Morgunblaðið - 27.03.1981, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ 1981
Páll V. Daníelsson:
í tilefni af skrefatalningu
Fimmeyringur nýju myntarinn-
ar er ekki stór, en hvað má þá
segja um sjónarsvið, sem er svo
þröngt að ekki sjái út fyrir rendur
hans? Það virðist hafa hent marg-
an í sambandi við tímamælingu
innanstöðvasímtala að einblína
svo á lítinn ímyndaðan punkt í því
máli að furðu sætir. Eg þarf ekki
að rekja það mál frá tæknilegu
sjónarmiði, það hefur verið gert í
ágætri grein Þorvarðs Jónssonar
yfirverkfræðings, er birtist í
Morgunblaðinu laugardaginn 7.
mars sl.
Frelsi til að
velja og hafna
Við sem unnum viðskiptafrelsi
og virðum rétt einstaklingsins til
þess að ráða málum sínum sem
mest án opinberrar íhlutunar og
skömmtunar og treystum honum
til þess að velja og hafna þeim
lífsins gæðum, sem tii boða
standa, að því marki þó að ekki
valdi alménnu tjóni eða hættum.
Til þess að skapa grundvöll fyrir
valfrelsi þarf að vera fyrir hendi
úrval vöru og þjónustu í mismun-
andi stærðar- og magneiningum
svo að fólk sé ekki neytt til að
kaupa eitthvað annað en það þarf
á að halda. Því miður er ekki
alltaf hægt að vega og mæla það
nákvæmlega að verðlagning á
hverju einu geti verið óumdeilan-
lega rétt, heldur þurfa oft að vera
viss jafnaðargjöld. Stundum er
þeim beitt af öðrum ástæðum en
tæknilegri þörf og stundum er
hvorutveggja til að dreifa eins og
við ákvörðun póst- og símagjalda.
ómældur vinnutími
Áður fyrr var ekki eins mikil
nákvæmni í þessum efnum heldur
var beitt mati á ýmsum sviðum,
þar sem nú er beitt máli og vog.
T.d. réði fólk sig til starfa fyrir
ákveðin laun á ári eða viku en
vinnutíminn,.sem skila þurfti, fór
eftir geðþótta vinnuveitandans.
Síðar kom það og þótti sjálfsagt
og nútímalegra að mæla einnig
vinnutímann og hefur það verið
talið til framfara þótt ýmsir telji
það nú vera afturför að mæla
tíma. Virðast þar koma til eigin
fimmaurasjónarmið en ekki heild-
arsýn.
Nauðsynlegt að
fá sem réttast verð
Mér er ljóst að vandi er að
verðleggja þjónustu eins og Pósts
og síma svo að rétt sé. Og hjá því
verður ekki komist að beita viss-
um jafnaðargjöldum. Eftir því
sem mælingar geta verið nákvæm-
ari varðandi framboð þjónustunn-
ar er hægt að verðleggja hana nær
sanni. Stundum getur verið svo
dýrt að beita mælingum að það
svari ekki kostnaði. En oft er það
svo ódýrt að auðvelt er að koma
því við að hver greiði sína notkun.
Þá er nauðsynlegt í sambandi við
nýtingu verðmikilla fjárfestinga,
að hún verði sem best og jöfnust
og þar með ódýrari þjónusta. Slíku
er oft hægt að stýra með því að
greiða fyrir notkunartíma og er
skrefatalningin slík stýring.
Er borgað fyrir
landsbyggðina?
Fólk talar um að höfuðborgar;
svæðið greiði fyrir dreifbýlið. I
símamálum tel ég það ekki vera.
Samkvæmt tölum 1979 voru sím-
notendur á höfuðborgarsvæðinu
49.263, utan þess 27.593 eða sam-
tals 76.856 sjálfvirkir símar. Hlut-
failsskiptingin er 64% á höfuð-
borgarsvæðinu og 36% utan þess.
Þessi 64% skiluðu 124,4 milljónum
seldra skrefa en 36% skiluðu 149,7
milljónum seldra skrefa. Að með-
altali eru 3504 skref á síma á
höfuðborgarsvæðinu en 5425 utan
þess. Þannig skila 64% notenda á
höfuðborgarsvæðinu aðeins 45%
umframskrefa en 36% notenda
utan þess 55% umframskrefa.
Fleiri tölur
má nefna
Ef við tökum fleiri þætti í
starfsemi Pósts og síma þá eru um
60% fjárfestingar á höfuðborgar-
svæðinu en um 40% utan þess. Er
þá langlínukerfið ekki inni í
myndinni enda ætti það að deilast
hlutfallslega á fjölda síma þar
sem allir fá jafna möguleika til að
nýta það. Ennfremur má geta þess
að um 56% starfsfólksins er á
höfuðborgarsvæðinu en 44% utan
þess. Allt rennir þetta stoðum
undir það, að dreifbýlisfólk getur
borið höfuðið hátt, fjármagnið
hefur ekki streymt til þess frá
höfuðborgarsvæðinu heldur öfugt.
Þó er það e.t.v. þungamiðja máls-
ins, að höfuðborgarsvæðið hefur
notið forgangs í því að fá betri
þjónustu en landsbyggðarfólkið og
verður erfitt að meta það til fjár.
Mikil fjár-
magnsnotkun
Eins og fram kom í grein
Þorvarðs Jónssonar yfirverkfræð-
ings þá má leiða rök að því, að
þegar tveir notendur sjálfvirks
síma innan sömu stöðvar eru að
tala saman þá eru þeir með bundið
fjármagn er nemur um fimm
milljónum gkr. að viðbættu því
fjármagni, sem bundið er í línu-
kerfi og símabúnaði. Það skiptir
því máli hvað þessu fjármagni er
haldið lengi föstu án þess að það
gefi nokkuð af sér. Það ættu allir
að skilja, sem sjá út fyrir fimm-
eyringinn.
Sé aftur á móti verið að tala á
milli stöðva eins og t.d. Miðbæj-
arstöðvarinnar og Breiðholts-
stöðvarinnar þá er miklu meira
fjármagn bundið, það gera milli-
stöðvastrengirnir, sem væru ka.ll-
aðir langlínustrengir í dreifbýlinu,
og sá búnaður, sem þarf til þess að
stöðvarnar geti unnið saman. í
þessu efni hafa íbúar höfuðborg-
Páll V. Danielsson
arsvæðisins haft alger forréttindi
umfram dreifbýlið. Stöðvar eins
og t.d. Keflavík, Garðurinn, Sand-
gerði og Hafnir, þar sem vega-
lengdir eru svipaðar og á höfuð-
borgarsvæðinu, hafa talningu sín
á milli á einnar mínútu fresti yfir
dagtímann.
Á móti sparnaði
Sumir hafa gripið til þess að
bægja raunveruleikanum frá sér
með því að segja að siminn eigi
bara að spara. Alltaf er hægt að
spara og alltaf fer eitthvað úr-
skeiðis í þeim efnum hjá fólki,
hvort sem það er að vinna fyrir
sjálft sig eða aðra. Póstur og sími
gerði stórt átak í því að koma á
betri nýtingu fjármagns og þar
með miklum sparnaði með því að
taka upp næturtaxta á langlínum.
Skrefatalningin er þáttur í því að
fá betri nýtingu á fjármagn bund-
ið í innanbæjarkerfum. Hún er því
tvímælalaust til að koma á aukn-
um sparnaði í símakerfinu. En þá
bregður svo við að fólk neitar
réttmæti slíks sparnaðar. Það vill
ekki taka þátt í honum með því að
spara tíma á meðan álagið er
mest. Það vill ekki flytja til
símnotkun sína í einhverjum mæli
þótt það spari peninga, heldur
festir það fimmeyringinn í auga
sér og anar áfram í algerri
blindni. Það er að vísu afsakanlegt
fyrir þá, sem lítið þekkja til mála
þótt fram komi skoðanir, sem ekki
standast, en þeir sem til forystu
veljast eiga að spyrja til vegar
áður en þeir lenda í ógöngum og
verst er, þegar þeir leiða aðra út í
ófæruna.
Biðtíma þarf
að stytta
Talað er um langan biðtíma í
síma. Hann er sjálfsagt víða of
langur, þótt sá sem bíður mæli
ekki alltaf rétt. Þessu þarf að
breyta því biðtíminn er fjár-
magnssóun á margan hátt. En
fremur er ótrúlegt að þessi biðtími
komi hart niður á öldruðu fólki og
ungmennum. Meiri hætta er á að
viðskiptalífið taki á sig biðtímann.
Landsbyggðin greiðir um 80 millj-
ónir skrefa miðað við símafjölda
umfram það sem höfuðborgar-
svæðið gerir. Eigi að jafna þennan
mismun að einhverju leyti er það
einfaldast með því að fá sem besta
þekkingu á notkuninni og til þess
hjálpar skrefatalningin. Að sjálf-
sögðu er hægt að gera breytingar
eins og að lengja skrefin úti á
landsbyggðinni en til þess þarf
víða að leggja í viðbótarfjárfest-
ingu til þess að geta mætt auknu
álagi á símakerfið. Fleiri leiðir
koma til greina og hægt er að
beita ýmsum slump- eða tilfinn-
ingaaðferðum og láta þekkinguna
lönd og leið.
Símtöl við opin-
berar stofnanir
Menn hafa verið að gæla við þá
hugmynd, að það mundi leysa
mikinn vanda ef dreifbýlið gæti
náð til opinberra stofnana á höf-
uðborgarsvæðinu á lægri gjöidum
eða jafnvel gjaldfrítt. Þetta er sett
fram án þess að gera sér grein
fyrir því hverjir tala mest við
þessar opinberu stofnanir. Eru
það ekki stofnanir úti á landi, sem
hafa milligöngu fyrir almenning?
Ekki er trúlegt að slíkt komi
öldruðu fólki til góða. Og hætt er
við því að einstaklingar og fyrir-
tæki þurfi meira að nota símann í
almennum viðskiptaerindum en í
sambandi við opinberar stofnanir.
Yrði lagt í þann mikla fjár-
magnskostnað, sem til þarf að
koma þessu kerfi á þá yrðu
opinberu stofnanirnar að greiða
hann, auk þess yrðu þær að taka á
sig símakostnaðinn eða ætlast
menn til þess að hann lendi á
hinum almennu símnotendum? Ef
það er þá er hér um að ræða nýja
skattlagningu. Einhver verður að
borga og hver vill taka það á sig?
Póstur og sími leggst áreiðanlega
gegn því að sá kostnaður verði
tekinn í hækkuðum símagjöldum.
6 mínútna skref
Ég tel það nauðsynlegt að taka
upp skrefamælingu á innanstöðv-
arsímtölum. Mæling á 6 mínútna
fresti er að mínu mati heppileg og
síðan sé eintalning á kvöldin og
um helgar. Að sjálfsögðu geta
gjöld eitthvað flust til en það ætti
á engan hátt að hindra eðlileg
símaviðskipti. Að fullyrða að slík
mæling komi þyngra niður á
einum hópi öðrum fremur er ekki
hægt. Hins vegar er það nokkuð
ljóst að hlutfallslega lenda flest
skref á þeim, sem eru með flest
skref í dag. í heildina mundi þetta
leiða til þess að símagjöld yrðu
ódýrari og fólk greiddi nær sanni
við notkun sína. Hingað til hefur
það verið kallað aukið réttlæti.
Aldraða fólkið
Þá er það blessað aldraða fólkið.
Ég ólst upp í byggðarlagi þar sem
almennt var mikil fátækt á þeim
tíma. Þó kappkostaði fólk að
standa á eigin fótum og það var
ekki að berja sér. Þannig er um
það aldraða fólk, sm ég þekki. Það
vill vera sjálfstætt og greiða fyrir
sína hluti en ekki vera öðrum til
byrði. Meira að segja kvartar það
sumt hvert yfir því, hvað mikið er
talað um það sem einhverja aum-
ingja og bónbjargarfólk. Það er
því trúlegast, að þeir sem hæst
láta í skrefatalningarmálinu og
beita öldruðum fyrir vagn sinn séu
ekki með velferð þess í huga
heldur séu þeir fyrst og fremst að
leita leiðar til að vinna sig í álit.
Ég hefi bent á leið til þess að
treysta svo fjárhagsafkomu aldr-
aðs fólks og öryrkja að þeir þurfi
ekki að lifa á bónbjörgum. Það er
stórt réttlætismál og á ekkert
skylt við neinar náðargjafir, held-
ur er verið að skila nokkrum hluta
þess, sem það hefur lagt í þjóðar-
búið á lífsleið sinni.
En þá þegja þeir, sem nú væla.
Þeir vilja ekki fjárhagslegt sjálf-
stæði þessa fólks. Þeir vita að þá
missa þeir sitt tilbúna nöldur.
Þess vegna vilja þeir ekki að unnið
sé af reisn að því að gera einstakl-
inginn á hvaða aldri sem hann er
fjárhagslega sjálfstæðan, þá dugir
ekki lengur fimmeyringssjón-
deildarhringurinn. Þá mundi eng-
inn þurfa á nöldrinu þeirra að
halda og þá mundi daga uppi eins
og nátttröll og þeir verða að steini.
Galeiðuijötrarnir
Út af fyrir sig ber ekki að
harma það, að skömmtunarárátta
sósíalismans líði skipbrot. Hún er
búin að valda íslenskri þjóð eins
og fleirum ómældu tjóni á undan-
förnum áratugum. Hins vegar
vona ég það að gegnir menn, sem
vilja vinna að frelsi og hag
einstaklingsins lyfti sér upp yfir
fimmeyringssjónarmiðin og smá-
borgaraháttinn. Það er mikils
virði að fá fólk sem getur risið
hátt og haft þor og þrek til þess að
brjóta hina kommúnísku galeiðu-
fjötra. Þar er mikið verk að vinna.
Cellótónleikar
Gunnar Kvaran og Gísli
Magnússon hafa í nokkur
ár starfað saman haldið
tónleika víða um heim. Nú
fyrir stuttu héldu þeir tón-
leika á vegum Tónlistar-
félagsins og fluttu tónverk
eftir Vivaldi, Schubert,
Beethoven og Brahms.
Tónleikarnir hófust á Són-
ötu nr. 5, eftir Vivaldi. Á
tímum Vivaldis voru sónöt-
ur fyrir fiðlur og celló
nánast einleiksverk og
hlutverk sembalsins næsta
litilfjörlegt, frá tónskálds-
ins hálfu, ekki meira en
tölusettur bassi. Hljómar
til fyllingar á sembal, hafa
Tðnllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
varla gert meira en að vera
stuðningur fyrir einleikar-
ann. Það má vera að mörg-
um finnist það smámuna-
semi að finna að slíkum
undirleik, sem ekki varðar
meiru, en það er ekki gert
vegna þess að Gísli léki sin
þátt í flutningnum illa,
hrldur vegna þess.að venju-
legur píanóleikur fer illa í
slíkum verkum, sérstaklega
ef sú aðferð er notuð að
láta efstu nótuna hljóma
sterkar, í stað þess að nota
jafnan hljómstyrk á allar
nótur hljómsins, er hæfir
betur stíl sólóverka frá
þessum tíma. Annað verkið
á tónleikunum var „Ar-
peggione“-sónatan eftir
Schubert. Þetta fallega
verk léku Gísli og Gunnar
mjög vel. Þriðja verkið
Gunnar Kvaran og Gísli Magn-
ússon.
voru tilbrigði Beethovens,
yfir stef eftir Hándel. Það
er sérkennilegt, hversu
Gunnari virðist liggja
nærri hjarta að túlka alla
tónlist rómantískt, en bæði
Hándel-tilbrigðin og Sónat-
an eftir Vivaldi eru klass-
ísk verk, og kraftur þeirra
er frekar gjörður af leik
með hugmyndir en túlkun
tilfinninga. I síðasta
verkinu, í e-moll-sónötunni,
ópus 38, eftir Brahms, eru
blæbrigðin og framvinda
verksins mögnuð tilfinn-
ingatúlkun, raunsönn róm-
antísk tónlist, sem Gunnar
bókstaflega endurskóp í
túlkun sinni og voru nokkr-
ir staðir í verkinu hrein
snilld í meðferð og mótun
hans. Þrátt fyrir of róman-
tíska túlkun í klassíska
hluta tónleikanna var reisn
yfir leik Gunnars og inntak
túlkunarinnar var sönn,
sem skilst hverjum þeim er
hlýðir á hann leika tónlist
eftir Brahms.