Morgunblaðið - 27.03.1981, Side 25

Morgunblaðið - 27.03.1981, Side 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ 1981 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ 1981 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. Samdráttur, samdráttur Alþýðubandalagið og öryggismálin Yið lifum á tímum samdráttar í atvinnulífinu. Ríkisstjórnin sjálf áætlar að fjárfesting í atvinnuvegunum muni minnka um 12'/i% á þessu ári. Þessi samdráttur kemur misjafnlega niður eftir atvinnugrein- um, eins og við er að búast. Sums staðar verður nokkur aukning, annars staðar minnkun. Niðurstaðan er 12*A% samdráttur í heild. Engar meiriháttar framkvæmdir eru ráðgerðar við járnblendiverk- smiðjuna. Framkvæmdum við hreinsiútbúnað álversins verður lokið á þessu ári. Gert er ráð fyrir, að fjárfesting í flutningstækjum muni minnka um helming. Framkvæmdir við íbúðabyggingar hafa verið að dragast saman. Mikill samdráttur hefur verið undanfarin ár í byggingu verzlunar-, skrifstofu- og gistihúsnæðis. Raforkuframkvæmdir munu aukast um aðeins 2% á þessu ári í stað 40% aukningar á sl. ári. Hitaveituframkvæmdir munu dragast saman um 4% á þessu ári. Samdráttur, samdráttur, samdráttur. En sums staðar er aukning, þótt það sé ekki hjá atvinnuvegunum. Gert er ráð fyrir, að opinberar framkvæmdir muni aukast á þessu ári um 2—3%. Ríkisstjórnin telur, að um 20% aukning verði í fjárfestingu í iðnaði, en helmingurinn af því eru framkvæmdir við opinbert fyrirtæki, byggingu sýruverksmiðju í Gufunesi. Hins vegar skýrði Davíð Sch. Thorsteinsson frá því á ársþingi iðnrekenda í síðustu viku, að fjárfesting í iðnaði hefði snarminnkað undanfarna mánuði. Á síðasta ári varð um 5% samdráttur í íbúðabyggingum og ástæða er talin til þess að ætla skv. því sem ríkisstjórnin sjálf segir í lánsfjáráætlun sinni, að íbúðabyggingar muni fremur fara minnkandi á þessu ári. Útlán Húsnæðismálastjórnar, sem lánar til íbúðabygginga einstaklinga og einkaaðila í byggingariðnaði, eru talin munu aukast um 38%, sem fylgir engan veginn verðbólgunni. En — útlán Byggingarsjóðs verkamanna, sem þýðir útlán til opinberra byggingaframkvæmda eru talin munu aukast um hvorki meira né minna en 478%. Það segir sína sögu. Fjárfesting hér á Islandi hefur oft verið of mikil og óhagkvæm að auki. En stórkostlegur samdráttur í fjárfestingu atvinnuveganna er beinlínis hættulegur. Hann er merki þess, að forystumenn í atvinnulíf- inu eru að gefast upp við að byggja upp fyrirtækin, endurnýja vélakostinn og aðlaga atvinnurekstur sinn breyttum aðstæðum. Verulegur samdráttur i fjárfestingu atvinnuveganna í dag, þýðir verri lífskjör alls almennings á morgun. Hið versta er þó, að á sama tíma og þessi samdráttur verður, ættum við að vera að byggja upp nýjan vaxtarbrodd í atvinnulífi okkar af fullum krafti með byggingu stórvirkjana og stóriðjufyrirtækja. Því er ekki að heiisa vegna þess að afturhaldsmaður stjórnar orkumálum þjóðarinnar. Meðan svo er, stefnir í vaxandi samdrátt og versnandi lífskjör. Alþýðubandalagið og öryggismálin Alþýðubandalagið og Þjóðviljinn hafa þessa dagana verið að setja sig í gamalkunnar stellingar gagnvart varnarsamstarfi okkar við vestrænar þjóðir. Af því tilefni er rétt að minna á þá pólitísku staðreynd, að Alþýðubandalagið ber stjórnarfarslega ábyrgð á örygg- ismálastefnu þeirri, sem núverandi ríkisstjórn fylgir, með setu í stjórninni, þ.á m. aðild að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamstarf- inu við Bandaríkin — og öllu því, sem þeirri öryggisstefnu er samfara. Alþýðubandalagið er sterkasti aðilinn í núverandi stjórnarsamstarfi og hefur sem slíkt aðstöðu til að stöðva það, sem það vill stöðva í þessu efni sem öðrum. Ef Alþýðubandalagið sættir sig ekki við eitthvað í öryggismálastefnu ríkisstjórnarinnar, sem það er möndullinn í, og meinar eitthvað með mótmælum sínum, ber því að fara úr ríkisstjórninni. Ella er meint stefna þess og mótmæli sýndarmennskan einber — og hræsni af ómerkilegustu tegund. Alþýðubandalagið situr í brúnni á stjórnarskútunni, þar sem stefnan er ákveðin og stjórntækin stillt. Það ræður ferð, stefnu og starfsháttum. Þessi valdaaðstaða ráðherra þess virðist þeim miklu meira virði og mikilvægari en fyrirheit við kjósendur og flokksleg stefna eða markmið, enda hafa þeir fyrir löngu pakkað öllu slíku inn í „félagsmálapakka" tvískinnungs og gegnsærrar hræsni. Þessir menn hafa gjörsamlega glatað allri sannfæringu fyrir því, sem þeir eru að myndast við að halda fram. I því efni er þeim og nokkur vorkunn, þó slík botnlaus og endalaus svik við eigin umbjóðendur, sem Alþýðubandalagið hefur ástundað í tveimur ríkisstjórnum, séu ekki eftirsótt vörumerki á stjórnmálaflokki. En kjósendur þess eru reynslunni ríkari. Tvö verkefni eftir á leikárinu Eins og áður segir er frum- sýningin á La Bohéme 3. apríl nk. en önnur sýning er sunnu- daginn 5. apríl. Næsta verkefni Þjóðleik- hússins eru tveir tékkneskir einþáttungar sem verða frum- sýndar á litla sviðinu 7. apríl nk. Síðasta verkefni leikársins verður svo rússneski söngleik- urinn Gustur sem er byggður á sögu eftir Tolstoj. ólöf Kolbrún Harðardóttir og Garðar Cortes í hlutverkum Rudolfos og Mimiar. Myndin er tekin á æfingu. Ljósm. Emilia Um 100 manns flytja La Bohíeme í Þjóðleikhúsinu Frumsýningin verður 3. april Sviðsmynd úr La Bohéme Þjóðleikhúsið frumsýnir óperuna La Bohéme eftir Puccini föstudaginn 3. apríl nk. Leikhúsið hefur ekki áður tekið þessa óperu til flutnings en árið 1955 var hún sýnd á sviði Þjóðleikhússins á vegum Félags íslenskra einsöngv- ara og Tónlistarfélagsins. Um 100 manns taka þátt í flutningi La Bohéme. Einsöngshlutverkin eru 8 en auk þess taka þátt í flutningnum Þjóðleik- hússkórinn, 10 börn og Sinfóníuhljómsveit íslands undir stjórn Jean-Pierre Jaquillat. I aðalhlutverkunum nú eru Garðar Cortes sem syngur Rudolfo, Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir syngur Mimi, Ing- veldur Hjaltested er í hlut- verki Musettu, Halldór Vil- helmsson er Marcello, John Speight syngur Schaunard og Eiður Gunnarsson er kominn • heim frá óperunni í Aachen til að syngja Collines. Þetta er í fyrsta skipti sem hann syngur hlutverk í óperu hérlendis. Þá syngja þeir Guðmundur Jóns- son og Kristinn Hallsson hlut- verk Alcindoros og húseigand- ans Benoit. Guðmundur og Kristinn tóku báðir þátt í fyrstu óperuuppfærslu Þjóð- leikhússins, sýningunni á Rigólettó, árið 1951, fyrir rétt- um 30 árum. Síðar í vor munu Kristján Jóhannsson og Sieglinde Kah- mann syngja hlutverk Rud- olfos og Mimiar sem gestir. Sömuleiðis mun Elín Sigur- vinsdóttir syngja hlutverk Musettu á nokkrum sýningum og Jón Sigurbjörnsson mun þá taka við hlutverki Collines. Leikstjóri La Bðhéme er Sveinn Einarsson en Þuríður Pálsdóttir er aðstoðarleik- stjóri. Steinþór Sigurðsson sér um gerð leikmyndarinnar og er það í annað sinn sem hann tekur slíkt verkefni fyrir Þjóð- leikhúsið. Dóra Einarsdóttir sér um búninga og hefur teiknað suma þeirra en Ingvar Björnsson sér um lýsingu. Skipt um söngvara í flestum hlutverkum Á blaðamannafundi sem haldinn var í tilefni frumsýn- ingarinnar sagði Sveinn Ein- arsson að ástæða þess að skipt væri um söngvara í hlutverk- unum væru sú að ópera væri því miður ekki sett upp oft hér á landi og því væri gaman að heyra í sem flestum söngvur- um. Það kom fram að skipt verður um söngvara í svo til öllum hlutverkunum. Óperan La Bohéme var frumsýnd í Turin á Ítalíu undir stjórn Toscaninis árið 1896. Áður hafði Puccini áunn- ið sér sess sem eitt fremsta óperuskáld ítala. La Bohéme er ein af þeim óperum Puccin- is sem hafa orðið vinsælar, hinar tvær eru Tosca og Mad- am Butterfly sem báðar hafa verið sýndar í Þjóðleikhúsinu. Af öðrum óperum Puccinis má nefna Turandot og Gianni Schicchi. La Bohéme segir frá fjórum efnalitlum listamönnum, Ru- dolfo, Marcello, Schaunard og Colline. Rudolfo hittir unga stúlku Mimi og fellir hug til hennar. Það slæst þó upp á vinskapinn og þau skilja ósátt. Þau hittast aftur í lok óper- unnar en Mimi er þá sárþjáð af tæringu og er öllum ljóst nema Rudolfo hvert stefnir. Áður en hún deyr segir hún Rudolfo að ást þeirra sé það eina sem hafi skipt máli í lífi hennar. Reykjavík: Uthluta lóðum undir 500 íbúðir á f jórum svæðum REYKJAVÍKURBORG auglýsir eftir um- sóknum um byggingarrétt á um 500 ibúðum á fjórum svæðum í borginni. Flestar íbúðirnar eru við Eyrarland og Fossvogsveg, á Öskjuhlíð og í Nýja mið- bænum. Þá eru og nokkrar lóðir við Eiðsgranda og tvær einbýlishúsalóðir sem koma til endurúthlutunar í Seljahverfi. Að sögn Hjörleifs Kvaran á skrifstofu borgar- verkfræðings hcfur mjög mikið verið spurt um lóðirnar og hafa frá því á mánudag selst 1.200 bækiingar með byggingarskil- máium fyrir Austurbyggðarsvæðið og ann- að eins fyrir Fossvogssvæðið. Þá hafa verið afhent um 2.000 umsóknareyðublöð. Um- sóknarfrestur rennur út 6. apríl nk. Lítið hefur þó enn borist af umsóknum. í Öskjuhlíð eru 113 íbúðir, þar af 13 í stórum einbýlishúsum og 3 lítil einbýlishús sem eru um 300 rúmmetrar, 97 íbúðir í raðhúsum, en þau eru reyndar 77, því í 20 þeirra eru tvær íbúðir. Raðhúsin eru misjafnlega stór. í fyrsta lagi 600 rúmmetr- ar, þá hús þar sem gert er ráð fyrir aukaíbúð, um 750 rúmmetrar og einnig mun stærri hús, 1.000 rúmmetrar, þar sem gert er ráð fyrir aukahúsi á lóð fyrir atvinnu- rekstur eða aukaibúð. Á Fossvogssvæðinu verða 150 íbúðir. Búið er að gefa fyrirheit um töluverðan hluta þeirra, t.d. er búið að ráðstafa 50 íbúðum til samtaka aldraðra. Starfsmannafélag Reykjavíkur hefur fengið loforð fyrir 14 slíkum, önnur samtök aldraðra sama fjölda. Byggingarmeistari hefur fengið vilyrði fyrir 18 íbúðum fyrir fatlaða, Geðverndarfélagið lóð með fjórum ibúðum, siðan eru fjögur einbýlishús farin í uppgjör vegna erfðafestu sem var á svæðinu, þannig að allt í allt verða þetta í kringum 100 íbúðir sem verða til úthiutunar. Einbýlishús voru 16, búið er að ráðstafa 12. Þá eru 42 íbúðir í fjölbýlis- húsum, 44 í raðhúsum og parhúsum. í nýja miðbænum eru 20 íbúðir í raðhús- um, 200 íbúðir í fjölbýlishúsum. Þar er búið að ráðstafa með vilyrðum og fara um 70—80 af þessum 200 íbúðum í slík vilyrði til tveggja samtaka aldraðra. Þá er gert ráð fyrir að byggingarsamvinnufélög og bygg- ingarmeistarar fái hluta af þessum íbúðum. Á Eiðsgranda eru 12 lóðir, allt einbýlis- húsalóðir, og siðan er verið að endurúthluta 5 einbýlishúsum og 10 raðhúsum, sem skilað Nú þegar hafa verið afhent um 2 þúsund umsóknareyðublöð hefur verið frá því í fyrra. Einnig verður úthlutað 2 einbýlishúsalóðum í Seljahverfi með hesthúsaaðstöðu á lóð. í fyrra var úthlutað þar 15 einbýlishúsum en 2 lóðir gengu ekki út og eru nú til endurúthlutunar. Gatnagerðargjöld greiðast á sex mánuð- um eftir úthlutun í tvennu lagi, þá greiðast einnig 75% af svonefndu tengigjaldi. Eftir- stöðvarnar, 25%, greiðast þegar teikningar eru samþykktar. Sem dæmi um gjöld á þessum lóðum má nefna að á einbýlishús við Fossvogsveg og Eyrarland verður gatna- gerðargjald 73.725 og miðast við 700 rúm- metra hús. Þá eru tengigjöld 35.857 og greiðast af þeim 26.885 við úthlutun, þannig að heildarupphæð við úthlutun er 100.610 kr. Gjöld fyrir raðhús, 700 rúmmetra, eru 76.860, þá er meðtalið 75% tengigjalds. Lóðirnar á Öskjuhlíðarsvæðinu eru nokk- uð misjafnar að verði, og fer það eftir svæðum. Tengigjöld þar skiptast í tvo verðflokka, því borgin vinnur misjafnlega mikið að sameiginlegum framkvæmdum eftir svæðum. Tengigjaldið er 54,73 kr. á einu svæðinu en 14,22 kr. á öðru og reiknast á hvern rúmmetra. Á ódýrara svæðinu þarf aftur á móti að greiða þennan kostnað úr eigin pyngju síðar. Fjölbýlishús verða fyrst og fremst á Fossvogssvæðinu og Nýja miðbænum. Gert er ráð fyrir að gatnagerðargjald verði miðað við 400 rúmmetra á íbúð, sem myndi verða um 11.892 kr. Almenna reglan er sú, að í kringum fjölbýlishús er nokkuð afmarkað svæði þannig að eigendur geta sjálfir gengið frá bílastæðum og öðru þess háttar. Tengi- gjöld þar eru því 3,83 kr. á rúmmetra og sama reglan gildir um greiðslu á því. Hjörleifur sagði að lokum, að hann reiknaði með að eftirspurn yrði hvað mest eftir lóðum á Fossvogssvæðinu og Öskjuhlíð enda væri mest spurt um lóðir þar. Hann sagði að byrjað væri að vinna að gatnafram- kvæmdum í Fossvoginum og í Öskjuhlíð yrði farið í útboð um leið og gatnahönnun væri lokið. Væntanlega verður því hægt að hefja framkvæmdir í hluta af Fossvoginum í sumar, á Öskjuhlíðarsvæðinu seint í haust. Eiðsgrandinn verður tilbúinn siðari hluta sumars og Nýi miðbærinn einnig. 2. Eyrarland og Fossvogshverfið 3. Eiðsgrandi Ljósm'Mbl'Emllí> 4. Nýi miðbærinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.