Morgunblaðið - 12.04.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.04.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1981 17 oktyiflta.3dftí lUifuuKktntfibs itPtnflin, reffttt Ein siða Skarösbókar. Bókin er listilega skreytt eins og sjá má, og i óllum regnbogans litum, en letrið gert aí sortulyngi. er notað var i stað bleks. Starísmenn Kassagerðarinnar raða örkum Skarðsbókar i stseður: Talið frá vinstri: Hlöðver Oddsson. Jóhann Freyr Ásgeirsson og Ómar Óiafsson. Mjög er vandað til vinnunnar i prentsal Kassagerðarinnar. þar er vakt allan sólarhringinn, sama hitastig og rakastig er þar alian sólarhringinn og þess vandlega gœtt að arkir fari ekki út úr húsinu. Séu þeir ekki nógu ánægðir með prentun einstakra arka er þeim fleygt. tttitHua c-obu : cro Æmemug cr ar V0111'1 "títri«tr mflbitrtn gmatt! lAfeettmöftt.^tjraUbflr y| fcmtutt. oktnr ysx t\uftrtf«tuutt alktpt ducvfoutn sg - ^^mtutimuua mop quut pnr tt^fttmt^u6utttuíP.mt ■ Ccm fltu fittt- ffi eviknt ftnt t ðftttat. fnnmfittu^i 1 cmdftmtubfl |l4\ttfll Jitnfatmucttfttanifjtw «r^rllft.fttev^Q,p ct m fartrtti ftlktlr ml\uflRmatrt amft.ljaw IlSt'fí''urötttttflteinfttffituríttfíc fftfemftt crftttjflrtutanataueft J^at «.1|mftta^feer^affu\.mw> tyítlerttt ufttra imnn. pfeuont itttf :yj| kutti uttt fia- eti'mtfltttot^ra erlj t ðhnttiai l athun t«vttt\cuml ^etfl ! ura ftrtötfl fttkaottjtttgta dngttu^’fe.nferen: fiS fltftVtm epftagilow tt ttetra t atateðragt vtdtana; n\ ftuá;.H|tt ttvn fitn «tnt uttlngttolf e 1|ei ökrittatDÍlvf ttflttu ’jtttr nflftit ftns^®|t tu’tta \srtttr ■ ottt- v(V tt itttiKettd feftmfi.ott pímrrt ttopf ctu UufiftfefljW^s^gááiT’ att1\ufll uettft. oitt er^ftnifiunítcttagr.^u ttoutfl ra otoit (ttttu °tt pffl i \rat at fitr f ent\trt «i fm finu topjl icrt ra^ti mfiftr mftrktfmtt jt fiún fllg ft. ^utterar tpwtv jjflerubei fÖm^Ojef tj fptrt \w jttrtiju fnniui tttgt efmtqittft fV bofi ttf (Úa &t erasðí^WtagmtírÍi eJla.Keu erTfm ar fitjr ott urra ^ft ftfe uegft fen fin^J^atódTtl ott tuatia Jnntau raftu 5é,t er tj m aumm u gg - ■'**—•*- ~ ~ -U, -fc-.í ^tíjrátraBtitji. ot Pvntjmret er ^eðtt mdvdtaai Unnið við prentunina í Kassagerðinni. Verkið er mikil nákvæmnisvinna, og mjög vandað til allrar vinnu. — Ljósmyndun handritsins annaðist hins vegar Leifur Þorsteinsson. Sverrir Kristinsson og starfsmenn Kassagerðarinnar virða fyrir sér arkir Skarðsbókar, Ómar Ólafssón til vinstri og Hlöðver Oddsson til hægri. LjÓHm.: Rairnar Axplaxon. handritin væru raunverulega „komin heim“, og á ég þá við heim til landsmanna sjálfra, þannig að hver sem þess óskar, geti haft sín handrit heima hjá sér. Með þessari útgáfu er stigið spor í þá átt að koma handritunum alla leið heim, ef svo má að orði komast. Handritin eru gullkistur íslenskrar menningar, og því hlýtur að vera mikils virði, að íslendingar geti notið þessa dýrmæta arfs. Handritin eru hápunktur íslenskrar miðaldalistar, og Skarðsbók er að flestra dómi ein dýrasta perlan í þeim sjóði. Jón Hákonarson í Víðidalstungu lét rita Flateyjarbók árið 1390, en það er ein þessara bóka. Ritarar voru þeir prestarnir Jón Þórðarson og Magnús Þórhallsson, en sá síðarnefndi skreytti hana. Sú bók er ákaflega falleg og er eitt merkasta ritið sem við eigum, en í bígerð er að gefa hana út á sama hátt og Skarðsbók síðar, og þar eru einnig á lista Nikulássaga, Skarðsbók postulasagna og Konungsbók Eddukvæða, eins konar biblía allra norrænna fræða. Ýmislegt er því á döfinni, en það fer að sjálfsögðu mikið eftir því hvernig gengur með Skarðsbók.“ Frábærar móttökur — En hvernig virðast þér móttökurnar ætla að verða? „Móttökurnar hafa verið mjög góðar, og jafnvel enn betri en ég átti von á, þó ég hafi verið bjartsýnn frá upphafi. Upplagið verður mjög takmarkað, og líklega verður aðeins hægt að selja um 1000 eintök hér innanlands. Fjölmargir hafa þegar gerst áskrifendur og greitt inn á bókarverðið, og ég get nefnt sem dæmi, að til mín hafa hringt menn og komið úr öllum stéttum og á öllum aldri, karlar og konur og fólk búsett frá Hornbjargi til innstu dala. Áskriftarfresturinn rennur út núna hinn 21. apríl, en eftir það kostar bókin um 20% meira, sem lætur nærri að vera 1000 krónur. Verð til áskrifenda er hins vegar krónur 4.693. Eftir 21. apríl verður verðið svo 5.634 krónur." Sverrir sagði, að ekki yrði prentað stærra upplag þótt þetta þryti. Til þess væri verkið of yfirgripsmikið, og eins yrði bókasöfnurum tryggt, að ekki verði prent- að ótakmarkað upplag. Vafasamt kvaðst hann einnig telja, að bókin yrði gefin út aftur, örugglega yrði það ekki á næstu áratugum, ef nokkru sinni. Mikil undirbúningsvinna Eins og fyrr segir, kvað Sverrir ekkert hafa verið til sparað, svo bókin mætti verða sem best úr garði gerð. „Við vorum lengi að finna þann pappír sem loks var ákveðið að nota,“ sagði Sverrir, „en hann fundum við í Vestur-Þýskalandi eftir mikla leit. Hann er hálfmattur og mjög áferðarfallegur, og þyngd hans og þykkt er miðuð við að hann hæfi bókinni í því broti sem hún verður í. Þá verður bókin öll handsaumuð og handbundin, og notað verður ekta perga- ment á horn hennar. Gull verður að öllum líkindum notað í gyllingu á kjöl. Það er bókbandsstofan Bókfell sem annast band- ið. Ráðunautur um band og útlit er Hilmar Einarsson bókbindari, sem er yfirmaður viðgerðarstofu handrita. Fór hann meðal annars í vikuferð til Stokk- hólms í Svíþjóð til að kynna sér hvernig unnið er að slíkum verkefnum. Fór hann til Hessler-fyrirtækisins í þessu skyni, sem þekkt er fyrir vönduð vinnubrögð í bókbandi." Vandað til formála í útgáfunni Enn er ótalið eitt atriði, er gerir útgáfuna á Skarðsbók enn merkilegri, en það er, að í bókina rita kunnir fræðimenn formála, þar sem fjallað er um bókina, og íslensku handritin. Dr. Jónas Kristjáns- son ritar um íslensku handritin, dr. Ólafur Halldórsson um Handritið og sögu þess, og prófessor Sigurður Líndal um Efni Skarðsbókar. Mjög hefur verið vandað til þessara greina og mikil vinna lögð í þær, og verður þar væntanlega að finna ýmsar merkilegar niðurstöður og kenningar, sem ekki hafa komið fram áður. Sífellt er unnið að rannsóknum á handritunum, textar þeirra og gerð skoðuð, rithandir bornar saman og svo framvegis, og mun margt í ritgerðum þessum vafalaust koma á óvart. Að öllu samanlögðu er óhætt að full- ýrða, að hér er um að ræða eitt mesta stórvirki í íslenskri bókaútgáfu um langt skeið, og virðist sem allir aðstandendur verksins eigi heiður skilinn fyrir framlag sitt. Kostnaðarmaður útgáfunnar er, sem fyrr segir, Sverrir Kristinsson, en umsjón með útgáfunni hefur Guðni Kolbeinsson haft, en útgáfustjórn skipa þeir dr. Ólafur Halldórsson, Stefán Karlsson, Jón Sam- sonarson, Sigurður Líndal, dr. Jónas Kristjánsson og dr. Kristján Eldjárn. Viðtal: Anders Hansen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.