Morgunblaðið - 27.03.1981, Page 17
MOÍtQJJNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 27. MARZ 1981,
„Við ber jumst
fyrir lífi okkar“
ísraelsmenn hleypa ekki öörum
frá Líbanon til lands síns en starfs-
mönnum Sameinuöu þjóöanna og
vinveittum Líbanonmönnum í gegn-
um svonefnt Good Fence Gate,
skammt frá Metulla. Um þetta hlið
fara þeir Líbanonmenn, sem stunda
atvinnu í ísrael eöa eiga þangaö
viöskiptaerindi. Hliöiö viö landamær-
in í Metulla mátti ekki Ijósmynda aö
utanveröu, ef þannig má aö oröi
komast, þaö er frá Líbanon og ekki
vildu ísraelsmenn, að myndir væru
teknar af landamæragiröingunni.
Viö hliöiö í Metulla náöi Arnór í
yfirmann landamæravaröanna. Hann
tók okkur alúölega og bauö okkur
upp á kaffi í hrörlegum skúrnum,
sem varömennirnir höföu sem af-
drep. Hann sagöist heita Gideon
Aman og vera kaupsýslumaöur í Tel
Aviv, þar sem hann verslaði meö
hluti í rafeindatæki. Nú væri hann aö
gegna 30 daga árlegri herþjónustu
sinni. Hann spuröi okkur, hvort
heldur við hefðum áhuga á hermál-
um eöa stjórnmálum. Heldur sögö-
umst viö vilja heyra álit hans á hinu
síöarnefnda og þegar Kjartan haföi
minnt Aman og félaga hans á þaö,
að Ásgeir Ásgeirsson, forseti (s-
lands, hefði veriö meöal fyrstu þjóö-
höföingja, er sóttu ísraelsmenn
heim, jókst vinsemdin í okkar garð
enn. Og fram kom, að í hermennsk-
unni heföi Aman kynnst frystum fiskl
frá íslandi.
— Það er dálítiö annaö aö sitja
viö fundarborö í New York og
ákveöa, aö hlutirnir skuli vera svona
eða á hinn veginn, heldur en vera
hér, þar sem ákvaröanirnar á aö
framkvæma, sagöi Gideon Aman.
Þegar hingaö er komiö, ræöur sjálfs-
bjargarviöleitni hermannsins. í hans
huga er ekkert mikilvægara en aö
halda lífi. Um gæslusveitir Samein-
uöu þjóöanna gildir hiö sama og um
aðra hermenn og þar sem þær eru á
landi Líbanon í nánu sambýli viö
PLO og aöra Araba, hneigjast her-
mennirnir til aö vera vilhallir Aröbum
til aö fá aö vera í friöi. Til dæmis er
augljóst, aö Afríkuhermönnunum
fellur sérstaklega vel viö Araba. Og
um liö Hollendinga má til dæmis
segja, aö vegna þess hve Hollend-
ingar hafa stutt ísraelsmenn dyggi-
lega pólitískt, finnst herforingjum
þeirra nauösynlegt aö sanna meö
einhverjum hætti, aö þeir séu engir
sérstakir óvinir Araba. Auk þess er
Ijóst, aö SÞ hermennirnlr eru hvorki
nógu margir né þannig vopnaöir, að
þeir geti hindraö stórárásir. Varla er
unnt aö segja, aö þeir framfylgi þeim
fyrirmælum, sem þeir hafa.
— Viö ísraelsmenn trúum hótun-
unum um, aö okkur skuli útrýmt, hélt
Aman áfram. Reynslan sýnir okkur,
aö jafnvel f ríki, þar sem menntun og
menning var á háu stigi, komust
Qidaon Aman vtð landamærahliðiö í
Matulla
menn til valda, sem unnu aö slíkri
útrýmingu. í augum Araba er manns-
lífið lítils sem einskis viröi. Viö erum
aöeins um 4 milljónir og teljum hvert
mannslíf dýrmætt. Þiö Evrópumenn
eigiö erfitt meö aö leggja trúnaö á
hótanir um aö þeir ætli aö reka
okkur í hafið. Fjarlægöirnar eru ekki
miklar á þessum slóöum, héöan frá
Metulla er til dæmis aöeins þriggja
tíma akstur til Tel Aviv og Miöjaröar-
hafsins og þaö tekur ekki meira en 6
tíma aö aka til Rauöahafsins. Þaö er
betra aö halda lífi án vorkunnsemi
og samúöar heldur en láta menn
berja sér á brjóst til minningar um
sig dauðan.
Við kvöddum Gideon Aman meö
þeim oröum Kjartans, að þaö væri
áreynslulítiö aö lýsa yfir samúö með
hinum dauöu.
majórs, við landamæri ísraels.
Ókum við þar í gegnum smábæi,
þar sem íbúarnir sýndu okkur
enga sérstaka vinsemd. Fórum þar
að ystu stöð Norðmanna við Lit-
aníána. Þar eru mikil gljúfur og
efst á þeim stendur krossfarakast-
alinn Chateau de Beaufort, sem
hefur verið útvirki Jórsalafara
gegn óvinum úr fjöllunum. PLO
ræður kastalanum og hefur hann
verið vinsælt skotmark ísraelskra
flugvéla.
Sunnan við landamærin er ísra-
elski bærinn Netulla. Þar er
landamærahlið, sem norsku her-
mennirnir nota, þegar þeir fara til
ísraels og nokkrar klukkustundir
á dag dvelst þar norskur hermað-
ur. Engin bein tengsl eru á milli
norsku sveitarinnar og ísraels-
manna. Það eru fulltrúar úr höf-
uðstöðvum gæslusveitanna í Na-
qoura, sem ræða við ísraelska
stjórnarerindreka. I landamæra-
hliðinu í Metulla hittum við Gid-
eon Aman kaupsýslumann og
iðnrekanda frá Tel Aviv, sem þar
gegndi 30 daga þjónustu í ísra-
elska hernum. Allir karlmenn í
ísrael þurfa árlega að stunda
heræfingar eða sinna herþjónustu
til 54 ára aldurs. Um 170 þúsund
manns eru í fastaher Israels og á
24 tímum á að vera unnt að kalla
400 þúsund manns til vopna. Ekki
sagðis Atman vita, hve margir
hermenn væru við landamæri Líb-
anons. í höfuðstöðvum UNIFIL
Ahverjum morgni
fær jeppi frá PLO
að aka inn á svæði
Norðmanna til að flytja
vatn og vistir til
skæruliða, sem hafast
við í „hreiðri“ inni á
svæðinu. Norsku her-
mennirnir fylgjast ná-
ið með öllum gerðum
PLO manna og sjá til
þess, að þeir flytji ekki
vopn til félaga sinna.
Úr einum af útsýnis-
stöðum norsku sveitar-
innar sést vel yfir eina
af bækistöðvum Iladd-
ads, majórs. Þar hefur
hann komið fyrir
skriðdreka og öðrum
vígvélum. Á akrinum
fyrir neðan skriðdrek-
ann má sjá bændur við
störf með asna sína. Oft
kemur það fyrir, að
bæði menn og dýr
ganga á jarðsprengjur á
þessum slóðum.
Okkur var vel tekið
og strax boðið til stofu,
þegar við gengum inn í
húsagarðinn hjá Kemel
Brahim í smábamum
Kafer Ilamam. Við te-
drykkjuna kom hann
okkur í skilning um, að
næst á eftir Allah
kæmi Noregur í hjarta
hans.
Fjallabærinn Che-
baa stendur við rætur
Hermonf jalls í dal, sem
teygir sig inn á milli
Sýrlands og ísraels.
Þar hafa menn stundað
smygl um langan aldur
og var okkur sagt, að
við gætum pantað þar
skriðdreka, sem við
myndum síðan fá í pört-
um á löngum tíma.
Margir íbúanna
stunda nú ulíuvinnslu í
Kuwait.
Það var ólíkt hlý-
legra um að litast við
varðstöðina hjá Litaní-
ánni heldur en uppi í
Hermonsfjalli. Arnór
Sigurjónsson stendur
við hliðina á léttklæddu
hermönnunum. Þeir
dveljast í 14 daga sam-
fleytt við gæslustörf hjá
ánni skammt frá kross-
farakastalanum Chat-
eau de Beaufort, sem
nú er á valdi PLO.
var ekki heldur unnt að fá upplýs-
ingar um fjölda ísraelskra her-
manna á þessum slóðum. Talið er,
að 18 til 20 þúsund Palestínumenn
séu undir vopnum í Líbanon í
þremur herfylkjum PLO þar.
Haddad majór, hefur 1600 manna
lið þar af eru um 500 reglulegir
hermenn.
Norðmenn hafa ekki beint sam-
band við Haddad majór, á reglu:
legum fundum eins og við PLO. I
stjórnstöð Norbatt er bein lína til
stjórnstöðvar majórsins og orð-
sendingar ganga á milli aðilanna,
ef ástæða þykir til. Majórinn er
neikvæður í garð gæsíusveitanna
og virðist sérstaklega í nöp við
Norðmenn, sem hann telur draga
taum PLO. Því miður tókst okkur
ekki að ná sambandi við majórinn,
þótt við legðum fram ósk um það.
Norskur blaðamaður, sem var í
Norbatt fyrir skömmu, varð að
fara til Kýpur og þaðan til Israel,
og fyrir tilstilli aðila þar náði
hann viðtali við Haddad. Ekki
þótti okkur nauðsynlegt að leggja
slíkt á okkur fyrir majórinn, enda
hefur hann verið kynntur í Morg-
unblaðinu fyrr. Jóhanna Krist-
jónsdóttir hitti hann í Metulla í
nóvember 1977 og aftur síðar,
einnig í Israel.
Við lögðum fram beiðnina um
að hitta Haddad á föstudegi,
þegar við ræddum við fulltrúa
hans í útvarpsstöðinni Voice of
Hope — Rödd vonarinnar. Majór-
inn hafði ekki látið mfkið til síji
taka þrjá fyrstu dagana sem víð
dvöldumst hjá Norbatt. Laugar-
'daginn 28. febrúar virtist einhver
spenna færast í loftið og ísraels-
menn og Haddad hótuðu að gera
árás á höfuðstöðvar UNIFIL í
Naqoura. Nóttina fyrir 1. mars
skaut majórinn 40 sprengjukúlum
yfir og inn á gæslusvæði Noregs
og Ghana. Á sunnudeginum, þegar
við kynntum okkur starfsemi und-
irfylkis A í Norbatt stikluðum við
að steinum út að einum sprengju-
gígnum.
Þennan sunnudag sendi Haddad
mótmælaorðsendingu til Norbatt
og krafðist þess, að fjarlægður
yrði úr varðstöð SÞ líbanskur
lögreglumaður, sem fylgdist þar
með bílaumferð. Taldi majórinn
tilvist hans röskum á því óbreytta
ástandi, sem ætti að ríkja. Her-
menn Líbanonstjórnar og lög-
reglumenn mættu halda sig á
þeim stöðum, þar sem þeir voru,
þegar gæslusveitir SÞ komu. Nor-
batt svaraði þessari orðsendingu
með því að vísa til þess, að stefnt
skyldi að aukinni þátttöku full-
trúa Líbanonstjórnar í störfum
þeim, sem hermenn SÞ gegndu.
Haddad hafði í hótunum og síð-
asta kvöldið okkar í Ebel es Saqi
var drungalegt.
Rödd vonarinnar
í Haddadslandi
Skammt noröan viö landamæri
ísraels á yfirráöasvæöi Haddads,
majórs, í Líbanon standa tvö hús og
á sínum tíma hefur þjóövegurinn
legið á milli þeirra. Nú hefur honum
veriö lokað, svo aö nauösynlegt er
aö aka í boga fram hjá húsunum. í
þeim er útvarpsstöðin Voice of Hope
— Rödd vonarinnar.
Meginefni stöövarinnar er flutt á
ensku og frá 6 á morgnana til 12 á
kvöldin flytur hún sönglaga- og
kúrekatónlist meö kristilegum
boöskap milli hljómplatna og einnig
eru þar sagöar fréttir bæði á ensku
og arabísku. Starfsmenn stöðvarinn-
ar eru að meirihluta bandarískir og
búa í israel. Mest af efninu kemur frá
móöurfyrirtækinu High Adventure í
Kaliforníu. Það er bandarískur auð-
maöur, George Otis, sem er forseti
High Adventure. Ætlunin mun vera
aö koma fót litasjónvarpsstöð á
þessum staö undir nafninu Star of
Hope — Vonarstjarnan. Þá sendir
stööin einnig út á stuttbylgju undir
heitinu King of Hope — Konungur
vonarinnar.
Viö hittum tvo starfsmenn stöðv-
arinnar Charles Pollak, þul og
dagskrárstjóra, og Líbanonmann,
sem ekki vildi láta nafns síns getiö
en sagöist vera fréttaritari stöðvar-
innar á yfirráðasvæöi Haddads. Poll-
ak sagöi, aö stööin nyti stuönings
kristinna manna víða um lönd og
létu fjölmargir fé af hendi rakna til
starfseminnar. Hann sagöi, að
kristnir menn í Suöur-Líbanon undir
forystu Haddads, majórs, hefðu
beöiö þá aö setja stööina upp á
þesum slóöum til að veita sér
siöferöilegan stuðning Þeir teldu
stööina skila góöum árangri.
Líbanonmaöurinn tók aö sér aö
leita eftir viðtali viö Haddad, majór,
fyrir okkur, en hann sagöist tala viö
majórinn á hverju kvöldi. Viö sögð-
umst hafa tvo daga til stefnu og
værum hvenær sem er tilbúnir til aö
ræöa viö majórinn. Viö heyrðum
ekki aftur frá vini Haddads í út-
varpstöðinni Voice of Hope.
Viö uröum að vera snarir í snún-
ingum í útvarpsstöðinni, því að degi
var tekið að halla, þegar viö komum
þangaö. Þaö var föstudagur og
klukkan fimm myndi Haddad, majór,
loka allri umferð um svæöi sitt. Á
laugardögum og sunnudögum fær
enginn aö koma inn á þaö og ekki
heldur á þriöjudögum. Meö þessari
lokun er majórinn aö minna á vald
sitt, en einnig er taliö, aö tíminn sé
notaöur til að fytja hergögn og vistir
til hans frá ísrael.
NÆSTA GREIN:
SNUIÐ TIL HAFS
VEGNA SNJÓKOMU
Haldiö aftur til Beirut og farið um borgirnar Tyrus og Sídon,
sem uröu sama dag fyrir árásum. Ekið um Beirut í leit aö ölgerð
aöalræðismanns íslands.