Morgunblaðið - 27.03.1981, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 27.03.1981, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ 1981 39 Sigríður Guðmunds dóttir - Kveðjuorð Fædd 19. júlí 1918. Dáin 20. mars 1981. Þegar aldurinn færist yfir og maður flettir blöðum í lífsins bók, virðast manni sumar blaðsíðurnar auðar augnablik, það er þegar frétt berst um, að enn hafi ein samferðamanneskjan horfið frá manni og kvatt þetta líf: En smám saman fyllast þær aftur af minn- ingum frá samferðarbrautinni. Jafnvel þó að samferðarfólkið hafi átt við sjúkdóm að stríða, kemur manni fréttin á óvart. Þegar mér var tilkynnt andlát frænku minn- ar og vinkonu, Sigríðar Guð- mundsdóttur, brá mér allnokkuð, því ekki voru nema fáar vikur liðnar frá því að við höfðum kvatt Tómas bróður hennar síðustu kveðju. Sigríður Guðmundsdóttir var fædd að Hvammi í Dýrafirði 19. júlí 1918. Foreldrar hennar voru Guðmundur Tómasson og Guð- munda Tómasdóttir, föðursystir mín. Þegar hún var ung fluttust foreldrar hennar að Tröð á Þing- eyri, og þar ólst hún upp ásamt Tómasi bróður sínum og Krist- mundi, fósturbróður. Það var dag- legur samgangur milli heimilis hennar og foreldar minna, svo kynnin urðu náin í æsku. Sigríður heitin var heima hjá foreldrum sínum fram undir tví- tugt, þá fór hún til Reykjavíkur og vann þar að vetrinum, en var heima hjá foreldrum sínum að sumrinu. Þau áttu nokkrar skepn- ur og vann hún við heyskapinn með þeim. Á þessum vetrum kynntist hún Baldri Péturssyni bifreiðarstjóra hjá Olíuverslun íslands, og fluttist þá fljótlega alfarið suður og giftist honum. Eignuðust þau einn son, Árna Jón, sem giftur er Jófríði Guðjónsdóttur og eiga þau þrjá syni, Baldur, Bjarna og Bjarka. Mann sinn missti Sigríður heit- in skyndilega 1960, skömmu eftir að þau höfðu eignast nýja íbúð við Kleppsveginn. Það var svo fyrir 17 árum að Sigríður kynntist Bjarna Guð- mundssyni bifreiðarstjóra, og héldu þau saman heimili frá þeirri stundu. Var öll sambúð þeirra eins og best verður á kosið. Um svipað leyti hóf Sigríður störf á barna- leikvöllum, fyrst hjá Sumargjöf og síðar Reykjavíkurborg. Hún hafði alltaf yndi af börnum svo starfið varð henni hugleikið, og hún mjög vel liðin. En um svipað leyti og hún hóf þessi störf, fór að ásækja hana erfiður sjúkdómur, sykur- sýki, sem ekki varð ráðin bót á. Var þá gott að eiga traustan vin, og það reyndist Bjarni henni svo sannarlega, og sonur hennar og tengdadóttir voru henni einnig einstaklega góð. Þrátt fyrir þenn- an erfiða sjúkdóm stundaði Sig- ríður heitin starf sitt fram á síðustu stundu. Sigríður heitin var mjög trygg- lynd kona. Vestur til Þingeyrar fór hún á hverju ári meðan foreldrar hennar lifðu, enda dvaldi sonur hennar alltaf hjá afa og ömmu á sumrin. Og alla tíð stóð hugur hennar til æskuslóð- anna. Við frænkurnar héldum vinátt- unni alla tíð, og svo einkennilega vildi til, að þegar barnabörn hennar fóru að fæðast, tengdust þau öll dögum í lífi okkar hjón- anna, og minntist Sigríður heitin oft á það. Baldur fæddist á afmælisdegi dóttur okkar, Bjarni á afmælisdegi sonar okkar og Bjarki á brúðkaupsafmæli okkar. Og nú er okkur hjónunum mikill harmur í hug. Oft létti það okkur í sinni ef þau Sigríður og Bjarni komu, eða við til þeirra. Þá voru spilin tekin upp og gamanyrði flugu. Ég og maðurinn minn þökkum þessar stundir af heilum hug. Eg veit að söknuðurinn er mikill og einlægur hjá syni og tengda- dóttur ásamt barnabörnum, einn- ig mörgum öðrum vinum og vandamönnum, og vottum við hjónin þeim innilega samúð. Hjá Bjarna, sambýlismanni hennar, veit ég að söknuðurinn er ákaflega sár, af kynnum mínum við þau bæði fann ég hversu lífsbraut þeirra var innilega sam- ofin, enda þakkaði Sigríður heitin ávallt forsjóninni fyrir að hafa kynnst Bjarna og notið allrar þeirrar umhyggju, sem hann sýndi. Við hjónin vottum honum enn einu sinni okkar innilegustu samúð. Guð blessi minningu Sig- ríðar heitinnar Guðmundsdóttur. Ólöf Kristjánsdóttir SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM 1 söfnuði minum hafa allmargir kennarar i sunnudagaskólanum látið af störfum, vegna þess hve börnin eru ódæl. Nú hef ég verið beðinn að taka að mér einn bekkinn. Ilvað á ég að gera? Eg get ekki hugsað mér neitt göfugra verkefni en að kenna börnum fagnaðarerindið og segja þeim frá frelsandi krafti Krists. Auðvitað eru börn ódæl, og hver vill gera þau fullorðin, áður en þeirra tími er kominn? En þeim, sem starfa meðal barna, gleymist oft: Þó að börnin virðist stundum láta orð okkar sem vind um eyrun þjóta, fúlsa þau aldrei við fræðslu, ef hún er veitt af einlægni og í bæn. Kennarinn missir tökin, ef hann lætur ókyrrð þeirra svipta sig þolinmæðinni. Notum ímyndunaraflið. Og lærum svolítið um hegðun barna. Þá getur góður kennari heillað börnin og náð athygli hópsins, og mikill árangur getur náðst í bekknum. Daniel Webster sagði: „Ef við smíðum úr marmara, molnar hann. Ef við smíðum úr kopar, fellur á hann. Ef við reisum musteri, verða þau að dufti. En ef við vinnum að ódauðlegum huga fólksins, ef við innræt- um því háar hugsjónir, háleitar meginreglur, með réttum guðsótta og kærleika til mannanna, þá ristum við það á hjartaspjöld þeirra, sem tíminn getur ekki afmáð og mun lýsa og ljóma um aldur og ævi.“ Takið að yður bekk. Látið það vera eins og hvatningu frá Guði, og ristið á spjöld hjartanna það, sem varir til eilífðar. 26 sæluhús á vegum Ferða félagsins og deilda þess 54. aöalfundur FcrðafélaK.s fs- lands var haldinn 10. marz sl. að Ilótel Ileklu, Rauðarárstiu 18. Forseti félassins. Davið Olafs- son, setti fundinn og bauð Kesti velkomna. Fundarstjóri var kos- inn Hákon Bjarnason, fyrrver- andi skósra'ktarstjóri og fund- arritari frú Þórunn Þórðardótt- ir. Samkvæmt venju gat forseti helztu þátta í starfsemi Ferðafé- lagsins á árinu 1980. Undanfarin ár hafa framkvæmdir við nýbygg- ingu sæluhúsa tengst gönguleið- inni Landmannalaugar-Þórs- mörk, en þeim lauk með byggingu tveggja sæluhúsa við Álftavatn sumarið 1979. Þá snerum við okkur að næsta verkefni, en það var Kjalarsvæðið í víðari merkingu, en þ.e. allt svæðið milli Langjökuls og Hofsjökuls norðan Hvítár. Þrjú af elztu sæluhúsum Ferðafélagsins eru á þessu svæði, í Hvítárnesi og á Hveravöllum, auk hússins í Kerlingafjöllum, sem hefur verið leigt skíðaskólan- um nú um nokkurt skeið. Fyrir nokkrum árum fékk Hvítárnes- húsið mjög góða viðgerð eða nánast endurnýjun. Hveravallahúsið stendur á svæði, sem friðlýst var með aug- lýsingu menntamálaráðuneytisins 1975. Þetta hús, sem nú er orðið meira en 40 ára gamalt, er farið að lýjast nokkuð og hefur oft verið rætt um endurnýjun þess og stækkun. Það var ljóst að taka yrði tillit til friðlýsingarinnar við áætlanir um framkvæmdir á Hveravöllum, enda er allt slíkt háð samþykki Náttúruverndar- ráðs. Við undirbúning fram- kvæmda var því haft náið samráð við ráðið og niðurstaðan varð sú að byggja nýtt sæluhús, sem staðsett er á Breiðamel í norð- vestur frá gamla sæluhúsinu. Er það utan þeirrar girðingar, sem ætlað er að afmarka friðlýsta Frá aðalfundi Fej’ðafélags Islands svæðið, nokkuð fjær hverasvæð- inu en gamla húsið, og er ekki enn búið að sjá hvernig unnt verður að nýta hveravatnið til upphitunar. Með þessu nýja húsi er vel séð fyrir dvalarmöguleikum á Hvera- völlum, a.m.k. meðan gamla húsið stendur. Annað hús var reist á árinu 1980 en það var gönguskáli við Þverbrekknamúla, sem er um 4 km beint í austur frá sv-horni Hrútfells og rúmlega 1 km í vestur frá Fúlukvíslarbugðunni þar sem hún nær lengst til vesturs. Með því að húsið er vestan Fúlukvíslar og sú á oftast -ekki mjög árennileg, er nauðsyn- legt að á hana komi göngubrú og er gert ráð fyrir að sú brú komi á næsta sumri. Þegar brúin verður komin, verður skálinn góður án- ingarstaður á gönguleiðinni Hvít- árnes-Hveravellir, en annar án- ingarstaður yrði þá í skálanum í Þjófadölum. Einmitt á þessari leið, að hluta a.m.k á austurbakka Fúlukvíslar, liggur hinn gamli varðaði Kjalvegur og alla leið á Hveravelli. Gönguleiðir út frá Þverbrekknaskálanum til vesturs verða nú einnig auðveldari, t.d. í skála Jöklarannsóknafélagsins við Fjallkirkju í Langjökli eða umhverfis Hrútfell eða fyrir þá, sem velja þann kost að ganga á Hrútfell. Bæði hin nýju hús teikn- aði Jón E. Isdal, en Ástþór Runólfsson smíðaði þau og bræð- urnir Gunnar og Guðjón B. Jóns- synir sáu um flutning húsanna og frágang á staðnum. Með tilkomu húsanna tveggja eru sæluhúsin orðin 17 að tölu, en auk þess eiga deildir FÍ á Norður- og Austur- landi 9 hús, svo að þetta er orðinn all myndarlegur húsakostur. Eins og áður, var unnið að endurbótum og viðhaldi á eldri sæluhúsum félagsins og t.d. var sæluhúsið á Hlöðuvöllum tekið til gagngerrar lagfæringar og er það nú í mjög góðu ásigkomulagi. Hilmar Einarsson, smiður á Laugarvatni, annaðist það verk. Um viðhald á öðrum húsum sáu Magnús Þórarinsson og Guðbjörg Jónsdóttir, eins og undanfarin ár. Ennfremur fór hópur sjálfboða- liða í sum húsin í upphafi sumar- starfsins og þreif húsin að innan og utan og nánasta umhverfi þeirra. Því miður verður að segja, að aðkoman að húsunum eftir vetur- inn var víða ljót og er satt bezt að segja ótrúlegt hversu hirðulausir sumir þeirra eru, sem nota sælu- húsin á veturna. Það er svo sennilega af sama toga spunnið, að ótrúlega fáir, sem nota húsin á veturna, sjá ástæðu til að greiða gistigjöldin. Er það fullkomið áhyggjuefni. Trjáræktin í Heiðmörk var með sama sniði og áður, en umsjónar- maður þess starfs var Sveinn Ólafsson. Sl. ár var helgað trjá- ræktinni og gróðursetnmg Ferða- félagsins nú helguð Reyni Sveinssyni, sem í fjölmörg ár var fylgdarmaður Ferðafélagsins í Heiðmörkinni. Annar göngudagur Ferðafé- lagsins var 15. júní í afar hag- stæðu veðri enda komu 100 fleiri í gönguna en á fyrsta göngudegin- um árið áður. Þriðji göngudagur- inn verður 14. júní nk. og ef að líkum lætur kann fólk vel að meta þennan sérstaka göngudag, þótt Ferðafélagið standi fyrir göngu- ferðum á sunnudögum allt árið um kring. Á árinu var stofnuð ein ný deild innan Ferðafélagsins og nefnist Ferðafélag A-Skaftfellinga, með aðsetur í Höfn. Voru stofnfélagar um 100. Eru deildirnar utan Reykjavíkur þar með orðnar 8 og er vonandi að þessi þróun haldi áfram. Á aðalfundinum var einn félagi heiðraður og gerður að Kjörfé- laga, Matthías Pálsson, pípulagn- ingamaður, þakkaði forseti hon- um allt það óeigingjarna sjálf- boðastarf, sem hann hefur unnið félaginu um margra ára skeið. Framkvæmdastjóri félagsins, Þórunn Lárusdóttir, las upp og skýrði endurskoðaða reikninga fé- lagsins. Þá fór fram stjórnarkjör. Tveir af stjórnarmönnum gáfu ekki kost á sér til endurkjörs, þeir Einar Haukur Kristjánsson og Haraldur Sigurðsson. Einar Haukur hefur setið eitt kjörtíma- bil, þrjú ár, og gegndi starfi gjaldkera í stjórninni. Haraldur Sigurðsson hefur átt sæti í stjórn- inni í 14 ár og þegar ritnefnd var sett á laggirnar 1969 tók hann sæti í henni og hefur starfað þar síðan. Þá hefur hann verið ritari stjórnarinnar frá 1976. Haraldur hefur innt af höndum mikilvægt starf við útgáfu Árbókanna og aðra útgáfustarfsemi félagsins. Úr stjórninni áttu að ganga Einar Haukur Kristjánsson gjald- keri, Haraldur Sigurðsson ritari, Haukur Bjarnason og Magnús Þórarinsson meðstjórnendur. Haukur Bjarnason og Magnús Þórarinsson gáfu kost á sér til endurkjörs, en í stað þeirra Ein- ars Hauks og Haraldar Sigurðs- sonar voru í framboði Guðmund- ur Pétursson og Garðar lngvarsT son. Önnur framboð höfðu ekki komið og voru þeir því sjálfkjörn- ir. Endurskoðendur voru endur- kjörnir en þeir eru Gunnar Zoéga og Jón Snæbjörnsson, löggiltir endurskoðendur og til vara Oskar Bjartmarz. í fundarlok sýndi Björn Rúr- iksson litskyggnur frá Tindfjöll- um, Þórsmörk og Eyjafjallajökli. (Frá Fl)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.