Morgunblaðið - 28.03.1981, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1981
Handknattleikur
Úrslitakeppni
yngri flokka
t DAG hefst úrslitakeppni
ynj?ri flokka í handknatt-
leik. Keppnin í 3. fl. kvenna
fer fram á Seltjarnarnesi.
Keppni í 3. fl. karla fer fram
á laugardag i íþróttahúsinu
i Hafnarfirði og á sunnudag
i Laugardalshöliinni. 5. fl.
karla keppir í iþróttahúsinu
að Varmá i Mosfelissveit. Og
loks keppir 4. fl. í iþrótta-
húsinu Asgarði i Garðafw.
Keppni yngri fiokkanna er
ávallt mjög spennandi og
skemmtileg á að horfa og
því óhætt að hvetja foreldra
drengjanna og aðra
áhugamenn að sækja leiki
liðanna. — þr.
Landsleikur
í Borgarnesi
í dag kl. 14.00
Þriðji landsleikur tsiend-
inga og Finna fer fram i
íþróttahúsinu í Borgarnesi í
dag. Leikur liðanna hefst kl.
14.00. Fyrri leikir liðanna
hafa verið mjög skemmtileg-
ir á að horfa og sérlega vel
leiknir. Körfuknattleiksunn-
endur i Borgarnesi fá því
góða gesti í dag. Og vonandi
hvetja þeir landann til sig-
urs í leiknum. — þr.
Bikarmót
SKÍ og
Rvk-mót
Keppt verður flokki fullorð-
inna. í Skálafelli fer fram
Reykjavikurmót i alpagrein-
um unglinga. í dag verður
keppt i stórsvigi en á morg-
un i svigi. Keppnin í Skála-
felli hefst háða daganna kl.
11.30.
Handknattleikur:
Leikið í
2. deild
Nú er lokaspretturinn að
hefjast i 2. deildar keppn-
inni í handknattleik. Um
helgina fara fram þrir leikir
sem allir eru mjög mikiivæg-
ir. Á Akureyri leika Týr og
Þór, og í Laugardalshöllinni
mætir lið Breiðabliks iiði
Ármanns. Sigri Breiðablik á
liðið g»)ða möguleika á að
verða í efsta sætinu í deild-
inni. Lið Ármanns er hins-
vegar fallið niður i 3. deild.
Leikur liðanna hefst kl.
14.00. Að Varmá í Mosfellss-
veit leika ÍR og UMFA.
Hefst leikur liðanna kl.
15.00. ÍR þarf að sigra í
leiknum til þess að eiga
möguleika á sæti i 1. deild.
Enginn mætti
á völlinn
RACING og Boca Jouniors,
argentinsku knattspyrnuliðin
kunnu. ákváðu að leika vin-
áttuleik eigi alls fyrir löngu,
töldu vist að áhorfendur
myndu flykkjast á vóllinn. En
fimm minútum áður en leik-
urinn átti að hefjast, var ekki
einn einasti áhorfandi mætt-
ur! Var því ákveðið að hætta
við allt saman og leikmenn
fóru heim!
Undankeppni HM í knattspyrnu:
Margir kallaðir en fáir útvaldir
AUSTURRÍKI. Belgía, Ítalía og
Wales hafa sett stefnuna ákveðið
að lokakeppni IIM i knattspyrnu
sem fram fer á Spáni á næsta ári.
Undankeppnin er langt á veg
komin og þó litið sé hægt að
fullyrða, er staðan i sumum
riðlunum farin að taka á sig
mynd.
Að þessu sinni verða liðin i
lokakeppninni mun fleiri en áð-
ur, eða 24 i stað 16 áður. Þar af
verða 13 frá Evrópu auk Spán-
verja sem eru sjálfsagðir í keppn-
ina sem gestgjafar. Við skuium
staldra við og athuga stöðuna i
Evrópuriðlunum og einnig renna
yfir þá leiki sem eftir eru og
skipta máli.
1. A-riðill:
Austurríki
Búlgaríka
V-Þýskaland
Albanía
Finnland
3 3 0 0 8-0 6
32015-44
1 1 0 0 3-1 2
4 1 0 3 3-9 2
2 0 0 2 0-3 0
29. apríl: V-Þýskal. — Austurríki
28. maí: Austurríki — Búlgaría
14. okt.: Austurríki — V-Þýskal.
11. nóv.: Búlgaría — Austurríki
21. nóv.: V-Þýskaland — Búlgaría
2. riðill:
Belgía 5 4 1 0 8-3 9
írland 6 3 12 12-7 7
Frakkland 3 2 0 1 9-1 4
Holland 4 2 0 2 5-3 4
Kýpur 6 0 0 6 4-24 0
29. apríl: Frakkland — Belgía
9. september: Holland — Irland
• Manfred Kaltz sækir að velsku
vörninni i landsleik eigi alls fyrir
löngu. Bæði Vestur-Þjóðverjar og
Wales-búar eiga góða möguleika
á þvi að komast i lokakeppnina á
Spáni 1982.
Hætta 6 leikmenn
Hauka í vor?
ALLAR likur eru á þvi, að
margir af fastamönnum hand-
knattleiksliðs Hauka verði ekki
meðal leikmanna liðsins á næsta
keppnistimahili og kemur ýmis-
legt til. Þannig segir sögusögnin,
að eldri mennirnir i liðinu, þcir
Viðar Sfmonarson, Sigurgeir
Marteinsson, Stefán Jónsson og
Svavar Geirsson ihugi allir aö
hætta handknattleik, hafi reynd-
ar flestir ef ekki allir ætlað að
hætta i haust, en látið til leiðast
að vera með einn vetur enn. Þá
munu þeir Árni Hermannsson og
Július Pálsson vera á förum til
náms á Norðurlöndum og mark-
vörðurinn ólafur Guðjónsson
ihugar að gera slíkt hið sama.
Það gæti því farið svo, að Haukar
stilli upp geróliku liði á næsta
keppnistimabili. — gg
Meistaramótið í
fimleikum hefst
í dag kl. 14.00
fslandsmeistaramótið i fimleik-
um fer fram um helgina og hefst
i dag í iþróttahúsi Kennarahá-
skóla íslands kl. 14.00. í dag
verður keppt i skylduæfingum
karla og kvenna. En á morgun
verður keppt í frjálsum æfingum.
Keppendur á mótinu verða frá
Reykjavík, Kópavogi, Hafnar-
firði og Akureyri. Von er á mjög
spennandi og tvisýnni keppni i
öllum greinum. Mikil framför er
hjá mörgum keppendum og hafa
undanfarin fimleikamót sýnt að
gróska er i fþróttagreininni.
9. september: Belgía — Frakkland
14. október: Holland — Belgía
14. október: írland — Frakkland
18. nóv.: Frakkland — Holland
3. riðill:
Wales 4 4 0 0 10-0 8
Rússland 2 2 0 0 7-1 4
Tékkós. 2 1 0 2 2-1 2
ísland 4 1 0 3 4-12 2
Tyrkland 4 0 0 4 1-10 0
30. maí: Rússland — Wales
9. sept.: Tékkóslóvakía — Wales
28. okt.: Rússland — Tékkósl.
18. nóvember: Rússland — Wales
30. nóv.: Tékkósl. — Rússland
Sviss 2 0 0 2 2—4 0
Ungverjal. 0 0 0 0 0-0 0
29. apríl: England — Rúmenía
13. maí: Rúmenía — Ungverjaland
3. júní: Noregur — Rúmenía
6. júní: Ungverjaland — England
9. september: Nregur — England
23. sept.: Rúmenía — Ungverjal.
31. okt.: Ungverjal. — Noregur
18. nóv.: England —Ungverjaland
5. riðili:
Ítalía
Júgóslavía
Grikkland
Danmörk
Luxemborg
44008-0 8
3 3 0 0 9-1 6
32013-2 4
3 1 0 2 5-3 2
3003 0-11 0
4. riðill:
England
Noregur
Rúmenía
2. maí: Júgóslavía — Grikkland
3 2 0 1 7-3 4 17. október: Júgóslavía — Ítalía
3 111 3-6 3 14. nóvember: Italía — Grikkland
2 1 1 0 3-2 3 29. nóv.: Grikkland — Júgósl.
Heilsaði með nazistakveðju
og fékk átta leikja bann
BELGÍSKI landsliðsmaðurinn
Renquin, félagi Ásgeirs Sigur-
vinssonar hjá Standard Liege,
var nýlega dæmdur i 8 leikja
bann i Evrópukeppninni.
Renquin var rekinn af leikvelli
nýlega þegar FC Köln og Standard
kepptu í UEFA-keppninni í Köln í
Þýzkalandi. Brottreksturinn var
ekki orsök þessa langa keppnis-
banns heldur framioma Renquin
eftir atvikið. Þegar hann var að
yfirgefa leikvanginn sneri hann
sér skyndilega við og heilsaði
áhorfendum með nazistakveðju!
Þetta olli miklum úlfaþyt, bæði
á vellinum og í Þýzkalandi, því
atvikið var margsýnt í sjónvarp-
inu. Viðbrögð aganefndar Evrópu-
sambandsins voru líka hörð og
Renquin fær eitt lengsta keppnis-
bann, sem þekkst hefur. Ekki er
ólíklegt að a.m.k. tvö ár líði þar til
kappinn getur leikið í Evrópu-
keppninni að nýju.
Samkomulag Renquin og stjórn-
ar Standard hefur ekki verið upp á
það bezta upp á síðkastið og er
ekki talið ólíklegt að hann verði
seldur frá félaginu í vor.
• K nattspyrn ustjarnan Enrique Quini hágrét er hann hitti forseta
FC Barcelona, Jose Luis Nunes (t.v.). Simamynd AP.
Hræðileg lifsreynsla
sagði markaskorarinn
RÚMLEGA þrjú þúsund manns
voru mættir á leikvöll FC Barce-
lona Nou Camp I fyrradag er
spánska knattspyrnustjarnan
Enrique Quini mætti á sina
fyrstu æfingu eftir að hann hafði
sloppið úr höndum mannræn-
ingja sinna. Quini brast i grát
þegar aðdáendur hans hrópuðu
nafn hans i sifellu, og hneigði sig
hvað eftir annað fyrir framan
fólkið.
Hinn 29 ára gamli Spánverji er
markahæsti leikmaðurinn í 1.
deildinni á Spáni, hefur skorað 18
mörk í 26 leikjum með liði sínu
Barcelona. Quini var rænt eftir að
Barcelona hafði sigrað Osasuna
frá Pamplona 6—0. Quini skoraði
tvö mörk í leiknum. Það voru þrír
bifvélavirkjar sem rændu knatt-
spyrnumanninum. í 24 daga var
honum haldið sem fanga í kjall-
araholu undir bifreiðaverkstæði
þeirra í Zaragoza. Það var svo
síðastliðinn þriðjudag að lögregl-
an hafði upp á felustaðnum eftir
að hafa fengið upplýsingar frá
lögreglunni í Sviss. Einn þre-
menninganna hafði farið þangað
og ætlaði að opna bankareikning
fyrir lausnargjaldið og leggja inn
hluta af því.
Þegar fréttist að Quini væri
fundinn, heill heilsu og ómeiddur,
brutust út mikil fagnaðarlæti í
Barcelona. En um þessa helgi fer
fram mjög mikilvægur leikur á
milli Barcelona og Real Madrid í
deildarkeppninni. Barcelona er í
öðru sæti í deildarkeppninni með
36 stig en Real Madrid er í þriðja
sæti með 35. Atletico Madrid er í
efsta sæti með 40 stig. Quini hefur
sagt að þeir 24 dagar sem hann
var í haldi hjá mannræningjunum
hafi verið hræðileg lífsreynsla. Og
það urðu miklir fagnaðarfundir
þegar hann hitti konu sína og tvo
syni aftur. Quini hefur leikið 30
landsleiki fyrir Spán í knatt-
spyrnu og er mjög dáður um allt
landið sem íþróttamaður. Hann
þykir sérlega prúður leikmaður en
um leið er hann einn af bestu
knattspyrnumönnum Spánar í
dag.