Morgunblaðið - 28.03.1981, Síða 1
48SÍÐUR OGLESBÓK
73. tbl. 69. árg.
LAUGARDAGUR 28. MARZ 1981
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Pólland:
Viðræður stjórn-
ar og Samstöðu
árangurslausar
Pólskir verkamenn bera Lech Walesa. leiðtoga sinn, á herðum sér á fjoldafund i Varsjá í gærmorgun
á meðan á verkfalli Samstöðu stóð. (Simamynd ap>
Varsjá. 27. marz. AP.
LECH Walesa, leiðtoxi Samstöðu,
ok Rakowski, aðstoðarforsætis-
ráðherra Póllands, ræddust við
ásamt aðstoðarmönnum sinum i
nærri f jóra tíma í dag. Samkomu-
lag náðist ekki á fundum þeirra,
en ákveðið var að aðilar myndu
hittast að nýju á morgun, laugar-
dag. Ótimabundið allsherjarverk-
fall Samstöðu kemur til fram-
kvæmda á þriðjudag hafi ekki
náðst samkomulag fyrir þann
tima.
Milljónir pólskra verkamanna
tóku þátt i fjögurra tíma vinnu-
stöðvun, sem Samstaða boðaði til í
morgun, og lá atvinnulífið í land-
inu að mestu niðri þann tíma.
Pólsku ríkisfjölmiðlarnir birtu
mjög ítarlegar fréttir af verkfall-
inu, m.a. birtust í sjónvarpinu
myndir af verkamönnum í Lenín-
skipasmíðastöðinni í Gdansk, þar
sem þeir voru að loka hliðunum að
stöðinni.
Talsmenn Samstöðu sögðu í dag
að fulltrúar stjórnarinnar hafi á
fundinum með Walesa lagt fram
13 blaðsíðna skýrslu um atburðina
í Bydgoszcz í fyrri viku, þegar
lögregla lagði hendur á þrjá
verkalýðsforingja. Ein helzta
krafa Samstöðu nú er að þeim
verði vikið frá, sem ábyrgð bera á
þessu atviki.
„Við munum kynna okkur inni-
hald skýrslunnar rækilega í nótt,“
sagði Lech Walesa í kvöld, þegar
hann kom frá fundinum með
Rakowski. Hann vildi ekkert segja
um niðurstöður skýrslunnar.
Karl prins fær giftingarleyfi
ELÍSABET II Bretadrottning gaf í dag formlegt leyfi til þess, að
Karl krónprins, sonur hennar, gengi að eiga lafði Diönu Spencer
þann 29. júní nk. Drottningin leyfði ljósmyndurum síðan að taka
myndir af sér með hinum tilvonandi brúðhjónum í garði
Buckingham-hallar.
Áður er tilkynningin var gefin út hélt drottningin fund með 360
ráðgjöfum sínum, Karl er þar í hópi sem krónprins, til að ræða
málið. Er þetta samkvæmt hefð og lögum frá 1772 og munu
viðstaddir hafa samþykkt ráðahaginn einróma. Nokkru áður hafði
lafði Diana komið til Buckingham-hallar með þyrlu sem lenti þar á
grasflötinni og beið hún þolinmóð eftir niðurstöðu ráðgjafafundar-
ins. Segja fréttamenn, að ekki hafi verið á henni að sjá, að hún væri
smeyk um að niðurstaðan yrði þeim í óhag!
helgi ræður
Póllandi“
- segir Haig utanrikisráð-
herra Bandaríkjanna
hætta á róstum meðal þeirra,
sem fengju ekki keyptan nægan
mat.
Weinberger, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, sagði í dag,
að Bandaríkin og ýmis önnur ríki
veltu nú fyrir sér ýmsum aðgerð-
um, sem grípa mætti til, kæmi til
innrásar Sovétmenna í Pólland.
Hann sagðist aðspurður hvorki
reikna með né útiloka hernaðar-
legar aðgerðir af því tilefni.
Sovézka fréttastofan Tass
sagði í dag, að verkfallið í morg-
un hefði haft lamandi áhrif á
pólskt efnahagslíf. Sagði Tass að
aðgerðir Samstöðu, samtaka
hinna frjálsu verkalýðsfélaga í
landinu, væru „greinilega stjórn-
málalegs eðlis" og gaf í skyn að
pólski kommúnistaflokkurinn
fengi lítt við ráðið.
Málgagn rúmensku stjórnar-
innar lagði í dag enn áherzlu á að
Pólverjar yrðu að leysa vandamál
sín sjálfir án utanaðkomandi
íhlutunar. Málgagn stjórnarinn-
ar í Tékkóslóvakíu sakaði hins
vegar forsvarsmenn Samstöðu
um að beita hótunum, kúgunum
og valdi gegn andstæðingum sín-
um.
Sendiherrar NATO-ríkjanna
fimmtán komu saman til fundar í
Brússel í dag til að fjalla um
ástandið í Póllandi. Engin yfir-
lýsing var gefin út að fundinum
loknum, en talið er að sendiherr-
arnir hafi skipzt á upplýsingum
um ástand mála í landinu.
Bretland:
Rannsókn á upplýsing-
um Chapman Pinchers
London. 27. marz. AP.
THATCHER, forsætisráðherra
Bretlands, greindi frá þvi i dag,
að hún hefði ákveðið að láta fara
fram sérstaka rannsókn á þvi,
hvernig blaðamaðurinn Chap-
man Pincher, varð sér úti um
upplýsingar, sem benda til þess
að sovézkir njósnarar hafi starf-
að innan brezku leyniþjónust-
unnar.
Af hálfu brezku stjórnarinnar
var í dag gefið í skyn, að ætlunin
væri að sækja Pincher til saka
fyrir brot á reglum um meðferð
ríkisleyndarmála, gæfi rannsókn-
in tilefni til þess.
Pincher gaf í skyn í nýútkom-
inni bók sinni, að Sir Roger Hollis,
sem var yfirmaður brezku gagn-
njósnanna frá 1956—1965 hafi
verið njósnari Sovétmanna.
Thatcher neitaði þessum ásökun-
um í garð Sir Rogers í þinginu i
gær og Sir Harold Wilson, fyrrum
forsætisráðherra, tók í sama
streng, þót. bæði segðu að óger-
legt væri að sanna að maðurinn
hefði verið saklaus.
Pincher sagði í dag, að hann
mundi alls ekki gefa upp heimild-
armenn sína fyrir upplýsingunum
í bókinni. Sagði hann, að það væri
afar iila ráðið að hefja sérstaka
rannsókn á því, hvernig hann
hefði orðið sér úti um þessar
upplýsingar. Hann fullyrti jafn-
framt að í bókinni væri ekkert
sem sakað gæti öryggishagsmuni
Bretíands.
Thatcher tilkynnti í þinginu í
gær, að önnur sérstök og gagnger
rannsókn mundi gerð á öllu skipu-
lagi brezku leyniþjónustunnar.
Flugvél rænt í Honduras
Manavcua. 27. marz. — AP.
FARÞEGAÞOTU á leið frá Hond-
uras til New Orleans í Bandarikj-
unum var í dag rænt og snúið til
Managua i Nicaragua. í vélinni
voru 81 farþegi og 6 manna
áhöfn. Flugræningjarnir, sem
talið er að séu fimm talsins, hafa
krafizt þess að 16 vinstri menn
frá EI Salvador, sem i haldi eru i
Honduras, verði látnir lausir.
Opinber sendinefnd frá Hondur-
as var væntanleg til Managua i
kvöld til að semja við ræningj-
ana.
Vélinni var rænt örfáum minút-
um eftir að hún hóf sig til flugs í
Honduras.
Við komuna til Man-
agua voru ein kona og börn
hennar tvö, sem verið höfðu á leið
til Bandaríkjanna til lækninga,
látin laus.
Líkur voru i kvöld
taldar á því, að fleiri konur og
börn verði látin laust í Managua
en flugvélinni síðan flogið til
Kúbu, Guyana eða Alsír, þar sem
frekari samningar yrðu teknir
upp.
„Komandi
úrslitum í
Hóta f jölda-
sjálfsmorðum
Genf. 27. marz. AH.
FJÖRUTÍU og tveir verkamenn
frá Tyrklandi hafa hótað að
fyrirfara sér sameiginlega fái
þeir ekki dvaiarleyfi í Sviss sem
pólitískir flóttamenn.
Mennirnir tilheyra allir
minnihlutahópi Kúrda í Tyrk-
landi. Þeir hafa ýmist komið til
Sviss með ólöglegum hætti eða
hafa útrunnin dvalarleyfi.
Mennirnir eru nú í umsjá mót-
mælendasafnaðar í Genf, sem
sér þeim fyrir fæði og húsa-
skjóli, en fyrr í mánuðinum
lögðu þeir undir sig kirkju í
borginni og fóru í skammvinnt
hungurverkfall. Af hálfu svissn-
eskra yfirvalda hefur það eitt
verið sagt um mál þetta, að það
sé til athugunar.
Wmihinston. MoNkvu. Urassel. 27. marz. AP.
ALEXANDER Haig. utanrikis-
ráðherra Bandarikjanna, sagði i
dag, að atburðir i Póllandi nú
um helgina mundu ráða úrslit-
um um það, hvort friður héldist í
landinu eða hvort þar kæmi til
vopnaviðskipta. Ilaig sagði að
innan kommúnistaflokks Pól-
lands væri „mjög mikill og
hættulegur“ ágreiningur milli
harðlínumanna og hinna, sem
koma vilja frekar til móts við
kröfur verkalýðsfélaganna.
Haig sagði að hann hefði það
m.a. til marks um að úrslitastund
nálgaðist, að heræfingum Var-
sjárbandalagsríkjanna í Póllandi
hefði verið haldið áfram lengur
en upphaflega hafði verið ákveð-
ið. Hann bætti því við að vegna
matarskortsins í landinu væri