Morgunblaðið - 27.03.1981, Page 45

Morgunblaðið - 27.03.1981, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ 1981 45 Sími og blöð nauðsynleg vinnutæki blaðamanna Vegna fyrirspurnar Garðars Ilannessonar, símstöðvarstjóra í Hveragerði, í Velvakanda hinn 18. marz síðastliðinn, skal eftirfar- andi tekið fram: Samkvæmt upplýsingum Blaða- mannafélags Islands fá blaðam- enn samkvæmt kjarasamningi fé- lagsins við útgefendur dag- blaðanna endurgreiðslu á útlögð- um kostnaði vegna starfa sinna. Blaðamenn fá eftir eitt ár í starfi greitt 'k afnotagjald síma og 85 umframskref og hafi þeir starfað 5 ár eða lengur, fá þeir allt afnotagjaldið og 170 umframskref á ársfjórðungi. Þá fá blaðamenn frá fastráðn- ingu 4 heimsend dagblöð. Samkvæmt upplýsingum Fríðu Björnsdóttur, starfsmanns félags- ins, hefur, frá því er þessi ákvæði komu inn í kjarasamning félags- ins, verið litið svo á, að bæði sími og biöð séu nauðsynleg vinnutæki blaðamanna, sem þeir vegna starfa sinna geti ekki verið án. Blaðamenn þurfi iðulega að hringja utan venjulegs vinnutíma og í þá er hringt á öllum tímum sólarhrings. Blöð verði blaðamenn að lesa til þess að fylgjast með fréttum. Samvinnuferðir: Legg til að ferðaskrif- stofan skipti um naf n þar sem því varð við komið. Það er beinlínis hryggilegt, að eftirmenn þessara frumherja, svo sem fram- kvæmdastjóri Samvinnuferða skuli hælast um yfir því að hafa samið við danska flugfélagið í stað þess að leita til íslendinga. Mætti vera í fersku minni, hvernig fór með samgöngur milli íslands og útlanda, þegar íslendingar urðu að treysta á „frændur" sína í Skandinavíu í þeim sökum. Ég legg hér með til, að skipt verði um nafn á þessari ferða- skrifstofu og hún heiti héðan í frá „Samvinna um danskan undir- lægjuhátt“.“ Samvinnumaður skrifar: „Velvakandi! Þótt maður sé ekki vanur að blanda sér í deilur og dægurmál, get ég ekki látið hjá líða að leggja orð í belg varðandi samning Sam- vinnuferða við Sterling-flugfélag- ið. Ég veit ekki nákvæmlega, hvað Samvinnuhreyfingin á mikið í þessari ferðaskrifstofu, en alla vega ber hún nafnið Samvinnu- ferðir. Þegar Samvinnuhreyfingin náði fótfestu á íslandi, fyrst norður í Þingeyjarsýslum, þá var það vegna þess að forystumenn voru þjóðlegir í allan máta og stugguðu við erlendum áhrifum. Úr lausu lofti gripið Hluthafi í Flugleiðum skrifar: í Velvakanda skrifar „Vestri" nokkur nýlega og veitist að Flug- leiðum og starfsfólki þess félags. Ég er hluthafi í þessu félagi og hef verið lengi. Ég hefi fylgst vel með þróun félagsins allt frá stofnun en var áður hluthafi í Loftleiðum. Allt sem Vestri finnur félaginu og stjórn þess til foráttu er úr lausu lofti gripið. Utanaðkomandi erfið- leikar hafa orðið til þess að rýra afkomumöguleika félagsins. Við þurfum ekki annað en að lesa blöðin til að sjá að flugfélög í öðrum löndum eiga við samskonar erfiðleika að etja. Nær væri þess- um Vestra að leggja félaginu lið en að rífa niður það sem vel er gert. Ég held að ég mæli fyrir munn margra hluthafa er ég lýsi fullu trausti á stjórn, forstjóra og starfsmenn Flugleiða. Við þurfum að standa saman um flugmálin. Sameinaðir stöndum vér, sundrað- ir föllum vér.“ Velvakandi kannast nú ekki við að þessi skrif „Vestra" hafi birst hér í dálkunum. Auðséð að hrossin höfðu það gott í sjónvarpsfréttum í kvöld var birt mynd af útigangshrossum og látið liggja að því, að þarna væri mannvonskan í algleymingi og talað um, að dýraverndunarlög væru brotin. A mynd þessari mátti sjá að hrossin voru á beit innan um heybagga og auðséð að hrossin höfðu það gott. Ég veit að það er enginn maður svo vitlaus sem umgengst skepnur, að hann viti ekki að hestar jafnt og önnur dýr vita hvar þeim þykir best og þurfa ekki að láta útvarpið segja sér það. Sjónvarpið afli sér um- sagnar þoirra som vit hafa á Ef hestum er gefið inni í húsi og húsið haft opið, fara þeir út um leið og þeir hafa étið. Sé þeim gefið úti, fara þeir aldrei í hús. Þetta sannar að hesturinn er það vel í stakk búinn, að honum líður ekki annars staðar betur en úti. Þetta vita allir sem til hesta þekkja og þá umgangast og hefði sjónvarpið ekki þurft að birta þessa ósönnu og ómerkilegu frétt til að sverta þá sem hrossum unna og annast þau. Skora ég því á sjónvarpið að afla sér umsagnar þeirra sem vit hafa á því, sem um er fjallað og birta það, en ekki einhvern þvætting. Þessir hringdu . . . Mannleg hlýja í Ilamraborg Kristín hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Fullorðin frænka mín, sem býr í Kópavogi, var stödd hjá mér fyrir skömmu. Við vorum nokkur að spjalla saman og talist barst að bókinni um Jón Odd og Jón Bjarna eftir Guðrúnu Helgadóttur. Og það var rifjað upp atvikið þegar bræðurnir fóru inn í leikfanga- verslunina með móður sinni og kaupmaðurinn rak þá út. Þá sagði frænka okkar frá nýlegri reynslu sinni. Þær fara oft saman tvær vinkonur á samkomur fyrir aldraða í Kópavogi og á eftir er kíkt í búðarglugga. Frænka sagði að á þessu rápi hefðu þær vinkonurnar oft komið inn í búsáhalda- og leikfangaverslun í Hamraborg svona til að skoða ýmislegt betur en hægt væri utan frá götunni. Frænka sagði: — Og afgreiðslust- úlkan í versluninni er ekki að amast við okkur, þó að hún viti, að við séum bara að skoða, heldur er alltaf hlý og elskuleg við okkur í viðmóti. Og ekki bara við okkur. Nýlega heyrðum við vinkonurnar, að hún var að ræða við tvo drengi, sem voru að skoða sig um í leikfangadeildinni, og sagði við þá: Þið munið reglurnar, strákar mínir, skoðið eins og þið viljið, en ef þið viljið kanna eitthvað nánar, þá kallið bara á mig. — Þetta var saga frænku minnar og okkur þótti fróðlegt að bera hana saman við reynslu bræðranna Jóns Odds og Jón Bjarna forðum. En þetta hlýtur nú að vera alveg sérlega indæl mannneskja, sem þarna stendur við afgreiðslu. Perst'tnuleg cign forseta íslands. Fyrir skömmu var hringt í Velv- akanda og spurt hér í dálkunum, hvort gjafir þær, sem Vigdís Finn- bogadóttir, forseti íslands, hefði fengið í Danmerkurferðinni, væru persónuleg eign hennar eða eign forsetaembættisins, og hvaða regl- ur giltu almennt um gjafir til forseta. Velvakandi hafði samband við skrifstofu forseta íslands og spurðist fyrir um þessi atriði. Birgir Möller forsetaritari sagði: — Gjafirnar eru samkvæmt hefð per- sónuleg eign forsetans og sama gildir um gjafir til ráðherra. SlGCA V/GGA í 1(LVERAW Tómstundavörur :fyrir heimHi og skaLa Námskeið Innritun stendur yffir í GLERMÁLUN • Hnýtingar • Tágavinna • Tauþrykk • Myndvefnaður • Spjaldvefnaöur • Leðurvinna HANDÍD Laugavegi 26 og Grettisgötu sími 2 95 95 Kantlímdar — smíðaplötur (Hobby-plötur) fyrir fagmenn og leikmenn. I Koro- Tilvalid til akán Ptast- 3> l I W'lur fotfingasfníða. I 1 30 c»n, so -- » / cm og eo cm • braidd. 244 cm i 'engd. Hurdir á fata- skápa rtkar- •P»ni, til- bunar undir ,akk og b»(. Plast- •agdar hi/fur meö teek*1 mahogany- °0 furuviö- 60 cm * brairw og cm t ••"Od. Til- velid i skápa og hillur. * ■ Það er ótrúlegt hvaó hœgt er aó smíóa úr þessum hobbýplötum, t.d. klasóa- skápa, eldhúsinnréttingar, hillur og jafnvel húsgögn. BJORNINN Skúlatúm 4 Simi 25150 Reykjavik

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.