Morgunblaðið - 27.03.1981, Síða 35

Morgunblaðið - 27.03.1981, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ 1981 35 Jens Kr. Guðmundsson: Listamanna - Einu sinni var lítill strákur. Hann hét Bjéhá. Eins og algengt var á sjöunda áratugnum ólst Bjéhá litli upp í bítlaæði. Varla kynþroska var hann farinn að raula með hljómsveit. Kröfurnar voru ekki miklar á þeim tíma. Þess vegna fannst flestum allt vera í stakasta lagi þegar Bjéhá litli söng: „Ætika ok yndi. ástir og vil, er ævintýri unaðslegt lif. f framtiðinni þegar fjörið dvin, förum við til tunglsins upp á grin. I.a, la, la, la, la, ævintýri enn gerast. La. la, la. la, la.. Auðvitað var alltaf innanum fólk sem sagði: „Þvílíkt djöfulsins bull. Hvernig dettur nokkurri heilvita skepnu í hug að syngja þennan samhengislausa leirburð?" Og víst var að engum datt í hug að veita Bjéhá litla listamannalaun fyrir að raula svona bull. Hljómsveitin hans Bjéhá litla spilaði heldur ekki merkilega músík. Einfaldasta skallapopp sat í fyrirrúmi. En Bjéhá litli gat eitt. Hann gat sungið betur en aðrir sem sungu poppmúsík á skerinu í þá daga. Að því kom þó að skerið eignað- ist poppsöngvara sem sungu betur en Bjéhá litli. Og það m.a.s. poppsöngvara sem höfðu lært söng. Þá fór Bjéhá litli í fýlu. Hann rauk í blöðin og grenjaði: „Iss, það getur enginn sungið poppmúsík sem hefur lært söng. Og látiði mig svo barasta í friði, fíflin ykkar!“ En þetta var ekki það versta sem fyrir Bjéhá litla kom. Allt í kringum hann voru menn að þróa músík sína yfir á hærra plan. Margir fóru að gera kröfur. Hluti poppmúsíkurinnar neitaði að halda áfram sem ódýr afþreyingariðnaður og færiband- aframleiðsla. Jafnframt fór vönd- uð ljóðagerð að blandast dægurm- úsíkframleiðslunni. Þessi þróun fór alveg fram hjá Bjéhá litla. Hann hjakkaði áfram í sama farinu; söng úrkynjað skallapopp, sem oftast var gamlar myglaðar engilsaxneskar lummur. Stundum brúkaði hann ensku. Þá tóku ekki eins margir eftir því að hann var að bulla. Oftast bullaði hann þó bara á íslensku. Hvernig sem á því stóð var engu líkara en sjálfsvirð- ingu Bjéhá litla færi hrakandi. Hann lét sér ekki nægja að syngja bara: „La, la, la, la, la, ævintýri enn gerast." Nú söng hann líka: „Svo er Bagt aö Stina Stuð ná nú ioksino trúlofuð Jóa úthrrja. Þar fór sú von. Hún er á Kútter Haraldi. Mlg vantar fyrir farKjaldi til að komast heim ok fara að vinna i Kron. Ástandið var sem sagt ekki gott. Og það sem verra var fyrir Bjéhá litla; þeim fór fjölgandi söngvur- unum sem sungu poppmúsík betur en hann. Og þeim fór fjölgandi söngvurunum sem voru vinsælli en hann. Þessir söngvarar gerðu líka meiri kröfur til sín og ann- arra en hann. Menn tóku eftir því að Bjéhá litla var ekki orðið um sel. Hann viðurkenndi líka í blaðaviðtölum að hann væri músíkmella: „Þegar ég syng inn á plötu verð ég að passa að eitt lag sé fyrir „Óska- lagaþátt sjúklinga", annað fyrir börn undir 12 ára aldri, þriðja fyrir fjölskyldu Þorsteins Hann- essonar o.s.frv." Hvað? Bjéhá litli varð líka að passa upp á að höfða til ólíkra pólitískra hópa. Hann söng því: „Ég vil seðil!" á einni plötunni en: „Það er af og frá að ég vilji peninga og völd“ á annarri. Svo gerðist svolítið skrítið. Þeg- ar allt benti til að Bjéhá litli myndi — þegar fram liðu tímar — gleymast sem ónauðsynlegur hlekkur í færibandaframleiðslu afþreyingariðnaðarins, þá fær hann listamannalaun! Það hafði svo sem gerst áður að skallapopp- ari fengi listamannalaun. En þeg- ar fulltrúi úrkynjuðustu tegundar skallapoppsins, bráðóholls heila- þvottarvæls, er sæmdur titlinum listamaður, fær laun sem slíkur frá ríkinu og segir að hann eigi það skilið, þá rísa ólíklegustu menn á fætur og mótmæla. M.a.s. Svarthöfði sjálfur lét málið til sín taka. Hann húðskammaði bæði Svía og úthlutunarnefnd lista- mannalauna fyrir tiltækið. Sagði að nær hefði veirð að hækka launin við heiðurslaunalistamenn- ina í stað þess að telja saklausum trú um að úrkynjað sænskt skalla- popp væri list. Svo mikið var honum niðri fyrir að hann skrifaði Svarthöfði G. Þorsteinsson undir skammirnar. Magnús Þórðarson var alveg á sama máli. Hann skrifaði í Velvakanda undir dul- nefndinu „húsmóðir" og sagði að þetta væri ekki á hans ábyrgð og minnti á að dularfull hlustunar- dufl hefðu fundist við strendur íslands. Taldi hann fullvíst að þau væru rússnesk. Áhrifaríkast var þó framlag Guðrúnar Gervasoni. Hún hótaði að fella ríkisstjórnina ef Bjéhá litli tæki við listamannalaunun- um. Árni Björnsson sagði að þetta væri gott hjá henni og ráðlagði mönnum að hlusta á „Kanann" ef þeir á annað borð þyrftu að láta CIA heilaþvo sig. Svona mætti lengi áfram telja. Sem betur fer endaði þetta þó betur en á horfðist. Úthlutunar- nefnd listamannalauna sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún harm- aði mjög mistök sín. Benti hún réttilega á ósamræmi þess að tæki sem ætti að vernda og efla ís- lenska menningu og tungu væri notaö úrkynjuðustu tegund engil- saxnesks skallapopps til fram- dráttar. Viðurkenndi nefndin jafnframt að til hafi staðið að setja alla undirspilara Bjéhás litla á listamannalaun vegna þrýstings frá umboðsmanni þeirra. Þegar hér er komið sögu var Bjéhá litli orðinn hræddur við öll lætin. Hann vildi láta eyða umtal- inu. I uppkeyptri auglýsingu í Tíg- ulgosanum skýrði hann frá að ekki stæði á sér að skila listamanna- laununum til föðurhúsanna. Á því væri þó sá hængur að hann hefði týnt laununum i Hafnarfjarð- arstrætó samdægurs. Málið félli því um sjálft sig. Síðan endurtók hann að ekki stæði á sér. Létu menn þetta sér nokkuð lynda. Tóku þeir gleði sína sumir á ný. Gunnar Thor lofaði upp í ermina á sér að hann hefði tryggt að mistök á borð við listamanna- launahneykslið endurtækju sig ekki. Og Óli Jó sagðist hafa sprengjuhelt vilyrði fyrir því að ekki ómerkari popparar en Áskell Másson og Gunnar Reynir Sveins- son myndu þiggja listamannalaun næsta ár. — Ef þeim fyndist þá bara ekki vera orðin of mikil skítalykt af þessum launum. Per- sónulega fyndist sér annars að Egill Ölafsson ætti launin einnig skilið. „Því allt er betra en hel- vískt skallapoppið!" Jens Kr. Guð. Atvinnuvandinn á Djúpavogi: Vænti þess að úr rætist á hverri stundu - segir Sverrir Her- mannsson, þingmaður „ÉG vænti þess að á hverri stundu rætist úr atvinnuvandamálum á Djúpavogi, enda er það orðið mjög aðkallandi," sagði Sverrir Her- mannsson, þingmaður Austfirðinga, er Morg- unblaðið innti hann eftir því hvort lausn þeirra mála væri í sjónmáli. Sverrir sagði ennfremur, að það væri ekki auðgert, eini kosturinn virtist að fá keyptan bát af heppilegri stærð á stað- inn og væri nú verið að vinna að því að svo yrði. Heimamenn væru þegar búnir að finna 200 tonna togbát í Englandi, sem hægt væri að fá á góðum kjörum, en innflutningsleyfi hefði enn ekki fengist og nú væri komið að stjörnvöldum að leysa hnútinn. MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRÆTI • SÍMAR: 17152-17355 Laxveiðin 1980: Meðalþunginn sá mesti frá upphafi VEIÐIMÁLASTOFNUNIN hefur sent frá sér hina árlegu skýrslu sína varðandi laxveiðina á síðasta ári. Samkvæmt henni veiddust sumarið 1980 alls 52.137 laxar að heildarþunga 248.492 kílógrömm. Er það nokkur afturkippur frá sumrinu 1979, sem einnig var slakt ár ef miðað var við 1978. En aflinn í fyrra náði því þó að setja sumarið 1980 í 11. sætið yfir bestu laxveiðisumrin frá upphafi. Aflinn var 19% minni en meðaltal áranna frá 1970— 1979, en hins vegar 28% betra en besta veiðisumarið fram að 1970. Það sem var einkennandi fyrir veiðisumarið 1980 var fyrst og fremst skortur á smálaxi. Þær ár þar sem slíkur fiskur er uppistaðan í aflanum voru margar hverjar mjög slakar, en árnar þar sem laxinn er jafnan vænni voru flestar þokkalegar. Þó vantaði í þær smálaxa- skammtinn. Einnig mun kulda- tíð og þurrkar hafa haft mikil áhrif víða. En smálaxaleysið varð til þess, að meðalþungi veiddra laxa hérlendis á síðasta sumri var hærri en nokkru sinni fyrr, eða 9,6 pund. Víxlar og skuldabréf Hefi kaupendur aö miklu magni af víxlum og 2—3 ára skuldabréfum. Fyrirgreiösluskrifstofan — veröbr.sala. Sími 16223 — Vesturgötu 17. Þorleifur Guömundsson, heima 12469. Tölvusýning laugardaginn 28. mars kl. 14—18 NÝTT — NÝTT — NÝTT — NÝTT Samtengt fjárhags- og viðskiptamannabókhald fyrir Commodore tölvur. Hentar flestum íslenzkum fyrirtækjum. íslenzkt leturborð og íslenzkt letur á tölvuskjá og prentara. Tölvuskólinn Borgartúni 29 — sími 25400. 1-jík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.