Morgunblaðið - 27.03.1981, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ 1981
19
Hjörleifur Guttormsson:
„Orkueining hjá Sultar-
tanga þriðjungi dýrari44
„Á vegum ríkisstjórnarinnar er
nú starfandi nefnd, sem vinnur
að þvi að marka fyrir hennar
hönd orkustefnu til næstu ára
og áratuga og vænti ég þess að
útlinur af þeirri stefnu liggi
fyrir með vordögum. þannig að
stjórnarandstaðan geti sagt sitt
álit á henni áður en hún kemur
til frekari meðferðar hjá þing-
inu á komandi vetri.“ sagði
Hjörleifur Guttormsson. orku-
ráðherra. er hann tók til máls
um frumvarp sjálfstæðismanna
um þrjár stjórvirkjanir á þess-
„Fljótsdalsvirkjun
vann upp tveggja
ára forskot
Blönduvirkjunar“
um áratug í efri deild Alþingis
fyrir skemmstu.
Ráðherra lét ýmis ummmæli
falla um þá virkjunarkosti, sem
fyrir hendi eru, sem fróðlegir
eru fyrir þá, er áhuga hafa á
röðun verkefnanna og hvern veg
verður að málum staðið.
Fljótsdalsvirkjurt
vinnur upp forskot
Blönduvirkjunar
„Þegar ég tók við embætti
orkuráðherra," sagði Hjörleifur
Guttormsson, „var það mat
rannsóknaraðila, að það vantaði
um tvö ár til að nauðsynlegum
undirbúningsrannsóknum væri
lokið eða að þessi virkjun
(Fljótsdalsvirkjun) væri komin
jafnfætis virkjun í Norðurlandi
vestra, þ.e. Blönduvirkjun. — Nú
gerðist það hinsvegar á liðnu ári
að það tókst í senn að afla
fjármagns og nýta mjög vel, hátt
í milljarð gamalkróna, í tengsl-
um við virkjun á Austurlandi.
Og það tókst þannig að jafna
metin í sambandi við tæknilegan
undirbúning þessara virkjana.“
Ekki þarf að horfa
til orkufreks iðnaðar
Ráðherra taldi það rangt, sem
fram kemur í greinargerð fyrir
frumvarpi sjálfstæðismanna, að
tengja Fljótsdalsvirkjun orku-
frekum iðnaði á Austurlandi
Engin stóriðja
í tengslum
við Fljótsdals-
virkjun
Hjörleifur Guttormsson
orkumálaráðherra
(Reyðarfirði). „Vegna þess,“ eins
og ráðherra sagði, „að þessi
virkjun er einhver sú ailra hag-
stæðasta í landinu, þó svo við
notum hana eingöngu til al-
menns markaðar, til orkufram-
leiðslu fyrir almennan markað."
Sultartangi
ekki í myndinni
„Ég vænti þess,“ sagði orku-
ráðherra, að stjórnarandstaðan
geti tekið undir það stefnumið
ríkisstjórnarinnar, að næst skuli
ráðist í virkjun fyrir landskerfið
utan eldvirkra svæða, utan Suð-
urlands, og ég vil alveg sérstak-
lega vara við þeim málflutningi,
sem fram hefur komið, að það sé
nauðsynlegt að fara í virkjun
hér á Suðurlandi til þess að
lenda ekki í orkuskorti svipað og
gerzt hefur á yfirstandandi vetri
... Sem betur fer er ekki þörf á
slíku."
Hjörleifur Guttormsson,
orkuráðherra, sagði ennfremur
að „verðið á orkueiningu frá
Sultartangavirkjun væri mun
hærra, allt að þriðjungi hærra
... en frá hinum virkjunum
tveimur, Blönduvirkjun og
Fljótsdalsvirkjun.
Það hefur að
vísu verið á það bent,“ sagði
ráðherra, „að það kosti sitthvað
að færa sig yfir á nýtt svæði til
að virkja, þar sé nokkur auka-
kostnaður sem fylgi því að flytja
sig á milli landshluta til virkjun-
arframkvæmda. Auðvitað er
hægt að vera með reiknings-
kúnstir af slíku tagi. En hvenær
í ósköpunum komast menn þá
nær þeirri stefnu að dreifa
virkjunum um landið."
Sýna afkvæmi
undan átta
stóðhestum
í vetur hafa verið fram-
kvæmdar svonefndar af-
kvæmaprófanir á afkvæm-
um sex stóðhesta. Eins og
venja er verða afkvæma-
hóparnir sýndir almenn-
ingi um leið og þeir verða
dæmdir og verður fyrsta
sýningin af þessu tagi í
vor. haldin í Vík í Mýrdal á
laugardaginn 28. marz nk.
t>ar verða sýndir afkvæma-
hópar tveggja stóðhesta en
það eru afkvæmi undan
Sveip 874 frá Rauðsbakka,
eign séra Ilalldórs Gunn-
arssonar í Ilolti og Þræði
frá Eyvindarhólum, eign
Stoínræktaríélagsins
Fjallabels undir Eyjafjöll-
um. Ilefst sýningin kl. 14
og verður við félagshest-
húsið í Vík.
Þriðjudaginn 31. marz nk. verða
afkvæmi undan stóðhestinum
Leikni frá Svignaskarði sýnd og
dæmd á bænum Staðarhúsum í
Borgarhreppi í Mýrarsýslu. Eig-
andi Leiknis er Skúli Kristjónsson
í Svignaskarði. Hefst sýningin þar
eins og annars staðar kl. 14. Þann
10. apríl verða afkvæmi undan
Þræði 912 frá Nýjabæ sýnd og
dæmd á bænum Nýjabæ i Anda-
kílsárhreppi í Borgarfirði. Eigandi
Þráðar er Ólöf Guðbrandsdóttir í
Nýjabæ. Næsta sýning verður 24.
apríl nk. í Skálmholti í Villinga-
holtshreppi í Árnessýslu en þar
verða þá sýnd afkvæmi undan
stóðhestinum Blæ 906 frá Hellu,
eign Hrossaræktarsambands Suð-
urlands.
Um mánaðamótin apríl-maí
verður síðasta sýningin en þá
verða afkvæmi undan stóðhestin-
um Glæði 918 frá Skáney sýnd í
Glæsibæ í Staðarhreppi í Skaga-
firði. Eigandi Glæðis er Marinó
Jakobsson í Borgarnesi. Dagur
fyrir sýninguna hefur enn ekki
verið ákveðinn. I flestum tilvikum
verða sýnd 8 afkvæmi undan
hverjum stóðhesti og eru þau flest
á fimmta vetri.
M (il.VSINIiASIMINN KH:
22480
Jliorjjunblntiib
KOMIÐ og SKOÐIÐ
okkar
glæsilega úrval
af
borðstofusettum
og rúmum.
Opið kl. 9-7 í kvöld
og á morgun
kl. 10-12.
TCIYT húsgögn
AVITX Langholtsvegi 111. Sími 37010 og 37144.