Morgunblaðið - 27.03.1981, Page 32

Morgunblaðið - 27.03.1981, Page 32
32 M0RGUNBLAÐ1Í>,;FÖSTUÐAGUR 27. MARZ 1981 Bjarni Jakobsson, formaður Iðju: Róðurinn til kjara erfíður Allan síðasta áratug og fram á þennan dag hefur atvinnuástand verið óvenju gott hér á landi. Atvinnuleysi hefur ekki verið neitt svo heitið getur, langt innan við 1% eða á bilinu 0,4—0,6% af vinnufæru fólki. Slíkar tölur eru svo lágar, að þær hljóma annar- lega í eyrum þeirra, sem hafa búið við tífalt meira atvinnuleysi sl. tíu ár, eins og víðast hvar hefur verið reyndin, og ekkert bendir til að í hönd fari auðveldari tímar heldur þvert á móti fer atvinnuástand í heiminum nú versnandi. I lok síðasta árs voru 22 milljón- ir atvinnulausra manna í OECD- ríkjunum í heild og búist er við að enn fari atvinnulausum fjölgandi og verði þeir orðnir 25,5 milljónir manna árið 1982, sem er um Vk% af vinnuafli þessara landa. Ef ástandið væri hlutfallslega jafn slæmt hér á landi, væru 7.500 manns atvinnulausir, svo dæmi sé tekið. Jafnt fjölda vinnufærra manna í öllum þremur kaup- stöðum Norðurlands eystra, þ.e. Akureyrar, Húsavíkur og Ólafs- fjarðar. Fjöldi atvinnulausra eftir löndum er að vísu mjög mismikill. Mest er atvinnuleysið á Spáni 11%, Bretlandi 10,0%, Bandaríkj- unum og Kanada 8%. Atvinnu- bættra lífs- á næstu árum ástand er yfirleitt heldur skárra á Norðurlöndum með einni undan- tekningu þó, sem er Danmörk, en þar er ástandið óvenju slæmt. Atvinnuleysið þar stefnir í 8% eða meira á þessu ári eða um 200.000 manns, sem er nánast tvöfaldur fjöldi vinnufærra manna hér á landi. Árangurinn af baráttunni við atvinnuleysisdrauginn, sem hefur þjakað flestar aðrar þjóðir, er því einstæður og ber ekki að vanmeta. En sú spurning hlýtur eðlilega að vakna, hvort þessi árangur hafi verið keyptur of dýru verði, eða hvort hann hafi einfaldlega komið af sjálfu sér sem afleiðing af skynsamlegri hagstjórn í gegnum árin. Hefur e.t.v. gengið jafn vel á öllum öðrum sviðum efnahagslífs- ins? Engin einhlít svör eru til við þessum spurningum. Það er þó ljóst, að ýmislegt hefur farið úrskeiðis í efnahagsstarfseminni, sem.e.t.v. er að hluta afleiðing af þeirri áherslu, sem lögð hefur verið á að halda uppi fullri atvinnu hér á landi, þó margar aðrar skýringar komi þar einnig til. Það sem einkum hefur farið úr böndum er vitaskuld verðlagið. Verðbólgumeinið hefur vaxið og magnast, þó ýmis meðul gegn verðbólgunni hafi verið reynd, og er hún nú 4—5 sinnum meiri en í flestum nágranna- og viðskipta- löndum okkar. Þarflaust er að fara mörgum orðum um skaðsemi þessa vágests, það hefur verið gert bæði oft og víða, en rétt er að minna á nokkur grundvallaratriði. I fyrsta lagi leiðir verðbólgan til rangra fjárfestingaákvarðana og framkvæmda, eins og reynsla okkar ber glöggt vitni um, og dregur þannig lífskjör niður þegar litið er yfir lengra tímabil. í annan stað raskar hún rekstrar- forsendum fyrirtækja frá degi til dags. I þriðja lagi brenglast verð- skyn neytenda, sem leiðir til að peningar þeirra og laun nýtast þeim verr en ella. Að lokum færir verðbólgan til tekjur og eignir í þjóðfélaginu eftir öðrum leikregl- um, en almennt þykja sanngjarn- ar og eðlilegar, og stuðlar þannig að óánægju og rótleysi í þjóðfélag- inu. Til að taka af allan vafa er ástæða til að ítreka, að þrátt fyrir að hátt atvinnustig á síðari árum hafi hugsanlega að einhverju leyti Helgi Steinar Karlsson, formaður Múrarafélags Reykjavíkur: Landflótti alvarlegasta afleiðing atvinnuleysis Á þessum vetri hefur atvinnu- leysi gert vart við sig i byggingar- iðnaði á höfuðborgarsvæðinu. Slíkt ástand hefur reyndar líka gert vart við sig úti á landsbyggð- inni og þá helst í stærstu þéttbýl- iskjörnunum. Á höfuðborgarsvæð- inu hefur atvinnuleysið verið mis- munandi mikið eftir starfsstéttum og hefur mest borið á atvinnuleysi meðal múrara. Þar sem ég er kunnugastur þeirri grein bygg- ingariðnaðar mun ég að verulegu leyti fjalla um þetta efni út frá sjónarmiði múrara. Þó atvinnuleysið sé mest meðal okkar múrara nú, óttast ég að á næsta vetri komi röðin að öðrum starfsstéttum í byggingariðnaði, verði ekkert að gert. Eins og við vitum er samsetning verkefna í byggingariðnaði þannig að allar starfsgreinar byggingariðnaðar eru ekki samtímis í húsunum. Múrarar hafa verið verkefna- litlir frá því í byrjun september sl. og hefur fjöldi þeirra sem misst hafa vinnuna farið vaxandi eftir því sem leið á veturinn. Hámarki náði atvinnuleysið um miðjan febrúar sl., en þá töldum við að 60—70 múrarar gengju um at- vinnulausir. I þessum tölum eru milli 20—25 menn sem ekki hafa látið skrá sig atvinnulausa af ýmsum ástæðum og skulu hér taldar þær helstar. Nokkrir nemendur eru vinnu- lausir og eiga þeir ekki rétt til atvinnuleysisbóta. Svo er nokkur hópur sem telur að úr rætist með vinnu „á næst- unni“ og finnst ekki taka því að láta skrá sig en það vill dragast að atvinnutækifæri bjóðist. Svo eru alltaf einhverjir sem ekki láta skrá sig og er það nokkuð ríkt í mörgum að þiggja ekki neins konar bætur. Enn aðrir hafa hreinlega tekið sig upp með fjölskyldur sínar og farið til annarra landa og veit ég um tvö nýleg dæmi þess úr MR. Þetta er ef til vill alvarlegasta afleiðing atvinnuleysis og þess efnahagslega öngþveitis sem hér ríkir. Enn aðrir eru þeir sem eiga útivinnandi maka sem hafa haft tekjur á síðustu 12 mánuðum yfir leyfilegu hámarki, 7.032 þús. gkr. eða meira, og á múrari sem á maka í þessum tekjumörkum ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Út frá þessu verður manni á að hugleiða hvort hér sé ekki ástæða til að gera breytingar á. Ekki er vafi á að þetta kemur illa niður á útivinnandi húsmæðrum í fisk- vinnu svo dæmi sé tekið missi þær vinnu sína. Þá er það sama reglan sem gildir gagnvart þeim, hafi þeirra maki yfir 7.032 þús. gkr. í laun á síðustu 12 mánuðum. Svona í framhjáhlaupi þá held ég að finna þyrfti réttlátari reglu t.d. þannig að sameiginlegar tekj- ur heimilis, bús, eða hjóna séu látnar ráða hvort bætur fást greiddar eða ekki. Atvinnuleysisbætur eru nauð- synlegar svo langt sem þær ná en engar fébætur ná að fylla upp það tómarúm sem myndast hjá mönnum sem atvinnulausir eru og er raun á það að hlusta þegar forsætisráðherra vor og þjóðar- leiðtogi lýsir yfir í fjölmiðlum að of mikið sé gert úr atvinnuleysi, það sé ekki meira en oft áður. Þetta finnst mér lýsa einstæðu skilningsleysi á þessu máli, þ.e. hvað atvinnuleysi er. Atvinnuleysi virðist vera í augum sumra aðeins tölur í hagskýrslum en ekki mynd af vandamáli þeirra mörgu ein- staklinga sem í því lenda að missa vinnu sína á viðkvæmasta tíma ársins fyrir launþega þ.e. kringum jól og áramót. Það er vítavert af þeim sem stjórna rekstri þjóðarbúsins að gera ekki ráðstafanir til að mæta árstíðabundnum sveiflum í bygg- ingariðnaði, t.d. með betri skipu- lagningu og stjórnun þess hvernig verkefnin eru unnin. Til dæmis að útivinna fari fram að sumrinu, en innivinnan geymd til vetrarins. það er krafa þeirra, sem starfa í byggingariðnaði að allt sé gert til að tryggja betur en verið hefur atvinnuöryggi í byggingariðnaði. Sjálfsagt hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta mikla atvinnuleysi meðal múrara í vetur ef vilji stjórnvalda hefði verið fyrir hendi. Það vill svo til að svokallað Víðishús sem hefur staðið að miklum hluta til ónotað síðan það var keypt 1977 getur kallast meiri háttar verkefni fyrir múrara, og er hörmulegt til þess að vita að tækifærið skuli ekki hafa verið notað, þegar svo margir menn sem hér um ræðir ganga atvinnulausir. Ekki er um það að ræða að verið væri að kasta fé á glæ með því að láta þessa menn rífa innan úr húsinu á 3., 4., og 5. hæð, einangra og múra þær upp á nýtt, heldur er um verðmætasköpun að ræða sem ketnur alltaf til góða hvernig sem á málið er litið. Fjármálaráðherra lét hafa eftir sér í útvarpi 4. febrúar sl. að hugsanlega yrði húsið selt og nýtt til iðnaðar og þá þyrfti ekkert að múra húsið. Eg dreg mjög í efa að ráðherrann hafi komið inn í húsið eftir þessum ummælum að dæma. Þó húsið verði notað til iðnaðar þá þarf það ekki síður meðferðar við, þó sú framkvæmd yrði ekki jafn kostnaðarsöm og framkvæmd til annarra nota. Það er skoðun mín að þetta tækifæri hefði átt að nota nú, þegar hægt var að fá nóg af mönnum, mönnum sem ekki fást á hvaða tíma sem er vegna fram- leiðslu á öðrum húsum. I lögum um atvinnuleysistrygg- ingasjóð VII kafla, gr. 22, segir: „Stjórn sjóðsins er heimilt að veita lán, sem verði vaxtalaust eða með lágum vöxtum um lengri eða skemmri tíma, til eflingar at- vinnulífi á þeim stöðum, sem við eiga að stríða alvarlegt atvinnu- leysi. Jafnframt er heimilt að ákveða, að lán þessi verði afborg- unarlaus tiltekið árabil. Heimilt er að veita lán þessi gegn ábyrgð hlutaðeigandi sveitarfélags, þó önnur trygging komi ekki til. Sjóðsstjórn er heimilt að láta framkvæma athugun og rannsókn á staðháttum á þeim stöðum, sem lán eru veitt til samkvæmt þessari grein, Skal og jafnan leitað til- lagna um úrbætur hjá þeim, sem falin hefur verið rannsókn og athugun vegna þessara lánveit- inga, en slíkar tillögur skulu við það miðaðar að koma atvinnulífi hlutaðeigandi staða á traustan fót. Sjóðsstjórn skal leita umsagnar Framkvæmdastofnunar ríkisins, áður en hún veitir lán samkvæmt þessari grein." Greiddar hafa verið um 12—14 milljónir gkr. á mánuði í atvinnu- leysisbætur til meðlima MR Með aðstoð Atvinnuleysistrygginga- sjóðs í formi lána hefði mátt fjármagna framkvæmdir í bygg- ingariðnaði og er nánast óskiljan- legt hversvegna heimildir í lögum um Atvinnuleysistryggingasjóð hafa ekki verið nýttar, að lána til framkvæmda sem atvinnuaukandi eru. Spurningunni um það hvers- vegna svo mikið atvinnuleysi er, verður sjálfsagt ekki svarað með tveim þrem orðum. Þar koma saman margir endar sem hnýta þarf saman svo allt geti gengið snurðulaust. Þeir helstu eru skipulagsmál, fjármál og vaxtamál. Háir vextir hafa átt stóran þátt í að stöðva verkefni, sem komin hafa verið af stað á síðastliðnu ári og er þetta mál með hina háu vexti eitt af því sem 'er að leggja allan atvinnu- rekstur hér í rúst, ekki aðeins í byggingariðnaði, heldur öllum öðrum rekstri. Þetta er vandamál sem stjórn- málamenn hafa búið til og það er þeirra að leysa það. Skipulagsmál eru grundvöllur byggingariðnaðar, en þau eru í slíkum ólestri á höfuðborgarsvæð- inu að eigi ekki illa að fara verður að gera stórátak í þeim málum nú þegar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.