Morgunblaðið - 27.03.1981, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.03.1981, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ 1981 COSPER ... síðan rak ég prinsessuna í gegn og giftist drekanum! ást er... ... að truíla hann ekki þegar hann er undir stýri. TM fiw U.S. Pat Oft.—all rtghts reservtd e 1981 Lot Angates Tlm«s Syndrcale Svona vöðvar, drenxur minn, þýða: bindindi á tóbak, vin og kvenfólk! Með morgunkaffinu Ég heí alltaf sagt það hér i prédikunarstólnum að fátækl- ingar eru alltaf veikomnir hingað i kirkjuna. Ég sé að svo er því kirkjubaukurinn er tóm- ur! t þfTTA &Z BRA(ft>, HP. DbMAÆl!. . 'Ak<&R.Ð> eR f'ÍL-Ul£CrA SA Börn og unglingar eru ekki þrýstihópar Margrét Jóhannsdóttir skrifar: Mig langar til að gera dálitla athugasemd við grein Kristjáns Kristjánssonar í dáikum Velvak- anda 19.3. Ég styð heilshugar ósk framhaldsskólanema um mötu- neyti við skólana, þar sem þess er þörf. Satt að segja finnst mér þeir hafa sýnt mikið langlundargeð, að hafa getað unað svo lengi við algjörlega óforsvaranlega aðstöðu. Þessi aðstaða er óvíða fyrir hendi í skólum Ég er alveg sammála Kristjáni um það, að heimtufrekjan er orðin allt of mikil og þrýstihópar alls- konar vilja alltaf meira og meira. En það eru ekki börn og unglingar sem heimta mest. Ég efast um að nokkrum stéttum í þjóðfélaginu sé boðið upp á það nú til dags, þegar fólk vinnur samfelldan vinnutíma og kemst ekki heim, aö svelta í 7—8 klst. Flestir hafa aðstöðu til þess að kaupa mat, jafnvel á niðurgreiddu verði eða að minnsta kosti kaffistofu, þar sem hægt er að setjast niður og borða nestið sitt. Þessi aðstaða er óvíða fyrir hendi í skólunum. Auðvitað kostar þetta peninga, en heldur vil ég að mínir skattpen- ingar fari í það, að greiða niður mat skólabarna, heldur en t.d. að greiða niður fæði fyrir fullorðna fólkið, sem hefur ágætis laun og getur vel borgað sinn mat sjálft. Þá liði þeim líka betur Skóladagurinn hefur lengst talsvert mikið frá því sem áður var og mörgum haldið þar nauð- ugum í skyldunámi, sem væru betur komnir úti í atvinnulífinu. Ég las nýlega ágæta grein í Vísi, eftir Magnús Bjarnfreðsson, um mannleg tilraunadýr. Skólamálin þarf að taka til endurskoðunar. Ég er ekki fær um að fjölyrða mikið um þau. Hitt er ég hinsvegar sannfærð um, að nemendur með- tækju betur andlega fóðrið, væru þeir ekki sársvangir og þá liði þeim líka betur í skólunum. Undirstaða heilbrigði Það er ekki vafi á því að þeir peningar sem fara í þetta koma aftur í öðru formi, með betra heilsufari. Heilbrigðisþjónustan er orðin geysilega dýr og læknar tala mikið um fyrirbyggjandi að- gerðir. Ég minnist þess nú samt ekki, að þeir hafi látið í sér heyra um þessi mál, en að minni hyggju er gott fæði, og þá sérstaklega á uppvaxtarárunum, undirstaða heilbrigði. Börn og unglingar eru orðin hálfgert útigangsfólk hér og ef við höfum ekki einu sinni efni á að gefa þeim að borða, þá er illa komið fyrir þessu þjóðfélagi. Hestar vita hvar þeim þykir best - og þurfa ekki að láta útvarpið segja sér það Víkingur Guðmundsson. „Kæri velvakandi góður! Grænahóli, Akureyri, skrifar 20. Mig hefur lengi langað til að þ.m.: stinga niður penna og segja mitt álit á stofnun þeirri, sem nefnd er Ríkisútvarp. Ég er á þeim aldri að ég man upphaf þess og aila þess tíð. Til skamms tíma naut þessi stofnun virðingar allra lands- manna fyrir vandað efni, sannar fréttir og lausar við áróður, svo og vandað málfar. En nú virðist mér vera mjög farið að losna í böndun- um allt sem kalla mætti vand- virkni. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.