Morgunblaðið - 28.03.1981, Side 17
17
-MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1981
-------lo-—----------------------------
Ahersla var á það lögð hjá
Norðmönnum að búa
þannig um allar stjórn-
stöðvar sinar, að unnt væri að
starfrækja þær við verstu aðstæð-
ur. Allur búnaður til fjarskipta
var tvöfaldur eða þrefaldur og
sjálfstæð kerfi i skotheldum byrgj-
um. 1 einu þeirra útskýrði Ström-
berg, major yfirmaður undirfylkis
A, fyrir okkur starfsvettvang sinn.
Litli drengurinn i rústunum
getur verið tákn fyrir þau dapur-
legu örlög, sem ibúar þessara
sveitaþorpa hafa mátt þola. Hvergi
sáum við nein merki þess, að fólk
þyldi skort. Samhliða gæslustörf-
unum hafa Sameinuðu þjóðirnar
lagt á það áherslu að aðstoða
landsmenn við að endurreisa bæi
og þorp. í þvi skyni hafa raf- og
vatnslagnir verið endurbættar og
sjúkrahús SÞ eru öllum opin.
Barnahjálp SÞ hefur i undirbún-
ingi aðgerðir á þessum slóðum og
önnur samtök til hjálpar börnum
hafa lagt sig fram um að efla
skólakerfið að nýju.
Þannig var útlitið á heiðinni,
þegar bilstjórinn ákvað að snúa
við. Þótt snjórinn sé ekki mikill
var hálkan gifurleg og við blasti,
að við myndum lenda í umferðar-
öngþveiti á Damaskusveginum yfir
Líbanonf jall. Niður við ströndina
var sól og sumar en eyðileggingin
blasti þar við eins og i f jöllunum.
Undir árvökulum augum
norskra hermanna ræða félagar i
PLO saman við Toyota jeppann,
sem á hverjum morgni flytur vatn
og vistir til þeirra, sem í „hreiðr-
inu“ dveljast. 10 til 12 menn eru i
„hreiðrinu“ og tvisvar á dag mega
þeir fara þaðan með asnann sinn
til að ná i vatn. Það er til marks
um togstreituna innan PLO, að i
þessu „hreiðri“ dveijast fulltrúar
tveggja fylkinga og milli þeirra er
ástandið þannig, að annar aðilinn
treystir ekki hinum til að sækja
vatn fyrir sig. Þess vegna eru
ávallt tveir menn með asnanum.
land. Yfirbragðið var einhvern
veginn allt annað og fínu bílarnir,
Mercedes Benzar og stórir amer-
ískir drekar settu jafnvel meiri
svip á umhverfið. Ekki leið á
löngu, þar til við sáum ölgerðina
með Almaza-skiltinu. Þar urðu
fagnaðarfundir. Bílstjórinn og
fylgdarmaðurinn voru leystir út
með ölkössum og við Kjartan
drifnir upp í Mercedes og ekið
heim til ræðismannsins, þar sem
hann beið okkar og sagði, að hjá
sér skyldum við dveljast eins og
heima hjá okkur næstu tvær
nætur.
Hér verður engin tilraun gerð
til að lýsa þeim mun, sem er á
híbýlum Francois Jabre og sjúkra-
stofunni í Ebel es Saqi. En á
báðum stöðum mætti okkur mikil
hlýja og án hennar getur dvöl við
hinar bestu aðstæður orðið að
kvöl. Klukkan var langt gengin í
fimm, þegar við heilsuðum Jabre á
heimili hans og tókum að njóta
mikillar gestrisni hans.
Næsta dag las ég í Beirut
blaðinu „Le Reveil" um árásir
ísraelsmanna rétt hjá Tyrus, eftir
að við höfðum verið þar á ferð.
Rétt um fjögur síðdegis höfðu sex
ísraelskar Phantom-þotur ráðist á
bækistöðvar PLO milli Tyrusar og
Sídon við þjóðveginn, sem við
fórum eftir. Blaðið sagði, að 20
hafi látist í árásinni og 40 særst.
Palestínumenn hafi svarað með
því að skjóta rússneskum SAM-7
eldflaugum á vélarnar og auk þess
notað loftvarnabyssur. Engri vél
var grandað. Árásin var gerð, þar
sem Litaníáin rennur til sjávar og
PLO lokar veginum við ströndina
á brú yfir hana. Skömmu eftir
árás Israelsmanna skutu PLO-
menn á ísraelska bæinn Kiryat
Shmona með Katioucha-rakettum
frá Suður-Líbanon. Þeirri árás
svöruðu ísraelsmenn með stór-
skotaárás á þrjár búðir Palestínu-
manna við Tyrus.
Saad Haddad, majór, var ekki
heldur aðgerðarlaus þennan dag,
sem við ókum í gegnum Tyrus og
Sidon. Um klukkan tvö síðdegis
skaut hann fallbyssusprengikúl-
um á Sídon og síðar lét hann aftur
rigna kúlum í bænum. Var þetta
þriðji dagurinn í röð, sem Haddad
stundaði slíka hryðjuverkaskot-
hríð á bæinn. Honum hafði tekist
að eyðileggja vatnsból Sídon og
trufla allt daglegt líf þar. Hver
var tilgangurinn? Jú, majórinn
var að knýja á um það, að stjórn
Líbanon greiddi sér fimm milljón-
ir dollara ,sem hann krafðist í
mála fyrir sig og hermenn sína.
Hótaði hann að skjóta daglega á
Sídon, þar til málinn yrði greidd-
ur.
Aðstoðarvarnarmálaráðherra
Israels, Mordekhay Tzippori, var á
ferðalagi um norðurhluta lands
síns þennan dag. Eftir honum var
haft: ísrael heldur áfram að styðja
Saad Haddad svo lengi sem ekki
ríkir algjör friður á landamærum
Israels og Líbanon.
Wazzan, forseti þings Líbanon,
Arabi, sagði: Hver blóðdropi, sem
fellur fyrir tilverknað Israels-
manna, er ákall um að Líbanir
taki höndum saman, snúist gegn
hættunni með þjóðarsamstöðu.
Arabískir bræður okkar verða að
leggja sig fram um að verja
Suður-Líbanon, undan þeirri
ábyrgð fá þeir ekki vikist.
NÆSTA GREIN:
KRISTNIR MENN
í KLOFNU RÍKI
Rætt við Francois Jabre, aðalræðismann íslands, um stöðu
kristinna manna í Líbanon og lýst furðulegum lífsþrótti
stríðshrjáðs fólks
„Ég hef upplifað
landslag sterkar hér
en nokkurs staðar“
— Ég hef lengi haft áhuga á norrænum
málum og hef náð allgóðum tökum á þeim —
nema finnskunni. Ég hef lagt mig eftir að
læra fornnorsku, sem er ekki svo ýkja
frábrugðin íslenzkunni. í Björgvin i Noregi
hef ég til dæmis hitt fólks sem talar
vest-norsku og henni svipar talsvert til
íslenzku.
Þetta segir Christer Eriksson, skáld frá
Svíþjóð og ritstjóri bókaflokksins Dikt i
Norden, og eins og titillinn bendir til eru það
ljóðabækur frá Norðurlöndunum. Forlagið
Raben og Sjögren hefur þegar gefið út átta
bækur norrænna ljóðskálda og hefur Eriksson
séð um þýðingarnar, nema eftir finnsku
höfundana. Af íslenzkum skáldum hafa í
þessum flokki komið út bækur eftir Jóhannes
úr Kötlum og Jóhann Hjálmarsson og nú
vinnur hann að þýðingum á ljóðum Matthías-
ar Johannessen. Af öðrum höfundum í þessum
flokki má nefna Ivan Malinovsky og Marienne
Larsen frá Danmörku, Sten Mehren frá
Noregi og síðan kemur bók eftir Olav Hauge
innan tíðar.
Christer Eriksson hefur
sent frá sér fjórar bækur, sú
fyrsta var prósaljóð, Observ-
atorens dagbok, árið 1975, og
síðan Gaar i dag, einnig
ljóðabók, og Private essayer.
Hann hefur nú nýlega lokið
fyrstu skáldsögu sinni sem
heitir „Harry, det som skiljer
oss át ár ett hárstrá. „Þetta
er eins konar sálfræðileg
glæpasaga," segir hann og
bætir við að hann hafi haft
hana lengi í smíðum, byrjaði
á henni í sinni fyrstu Is-
landsferð fyrir fjórum árum.
„Þetta er nokkuð djúpsinna
bók, þótt einnig megi kalla
hana afþreyingarbók. Hún
byggir á Ödipusarkomplexin-
um, sögusviðið er Stokkhólm-
ur nútímans. Það er ekki
áþreifanlegur boðskapur í
þessari bók. Hún snýst um
mann, sem telur sig hafa
framið morð, og fær einka-
njósnara til að reyna að
sanna á sig morðið. Út á
þetta og fleira gengur bókin
og ekki gott að rekja efnið í
stuttu máli. Ég er byrjaður á
annarri skáldsögu, en ekki
kominn nema rétt af stað.“
— Þó svo að ég sé orðinn
allvel læs á íslenzku, hef ég
við þýðingar mínar notið ómetanlegrar að-
stoðar Jóhanns Hjálmarssonar. Það hefur
ekki hvað sízt komið vel að notum nú upp á
síðkastið, eftir að ég hóf að þýða ljóð
Matthíasar Johannessen. Það opnaðist mér
nýr heimur eftir að ég fór að lesa þau, en ljóð
hans eru svo full af mytológíu og hann notar
mikið kenningar í ljóðum sínum. Ég býst við
að ljóðabókin fái hljómgrunn í Svíþjóð, því að
ljóðin hafa mjög víðtæka skírskotun — eru
universal — ef svo má segja. Raunar hefur
þessi bókaflokkur fengið afbragðs góða dóma,
upphaflega var samið um að ég þýddi fjórar
bækur á ári í fjögur ár, en míðað við þær
undirtektir sem hafa orðið þætti mér ekki
ólíklegt að framhald yrði á.
Aðspurður um, hversu mikill áhugi Svía
væri á norrænum ljóðum sagði Christer:
— Víst eru Svíar forvitnir. En þeir hafa
ákveðna fordóma í garð þess sem er norrænt
— og ekki sænskt. Þeim hættir til að kalla það
sveitalegt. Þær íslenzkar bækur, sem hafa
komið út á sænsku, hafa svona mismunandi
lítið eða mikið eytt þessum fordómum, val á
þeim kann að ráða einhverju og þýðingar eiga
sinn þátt. Enda er ekkert áhlaupaverk að þýða
úr íslenzku og það er varla fyrr en nú að mér
finnst að varðandi málið hafi dyr opnast mér,
kannski ekki upp á gátt, en þó svo að verkið er
mér allt viðráðanlegra. Eins og ég sagði er
erfitt að koma íslenzkum texta vel til skila
yfir á sænsku. íslenzkan er miklu þlæbrigða-
ríkara mál. íslenzkan hefur haldið sérkennum
sínum, sem sænskan hefur glatað. Og sænska
og danska hafa báðar sogið í sig áhrif utan
frá. Tekið inn í málin amrísk og germönsk og
rómönsk orð næstum hrá. ísland hefur verið
kallað amríkaníserað, en eftir að hafa verið
hér er ég á öndverðri skoðun og finnst það
minnst amríkaníseraða land, sem ég hef
komið í. íslenzka ljóðið, málhefðin, hin
almenna bókmenntalega arfleifð eru mjög
sterkir þættir. Og sænska hefur i rauninni
sérstakt skáldamál. Hér er svo ekki. Hinar
skáldlegu líkingar eru hluti af eðlilegu
íslenzku máli — sem sagt hvorttveggja talmál
sem maður tjáir sig á almennt og skáldamál
og það er mjög merkilegt að verða þessa
vísari.
— Nei, ég hef ekki skrifað mikið frá íslandi,
það er einhvern vginn eins og það vefjist fyrir
mér. Þó hef ég hvergi séð fegurra landslag en
hér. Ekki er skógurinn til að skyggja á það
eins og í Svíþjóð, þar sem hann nemur víða
burt öll svipbrigði í náttúrunni. Ég hef farið
allvíða um Suðurland og
vestur á Snæfellsnes, farið
austur í Fljótshlíð á slóðir
Njálu og skynjað sögurnar.
Farið um Reykjanes og séð;
landslagið leika við skugg-
ana. Ég hef upplifað landslag
hér sterkar en nokkurs stað-
ar annars staðar. Það hlýtur
að vera örvandi skáldi að búa
í slíku landi og finna þennan
titring í öllu og mér finnst
fólkið draga dám af því. Það
er kröftugra — það er meiri
nánd í því.
— Sænsk ljóðlist? Hún
snýst mjög mikið um það
vistfræðilega, pólitíska og
umhverfislega. Þar eru nátt-
úrlega allt önnur vandamál.
Og ljóð hér eru ekkert póli-
tísk á við það sem er í tízku í
Svíþjóð. Úm sænska skáld-
sagnahöfunda finnst mér
sem eitthvert tómarúm sé
þar í bili. Við getum nefnt
Lars Ahlen, Per Lagerkvist,
Hjalmar Bergman og Strind-
berg — þetta er keðjan. En
hvernig sem því er nú varið
hafa yngri höfundar ekki náð
því að taka við. Ivan Lo
Johannsson er enn merkast-
ur sænskra skáldsagnahöf-
unda og hann mótar mjög þá
yngri. Það skjótast upp á himininn ýmsir
menn með eina eða tvær bækur og hjaðna
síðan eða hjakka í sama farinu. Þessi
ofboðslega þörf hjá Svíum og reyndar Dönum
líka til að skrifa þjóðfélagslegar eða samfé-
lagslegar, hefur orðið á kostnað skáldskapar-
ins í þessum bókum. Þessi þörf að bók þurfi að
bera í sér ádeilu og boðskap er góð og gild, en
hún má samt ekki bera skáldskapinn ofurliði,
þá verður gildi þeirra rýrara en ekki.
Christer Eriksson sagðist vonast til þess að
geta síðan snúið sér að þýðingum á ljóðum
Snorra Hjartarsonar. Hann sagðist aðspurður
hafa lesið allmikið íslenzkra bóka, auðvitað
Laxness og væri af síðari bókum hans einna
hrifnastur af „í túninu heima". Hann hefði og
lesið „Undir kalstjörnu" eftir Sigurð A.
Magnússon í danskri þýðingu, en höfundur
hefði sagt sér að það væri ekki góð þýðing.
Eriksson sagðist leggja sig eftir að hitta
höfunda þá sem hann þýddi eftir og af þeim
sem þegar væru komnir út hefði hann hitt alla
nema Jóhannes úr Kötlum, sem hefði verið
látinn þegar hann fór að þýða ljóð hans.
„Meðan ég er að þýða eftir einhvern ákveðinn
höfund get ég sjálfur ekki skrifað ljóð, vegna
þess mér finnst ég næstum þurfa að taka á
mig mynd þess höfundar, sem ég er að þýða,
kafa bak við hann til að skilja ljóðin hans og
það er óhjákvæmilega svo, að þau ljóð sem ég
yrki samtíma þýðingum bera svipmót af þeim
höfundi sem ég er að þýða.“
H.K.
Ljósm. Mbl. Kristján.
Rætt við
Christer Eriks-
son, skáld og
ritstjóra frá
Svíþjóð