Morgunblaðið - 27.03.1981, Síða 14

Morgunblaðið - 27.03.1981, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ 1981 Markús Öm Antonsson: Frjálst útvarp - nýr valkostur í ljósi samdráttar hjá Ríkisútvarpinu „Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að aukn- ar verði á kjörtímahilinu fjárveitingar til menninj?- armála, sem m.a. tryggi viðunandi hraða við upp- byggingu menningar- stofnana ... Opinberum fjölmiðlum verði ætlað fræðsluhlutverk, bæði í þágu skóla og fræðslu full- orðinna.“ Þannig hljóðar inngangur að kafla um mennta- og menning- armál í stjórnarsáttmála núver- andi rikisstjórnar og sérákvæði um málefni Ríkisútvarpsins. Eins og komið hefur á daginn boðar stjórnarstefnan í reynd styttingu á útsendingartíma ríkisfjölmiðl- anna og útþynningu þess dag- skrárefnis, sem innan hans rúm- ast. Fræðsla fullorðinna og æðri markmið, sem tunguliprir stjórn- arleiðtogar hafa sett fram til þess eins að fegra áferðina á plagginu, er eintómt raus, sem enginn tekur mark á, sízt ráðherrarnir sjálfir. Að undanförnu hefur útvarps- ráð fjallað um niðurskurð dag- skrár sjónvarps og útvarps. Meiri- hluti ráðsins hefur ekki unað því að vera stillt þannig upp við vegg og hefur lýst því yfir að útvarps- ráð væri ekki lögum samkvæmt kosið til að skera niður dagskrá. Útvarpsráð er ekki stjórnarnefnd eða framkvæmdarstjórn fyrir stofnunina og hefur reyndar af- skaplega lítið af öllum fjármála- legum ákvörðunum og daglegum rekstri Ríkisútvarpsins að segja. Væru allir þessir þræðir í höndum ráðsins gæti það sett sig í niður- skurðarstellingar, þegar svo stæði á. Bygging útvarpshúss er t.d. óviðkomandi útvarpsráði, fjárfest- ing í tækjum og búnaði sömuleið- is, ennfremur allt starfsmanna- hald nema ráðningar í dagskrár- mannastöður. Og þrátt fyrir ítrek- uð tilmæli til yfirmanna stofnun- arinnar hefur útvarpsráð ekki fengið að sjá fundargerðir svokall- aðrar framkvæmdastjórnar Ríkis- útvarpsins þar sem rædd eru ýmis rekstrarleg málefni. Við þessar aðstæður er út í hött að útvarps- ráð taki á sig ábyrgð á niðurskurði vegna þess að reikningsdæmi, sem aðrir hafa gefið sér allar forsend- ur fyrir og reiknað út, gengur alls ekki upp. Hnífarnir brýndir á ný Fulltrúar Framsóknarflokks og Alþýðubandalags í útvarpsráði hafa hins vegar látið sig hafa það að gerast beinir aðilar að skerð- ingu á þjónustu sjónvarpsins við notendur þess með þeirri stytt- ingu á útsendingartíma, sem kynnt hefur verið. Nú er verið að brýna hnífana fyrir atlöguna við dagskrá hljóðvarpsins, og þar er vandinn sýnu meiri. Hann er svo mikill að verkið er ekki hálfnað þó að veigamiklir dagskrárþættir verði algjörlega felldir niður. Til viðbótar þyrfti að koma veruleg stytting útsendingartíma ef í einu og öllu á að hlíta þeim formúlum, sem stjórnvöld hafa sett stofnun- inni að starfa eftir. Þeirra sjón- armiða gætir nú hjá stjórnendum Ríkisútvarpsins, að stytting dagskrár í hljóðvarpi komi ekki til greina. Kveður þar við annan tón en við afgreiðslu sjónvarpsdag- skrárinnar. Vaktavinnufyrir- komulag og starfsmannahald hljóðvarpsins er svo fast njörvað niður, að sparnaður af styttingu útsendingartíma skilar sér heldur ekki nema á löngum tíma og alls ekki til þeirrar skyndilausnar, sem stjórnvöld stefna nú að. Þeir, sem gengu galvaskir fram í að leggja blessun sína yfir að sjón- varpið drægi úr þjónustu við landsmenn, sjá ekki neina leið til að ná sömu markmiðum í hljóð- varpsrekstrinum. Því stefnir í áframhaldandi hallarekstur, stór- felldari en nokkru sinni fyrr. Kröfur notenda um þjónustu að engu hafðar Ríkisútvarpið er þjónustustofn- un, sem starfar í skjóli einkaleyf- islöggjafar. Til þess hljóta að vera gerðar grundvallarkröfur um gæði og lengd dagskrár, sem ekki verða teknar upp til endurmats árlega eftir því hvað gjaldskrárnefnd, meirihluta Alþingis eða ríkis- stjórn þóknast í það og það skiptið. Nú er sýnilegt að Ríkis- útvarpið mun ekki geta uppfyllt þær kröfur sem notendur þess almennt gera og af því leiðir eðlilega að athygli manna beinist að einkaleyfinu, hvort það fái lengur staðizt og hvort öðrum sé ekki treystandi til að fylla upp í það skarð, sem þegar er höggvið í þjónustu stofnunarinnar og greinilega á eftir að stækka. Umfjöllun um málefni Ríkisút- varpsins nú gefa ótvírætt tilefni til að löggjöf um útvarpsrekstur í landinu verði tekin til heildarend- urskoðunar. Þróun í fjölmiðlun hefur orðið svo ör að íslendingar verða að leggja niður fyrir sér hvernig sú gjörbylting verði nýtt til að koma á nýjungum í þjónustu við íbua einstakra byggðarlaga og landið í heild í stað þess að nú verði stigin skref mörg ár aftur í tímann. Ný viðhorf í nágrannalöndunum í nágrannalöndum okkar á Norðurlöndunum, sem gjarnan er vitnað til um útvarpsrekstur eins og svo fjölmargt annað, hefur farið fram lífleg umræða um þessi mál. Þó að þarlendir hafi verið bundnir á klafa einokunarinnar hingað til, gera jafnvel stjórnend- ur útvarpsstofnana sér grein fyrir að einokunaraðstaðan verður ekki ævarandi. Útvarpsstjóri norska útvarpsins lét þá skoðun t.d. í ljós fyrir einu ári, að sú einkaleyfis- stofnun væri frumstæð og stöðn- uð, þannig að innan tíu eða tuttugu ára myndi ríkjandi fyrir- komulag ekki eiga lengur við. Hann hélt því fram, að einokun- arfyrirkomulagið stríddi gegn grundvallaratriðum lýðræðis og að róttækar tæknilegar breyt- ingar myndu örugglega knýja fram aðra skipan en ríkiseinokun í útvarpsrekstri. Markús örn Antonsson Ríkisfjölmiðlarnir á Norður- löndum hafa á síðustu árum fært út kvíarnar í landshlutaþjónustu með staðbundnum fréttasending- um og öðru dagskrápefnj. Þetta eru miklar stofnanir að' vöxtumrög geta gert hluti, sem enginn hjá Ríkisútvarpinu lætur sig einu sinni dreyma um. Sjálfstæða fréttaöflun um allan heim og útvarpssendingar á erlendum tungumálum mætti nefna. Rödd að vestan Hér á landi hafa heyrzt sterkar raddir um að hefja beri stað- bundnar útvarpssendingar í landshlutunum. Norðlendingar hafa gert samþykkt með áskorun um að fréttastofa verði starfrækt nyrðra og stúdíó Ríkisútvarpsins á Akureyri verði betur nýtt en nú í þágu fjórðungsins. Sömu sögu er að segja um viðhorf manna á Austurlandi, og á Selfossi hafa verið uppi ráðagerðir um að koma á laggirnar útvarpsaðstöðu fyrir Suðurland. Sjónarmið Vestfirð- inga komu nýlega fram í ritstjórn- argrein Vestfirzka fréttablaðsins, þar sem segir m.a.: „Það ætti að vera stefnuat- riði i umræðum um lands- hlutaútvarp á Vestfjörðum, að þcgar slíkri starfsemi verður komið á fót, þá verði það frjálst landshlutaútvarp, en ekki útibú frá Ríkisútvarp- inu. Vissulega yrði það að vera samstíga þeirri stofnun og vissulega verður hún áfram útvarp allra lands- manna. En þar sem við búum við ritfrelsi i landinu og trú- frelsi, og þykir það sjálfsagt, þá verður það að teljast i hæsta máta óeðlilegt að tak- marka frjálsræði í útgáfu talaðs máls. Það hlýtur að teljast forneskja að leggja hömlur á útgáfu talaðs máls og myndmáls innan sama þjóðlands. þar sem mæit er á eina tungu og sama menning rikir.“ Nákvæmlega sama máli gegnir um höfuðborgarsvæðið og aðra landshluta í þessu tilliti. Hér í Reykjavík og nágrenni er full þörf á að nota útvarp og sjónvarp í þágu staðbundinna málefna, sem. Ríkisútvarpið hefur ekki fjárhags- legt bolmagn til að sinna og myndi ekki skeyta um þótt tiltölulega vel lægi við nema unnt yrði að veita íbúum annarra byggðarlaga við- líka þjónustu. Ég er þeirrar skoðunar að Ríkis- útvarpið eigi sjálft að beita sér fyrir aukinni notkun á tækniað- stöðunni á Akureyri með því að kanna áhuga norðanmanna á sjálfstæðum rekstri hennar að hluta með Ríkisútvarpinu. Þetta mætti gera með útboði að settum ákveðnum skilyrðum, sem rétt væru talin að óbreyttum útvarps- lögum. Ég hef hreyft þeirri hug- mynd í útvarpsráði að hluti hinn- ar almennu dagskrárgerðar yrði boðinn út til að £á marktækan samanburð á kostnaði einka- framtaksins við slík verk og því sem unnið er innan veggja stofn- unarinnar sjálfrar. Svona hug- myndir eiga ekki upp á pallborðið innan Ríkisútvarpsins. Ég átti heldur ekki von á því. Nýir tímar — ný tækni Breytingar í samræmi við nýja tíma og nýja tækni, sem horfir til framfara og nýrrar þjónustu við landsmenn, munu tæpast fæðast hjá Ríkisútvarpinu. Tillögur af þessu tagi verða af ráðamönnum þess aðeins túlkaðar sem aðför að „skóla allrar þjóðarinnar" „leik- húsi landsins alls“ — og þeim sjálfum. Löggjafinn verður að taka for- ystuna með því að endurskoða úrelta iöggjöf um útvarpsrekstur í landinu. Hér er næg tækni og þekking til að stunda útvarps- rekstur til hliðar við Ríkisútvarp- ið, sem eftir sem áður hefur mikilvægu hlutverki að gegna. Við þurfum í ljósi þess þrots, sem Ríkisútvarpið er nú komið í, að taka með opnum hug frumkvæði þeirra einstaklinga, sem hafa vilja og vit til að gera jafn vel eða betur en hinir opinberu starfsmenn Ríkisútvarpsins. Forráðamenn frjáls útvarpsreksturs munu gæta hagkvæmnássjónarmiða í öllum rekstri inöan þeirra marka, sem aðstæður móta þeim, og þeir eru örugglega ekki haldnir neinum grillum um að útvarp verði ekki rekið nema í gríðarlegum menn- ingarhöllum í líkingu við þá sem forráðamenn Ríkisútvarpsins ætla að reisa af illskiljanlegum gamal- dags metnaði. Arni Isaksson fískifræðingur: Hafbeitarmögu- leikar á Islandi Hafbeit mun í eftirfarandi grein vera notað um þá atvinnugrein sem byggir á því að sleppa göngu- seiðum úr eldisstöð í sjó og selja laxinn á markað þegar hann kemur aftur eftir 1 til 2 ár í sjó. Hér er um að ræða beina þýðingu á því sem á ensku nefnist „salmon ranching". Hafbeit erlendis Hafbeit hefur lengst verið notuð til að auka sjávarveiði í Kyrra- hafi. Sem dæmi má nefna að af 30.000 tonna ársveiði af Kyrra- hafslaxi eru um 20% eða 60.000 tonn beinn árangur af sleppingum úr eldisstöðvum. Sé tekið dæmi um laxategund sem líkist Atlants- hafslaxi hvað lífsferil snertir má nefna að um það bil helmingur þeirra 2,5 milljóna silfurlaxa sem veiddir eru í Washington-fylki árlega, hefur upprunalega verið sleppt sem gönguseiði úr eldisstöð. Sé litið í næsta nágrenni má benda á að gönguseiðaframleiðsla Svía stendur undir 2000 tonna veiði á laxi í Eystrasalti. Árið 1978 var sleppt 2,8 billjón- um laxaseiða í Norður-Kyrrahafi og helztu áhyggur fiskifræðinga hin síðari ár snerta það hversu miklu laxamagni Kyrrahaf geti framfleitt. Menn munu vera sam- mála um að slíkar áhyggjur hvað Atlantshaf áhrærir séu óþarfar. Ilafbeit á íslandi Tilraunir með gönguseiðaslepp- ingar hófust í Laxeldisstöðinni í Kollafirði 1963, skömmu eftir stofnun hennar. í stöðinni hafa verið gerðar tilraunir með mis- munandi seiðastærðir, seiðaaldur, sleppiaðferðir og merkingaaðferð- ir svo nokkuð sé nefnt. Þessar sleppitilraunir hafa sýnt fram á hvaða aðferðir þarf að nota við eldi seiðanna til að þau skili sér úr sjó og óhætt er að fullyrða að þar væri víða pottur brotinn í dag ef stöðvarinnar hefði ekki notið við. Koilafjarðarstöðin er eina til- raunastöðin í Evrópu sem fær verulegar heimtur á hafbeitarlaxi beint úr sjó og getur þannig mælt raunverulega heimtu í ferskvatn. Sé litið á 18 ára starfsferil eldisstöðvarinnar, má skipta hon- um í aðalatriðum í 3 tímabil. Frá 1963 fram til 1968 voru eingöngu framleidd 2ja ára seiði sem yfir- leitt gáfu góðar heimtur. Árið 1969 var hlutfall eins árs seiða í sleppingum orðið mjög hátt en jafnframt rýrnuðu heimtur veru- lega sem rekja mátti til óheppi- legrar meðferðar á árs seiðunum, einkum hvað birtu snerti. Þetta atriði var lagfært og frá 1973 hafa eins árs seiði skilað betri árangri en tveggja ára seiði í flestum tilvikum. Þegar árið 1975 var orðið ljóst að hægt var að hefja arðbæran rekstur með hafbeit úr eldisstöð sem byggði eingöngu á eins árs gönguseiðum. Tíminn, sem síðan hefur liðið, hefur staðfest þetta nema komið hefur í ljós, að hægt er að nota mun minni gönguseiði og hagkvæmni er því meiri. Meðalheimtur í Laxeldisstöðina frá byrjun, þrátt fyrir öll víxlspor sem óneitanlega fylgja því að þróa nýja atvinnugrein frá grunni, eru um 5%. Einstaka merktir seiða- hópar hafa haft allt að 15—20% heimtur úr sjó. Sé litið á þver- skurð þess árangurs sem náðst hefur, má draga þá ályktun, að hafbeitar-eldisstöð í einkarekstri, sem staðsett væri á suður- eða vesturhluta landsins, mætti reikna með 5 til 15% heimtum úr sjó eftir árferði. Sennilega eru möguleikar svipaðir á Norður- landi en nýjustu tilraunir benda til þess að þar skili hafbeitarlax sér í hærra hlutfalli eftir 2 ár í sjó sem er í góðu samræmi við norðlenzkar laxveiðiár. Hagkvæmni Miðað við 5—6% heimtur, mundu hafbeitarstöðvar sem framleiddu 300—500.000 göngu- seiði skila góðum hagnaði og sá hagnaður mundi aukast eftir því sem stöðin væri stærri. Þannig

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.