Morgunblaðið - 12.04.1981, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.04.1981, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1981 Kosningabaráttan i Frakk- landi hefst formleKa um heltcina ok á sama tíma hefur Francois Mitterand, forsetaframbjóðandi jafnaðarmanna, orðiA fyrir al- varlegasta áfallinu siðan hann ííaf kost á sér. Mitterand hefur haldið þvi fram, að ef hann sigri i kosningunum muni jafnt stuðningsmenn hans sem áhyrtc ir ok þjóðhoiiir andstœðinKar sjá til þess, að hann «eti tekið við voldunum án þess að það þurfi að valda nokkru þjóðfé- ÍaKsleKU umróti. En nú hefur Georttes Marchais, frambjóðandi kommúnista, kynnt áætlun, sem miðar fyrst og fremst að þvi að koma í veit fyrir siitur jafnað- armanna, og staða Valery Gisc- ard d'Estainifs forseta hefur styrkzt. Ef Mitterand sigrar í kosning- unum er gert ráð fyrir því samkvæmt áætlun Marchais, sem hann kynnti í sjónvarpi, að mikil alda verkfalla hefjist, verkamenn leggi undir sig verksmiðjur og kommúnistaflokkurinn krefjist ráðherraembætta í ríkisstjórn, sem skuli stjórna með tilskipun- um og leggja grundvöll að nýju þjóðfélagsskipulagi. Mitterand veit, að hann getur aðeins sigrað með stuðningi miðjukjósenda, sem vilja breytingar eftir sjö ára stjórn Giscard d’Estaings for- seta, en fælast fljótt í burtu, þegar þeir sjá fram á þjóðfélags- ólgu á tímum efnahagskreppu. Lítill fylgismunur Öllum skoðanakönnunum hefur borið saman um, að Giscard og Mitterand muni hafa forystuna í fyrri umferð kosninganna 26. apríl, en Marchais og Jacques Chirac, borgarstjóri gaullista í París, berjast um þriðja sætið. Samkvæmt síðustu skoðanakönn- un fengi Mitterand 52,5% at- kvæða en Giscard 47,5% ef kosn- ingarnar færu fram nú og sam- kvæmt því er Mitterand kominn fram úr forsetanum. Næsta könnun á undan sýndi, að Giscard d’Estaing mundi fá 29 af hundr- aði atkvæða í fyrri umferðinni, Mitterand 24, Marchais 16,5 og Chirac 16 (en önnur atkvæði dreifast milli annarra frambjóð- enda, fyrst og fremst Michel Debr’e, fyrrverandi forsætisráð- herra gaullista, og Marie-France Garaud, fyrrverandi gaullista er býður sig fram utanflokka). Skoð- anakannanirnar sýna, að í síðari umferðinni verður lítill munur á fylgi Giscards og Mitterands, þeirra tveggja frambjóðenda er munu fá flest atkvæði í fyrri umferð og halda áfram, kannski álíka lítill og fyrir sjö árum þegar Giscard sigraði með aðeins 300.000 atkvæða mun. En staða Mitterands er veikari á vinstri væng stjórnmálanna en hún var fyrir sjö árum. Þá voru jafnaðarmennn og kommúnistar í bandalagi og það var sú sam- vinna, sem tryggði hina góðu frammistöðu Mitterands 1974. En þetta bandalag leystist upp fyrir þremur árum í kjölfar hat- rammra illdeilna og síðan hafa kommúnistar einskis látið ófreistað til að klekkja á jafnað- armönnum og valda þeim erfið- leikum. Ástæðan er sú, að komm- únistar hafa aldrei getað fyrir- gefið jafnaðarmönnum að hafa náð úr höndum þeirra forystu- hlutverkinu á vinstri vængnum. Aðalmarkmið Marchais í kosn- ingunum er að ná góðum árangri í fyrri umferð til að sanna að flokkurinn styðji forystu hans. Hann vill fá yfir 20 af hundraði atkvæða (í stað 16 af hundraði eins og skoðanakannanir benda til að hann fái) og litlu minna fylgi en Mitterand. Hann heldur því fram að hafa verði „stöðugt eftirlit” með jafnaðarmönnum og eina leiðin til þess að koma í veg fyrir að jafnaðarmenn sveigi langt til hægri eftir að þeir komist til valda sé að efla komm- únistaflokkinn. Marchais gefur einnig í skyn, að jafnaðarmenn ættu að styðja hann, þar sem hann mundi ekki standa nógu vel að vígi til að lýsa yfir afdráttar- meira en það var þegar hann kom til valda. Margir Frakkar kenna stjórninni um efnahagsvanda- málin, en forsetinn sagði nýlega: „Engin töfralausn er til á at- vinnuleysi, því að ef hún væri til væri eitthvert land búið að beita henni.“ Hagvöxturinn hefur eigi að síður verið 21% í sjö ára stjórn- artíð Giscards, meiri en í nokkru öðru vestrænu iðnríki nema Jap- an, en það er honum lítil huggun nú. Efnahags- og framfarastofn- unin spáir því, að hagvöxturinn verði aðeins rúmlega 1% á þessu ári, þótt Giscard telji að hann verði eitthvað meiri. Til þess að auka atvinnu vill Giscard auka innlenda orkuframleiðslu úr 24% 1973 í 45% 1990 og minnka olíuinnflutning um helming. Hann vill einnig frjálsa verðlagn- ingu, að fylgt verði skynsamlegri fjármálastefnu, að vextir verði innan hóflegra marka og fjárlög verði endurskoðuð til að létta undir með fyrirtækjum. Auk þess vill hann að stefnan í mennta- málum miðist meira við þarfir þjóðfélagsins og eftirlaunaaldur verði lækkaður í 58 ár til bráða- birgða, þannig að atvinna fáist handa einni milljón manna fyrir 1985, auk þeirra sem eðlilegur hagvöxtur muni tryggja atvinnu. Mitterand leggur aðaláherzlu á að útvega 210.000 manns atvinnu hjá hinu opinbera, auka opinber- ar framkvæmdir, mennta 100.000 ófaglærða verkamenn og greiða gistiverkamönnum þóknun fyrir að fara heim frá Frakklandi. Jafnaðarmenn — og kommúnist- ar — berjast fyrir 35 stunda vinnuviku, þjóðnýtingu stórfyr- irtækja og hækkun skatta á tekjuháum þjóðfélagsþegnum. Mitterand er gagnrýndur fyrir hugmyndina um aukna atvinnu hjá ríkinu á þeirri forsendu, að framleiðni aukist ekki við það að fjölga ríkisstarfsmönnum, sem fái greidd laun með peningum skattborgara. En hann telur höf- uðmáli skipta að vinna bug á atvinnuleysi. Lokabaráttan í kosningunum í Frakklandi mun standa milli „frjálslyndrar byltingar" Gisc- ards, sem vill frjálsara mark- aðskerfi, og áætlunar Mitterands um að breyta Frakklandi í vel- ferðarríki að skandinaviskri fyrirmynd. Teljandi ágreiningur er ekki um utanríkisstefnuna, þrátt fyrir stór orð í kosninga- baráttunni. Marchais umferð í stað Giscards, en Figaro hefur varað þá við því, að þar með muni þeir stuðla að kosningu frambjóðanda, sem þegar hafi ofurselt sig kommúnistum og sé þeim háður í einu og öllu. Giscard hefur tamið sér opnari og frjálslegri framkomu í kosn- ingabaráttunni og lagt á hilluna þann konungsstíl, sem áður þótti einkenna hann. Hann hefur einn- ig reynt að skýra margumrædda demantagjöf frá Bokassa, fyrrum keisara í Mið-Afríku, þótt skýr- ingar hans hafi þótt orka tvímæl- is, einkum vegna nýrra uppljóstr- ana í bók eftir Roger Delpey. Giscard segir, að gimsteinarnir hafi verið seldir og andvirðið látið renna til góðgerðarstarf- semi í Mið-Afríku. En stjórnin í Mið-Afríku segir, að sú upphæð hafi aðeins numið átta þúsund dollurum og fyrir þá upphæð fæst kannski lítið meira en aðeins einn gimsteinn. Delpey staðhæfir aft- ur á móti, að Bokassa hafi gefið Giscard um 200 steina alls, allt frá því hann var fjármálaráð- herra. Umtalaðasta málið En gimsteinarnir eru ekki lengur umtalaðasta mál kosn- ingabaráttunnar, heldur atvinnu- leysi og ástand efnahagsmála. AÍlir frambjóðendurnir eru sam- mála um, að atvinnuleysi sé alvarlegasti vandinn, sem Frakk- ar eigi við að glima, og bezta leiðin til að leysa hann sé að auka hagvöxtinn. Forsetinn hefur við- urkennt, að mestu mistökin í stjórnartíð hans hafi verið þau, að ekki hafi tekizt að vinna bug á atvinnuleysinu, sem nú er 7,3%, eða næstum því þrisvar sinnum í % G©org«* lausum stuðningi kommúnista við Mitterand í síðari umferð, ef hann stæði sig illa í fyrri umferð. Pravda hrósar Giscard Það olli Marchais verulegum vandkvæðum, að Pravda, mál- gagn sovézka kommúnistaflokks- ins, hrósaði Giscard nýlega, því að óbreyttir flokksmenn komm- únista líta á Giscard sem höfuð- óvin sinn. Þeim mun meiri ástæða var til að veikja Mitter- and með óbeinni aðferðum, m.a. kröfunni um ráðherrastóla handa kommúnistum. Mitterand hafnaði strax kröfu kommúnista um ráðherrastóla og sagði að engin samsteypustjórn væri möguleg meöan kommún- istaflokkurinn styddi stefnu Rússa í Afghanistan og Póllandi. Jafnframt hefur Mitterand lýst sig fúsan til samvinnu við miðflokkana. Mitterand hefur einnig ráðizt á Giscard forseta fyrir fylgispekt við Moskvu- stjórnina og kallað hann „hinn litla bréfbera" Rússa. Með því á hann við ásökun um, aö Giscard hafi komið á framfæri upplognum skilaboðum frá Leonid Brezhnev forseta í fyrra um brottflutning frá Afghanistan. Hann heldur því einnig fram, að Pravda hafi raunverulega stutt Giscard síðan forsetinn átti leynifund með Brezhnev í maí í fyrra. Giscard hefur hins vegar stað- hæft, að Mitterand muni fyrr eða síðar neyðast til að semja við kommúnista, eða að hann geti, með öðrum orðum, ekki náð kosningu eða stjórnað án stuðn- ings kommúnista. Að vonum eru stuðningsmenn Giscards sigri hrósandi vegna verkfallshótunar kommúnista. íhaldsblaðið Figaro hefur notað tækifærið til að hvetja til vopnahlés í rimmu Giscards og Chiracs, en hún er nánast spegilmynd af togstreitu jafnaðarmanna og kommúnista. Ýmsir stuðningsmenn Chiracs hafa látið að því liggja, að þeir muni kjósa Mitterand í síðari ,*"i Skopmynd af j Giscard % forsota. Jacques Chirac Hótanir veikja Mitterand

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.