Morgunblaðið - 27.03.1981, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FQSTUDAGUR 27. MARZ 1981
Umræður utan dagskrár um flugstöðvarmálið:
Fráleitt að minnihluti alþingis-
manna hafi neitunarvald í málinu
— sagði
Albert
Guðmundsson
Jón Baldvin Hannibalsson
(A), varamaður Benedikts
Gröndals á Alþingi, kvaddi sér
hljóðs utan dagskrár á fundi
sameinaðs Alþingis í gaer, og
sagði hann tilefnið skrif í Morg-
unblaöinu og Þjóðviljanum, þar
sem því væri haldið fram, að
Benedikt Gröndal hefði gert
sérstakt samkomulag við Banda-
ríkjamenn um að þeir hefðu
100% afnot af væntanlegri
flugstöðvarbyggingu á hættu- og
stríðstímum.
Jón Baldvin sagði Benedikt nú
vera í útlöndum í opinberum
erindagjörðum, nánar tiltekið á
hafréttarráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna. Því gæti hann ekki
borið af sér umræddar fullyrð-
ingar, sem Jón Baldvin sagði
þingmenn Alþýðuflokksins
sannfærða um að væru rangar.
Jón Baldvin sagði rétt að minna
á, að samkomulag um flugstöð-
ina hefði verið gert í maí árið
1978, í utanríkisráðherratíð Ein-
ars Agústssonar (F). nú sendi-
herra. Þetta hefði meðal annars
komið fram í skýrslu Benedikts
Gröndals utanríkisráðherra til
Alþingis í október 1978, eftir
stjórnarskiptin.
Varðandi fund, sem haldinn
var hinn 18. júlí 1979, með
íslenskum og bandarískum emb-
ættismönnum, sagði Jón Baldvin
hins vegar rétt að undirstrika
eftirfarandi atriði: Utanríkis-
ráðherra hafi ekki setið fundinn,
og því ekki undirritað neitt
samkomulag þar, þó ráðuneytis-
stjóri utanríkisráðuneytisins
hafi vissulega gert það í umboði
ráðherra. Jón Baldvin sagði það
hins vegar ekki rétt, að sam-
komulag þetta feli í sér nýjar
kvaðir, heldur hafi þar verið
fjallað um eftirtalin atriði:
1. Endurskoðun á kostnaðar-
áætlun við flugstöðvarbygg-
inguna.
2. Bandarísku embættismenn-
irnir hafi tekið fram að sam-
þykki bandaríska þingsins
yrði að fást fyrir fjárveitingu
til byggingarinnar.
3. Islensku embættismennirnir
hafi sagt að Islendingar
myndu taka á sig kostnað við
fyrirhugaða byggingu, um-
fram 20 milljóna dollara
framlag Bandaríkjamanna. —
Tekið var fram að samþykki
Alþingis væri að sjálfsögðu
forsenda þessa.
4. Bandaríkjamenn hefðu afnot
af byggingunni á tímum
stríðs eða neyðarástands, sem
bæði ríkisstjórn íslands og
Bandaríkjanna þyrftu þó að
vera sammála um.
Jón Baldvin sagði, að þegar í
maí 1978 hefði verið gert sam-
komulag við Bandaríkjamenn
um afnot af byggingunni, og um
nýtt samkómulag eða auknar
kvaðir íslendinga væri ekki að
ræða. Málið væri hins vegar enn
óafgreitt, og væri nú í höndum
utanríkisráðherra, en ástæða
þess að ákvörðun hefði dregist,
væri meðal annars stjórnarslitin
haustið 1979. Jón Baldvin sagði
að lokum, að hann óskaði eftir
því að Ólafur Jóhannesson utan-
ríkisráðherra tæki af skarið í
þessu máli, og upplýsti hvort
Benedikt Gröndal hefði gert
eitthvert samkomulag um málið,
án vitundar og vilja samstarfs-
Geir Hallgrims8on
Jón Baldvin Hannibalsson
manna sinna í síðari ríkisstjórn
Ólafs Jóhannessonar.
Ólafur Jóhannesson (F),
utanríkisráðherra sagði, að árið
1974 hefði verið gerður samning-
ur milli Islendinga og Banda-
ríkjamanna, um aðskilnað far-
þegaflugs og varnarliðs á Kefla-
víkurflugvelli. Ljóst hefði þegar
verið, að til þess að svo mætti
verða, þyrfti að byggja nýja
flugstöð. Bandaríkjamenn hefðu
fyrst í stað tjáð sig reiðubúna til
að kosta framkvæmdir þessa
vegna utan dyra, en síðar, eða í
maí 1978, hefði tekist samkomu-
lag milli ríkisstjórna landanna
um framlag Bandaríkjamanna
til sjálfrar flugstöðvarbygg-
ingarinnar.
Á fundinum hinn 18. júlí 1979
sagði Ólafur Jóhannesson að það
hefði gerst að Bandaríkjamenn
hefðu lýst því yfir að þeir myndu
leggja fram allt að 20 milljónum
dollara til framkvæmdanna, að
því tilskildu að samþykki þings-
ins fengist. Á sama hátt hefðu
íslenskir embættismenn lýst því
yfir að Islendingar myndu
greiða það sem á vantaði, að því
tilskildu að samþykki Alþíngis
fengist til þeirra framkvæmda.
Utanríkisráðherra sagðist því
ekki getað séð að Benedikt
Gröndal hefði skuldbundið ís-
Albert Guðmundsson
Sverrir Hermannsson
ólafur Jóhannesson
lendinga til eins né neins í þessu
máli. Það hefði á hinn bóginn
alltaf legið ljóst fyrir, að sam-
komulag þyrfti að gera milli
þjóðanna, ef ákveðið yrði að
byggja flugstöðina. Einnig hefði
verið um það rætt að afnot af
flugstöðvarbyggingunni yrðu í
samræmi við varnarsamninginn
og í samræmi við Norður-
Atlantshafssamkomulagið sem
Islendingar væru aðilar að.
Jón Baldvin Hannibalsson
(A) tók aftur til máls og þakkaði
utanríkisráðherra fyrir að hafa
skorið úr málinu, í ljós hefði
komið eins og alþýðuflokksmenn
hefðu talið, að Benedikt Gröndal
hefði ekki gert neitt samkomu-
lag um þetta mál, eins og þó
hefði verið haldið fram í blöðum
þeim er hann áður vitnar til,
leiðara Morgunblaðsins á þriðju-
dag og fréttaskrifum Þjóðviljans
í framhaldi af því.
Ólafur Ragnar Grímsson
(Abl) tók næstur til máls. Sagð-
ist hann fagna því að ráðherra
hefði nú upplýst málið. Hann
sagðist einnig vilja minna á það,
að Þjóðviljinn hefði ekki átt
upptökin í máli þessu, þvert á
móti, þá hefði Morgunblaðið
borið það á Gröndal að hafa gert
samkomulag um þetta mál án
Friðrik Sophusson
Ólafur Ragnar Grimsson
vitundar samráðherra sinna.
Þjóðviljinn hefði aðeins farið
fram á að utanríkisráðherra
bæri þetta til baka.
Það hefði hann nú gert, og
komið væri í ljós að Morgunblað-
ið hefði farið með rangt mál,
þetta hefði ekki verið rétt frekar
en svo margt annað í því ágæta
blaði sagði þingmaðurinn.
Geir Hallgrímsson formaður
Sjálfstæðisflokksins kvaðst ekki
telja að leiðari Morgunblaðsins
hefði verið skrifaður í þeim
tilgangi að ráðast á Benedikt
Gröndal, heldur aðeins til að
vekja athygli á margumræddu
samkomulagi frá 1979.
Geir sagði það á hinn bóginn
athyglisvert, að það kæmi nú
enn einu sinni í ljós, að Alþýðu-
bandalagið gerði ekki athuga-
semdir við annað á Keflavíkur-
flugvelli eða í varnarsamningn-
um við Bandaríkjamenn, en
byggingu flugstöðvarinnar. Væri
þetta raunar skýrt tekið fram í
stjórnarsáttmálanum, að við
flugstöðvarbygginguna gerðu
þeir fyrirvara, en ekki um annað
í sambandi vif /arnir Islands.
Geir sagði að lokum, að að-
skilnaður varnarliðs og farþega-
flugs væri mikilvægt hagsmuna-
mál allra íslendinga. Því vildi
hann hvetja til að þegar í stað
yrði lokið við að gera samkomu-
lag um flugstöðina, framkvæmd-
ir yrðu síðan hafnar og þeim
hraðað. Sagðist Geir einnig
vænta þess, að formaður þing-
flokks Álþýðubandalagsins teldi
það ekki fyrir neðan virðingu
sína að ræða þessi mál á Alþingi.
ólafur Ragnar Grímsson
(Abl) tók aftur til máls, og
sagðist vilja upplýsa Geir Hall-
grímsson um það, að hann eða
aðrir stjórnarandstöðuþingmenn
réðu því ekki eða stjórnuðu
hvenær rætt væri um innra
samkomulag eða starfshætti í
ríkisstjórninni.
Geir kallaði þá fram í, og
sagði: „Þú er þó að minnsta kosti
kominn í ræðustólinn núna.“
Ólafur Ragnar svaraði því, og
spurði hvort þetta væri ef til vill
mesta stjórnmálaafrek Geirs
síðustu vikur, að fá þingmenn
upp í ræðustól Alþingis. Væri
vonandi að þetta afrek yrði í
minnum haft í haust er sjálf-
stæðismenn veldu sér nýjan for-
ingja.
Friðrik Sophusson (S) tók
næstur til máls, og sagðist hann
vilja þakka Ólafi Ragnari fyrir
sérstaklega fróðlegar og miklar
upplýsingar í síðustu ræðu hans.
Albert Guðmundsson (S) tal-
aði næstur. Sagði hann meðal
annars, að um það væri ákvæði í
stjórnarsáttmálanum, að ekki
skyldi hefja framkvæmdir við
flugstöðina nema með samþykki
allra stjórnarliða, eða að
minnsta kosti ekki nema að allir
ráðherrar væru því sammála.
Þetta sagði Albert vera mjög
óeðlilegt. Vitað væri að meiri-
hluti væri á Alþingi fyrir flug-
stöðvarbyggingunni, og enginn
flokkur ætti að hafa neitunar-
vald í svona máli. Hér hefði það
raunverulega gerst að lítill
minnihluti alþingismanna hefði
neitunarvald fyrir hönd alls Al-
þingis.
Sagði Albert, að ef ekkert
gerðist í þessu máli yrðu þing-
menn þeir er væru frjálsir og
óbundnir, að taka sig saman um
að koma málinu í gegn.
Sverrir Hermannsson (S) tók
þessu næst til máls, og kvaðst
aðeins vilja segja það, „að ég
skildi ekki aukatekið orð af því
sem hin forkláraða afturbata-
píka Alþýðubandalagsins sagði
áðan“.
Geir Hallgrímsson (S) tók
aftur til máls, og sagðist vilja
vitna til ummæla Tómasar
Árnasonar viðskiptaráðherra,
við afgreiðslu fjárlaga í vetur.
Þá hefði Tómas sagt um breyt-
ingatillögu Lárusar Jónssonar
(S) og Friðriks Sophussonar (S)
við fjárlög, sem gerði ráð fyrir
framlagi til flugstöðvarinnar, að
eðlilegt væri að ræða þau mál
fremur við afgreiðslu lánsfjár-
áætlunar. Þá hefði því ekki
annaö verið að skilja, en ríkis-
stjórnin ætlaði að taka málið
fyrir í vetur. Rétt væri einnig að
minna á að Tómas Árnason
hefði á þessum tíma gegnt emb-
ætti utanríkisráðherra í fjar-
veru Ólafs Jóhannessonar.
Sagði Geir það að lokum
skoðun sína, að þetta mál ætti að
koma fyrir Alþingi sem fyrst,
það hlyti að vera þingsins að
taka til þess endanlega afstöðu.
Fleiri tóku ekki til máls í
umræðunni. * ii