Morgunblaðið - 27.03.1981, Side 31

Morgunblaðið - 27.03.1981, Side 31
Pétur Jónas- son með gítar- tónleika á Akureyri FÉTUR Jónasson heldur gítar- tónleika i Sjáifstæóishúsinu á Akureyri á morpun, laugardag- inn 28. marz. A efnisskrá eru verk eftir Luys de Narváes, Manuel M. Ponce, J.S. Bach, Wiliiam Walton, H. Villa-Lobos og Isaac Albéniz. Tónleikarnir hefjast kl. 14.00. Pétur hóf gítarnám viö tónlist- arskólann í Göröum níu ára gam- all og var kennari hans Eyþór Þorláksson gítarleikari. Vorið 1976 Iauk hann einleikaraprófi frá sama skóla og burtfararprófi ári síðar. Haustið 1978 hóf hann framhaldsnám við gítarskóla Estudio de Arte Guitarrístico í Mexikóborg og var einkakennari hans argentínski gítarleikarinn Manuel López Ramos. Burtfarar- prófi lauk hann í ágúst 1980. Pétur hefur haldið einleikstón- leika í Mexikóborg, Reykjavík, ísafirði, Akranesi og Höfn í Hornafirði, auk þess hefur hann gert útvarpsþætti fyrir Radio Educación í Mexikóborg og ís- lenzka Ríkisútvarpið. Skáksamband íslands: Þríggja manna nefnd farin til Moskvu ÞRIGGJA manna sendinefnd frá Skáksambandi íslands hélt á sunnudaginn i tiu daga ferð tii Sovétrikjanna og fór sendinefnd- in fyrst til Moskvu. Að sögn dr. Ingimars Jónssonar forseta Skáksambandsins, eru i ferðinni þcir Þorsteinn Þorsteinsson vara- forseti, Hclgi Samúeisson gjald- keri og Jóhann Þórir Jónsson ritstjóri Tímaritsins Skákar. Ingimar sagði, að þeir myndu kynna sér skáklíf og uppbyggingu þess í Sovétríkjunum, skákþjálf- un, skipulagningu móta og fleira. Hefði skáksambandið komið ákveðnum óskum á framfæri við Sovétmenn, það er um hvað ís- lendingar hefðu einkum áhuga á að fræðast um. Ingimar sagði ferðina vera kynnisferð, en á sínum tíma hefðu Sovétmenn spurst fyrir um hvort áhugi væri á að senda slíka nefnd austur frá Skáksambandi Islands. Leiðrétting í fyrirsögn og viðtali við Gunn- ar G. Schram prófessor hér í blaðinu sl. miðvikudag var sagt, að frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur um forgangsrétt kvenna að stöðum væri brot á jafnréttislög- unum. Gunnar hefur óskað eftir því að koma þeirri athugasemd á framfæri að hér var átt við það að efni og tilgangur frumvarpsins væri í andstöðu við jafnréttislög- in, en vitanlega ekki framlagning frumvarpsins sem slík. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ 1981 3 1 Reagan og forseta- embættið Pétur Johnson: Húseign. sem hæfir þjóð- höfðingja, til sölu. Öll þæg- indi. Stórfengleg útsýn yf- ir Kyrrahafið. Verð $1,9 milljón. Útborgun $760,000. 15% veðián fyrir afganginum. Mánaðarleg greiðsla $14,400. Eigand- inn þurfti að fiytja af atvinnuástæðum. Ronald og Nancy Reagan fluttu inn í Hvíta húsið í Wash- ington og auglýstu til sölu hús- eign sína í námunda við Los Angeles. Hinum nýja forseta var hleypt af stokkunum á flóðöldu mikilla vona. Það sem honum, fyrir stuttu, var fundið til foráttu er nú gleymt ellegar lagt til hliðar til notkunar síðar. Má þar nefna miðlungs gáfnafar og háan ald- ur. Reagan átti sjötugsafmæli 6. febrúar, og er elstur þeirra sem sest hafa i forsetastól. Meiri áhersla er nú lögð á þá staðreynd að Reagan var um árabil farsæll fylkisstjóri í Kali- forníu og eins hitt að enginn lifir af hreinsunareld kosningabar- áttunnar nema peran sé í lagi. Nú er sagt að sagan dæmi ekki forseta eftir gáfnafari. Skaphöfn skipti meira máli, og ekki verði gert of mikið úr þeim eiginleika að geta valið sér góða sam- starfsmenn. Fyrirgefning er einnig fengin fyrir kúrekahlut- verkum í annarsflokks kvik- myndum. Astandið, sem Reagan tekur við, er margþætt vandræða- keðja. Innávið er verðbólgan sem var 12,4% sl. ár. Ford réði ekki við hana og hún magnaðist í tíð Carters. í kjölfar hennar ríða hæstu lánsvextir, sem þekkst hafa í sögu þjóðarinnar, yfir 20%. Ekki eru menn sammála um hvort þeir séu afleiðing verðbólgunnar eða sumpart orsök hennar. En háir lánsvextir gera flestum ókleyft að eignast íveruhús og er því byggingariðn- aðurinn í miklum vanda. Bíla- framleiðslan, sem var máttar- viður þjóðarbúskaparins hangir nú á horriminni og er rekin með mikiu tapi. Atvinnuleysi er ná- lægt 8%. Fjárfesting í verk- smiðjum er í lágmarki og öll vélvæðing, sem auka mætti framleiðni. Þetta er stutt lýsing á efnahagslegri stöðnun, sem nær til flestra greina atvinnu- lífsins. Útávið eru varnarmálin. Það er oft talað um það í fjölmiðlum að Bandaríkin standi að baki Rússum í hervæðingu. Hvað hæft er í því er eingöngu á færi sérfræðinga um að dæma enda nútíma stríðsvísindi undir leyni- þaki. En Reagan telur að þarna þurfi að brúa bilið og að til sofandaháttar stjórnar Carters megi rekja skort á virðingu fyrir Bandaríkjunum, sem kom fram í töku gíslanna í Teheran. Her- taka Rússa á Afganistan sé þar önnur afleiðing. Einnig brölt Kúbumanna og Rússa í Afríku og Karabíska hafinu. Þetta er þá myndin, sem blasir við hinum nýja Bandaríkjafor- seta. Það er orðin hefð að fyrstu 100 dagar nýs forseta í embætti séu hveitibrauðsdagar við fjöl- miðla og þingið. Andstaðan er ennþá dreifð og ekki einhuga um hvernig leggja skuli til atlögu. Mikið veltur því á hvernig til tekst á þessu tímabili. Ráðgjafar Reagans þinga nú um víðtækar tillögur, sem búist er við að forsetinn leggi fram í ræðu áður en á löngu líður. Efst á blaði er að draga verulega úr verðbólg- unni. Stefnt er að hallalausum fjárlögum — markmið sem ekki er búist við að náist fyrr en á þriðja eða fjórða ári. Útgjöld á að skera niður við trog eftir því sem frekast er unnt. Til þess að blása lífi í atvinnuvegina er ráðgerð lækkun skatta á hluta- félög og 10% lækkun tekjuskatts einstaklinga næstu þrjú ár. Á hinn bóginn er gert ráð fyrir auknum framlögum til varnar- mála. Þá er skrifstofubáknið orðið magnaður draugur sem forset- inn hyggst takast á við. Báknið hefir hlaðið utaná sig með hverri nýrri stjórn, og verður sífellt þyngra í vöfunum. Stofnanir sem í upphafi var ætlað að auðvelda störf forsetans hafa runnið saman í heljarmikla stjórnardeildalagköku, úr tengslum við nútímann, undir áhrifum þrýstihópa og eiga sína verndara í þinginu. Þó það sé ekki stórt mál útaf fyrir sig, hefir verið bent á sem dæmi um óþarfa eyðslu að jafnan er allt keypt nýtt í nýjar stjórnardeild- Nancy og Ronald Reagan. ir svo sem skrifborð og tæki þótt fyrir hendi sé í geymslum og hlaði á sig kostnaði. Reagan lét það vera sitt fyrsta verk í embætti að höggva á ríkisbáknið með lögum þess efn- is að ekki verði ráðið í stöður sem losna nema í sérstökum tilvikum. Með þessari ráðstöfun fækkar starfsliði ríkisins um 100.000 árlega. Stefnuskrá Reagans á lausn efnahagslegra vandamála er enn laus í reipunum og ekki sigur- strangleg. Búast má við að stórlega aukin kaupgeta almenn- ings, vegna skattalækkana, verði síst til að minnka verðbólguna. Né heldur verulega aukin út- gjöld til varnarmála. Hvað niðurskurð snertir þá eru yfir 80% ríkisútgjalda ákveðin með lögum, sem ekki er líklegt að þingið hrófli við. Og þó repúblikanar hafi nú, í fyrsta skipti í aldarfjórðung, meiri- hluta í senatinu þá hafa demó- kratar enn meirihluta í fulltrúa- deildinni. Það heyrast nú háværar radd- ir um að embætti Bandaríkjafor- seta sé orðið óvirkt og þurfi gagngerða endurskoðun og end- urmótun. Starfið er orðið svo margþætt og viðamikið að tæp- lega er á eins manns færi að leysa það vel af hendi. Þessvegna enda flest forsetatímabil með dvínandi vinsældum og vonsvik- um. Samkvæmt hefð er forsetinn með nefið ofan í smæstu málum. hann eyðir miklum tíma í að taka á móti erlendum og inn- lendum virðingarmönnum og er sífellt að halda ræður þótt til- efni sé lítið. í Bretlandi er þetta ærið starf fyrir drottninguna og raunar allt hennar skyldfólk. Með nýjum forseta kemur nýtt reynslulítið starfslið. Fráfarandi forseti, sem jafnan er lamaður og aðgerðarlítill síðustu vikurn- ar dembir yfir á nýju stjórnina haug óleystra vandamála sem enginn veit á sporð né hala. Þegar Ford tók við af Nixon, í sína tíð, er sagt að hann og undirtillur hans hafi ætt um Hvita húsið eins og hauslausir hanar og ekki vitað sitt rjúkandi ráð. Og ekki er grunlaust um að sama megi segja um hvert nýtt forsetalið, í mismunandi mæli. Burtséð frá starfshæfni for- seta þá er það sem fært er í einkunnabókina að loknu tíma- bili nokkuð komið undir lukk- unni. Hvað skal til bragðs taka þegar Castro losar um böndin og frelsisfloti uppá 120.000 manns siglir yffr sundið til Florida? Johnson og Nixon erfðu Viet- nam-stríðið, sem um árabil yfir- gnæfði allt annað. Nixon missti alla starfsgetu við Watergate- hneykslið og síðan starfið sjálft. Með töku gislanna í Teheran var, í vissum mæli, starfstíma- bili Carters lokið. Lausn gísl- anna var uppfrá því eina málið sem hann gat sinnt. Þrjár bilað- ar þyrlur og draumurinn um nýtt tímabil í forsetastól leystist upp í eyðimörkinni í íran. Hefði björgun gíslanna tekist væri Carter enn forseti og þjóðhetja í þokkabót. Hvað yrði um 100 hveitibrauðsdaga Reagans ef Rússar gerðu innrás í Pólland? Hætt er við að lítill tími yrði aflögu til lausnar efnahagsmála eða daglegra verkefna lands- stjórnar. Forsetar Bandaríkjanna hafa ekki allir átt sjö dagana sæla. Eins og áður segir bendir margt til að nýjar aðstæður útheimti eðlisbreytingu á embættinu. En ef marka má ummæli fyrrver- andi forseta þá hefir máske svo verið frá upphafi. Hér eru fáein- ar tilvitnanir, af mörgum, sem allar hníga í eina átt: John Adams: Hefði ég verið endurkjörinn er ég viss um að ég hefði ekki lifað af annað ár. Thomas Jefferson: Ekkert nema stritvinna og daglegur missir vina. John Quincy Adams: Fjögur aumustu ár ævi minnar. Abraham Lincoln: Fjögur ár kvíða, andstreymis og úthúð- unar. James Garfield: Hvað veldur því að nokkur maður skuli vilja þessa stöðu. Harry Truman: Eftir nokkra mánuði gerði ég mér ljóst að þetta var eins og að sitja á baki tígrisdýrs. John F. Kennedy: Ég gerði mér ekki ljóst, enda getur það enginn, sem ekki hefir borið byrði þessa starfs, hversu þung og niðurbælandi hún myndi vera. Carter er ekki í þessum hópi en máske berst kvörtun frá honum síðar. Carter er af flest- um talinn sómamaður en leið- togahæfileikar voru honum ekki gefnir. Skoðanakönnun á lýð- hylli í júlí sl. setti hann neðstan í bekk allra forseta á fjörutíu árum. „Hann var sístur þeirra átta forseta sem tekið hafa við völdum síðan ég kom til Wash- ington," segir C. Roberts, gam- alreyndur blaðamaður í Wash- ington Post. Hann kynnti sig fyrir þjóðinni sem Jimmy en að lokum var hann ávallt nefndur Carter. Eisenhower var jafnan kallaður Ike, og segir það sína sögu. En enginn þarf að bera kvíð- boga fyrir framtíð Carters. Sjö- tíu þúsund dala árleg eftirlaun eru ekki nema rétt þokkaleg fyrir fyrrverandi forseta. En þessutan fær hann 375.000 dali næstu 2*A ár, síðan 96.000 dali árlega fyrir starfslið. Fráfarandi forseti þarf hóp manna til þess að sortera plögg, sem sett eru ofan í kassa, sem aldrei verða aftur opnaðir. Og til aðstoðar við skrásetningu æviminninga. Carter hafa þegar boðist milljón dalir fyrir útgáfuréttinn og milljón í viðbót ef hann leysir verulega frá skjóðunni og bókin selst vel. Rosalynn gæti óefað fengið drjúgan skilding fyrir sínar minningar, sem hún þyrfti ekki einu sinni að skrifa sjálf. Þetta eru hlunnindi starfsins, sem ekki koma fram fyrr en eftir á. Nixon var ekki fjáður maður þegar hann hrökklaðist frá en hann nældi í tvær milljónir dala fyrir sínar minningar og 650 þúsund fyrir sjónvarpsviðtöl við David Frost. Þarna er náma gulls og þessir marghrjáðu menn fá loksins umbun fyrir erfiði sitt. Og þarf raunar ekki forseta til. Henry Kissinger varð milljóneri á fyrsta hefti sinna minninga, leiðinleg bók en merkilegt sögu- legt innlegg. Þrír fyrrverandi forsetar eru nú á lífi, Nixon, Ford og Carter. Þegar Hvíta húsið er kvatt hefst þeirra besta tímabil. Þjóðin gleymir fljótt því sem aflaga fór í starfinu og hefir forseti sína í hávegum. Jafnvel Herbert Hoov- er, sem sagan dæmir einna harðast, hlaut margvíslegan sóma á efri árum. Richard Nixon sem fékk viðurnefnið Tricky (brögðótti) Dick verður sjálfsagt aldrei tekinn í tölu dýrlinga en þó hefir þegar dregið úr dóm- hörku á hans glappaskotum. Pétur Johnsnn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.