Morgunblaðið - 27.03.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ 1981 13
Magnús Magnússon sérkennslufulltrúi:
Hugfötlun
Árið 1981 er ár fatlaðra. Líf
þeirra fötluðu skal tekið til umfjöll-
unar um allan heim að frumkvæði
Sameinuðu þjóðanna.
Þegar þannig er staldrað við í rás
tímans er sjálfsagt um það að ræða,
að eitthvað megi betur fara. Þá er
fyrst af öllu að gera sér grein fyrir
þeim vanda sem um ræðir. Það þarf
að brjóta málin til mergjar, skoða
hvern þátt fyrir sig, leita eðlis
vandans, orsaka og afleiðinga. Eftir
það er hægt að vonast til þess, að
besta fáanlega lausn komi í dags-
ljósið. Ég mun síðan í þessu máli
reyna að skoða eina hlið þessa
margbrotna vandamáls.
Orðin fötlun og fatlaður eru
myndhverf orð, sem runnin eru af
þeirri rót að vera í fatla. Sá sem er í
fatla hefur ekki alla þá hæfni sem
þeir hafa, sem ekki eru í fatla. Þessi
er viðmiðunin. Að vera fatlaður
spannar bilið frá því að vera til
flestra hluta hæfur, til að vera nær
óhæfur til alls sem aðstæður krefj-
ast.
Þar með er ég kominn að þeim
mælikvarða, sem fötlunin er mæld á
— það er átt við þann ramma sem
samfélagið hefur smíðað utan um þá
tegund lífshátta, sem eðlilegir eru
taldir. Inn í þann ramma eru felldir
ýmsir smáþættir sem falla hver að
öðrum svo úr verður heilleg mynd,
eins og púsluspil sem raðað er
saman.
Þessi mynd hefur orðið til í rás
tímans og svarar til þarfa fjöldans.
Þegar ég segi fjöldans, þá á ég við
það að öll þjóðfélög skiptast í
stórum dráttum niður í meirihluta
og nokkra misstóra minnihluta-
hópa. Fjöldinn er sá meirihluti, sem
ræður gerð samfélagsins í höfuð-
dráttum og þá um leið því hver
staða minnihlutans er. Það lætur að
líkum að gerð samfélagsins miðast
fyrst og fremst við þarfir meirihlut-
ans. Sá sem fellur ekki að þessari
þjóðlífsmynd er fatlaður á einn eða
annan hátt. Sum samfélög láta hér
við sitja, og tilviljun ráða hvernig
fötluðum farnast. Önnur breiða yfir
vandann, með því að koma hinum
fötluðu fyrir á lítið áberandi stöð-
um. Enn önnur samfélög reyna að
Ieysa málin, með stuðningi til aðlög-
unar að samfélagi fjöldans, eða
aðlögun samfélagsins að hinum fatl-
aða hópi. Við hér á þessu landi erum
í síðasttalda hópnum. Þessi afstaða
til minnihlutahópanna hefur ótal
vandamál í för með sér, sem verður
að leysa.
Það verður að athuga hvers eðlis
fötlun er, hvaða stuðning þarf að
veita, hverju þarf samfélagið að
breyta til að aðlaga sig vandamál-
inu, hvar líður hinum fatlaða best,
hvað er mögulegt o.fl.
Hér er við hæfi að fara nokkrum
orðum um þær kröfur, sem samfélag
á borð við okkar gerir til þegna
sinna.
í fyrsta lagi er ætlast til, að
einstaklingarnir sjái fyrir sér sjálfir
og stjórni lífi sínu í samræmi við
þau lög og þær reglur sem samfélag-
inu eru settar.
í öðru lagi er ætlast til af
hverjum borgara, að hann leggi sitt
af mörkum til heildarinnar. Taki
óbeinan þátt í rekstri skóla, lög-
gæslu, heilsugæslu og samhjálp.
Þetta hvoru tveggja útheimtir
það, að einstaklingurinn geti unnið
fyrir sér, og greitt i sameiginlegan
sjóð þar að auki. Nú er það víst að
margir fatlaðir einstaklingar upp-
fylla þessar kröfur samfélagsins, en
aðrir gera það ekki. Hér er eðli og
stærðargráða fötlunarinnar ráð-
andi.
í þriðja lagi er ætlast til þess að
einstaklingarnir hafi ekki truflandi
áhrif á umhverfi sitt. Valdi einhver
truflun með framkomu sinni, vakn-
ar fljótt andúð gegn honum, enda
eiga aðrir rétt til verndar persónu-
helgi sinnar.
Þessi grófa flokkun á kröfum
samfélagsins á framkomu þegn-
anna, leiðir hugann að þeirri stað-
reynd að þeir sem ekki geta uppfyllt
þær eru að meira eða minna leyti
fatlaðir.
Eins og áður er að vikið eru
fatlaðir af ýmsum toga, en yfirhug-
tökin eru tvö í þessu sambandi,
hvort með sína undirflokka.
í fyrsta lagi er um líkamlega
fötlun að ræða. Hún er í flestum
tilvikum mjög áþreifanleg og aug-
ljós. Orsakir hennar eru margar, og
stærð argráður einnig. Hér eru
undirflokkarnir: sjónskerðing,
heyrnarskerðing og hreyfihömlun.
Orsakir geta verið erfðaeiginleikar,
sjúkdómar eða slys, og afleiðingarn-
ar nær því algjör lömun eða minni
háttar helti, og allt þar á milli.
í öðru lagi er um andlega fötlun
að ræða. Hún er oft ekki eins
augljós við fyrstu sýn, en er engu að
síður jafnmikil staðreynd. Orsakir
andlegrar fötlunar eru líka margar,
og stærðargráður mjög mismunandi.
Hér er þó nauðsynlegt að greina á
milli tveggja höfuðorsaka, geðsýki
annars vegar og greindarskerðingar
hins vegar.
Hvoru tveggja veldur fötlun en þó
sitt með hvorum hætti.
Sú fötlun, sem ég geri hér að
umræðuefni er greindarskerðing, ég
vildi gjarnan nefna það hyggjuhöml-
un. Hér er dreifing getu svo mikil, að
erfitt er að tala um alla í sömu
andrá. Af- þeim ástæðum hefur
þessari fötlun verið skipað niður í
undirflokka eftir getu einstakl-
inganna til þess að svara kröfum
samfélagsins.
Hér er býsna mikill munur á, allt
frá algjöru bjargarleysi, til mögu-
leika þess að standast kröfurnar sem
sam félagið gerir, með dálítilli að-
stoð. Sá hópurinn sem verst er settur
er 0,4% af þjóðinni. Ef gróft er
reiknað er hér um 900 einstaklinga
að ræða á öllu landinu.
Óhætt er að fullyrða að þessir
einstaklingar geta aldrei bjargað sér
í samfélaginu.
Annar hópur sýnu betur settur og
með minni fötlun eru þeir, sem geta
svarað kröfum samfélagsins að hluta
til ef aðstoð er veitt við hæfi. Þessi
hópur er um 2,5% þjóðarinnar. Hér
er því um allstóran hóp fatlaðra að
ræða. Ef gróft er reiknað eru þetta
5700 einstaklingar hér á landi. Hér
er minnihlutahópur sem ekki getur
svarað öllum kröfum samfélagsins
að öllu leyti — og sumir að mjög
litlu leyti vegna fötlunar sem stafar
af greindarskerðingu.
Þetta eru 6600 manns — börn og
fullorðnir sem búa við þessa tegund
fötlunar. — Hér er sennilega fremur
vantalið en oftalið.
Afstaða samfélags okkar til
minnihlutahópa er sú, að búa þeim
þá bestu aðstöðu, sem við höfum vit
til. Menn greinir hins vegar á um
það, hvernig til tekst á því sviði.
Vandinn með aðstoð við minnihluta-
hópa er ekki allsstaðar jafn mikill.
Þar sem hópurinn getur sjálfur gert
upp hug sinn um það, hvernig hann
vill lifa sem hópur, eða einstaklingar
— við hverja þeir vilja hafa sam-
neyti — hvar þeir vilja vinna og
hvar þeir vilja verja tómstundum
sínum — þar er vandinn oft aðeins
fjárhagslegur. Ég segi aðeins fjár-
hagslegur til að leggja sérstaka
áherslu á það, að annar vandi
þessara hópa er margfaldur á við
fjárhagslegan vanda. Þeir greind-
arskertu tilheyra þeim hópum þar
sem vandinn er mestur. Meirihlutinn
vill að minnihlutanum líði vel, eins
og áður er sagt, og dregur þá gjarna
ályktanir af því, hvað honum fellur
best í geð — hvað honum þykir mest
gaman, og hvar honum líður best
sjálfum.
Sú spurning hlýtur að vakna,
hvort það sé alveg víst, að minni-
hlutahóparnir hugsi eins og meiri-
hlutinn, og hafi sömu tilfinningar og
hann. Ef grannt er skoðað er ekki til
sá meirihluti sem hefur sömu skoð-
anir á öllum málum — þess vegna
stofnum við til félagsskapar með
litlum hóp, og vináttu með enn
minni hóp manna. Það sem hér
ræður er það, sem menn eiga
sameiginlegt. Menn verða að hafa
ánægju af því að vera saman. Menn
verða að finna sinn sálufélaga ef
þeim á að líða vel. Það lögmál verður
að gilda, að menn finni einhvern við
sitt hæfi.
Hingað til hefur meirihlutinn
hugsað fyrir þá greindarskertu.
Meirihlutinn hefur viljað hafa vit
fyrir þeim. Hann hefur viljað
ákveða, hvað þeim væri fyrir bestu
— hvernig lífi þeir skyldu lifa —
hvar þeir ættu að vinna og hverja
þeir ættu að umgangast.
Stundum kemur fram ákveðinn
tvískinnungur þar sem hugmyndir
— eða eigum við að segja hugsjónir
stangast á við veruleikann. Sem
dæmi má nefna, að menn tala um
algera blöndun fatlaðra og ófatlaðra
í störfum, en aðhyllast þo verndaða
vinnustaði.
Menn tala um algera félagslega
blöndun, en aðhyllast þó sambýli
fatlaðra.
Þessi tvískinnungur verður að
hverfa, og allir verða að horfast í
augu við það, að það eitt er æskilegt
sem er mögulegt.
Þegar við sem tilheyrum meiri-
hlutanum setjumst niður til þess að
hugsa fyrir þá sem við teljum að geti
það ekki sjálfir, þurfum við að temja
okkur þá auðmýkt, sem til slíkra
hugleiðinga þarf. Við verðum að
bera fulla virðingu fyrir tilfinning-
um þeirra, sem við viljum aðstoða —
eins og þær eru — jafnvel þótt við
óskum þess að þær væru eitthvað
líkari okkar eigin tilfinningum.
Við þurfum að rækta með okkur
næmleik fyrir þörfum og þrám
þessara einstaklinga. Þessar þarfir
koma oftar fram í atferli en í orðum.
Fötlun hins vangefna manns kem-
ur fram í ýmsum myndum. Algeng
störf geta verið honum ofvaxin
vegna þess, að inn í þau fléttast
huglægir þættir svo sem ákvörðun
magns, tíma eða vegalengdar. Þessi
hyggjuhömlun veldur því, að oft eru
það aðeins mjög einföld störf sem
greindarskertir valda, þótt líkams-
burðir séu nægir. Hitt er svo annað
mál, að oft eru einnig líkamlegar.
fatlanir til trafala.
Oft falla greindarskertir einstakl-
ingar ekki inn í keðjuverkandi störf
almennra vinnustaða, og einangrast
því í starfrænum skilningi. Þeim er
þá fengið verk að vinna einum sér.
Stundum kann þetta að vera besti
kosturinn, en hér þarf aðgátar við.
Einn snarasti þáttur þess, að
manni líði vel í vinnu og leik er
félagsleg blöndun.
Greindarskertir hugsa öðruvísi en
fjöldinn, og tjá sig öðruvísi. Þeir
virðast ekki gera sér grein fyrir
öllum blæbrigðum í hugsun hins
ófatlaða manns, sem oft lætur sér
nægja að segja ekki allan sannleik-
ann. Þeir kunna ekki að velja og
hafna, þegar mál eru rædd. Af þeim
sökum geta þeir sagt eitt og annað,
sem öðrum finnst að betur væri
ósagt. Við getum kallað þetta ein-
lægni hins greindarskerta.
Sé greindarskerðing mjög mikil er
tjáningarformið ekki orð heldur
athöfn, hnippingar, fliss og grettur.
Af framansögðu er réttmætt að
tala um félagslega fötlun greind-
arskertra. Þeir geta ekki tekið þátt í
félagslífi, og samskiptum hinna
ófötluðu á jafnréttisgrundvelli. Þeim
er oft vel tekið. Þeim er sýnd
hjálpsemi — en einnig er það til, að
þeim sé sýnt afskiptaleysi. Sú félags-
lega einangrun sem af þessu getur
leitt, hlýtur að kasta skugga á líf
þessara einstaklinga.
Hver er þá framtíðarsýnin fyrir
þennan hóp? Eru til starfsmöguleik-
ar fyrir alla hyggjuhamlaða, sem
einhverju valda. — Störf sem geta
gefið lífi þeirra þá fyllingu, sem
starfsgleði veitir? Eiga þeir mögu-
leika til að hnýta kunningja- og
vináttubönd á sama grunni, og þeir
sem ekki eru greindarskertir? Þes.s-
um spurningum verður að svara
játandi. En til þess að svo geti orðið,
þarf meirihluti samfélagsins að við-
urkenna hópinn eins og hann er —
án fordóma. Það þýðir það, að
tilraunir til að láta þessa einstakl-
inga leika hlutverk, sem þeir valda
ekki, eru ekki raunhæfar eða fram-
kvæmanlegar. Þeim verður að gefast
kostur á þeirri stöðu í samfélaginu,
sem hæfir þeim. Til þess má ekkert
spara.
Til þess að þetta megi takast, vil
ég benda á það eina ráð, sem ég
þekki, en það er að hinn ábyrgi
meirihluti rækti með sér næmleik til
að skynja þarfir greindarskertra,
sem birtast frekar í táknferli at-
hafna en orðum, og temja sér lotn-
ingu fyrir þeim sem einstaklingum.
Alþjóðleg bílasýning — International Motor Show
dagana 27. marz — 5. apríl í Sýningahöllinni að Bíldshöfða
Opnum í dag kl19k00n