Morgunblaðið - 12.04.1981, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.04.1981, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1981 Hinn 7. mars sl. var opnuð hér í Danmörku sýn- ing á 374 myndverkum úr dánarbúi „málara aldarinn- ar“, Pablo Picassos. Sýn- ingin sem er í Louisiana- safninu í Humlebæk verður opin til 21. júní nk. Louisiana-safniö í Humle- bæk hefur nú á síöustu árum oft veriö gestgjafi fyrir far- andsýningar. Ohætt mun þó aö fullyröa aö á þessu ári sé ríkulegar veitt en oftast áö- ur. A hundraö ára ártíö meistarans Pablo Picassos gefst nú tækifæri til aö líta augum mörg þeirra lista- verka hans sem hann lét aldrei frá sér og komu því í arf afkomenda hans. Þegar Picasso lést áriö 1973 var Picasso Nær 400 verk á sýningu í Danmörku Ijóst aö erföaskattur af nær öllum eigum hans skyldi greiöast í Frakklandi. Arið 1968 höföu veriö samþykkt lög í franska þinginu þess efnis aö heimilt skyldi aö greiöa erföaskatt af lista- verkum meö ákv. hluta þeirra. Þaö tók síöan nær fimm ár aö ganga frá mati á Picasso-arfinum og réði þar mestu hve mikill hluti lista- verkanna var óskrásettur í hinum mörgu aösetrum meistarans. Þau verk sem franska ríkiö valdi úr dánarbúi Pic- assos spanna nær allan hans feril. Hér er því komið þaö yfirlit yfir þróun listar hans sem margir hafa óskaö aö væri á einum staö. Það hefur því verið ákveöiö aö reisa í París safn er beri nafn Picassos og hýsi þann hluta dánarbúsins sem kom í hlut Frakka. Vonir standa til aö safniö veröi fullgert á næsta ári, en þangað til hefur franska ríkiö lánaö stóran hluta verka Picassos á þá farandsýningu sem nú gistir Danmörku. Sýningin í Louisiana hefur fengiö mjög góöa dóma hér í Danmörku. Almennt eru listagagnrýnendur sammála um aö þaö sýnishorn sem hér er um aö ræöa af list Picasso gefi mjög góöa mynd af ferli hans. Sýningin er mjög skemmtilega upp- sett og meö aöstoö lit- skyggna og texta er upplýs- ingum um hin ýmsu tíma- skeiö í listsköpun Picassos komiö til sýningargesta. Humlebæk er aöeins 30 km fyrir noröan Kaupmannahöfn og ætti því að vera sjálf- sagöur viökomustaöur feröalanga sem vilja njóta listar í fallegum húsakynnum og gróðursælu umhverfi. Kaupmannahöfn 29. mara 1981. Þórólfur Árnason. Frá blaðamannafundinum I HallKrímskirkju. Á myndinni má m.a. þekkja herra Sigurbjörn Einarsson biskup. séra Ragnar Fjalar Lárusson og séra Karl Sigurbjörnsson sóknarpresta. i^ma. Mb.: rax Kemst Hallgrímskirkja undir þak á þessu ári? „OKKUR dreymir um að koma kirkjunni undir þak á þessu ári. En i Ijósi nýjustu upplýs- inga varðandi kirkjuhvelf- ingarnar, getur verið, að við þurfum að haga okkur eitthvað öðruvísi en við höfðum áætlað,“ sagði Ilermann Þorsteinsson, formaður byggingarnefndar llallgrímskirkju, á fundi með fréttamönnum i gær. Hermann og fulltrúar hinna ýmsu aðila er eiga aðild að kirkjubygging- unni kynntu þá fyrir blaða- mönnum hina ýmsu verkþætti byggingarinnar, en í fyrradag náðist sá áfangi í kirkjubygg- ingunni, að lokið var við að steypa inni í kirkjunni sjálfri. Er nú aðeins eftir að fuílgera hvelfingarnar. svokallaða þak- ramma, og loks þakið sjálft. „Það er eins og við höfum einhvern meðbyr núna,“ sagði Hermann. „Mönnum finnst tími vera kominn til að ljúka bygging- unni. Við höfum hingað til reitt okkur að mestu á Vini og velunn- ara kirkjunnar, en gerum okkur vonir um, að ráðamenn ríkis og borgar sýni því aukinn skilning, að brýnt er að ljúka jiessu verki, enda má segja, að nú sé enda- spretturinn að hefjast. „Við stöndum að vísu með tvær hendur tómar, ef frá er skilið höfðinglegt framlag Kvenfélags Hallgrímskirkju í dag, en félagið gaf okkur tvær milljónir í fyrra og sömu upphæð nú. Kassinn er þó þeirrar náttúru, að hann tæmist aldrei alveg. En við þurfum á einni milljón nýkróna að halda á þessu ári. Kirkjan þarf því enn sem áður á því að halda, að til hennar sé litið, að vinir hennar iáti í sér heyra," sagði Hermann Þorsteinsson. • Hermann sagði, að í fyrra hefði verið unnið fyrir 88,2 milljónir gkróna, og væri kostnaður frá upphafi orðinn 238,4 miiljónir misstórra króna. í byggingarsjóð- inn komu 6,2 milljónir frá Hall- grímssöfnuði, 30,6 milljónir komu inn í formi áheita og gjafa, útsýnisturn kirkjunnar gaf af sér 3,8 milljónir brúttó, framlag ríkis- sjóðs voru átta milljónir, frá borgarsjóði og kirkjubyggingar- sjóði Reykjavíkur komu 7,5 millj- ónir, tvær milljónir frá kvenfélagi kirkjunnar, eins og áður sagði, og rúmar 17 milljónir komu inn fyrir húsaleigu. Á þessu ári er gert ráð fyrir 20 milljónum gkróna úr ríkissjóði, 15 milljónum gkróna úr kirkjubygg- ingarsjóði Reykjavíkur, fimm milljónum frá söfnuðinum og 35 milljónum gkróna í formi gjafa og áheita. „Já, við vonum, að hækki á kirkjunni risið í sumar og vonum að það hugsi fleiri hingað til Hermann Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.