Morgunblaðið - 12.04.1981, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.04.1981, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1981 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjaid 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. Er stjórnin að springa? Er stjórnin að springa?" spyrja menn hver annan, þegar þeir hittast á götum úti þessa dagana. Síðan hrista þeir höfuðið og segja sem svo: „Það er harla ólíklegt, þeim þykir öllum svo vænt um stólana sína." Rök- semdin, sem þeir beita er, telja nauðsynlegt að halda í þessa stjórn, er sú, að fari hún frá ráði upplausnin, þingrof sé fyrirsjáanlegt, hatrömm kosningabarátta og stjórnarkreppa með við- eigandi hjaðningavígum. Þingrof nú væru svik við þingræðið, engu minni en 1931. Sé það andstætt vilja þorra þjóðarinnar, að þing verði rofið og efnt til nýrra kosninga, mun sú andstaða koma fram í fylgisleysi þeirra manna í kosningun- um, sem fyrir því standa að rjúfa þing og kasta málefn- um þjóðarinnar út í þá óvissu, sem af slíkri gerð mundi leiða. Mikil skammsýni lýsir sér í því viðhorfi, að fari þessi stjórn frá, sé sú leið ein fær að efna til kosninga, að ekki sé unnt að mynda nýja ríkisstjórn án þess að end- unýja umboð þeirra manna, sem nú sitja á þingi eða kjósa aðra í þeirra stað. Geir Hallgrímsson, for- maður Sjálfstæðisflokks- ins, sagði í viðtali við Morg- unblaðið í gær: „Ég tel að þó svo að alþýðubanda- lagsmenn færu úr ríkis- stjórn séu öll skilyrði fyrir hendi til að mynda nýja ríkisstjórn." Þessi yfirlýs- ing formanns Sjálfstæðis- flokksins er ótvíræð. Hann telur unnt án kosninga að mynda nýja ríkisstjórn fari kommúnistar úr þeirri stjórn, sem nú situr. í því sambandi er varla raun- hæft að búast við öðru en að Iýðræðisflokkarnir þrír taki höndum saman um stjórn landsins. Síðan nú- verandi stjórn var mynduð hefur það komið fram hvað eftir annað, að mun meiri samstaða er milli Alþýðu- flokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks en þeirra aðila, sem mynda ríkisstjórnina. Alþýðubandalagið er sannkallaður neitunar- valdsflokkur í íslenskum stjórnmálum. Bandalagið er ófært til aðildar að landsstjórninni. Ráðandi öfl í flokknum vilja ekki viðurkenna staðreyndir samtímans og lifa í ein- hverri gerviveröld. I hverju málinu eftir öðru skapa kommúnistar sér órök- studda sérstöðu, sem á stundum sýnist ekki byggj- ast á öðru en sérvitrings- hætti. Þeir, sem segja, að þingrof og nýjar kosningar séu af hinu illa, af því að þar með sé stefnt í nokk- urra vikna eða mánaða stjórnleysi, geta ekki sam- tímis lýst yfir stuðningi við ríkisstjórn, sem í raun er óstarfhæf, af því að komm- únistum hefur verið veitt neitunarvald um öll meiri- háttar stjórnarmálefni. Stjórnmálamenn hafa eins og aðrir misjafnlega mikið langlundargeð. Fáir hafa farið hlýlegri orðum um alþýðubandalagsmenn en Páll Pétursson, formað- ur þingflokks framsókn- armanna. Orð hans hefur mátt skilja á þann veg, að tæplega sé unnt að finna betri pólitíska sálufélaga en þá, enda séu afdankaðir framsóknarmenn í háveg- um hafðir og leiddir til æðstu metorða innan Al- þýðubandalagsins. í Morg- unblaðinu í gær bregður hins vegar svo við, að jafnvel Páli Péturssyni ofbýður yfirgangur komm- únista. Hann gefur Ragnari Arnalds, fjármálaráðherra, alvarlega viðvörun um að hann skuli gæta tungu sinnar annars „væri aldrei að vita nema allt færi í loft upp á ný“. Hið pólitíska andrúms- loft er allt annað nú en um áramótin 1979—’80. í ljós hefur komið, að milli lýð- ræðisflokkanna er sam- staða í veigamiklum mál- um. í utanríkismálum er enginn skoðanaágreining- ur. Flokkarnir vilja allir standa vörð um þátttöku Islands í varnarsamstarfi vestrænna þjóða. í virkjun- armálum stefna lýðræðis- flokkarnir allir að sama marki og innan þeirra ríkja þau sjónarmið, að auðvitað sé óskynsamlegt að ráðast í stórvirkjanir nema um leið sé tryggð hagkvæm sala orkunnar og þar koma stór- iðjufyrirtæki ein til álita. Framsóknarflokkurinn hefur jafnvel horfið frá afturhaldssömum sjónar- miðum sínum í kjördæma- málinu. Athyglisvert er í því sambandi, að málgagn flokksins, Tíminn, leggur á það höfuðáherslu eftir að- alfund miðstjórnar fram- sóknarmanna að halda á loft breyttri afstöðu þeirra til breytinga á kosninga- löggjöfinni. Þannig mætti tíunda fleiri grundvallar- mál, þótt það skuli ekki gert hér. í öllum þessum málum er Alþýðubandalag- ið dragbítur og tefur fyrir eðlilegri þróun. Renni sú stund, að svarið við spurningunni: Er stjórnin að springa? verði: Auðvitað hljóta málefnin að ráða því, munu æ fleiri komast að þeirri niður- stöðu, að samstarf lýðræð- isflokkanna sé þjóðinni fyrir bestu, eins og málum er nú komið. Slíkt samstarf á að geta tekist án þess að þing sé rofið og efnt til nýrra kosninga. | Reykjavíkurbréf ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦« Laugardagur 11. apríl Þjóðhættuleg iðja I forystugrein Morgunblaðsins 15. maí 1980, sem bar yfirskrift- ina: Bomban og ísland — orð eru til alls fyrst, og skrifuð var í tilefni af kjarnorkuvopnabrölti herstöðvaandstæðinga 10. maí, sagði meðal annars: „Akefð herstöðvaandstæðinga í málflutningi þeirra um það, að hér á landi séu kjarnorkuvopn, vekur óhug og grunsemdir um, að þess- um aðilum sé það síst að skapi að halda Islandi utan gjöreyðingar- átaka. Þessi fámenni hópur hefur gert það upp við sig, að honum takist ekki að ná því markmiði sínu að gera ísland varnarlaust með hófsamri kynningu á málstað sínum. Þá er gripið til þess ráðs að ógna þjóðinni með því skelfi- legasta, sem til er í vopnabúrum heimsins ... Herstöðvaandstæðingar ganga út frá því sem vísu, að Sovétmenn muni kasta kjarnorkusprengjum á Island. Til þess að svo verði, þurfi að sannfæra þá i eitt skipti fyrir öll um, að slík árás sé réttlætanleg með vísan til þess, að hér á landi séu kjarnorkusprengjur. Notuðu herstöðvaandstæðingar fjörutíu ára afmæli hernáms Breta til að koma þessum boðskap sínum á framfæri. Greinilegt er, að meðal íslendinga er ekki mikill áhugi á að meðtaka hann, hitt er her- stöðvaandstæðingum betur kunn- ugt um en Morgunblaðinu, hvern- ig Sovétmenn bregðast við. Þessi „dauðadans* herstöðva- andstæðinga er þjóðhættulegur. Á fölskum forsendum er með ómerkilegum hætti vegið að ör- yggi lands og þjóðar um leið og hernámsandstæðingar leika sér að gjöreyðingarhugmyndum. Komi til hernaðarátaka trúir því eng- inn, að með kjarnorkuvopnum verði ráðist á kjarnorkuvopna- lausa þjóð eins og Islendingar eru. Um það er samkomulag milli ríkisstjórna íslands og Bandaríkj- anna, að kjarnorkuvopnum verði ekki komið fyrir hér á landi, án þess að íslensk stjórnvöld veiti til þess samþykki sitt. Er það skoðun herstöðvaandstæðinga, að slíkt samþykki hafi verið veitt og þá af hverjum? Eða telja herstöðvaánd- stæðingar, að Sovétmenn muni kasta kjarnorkusprengjum sínum á Island, hvort sem hér eru slík vopn eða ekki?“ Sprengjuum- rædan í fyrra Nokkrum dögum eftir að þessi forystugrein birtist lét fréttastofa útvarpsins til skarar skríða í kjarnorkumálum og sneri sér til Center for Defence Information, sem 1975 hafði haldið því fram í riti sínu, að á íslandi væru kjarnorkuvopn. Fram eftir sumri stóðu umræður um þessi mál og fram kom meðal annars í skýrslu Öryggismálanefndar, sem starfar á vegum ríkisstjórnarinnar, að þessi stofnun Center for Defence Information væri eina stofnunin í öllum heiminum, sem héldi því fram, að kjarnorkuvopn væru á Islandi, aðrir hefðu vit sitt í þessu máli frá henni. Þegar forstöðu- maður stofnunarinnar var spurð- ur á hverju fullyrðingar hennar byggðust „svaraði hann því til, að Center for Defence Information hefði með 156 ríki í heiminum að gera og hefði ekki tíma til að fara ofan í mál, sem væri orðið fimm ára gamalt", eins og segir í greinargerð Öryggismájanefndar. Utanríkisráðherra Ólafur Jó- hannesson sneri sér til Banda- ríkjastjórnar og fór þess á leit við hana, að hún staðfesti afstöðu sína í þessu máli með opinberri yfirlýsingu. Sú yfirlýsing var kynnt 11. ágúst 1980. Á blaða- mannafundi af því tilefni sagði Ólafur Jóhannesson um efni henn- ar: „Ég vona, að þetta nægi öllum þeim, sem ekki eru fyrirfram ákveðnir að hafa þá trú, að hér muni leynast kjarnorkuvopn. Yfir- lýsingin útilokar algjörlega stað- setningu kjarnorkuvopna hér á landi, svo vel sem unnt er að útiloka nokkuð." Þungamiðjan í yfirlýsingu Bandaríkjastjórnar var, að bandarísk kjarnorkuvopn verða ekki flutt til Islands nema fyrir liggi samkomuiag íslands og Bandaríkjanna þar að lútandi. I yfirlýsingu Ólafs Jóhannessonar frá 11. ágúst 1980 sagði: „Af hálfu Bandaríkjamanna hafa ekki verið settar fram óskir um staðsetningu neinna tegunda kjarnavopna á íslandi og ekki hafa heldur af hálfu neinna ann- arra aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins, eða herstjórna þess, verið gerðar athugasemdir við þá stefnu íslands að hér skuli ekki vera kjarnavopn. Stefna íslenskra stjórnvalda í þessu efni hefur alla tíð verið skýr og ótviræð og hafa ekki færri en 5 íslenskir utanríkisráðherrar gefið opinberar yfirlýsingar um þessa stefnu, auk þess sem hún hefur hvað eftir annað verið áréttuð á ráðherrafundum Atlantshafs- bandalagsins ...“ 1 hverra þágu? I þeim umræðum, sem fram fóru um þetta mál á síðasta sumri, sagði Morgunblaðið meðal annars í forystugrein: „Líklega þekkist hvergi á byggðu bóli, að menn þurfi ár eftir ár að standa í stórdeilum um það, hvort kjarnorkuvopn séu í landi þeirra. Það er til marks um málefnafátækt og þráhyggju herstöðvaandstæðinga hér á landi, að enn einu sinni skuli þetta gamla mál vera blásið út yfir öll skynsamleg mörk. Umræðan ber þess og merki, að upphafsmenn hennar eru ekki að leita að því, sem sannara reynist, heldur er tilgangurinn sá einn að koma illu af stað. Slegið er fram fullyrðing- um og reynt að telja mönnum trú um, að byggt sé á staðreyndum. Ættu samtök herstöðvaandstæð- inga að setja kjarnorkusprengj- una i merki sitt í stað íslands og fánalitanna svo mjög sem þeir hafa helgað sig helsprengjunni." Síðar í sömu forystugrein sagði, að í máflutningi herstöðvaand- stæðinga fælist „sú bón til Sovét- ríkjanna, að þau umgangist ísland sem kjarnorkuland og þau fái þannig átyllu til að ráðast með kjarnorkumætti sínum á landið. Jafnvel leggjast herstöðvaand- stæðingar svo lágt að svipta vin sinn Alexei Kosygin, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, þeirri ánægju, sem hann lét í ljós 1977 yfir því, að á íslandi væru engin kjarnorkuvopn." Þegar utanríkisráðherra Ólafur Jóhannesson hafði skýrt frá yfir- lýsingu Bandaríkjastjórnar sagði Morgunblaðið í forystugrein, 13. ágúst 1980, að hið pólitíska sjón- arspil um kjarnorkumálin, sem sett hafði verið á svið fyrir tilstuðlan herstöðvaandstæðinga, væri ekki hættulegt nema að einu leyti: „Með því er alið á grunsemd- um hjá Varsjárbandalaginu um að hér kunni eftir allt að leynast kjarnorkuvopn. Og þar með verður þessi leiðigjarna iðja þjóðhættu- leg.“ I forystugrein Tímans 13. ágúst 1980 sagði: „En það hlýtur að vekja nokkra furðu hvað fyrir þeim mönnum vakir, sem sífellt þurfa að sannfæra aðra um að Island sé hættuleg kjarnorkustöð — og þar með skotmál ef til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.