokið með sátt og 243 með dómi. Til þess að hægt sé að tala um að brot sé ítrekað, þá verður að hafa liðið skemmri tími en fimm ár frá því að fyrra máli ökumanns var lokið með sátt eða dómi þar til hann brýtur aftur af sér. Brot, sem maður fremur áður en hann nær 18 ára aldri, hefur ekki ítrekunaráhrif á síðara brot. Sé um ítrekað brot að ræða leiðir það skilyrðislaust til ævilangrar svipt- ingar og skiptir engu þótt brot sé lítið. Samkvæmt dómsvenju í sakadómi Reykjavíkur kemur til varðhaldsrefsingar, auk ökuleyfis- sviptingar, þegar brot er margít- rekað. Segjum svo, að ökumaður hafi verið sviptur ökuleyfi eða rétti til að öðlast það um lengri tíma en þrjú ár. í slíkum tilfellum getur dómsmálaráðherra, ef sérstakar ástæður mæla með því, ákveðið, að honum skuli veitt ökuleyfi að nýju að þremur árum liðnum eins og áður segir. Enda sé sannað að ökumaður hafi ekki gerst brotleg- ur við áfengislöggjöfina þau þrjú ár sem um getur. Umsókn um endurveitingu ökuleyfis skal fylgja vottorð tveggja valinkunnra manna um reglusemi og góða hegðun umsækjanda þessi þrjú ár. Leita skal, einnig umsagnar áfeng- isvarnarnefndar í heimilissveit umsækjanda, áður en ökuleyfið er veitt að nýju. Slíkt leyfi má þó ekki veita sama manni nema einu sinni, nema að sex ár séu liðin frá síðustu réttindasviptingu. Að beita fangelsun Áður fyrr var ölvun við akstur ætið varðhaldssök, þegar um ít- rekun var að ræða eða þegar alkóhól í blóði ökumanns náði 1,2%« eða meira. Samkvæmt al- mennri náðunarheimild í lögum gat forseti tslands breytt varð- haldsdómi í sekt og var þeirri heimild nær alltaf beitt í þessum málum. Þannig urðu ákvæðin um varðhald merkingarlaus. Árið 1976 varð sú breyting á lögum að heimilt varð að beita sektarrefs- ingu í þessum málum. Sú röksemdafærsla hefur heyrst að beita eigi fangelsun ekkert síður við ölvunarbrot en til dæmis þjófnað, því ökumaður undir áhrifum áfengis stofni lífi og limum annarra í hættu með at- ferli sínu. Er í því sambandi bent á, að í ýmsum nágrannalöndum sé fangelsun beitt. I Noregi er beitt fangelsun og eins árs ökuleyf- issviptingu ef maður er tekinn með yfir 0,5%« alkóhól í blóði við akstur. Það ber þó að hafa í huga við þessa röksemdafærslu, að hætt er við að öll íslensk fangelsi myndu fyllast og ný þyrfti að byggja um allt land. „UNDIRTEKTIR hafa verið mjög góðar, reyndar mun betri heldur en við þorðum að vona í upphafi," sagði Pétur Þór Sig- urðson, lögfræðingur Fast- eignamarkaðs Fjárfestingafé- lagsins hf., í samtali við Mbl., er hann var inntur eftir við- tökum hins nýja fyrirtækis, sem byggir á verðtryggðum fasteignaviðskiptum. „Það hafa fjölmargir heim- sótt okkur og enn fleiri hafa hringt og beðið um upplýs- ingar, en því fólki sendum við bækling um starfsemina. Það hafa margir sýnt áhuga á því að kaupa fasteignir með verðtryggingu og við erum þegar búnir að fá fyrstu eign- irnar á skrá,“ sagði Pétur ennfremur. Aðspurður sagði Pétur Þór, að væntanlega yrði erfiðara að kynna þetta nýja form fyrir seljendum, því kaupendur sæju kostina eflaust fyrr í hendi sinni, þ.e. unga fólkið. „Við gerðum okkur ætíð ljóst, að við yrðum að verja miklum tíma í kynningu til að byrja með,“ sagði Pétur Þór Sigurðs- son. Hjá fyrirtækinu starfa auk Péturs, sölumaður og skrif- stofustúlka, en um mánaða- mótin bætist við nýr sölumað- ur, sem þegar er búið að ráða. Besta dæmið um ágæti Philco W45A þvottavélarinnar fæst með samanburði við góða þvottavél, sem aðeins tekur inn á sig kalt vatn og vindur með 500 snúninga hraða á mínútu. Philco W45A Vél X með heitu og köldu vatni aðeins með köldu vatni 30° Forþvottur 90° Aðalþvottur Rafmagnseyðsla samtals 1,7 kwh 35° Forþvottur 90° Aðalþvottur Rafmagnseyðsla samtals 3.0 kwh Vél X eyðir 76.5% meiri orku en Philco. Að þvotti loknum var þvotturinn settur í Philco þurrkara: 4 kg blautþvottur úr Philco W45A með 850 snúninga vinduhraða Þurrkunartími: 55 mín. Rafmagnseyðsla: 1.8 kwh 4 kg blautþvottur úr vél X með 500 snúninga vinduhraða Þurrkunartími: 70 mín. Rafmagnseyðsla: 3.2 kwh Þurrkarinn er 27.3% lengur að þurrka þvottinn úr vél X og eyðir við það 77.8% meiri orku. Með því að nýta bæði heitt og kalt vatn og meiri vinduhraða hefur Philco þvottavélin töluverða yfirburði, sem ómögulegt er að líta framhjá. Það eru hreinar línur! heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 — SÆTÚN 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.