Morgunblaðið - 28.03.1981, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1981 29
,Ó hve margur yrði sælT:
Samsvarar sextíu kauplaus-
um dögum hafnarverkamanns
- segir Sighvatur Björgvinsson
Þingsíða Mbl. birti i vikunni
íyÍKÍskjal með nefndaráliti Sig-
hvats Björgvinssonar. formanns
þingfloks Alþýöuflokksins, um
bráðabirgðalög rikisstjórnarinn-
ar. Nokkrar línur féllu úr fylgi-
skjalinu i vinnslu og er þvi hluti
þess birtur hér á ný, en Sighvat-
ur hafði áður i fylgiskjali þessu
sýnt tölulega fram á það að
skerðing á kaupmætti launa i
rikisstjórnartið Alþýðubanda-
lagsins þýddi það að „Jón Jóns-
son. hafnarverkamaður i Reykja-
vík“ hefði unnið kauplaust sem
næmi 54 dögum á núverandi
launakjörum „fyrir Alþýðu-
bandalagið“.
Síðan átti að koma orðrétt: „En
þessir 54 kauplausu dagar fyrir
Jón Jónsson, hafnarverkamann, er
ekki lengur talið nógu mikið. Með
bráðabirgðalögunum um 7%
kauplækkun, sem kom til fram-
kvæmda 1. marz sl., eru dagvinnu-
laun Jóns Jónssonar enn lækkuð
um 27.172 krónur á mánuði. Hann
fær þá frá og með 1. marz 411.000
krónur á mánuði, en hefði átt að
fá 438.272 krónu kaup, ef kaup-
skerðingin hefði ekki komið til
framkvæmda.
Mismunurinn nemur 27.172
krónum á mánuði eða 81.516
krónum á næsta þriggja mánaða
tímabili, en sú kauphækkun sam-
svarar því að á næstu þremur
mánuðum verði Jón Jónsson lát-
inn vinna kauplaust í sex daga til
viðbótar þeirri kjaraskerðingu
sem hann hefur áður orðið fyrir.
Svona „tafarlausum árangri" skil-
ar atkvæði greitt Alþýðubanda-
laginu!"
Síðan vitnar Sighvatur í nokkur
kosningaslagorð Alþýðubanda-
lagsins: „Vinni Alþýðubandalagið
kosningasigur er kaupránsmúrinn
hruninn"! „Sigur fyrir Alþýðu-
bandalagið tryggir samningana í
gildi“!! „Atkvæði greitt Alþýðu-
bandalaginu tryggir tafarlausan
árangur". En þetta vóru allt til-
vitnanir í Þjóðviljann í júní 1978.
„Alþýðubandalagið vann kosn-
ingasigur, komst í ríkisstjórn og
hefur verið þar síðan. En stóð það
ekki við stóru orðin? Hvað munar
miklu? Hér að framan hefur verið
sýnt að verkamann, sem unnið
hefur samkvæmt 3. taxta Dags-
brúnar, skortir 6590 nýkrónur til
þess að svo hafi orðið, sem sam-
svarar því að hann hafi unnið 54
daga kauplaust, og með kjara-
skerðingunni 1. marz hefur sex
kauplausum dögum verið bætt
við.“
Þetta kallar Svavar Gestsson,
félagsmálaráðherra, formaður Al-
þýðubandalagsins, „slétt skipti“ í
Þjóðviljanum 3. janúar sl.
hin^fréttir í stuttu máli
Flugrekstur ríkisins undir einn hatt
Vörugjald á
gosdrykki lækki
Þrír þingmenn, Guðmundur
G. bórarinsson (F), Eggert
Haukdal (S) og Jóhann Ein-
varðsson (F), hafa lagt fram
frumvarp á Alþingi sem felur í
sér: 1) að aflétta 7% vörugjaldi
af sjúkrafæði, 2) að lækka vöru-
gjald (úr 30% í 15%) á gos-
drykkjum og öðrum vörum sem
falla undir B-hluta 1. gr. laga nr.
77/1980.
Flugrekstur ríkisins
Þrír þingmenn Alþýðuflokks,
Magnús H. Magnússon, Árni
Gunnarsson og Vilmundur
Gylfason, hafa lagt fram þings-
ályktunartillögu þess efnis, að
sameina allan flugrekstur ríkis-
ins undir yfirstjórn Landhelgis-
gæzlunnar með það að markmiði
að auka á hagræðingu og sparn-
að í rekstri. Nú annast Flug-
málastjórn flugprófanir, leitar-
flug, sjúkraflug o.fl., Land-
græðslan sáningu og áburðar-
dreifingu úr lofti og Landmæl-
ingar mælingaflug með leigu-
flugvélum. Á vegum Landsvirkj-
unar er ýmiskonar eftirlitsflug,
auk þess sem ýmsar opinberar
stofnanir kaupa þjónustu af
einkaaðilum í flugrekstri. Nýt-
ing flugvéla í eigu ríkisins er
mjög lítil að dómi flutnings-
manna.
Markmið og leiðir
á uppeldisstofnunum
Guðrún Helgadóttir (Abl.)
flytur frumvarp um sérstaka
námsskrá, er menntamálaráðu-
neytið láti gera, „er kveði nánar
á um markmið og leiðir í uppeld-
isstarfi á dagvistarheimilum í
samráði við þá aðila, er að
uppældis- og skólamálum vinna".
í greinargerð segir m.a. að
„dagvistarheimilin hafi að veru-
legu marki tekið við því uppeld-
isstarfi, sem áður var unnið á
einkaheimilum".
Barnalögin aftur til
neðri deildar
Frumvarp til barnalaga, sem
nú er flutt í fimmta sinni, virðist
stefna í það að fá lagagildi fyrir
þinglausnir. Frumvarpið hafði
hlotið samþykki neðri deildar
Alþingis og efri deildar með
minni háttar breytingu, sem
veldur því að það þarf aftur til
meðferðar í neðri deild. Hér er
um að ræða mjög viðamikinn
lagabálk, sem þingheimur sýnist
munu samþykkja nú, eftir að
málið hefur verið til meðferðar á
fimm þingum, þrátt fyrir nokk-
urn ágreining um einstaka frum-
varpsþætti, í trausti þess að hin
væntanlegu lög verði tekin til
endurskoðunar fljótlega í ljósi
þá fyrirliggjandi reynslu, eins og
Salome Þorkelsdóttir (S) komst
að orði í umræðu í efri deild
nýlega.
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
húsnæöi :
í boöi i
Til sölu
3ja herb. íbúö aö Víöigrund 4.
Sauöárkróki. Uppl gefur Þor-
björn í síma 95-5470, eftir kl. 18.
Húsnæöisskipti
Viö bjóöum i ágúst nk. gamalt
hús allt endurbætt í Fererias
(Menorca eyju) meö 10 rúmum í
staöinn fyrir hús í Reykjavík fyrir
4 manneskjur ásamt bíl. Hafiö
samband sem fyrst viö Jordi
mas, Milanesado, 14 - Barcel-
ona 17, SPAIN.
Náhvalstönn
Borga 5000 kr. fyrlr tönn úr
náhveli 200 cm eöa lengri.
Sendiö upplýsingar á ensku eöa
þýzku til augl.deildar Mbl.
merkt: „Náhveli — 9808“.
Kvennadeild Rauöa
kross íslands
Konur athugiö
Okkur vantar sjálfboöaliöa til
starfa fyrir deildina. Uppl. í
sfmum 34703, 37951 og 14909.
□ Glmll 59813307 — Inns.Stm.
□ Helgafell 598128032 — VI
Kökubazar ofl.
aö Hallveigarstööum í dag kl. 14.
Gerlö góö kaup.
Borgf irðingafélagið
Fíladelfía Suöurnesjum
Barnaguösþjónustu laugardag
kl. 14. Hafnarskóla.
Sunnudag kl. 11 Njarövíkur-
skóla. Grindavikurskóla kl. 14.
Öll börn velkomin. Munlö svörtu
börnin.
Kristján Reykdal.
Heimatrúboöiö
Óöinsgötu 6a
Vakningasamkoma í kvöld og
annaö kvöld kl. 20.30. Allir
velkomnir.
Krossinn
Æskulýössamkoma í kvöid kl.
20:30 aö Auöbrekku 34, Kópa-
vogi. Allir hjartanlega velkomnir.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
_ ÖLDUGÖTU3
SÍMAR 11798 og 19533.
Námskeiö fyrir
fjallgöngufólk
Feröafélag íslands heldur nám-
skeiö fyrir fjallgöngufólk n.k.
sunnudag 29. marz. Leiöaval
veröur meö tilliti til snjóflóöa-
hættu og kennd veröur notkun á
ísöxi og göngubroddum. Leiö-
beinendur veröa Torfi Hjaltason
og Helgi Benediktsson. Fariö frá
Umferöarmiöstööinni kl. 9 f.hog
gengiö á Skarösheiöina, þar
sem kennslan fer fram.
Þátttakendur veröa aö vera van-
ir fjallgöngum og ennfremur aö
hafa þann útbúnaö, sem aö ofan
getur. Verö kr. 70.-
Ferðafélag íslands.
Dagsferðir
sunnudaginn 29. marz:
1. kl. 1J Tröllafoss í Leirvogsá í
vetrarskrúöa. Fararstjóri: Baldur
Sveinsson.
2. kl. 13 Skíöaganga á Mos-
fellssheiöi. Fararstjóri: Tryggvi
Halldórsson.
Verö kr. 40. Farlö frá Umferöar-
miöstööinni austanmegin. Far-
miöar v/bíl.
Ferðafélag íslands.
• J
ÚTIVISTARFERÐIR
Sunnud. 29.3.
kl. 10 Gullfos* í klakaböndum.
Verö 100 kr.
Kl. 13 Esja eöa Esjuhlíöar, verö
40 kr., frrtt f. börn m. fullorönum.
Fariö frá B.S.Í. vestanveröu.
Páskaferöir:
Snæfellanes. gist á Lýsuhóli,
sundlaug.
Tindafjallsjökull
Skíöaferö tll Noröur-Svíþjóöar,
ódýr ferö.
Útivist.
Auglýsing frá Félagi
kaþólskra leikmanna
30. marz í systraheimilinu
Garöabæ kl. 20:30. Sýndar
veröa litskyggnur, meö skýring-
um frá Píslarleikunum i Ober-
manergau.
Stjórnin.
radauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
kennsla
Sumarnámskeiö í þýsku
í Suöur-Þýskalandi
Hér býöst skólafólki jafnt sem fullorönu gott tækifæri til aö sameina
nám og sumarfrí í mjög fögru umhverfi í SUMARSKÓLA SONNEN-
HOF í Obereggenen — Markgreifalandi.
Námakeiö í júnf, júlf og ágúst.
15 kennslustundir á viku. Sérstök áhersla lögö á talþjálfun. Vikulegar
skoöunarferöir. Fæöi og húsnæöi á staönum. Sundlaug, stór garóur,
sólsvalir. Flogiö tll Luxemborgar, móttaka á flugvellinum.
Upplýsingar á íslandi í síma 91-53438.
óskast keypt
Óskum að kaupa
góöa öl- og sælgætisverslun.
Upplýsingar í síma 33042.
Sumarbústaður
Félagssamtök óska eftir aö kaupa sumarbú-
staö eöa land undir bústaö.
Tilboö sendist í pósthólf 218 Hafnarfirði.
nauöungaruppboö
Nauöungaruppboö
sem auglýst var ( 111., tölublaöi Lögbirtingablaösins 1979 og 5. og
10. tölublaöi sama blaös 1980, á jöröinnl Hvítanesi I, Skilmanna-
hreppi, Borgarfjaröarsýslu, þinglesinni eign Guöna Þóröarsonar fer
fram á eignlnni sjálfri aö kröfu Inga R. Helgasonar hrl. föstudaginn 3.
aprfl 1981 kl. 14.
Sýslumaður Mýra- og Borgarfjardasýslu.
| húsnæöi i boöi
Verslunarhúsnæði
ca. 40 fm
til leigu strax miösvæðis við Laugaveg.
Tilboð sendist Mbl. fyrir mánudag 30.3.
merkt: „Laugavegur — 9520“.
húsnæöi óskast
Verslunarhúsnæöi óskast
í Reykjavík 500—800 fm, jaröhæö ásamt efri
hæð. Æskilegt svæöi, rniðborgin austur aö
Grensásvegi. Traustur kaupandi.
Aöalfasteignasalan, sími 28888.
Aö kvöldi 51119.