Morgunblaðið - 27.03.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ 1981
15
og nálgast það óðum að vera
100%. — Auk þess eru þeir
hjartanlega velkomnir til að ann-
ast og baða barn sitt, en að
sjálfsögðu á öðrum tíma.
Eldri systkini eru og hafa alltaf
verið hjartanlega velkomin, strax
að lokinni fæðingu. Því fyrr — því
betra.
Foreldrafræðsla hefur verið
höfð um hönd á Islandi langt á
þriðja áratug. Með síaukinni
þátttöku, og foreldrum hefur
ávallt staðið til boða að kynnast
Hulda Jensdóttir:
Heimsókn
frú Lisbeth
F. Brudal
Smámisskilningur leiðréttur
húsaskipan fæðingaheimilis
Reykjavíkur ef þeir hafa óskað
þess og svo er að sjálfsögðu enn. Á
framangreindu má sjá, að um-
rædd þjónusta er sannarlega til á
íslandi og ekki ný af nálinni. Það
sem e.t.v. vantar enn nokkuð á er
að hún sé tekin upp á öllum
fæðingarstofnunum iandsins,
stórum sem smáum.
Reykjavík 20. marz 1981
Ilulda Jensdóttir
forstöðukona fæðingarheimilis
Reykjavikur.
Eins og komið hefur fram i
hlöðum undanfarna daga, var
hér á ferð norski sálfræðingur-
inn frú Lisbeth F. Brudal. Ileim-
sókn þessarar mætu konu á
áreiðanlega eftir að hafa g(')ð og
víðtæk áhrif á framvindu mála á
íslandi. foreldrum og bornum
þeirra til heilla. Þess vegna ber
að þakka slika heimsókn og
þeim, er að henni stóðu.
Það sem frú Brudal fjallaði um
fyrst og fremst voru niðurstöður
rannsókna, sem gerðar hafa verið
á fæðingarstofnunum á Norður-
löndum, á þeirri aðstöðu sem
feður og eldri börn hafa til að
mynda tengsl við nýfædda barnið,
strax eftir fæðinguna. Niðurstöð-
ur sýna að betur má ef duga skal
og er Island ekki undanskilið.
Rannsóknir frú Brudal og ann-
arra, sem áður hafa rannsakað
þessi mál sýna, annarsvegar mik-
ilvægi þessara tengsla og þau
varanlegu áhrif til góðs, sem þau
hafa og hins vegar hin neikvæðu
áhrif, sem geta skapast, ef þessi
tengsl vantar. Þessar niðurstöður
eru ekki nýjar af nálinni, eins og
fyrr segir. Ymsir hafa bent á þetta
bæði erlendis og hér heima, en við
misjafnar undirtektir eins og
gengur, því eins og frú Brudal
benti réttilega á, er enginn
spámaður í sínu föðurlandi, og
andstaðan því oft æði hörð ef
hrófla á við hefðbundnum venjum.
Um ágæti fyrrnefndrar heim-
sóknar mætti rita langt mál. Það
mun þó ekki gert að sinni, en von
mín er sú að þessi heimsókn eigi
eftir að koma til vegar gagnlegum
umræðum milli foreldra og fag-
fólks, sér og í sameiningu, öllum
aðilum til góðs og ánægju.
Að lokum langar mig til að
leiðrétta smá misskilning, sem
kom fram í dagblaðinu Tíminn 19.
marz sl. Þar sem sagt er frá
heimsókn frú Brudal. Þar kemur
fram, að sú umönnun sem feður á
íslandi fái að veita börnum sinum,
sé svokallaður pabbatími, sem sé
fremur til þess ætlaður að vera
móðurinni félagsskapur. Áfram
segir orðrétt. „eða að dást að nýja
fjölskyldumeðlimnum, sem getur
varla talist til umönnunar. Það er
því frekar hæpið að tala um að
nokkur fæðingarstofnun hérlendis
bjóði feðrum upp a að annast barn
sitt á meðan það dvelur á stofnun-
inni“.
Eins og áður er sagt er þarna
um misskilning að ræða. Að
sjálfsögðu er „pabbatíminn", sem
hér er nefndur, ekki ætlaður til að
baða barnið, það er rétt. En þessi
tími, sem ég kýs heldur að kalla
fjölskyldutíma, er ómetanlegur
liður í þeirri viðleitni að mynda
tengsl milli föður og barns og milli
foreldra og barns, það er óumdeil-
anlegt. Þessi umræddi „pabba-
tími“ átti nýverið tvitugs afmæli á
fæðingarheimili Reykjavikur,
ásamt því að allar dyr hafa staðið
opnar þar jafn lengi fyrir alla þá
feður, sem hafa viljað þiggja það
boð að vera viðstaddir og taka
þátt í fæðingu barns síns. Sú
þátttaka hefur aukist jafnt og þétt
Lax veiddur i hafbeitarstöðvum hefur verið allt að 10% af árlegri veiði miðað við fjölda. Myndin er tekin
við kistuna i Laxeldisstöðinni i Kollafirði
(Ljósm.: Á. ís.)
mundi stöð sem framleiddi milljón
gönguseiði byrja að skila hagnaði
við ca. 3%.
Tæknileg
vandamál
Hafbeitarrannsóknir í Kolla-
firði og víðar, hafa leitt í ljós að
fyrir utan þau vandamál sem
tengjast seiðagæðum eru sleppi-
tæknileg atriði þýðingarmest. Ef
stunda á hafbeit er það meginfor-
senda að seiðin komist klakklaust
úr ferskvatni í sjó. Á þessu hefur
oft verið verulegur misbrestur,
einkum hvað varðar seiðaslepp-
ingar í laxveiðiár. Nýjustu niður-
stöður í Kollafjarðarstöðinni
benda til þess að æskilegt sé að
sleppa seiðunum sem næst sjó, og
jafnvel aðlaga þau að seltu fyrir
sleppingu.
Hafbeit úr
sleppistöð
Hafbeit sem atvinnugrein, má
skipta í tvo flokka, annarsvegar
hafbeit beint úr eldisstöð sem
hefur frárennsli beint í sjó eins og
Kollafjarðarstöðin, en hinsvegar
úr sleppistöð við sjó, sem ekki
hefur eldisstöð í vatnakerfinu.
Slíkar hafbeitarstöðvar hafa verið
reknar í Lárósi á Snæfellsnesi,
Botni í Súgandafirði og Reykja-
firði við Djúp svo nokkur dæmi
séu nefnd. Þessi aðferð býður upp
á möguleika á að nota laxlausar ár
víða um landið til laxasleppinga
en þetta afbrigði hafbeitar er
erfiðara í framkvæmd þar sem
flytja verður laxaseiðin úr eldis-
stöð allfjarri sleppistaðnum og
reynsla af hafbeit í þessari mynd
er enn af skornum skammti.
Hafbeit úr eldisstöð verður því að
teljast álitlegasti valkosturinn ef
farið verður í stórfelldan búskap á
þessu sviði, nema um sé að ræða
sleppistöðvar með árvissa laxa-
göngu eins og Láróssstöðina.
Framtíðarhorfur
Óhætt er að fullyrða, að hafbeit
á mikla framtíð fyrir sér á íslandi,
ef rétt er á málum haldið. Atlants-
hafið er enn óplægður akur í
þessum málum og það er sam-
dóma álit erlendra laxasérfræð-
inga að ísland hafi beztu hafbeit-
armöguleika sem völ er á ef frá er
talin hafbeit með bleiklax og
hundlax í Alaska og Japan, en þær
laxategundir þarfnast mjög lítils
eldis í ferskvatni fyrir sleppingu.
Hafbeit á Íslandi stafar mest
hætta af því ef sjávarveiði eykst
mikið í Norður-Atlantshafi og
standa þarf vel á verði um þá
hagsmuni.
Islands
ferma skipin
sem hér
segir:
AMERIKA PORTSMOUTH
Berglind 1. aprfl
Goöafoss 7. aprfl
Bakkafoss 8. aprfl
Berglind 24. aprfl
Bakkafoss 29. aprfl
NEWYORK
Berglind 3. aprfl
Bakkafoss 10. apríl
Bakkafoss 30. aprfl.
HALIFAX
Goöafoss 10. apríl.
Hofsjökull 4. maí
BRETLAND/
MEGINLAND
ROTTEROAM
Eyrarfoss
Álafoss
Eyrarfoss
Álafoss
FELIXSTOWE
Eyrarfoss
Álafoss
Eyrarfoss
Álafos
ANTWERPEN
Eyrarfoss
Álafoss
Eyrarfoss
Álafoss
HAMÐORG
Eyrarfoss
Álafoss
Eyrarfoss
Álafoss
WESTON POINT
Urrlöafoss
Urrlöafoss
Urrlöafoss
Urriöafoss
1. apríl
6. apríl
13. aprA
20. apríl
31. marz
7. apríl
14. apríl
21. apríl
30. marz
8. apríl
15. apríl
22. apríl
2. aprfl
9. aprfl
16. aprfl
23. aprfl
1. apríl
15. aprfl
29. apríl
13. maí
NORÐURLÖND/
EYSTRASALT
BERGEN
Dettifoss 6. apríl
Dettifoss 20. aprfl
Dettifoss 5. maí
KRISTIANSAND
Mánafoss 30. marz
Mánafoss 13. apríl
Mánafoss 27. apríl
MOSS
Mánafoss 31. marz
Dettifoss 7. aprfl
Mánafoss 14. apríl
Dettifoss 21. apríl
GAUTABORG
Mánafoss 1. aprfl
Dettifoss 8. aprfl
Mánafoss 15. aprfl
Dettifoss 22. aprfl
KAUPMANNAHÖFN
Mánafoss 2. aprfl
Dettifoss 9. aprfl
Mánafoss 16. aprfl
Dettifoss 23. aprfl
HELSINGBORG
Mánafoss 2. apríl
Dettifoss 9. apríl
Mánafoss 17 aprfl
Dettifoss 24. aprfl
HELSINKI
írafoss 8. aprfl
Múlafoss 16. aprfl
írafoss 28. apríl
VALKOM
írafoss 9. aprfl
Múlafoss 17. aprfl
írafoss 29. aprfl
RIGA
írafoss 11. aprfl
Múlafoss 20. aprfl
írafoss 2. maí
GDYNIA
írafoss 13. aprí
Múlafoss 21. aprfl
írafoss 4. maí
Frá REYKJAVÍK:
á mánudögumtil
AKUREYRAR
ÍSAFJARÐAR
EIMSKIP
NÝTT: FRÁ ÍSAFIRÐI TIL AKUREYRAR OG REYKJAVÍKUR ALLA þRIÐJUDAGA. FRÁ AKUREYRI TIL REYKJAVÍKUR ALLA FIMMTUDAGA.