Morgunblaðið - 12.04.1981, Blaðsíða 48
Síminn á afgreiðslunni er
83033
JW«r0unblfll>it>
Síminn á afgreióslunni er
83033
JH*r0unblflbib
SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1981
Fjórir hlut-
hafar hafa
stefnt stjórn
Fiskeldis
NÚ HEFUR verið ákveðið að
byKKja nýjan <>« í{læsile«an
skíðaskála 1 Bláfjöllum á vck-
um Bláfjallanefndar. Nýlega
var verkið boðið út ok bárust 9
tilboð. Væntanlejfa verður
verkið hafið á næstu vikum ok
ætlunin er að Ijúka þvi um
na-stu áramót. Áætlaður kostn-
aður hönnuða, Teiknistofu
Manfreðs <>k borvaldar. er tæp-
ar 5 milljónir.
Aðalástæðan fyrir byggingu
skálans er það ófremdarástand,
sem nú ríkir í Bláfjöllum hvað
öryggi og snyrtiaðstöðu varðar. í
skálanum verður mjög vönduð
snyrtiaðstaða,' geymsla fyrir
skíðaútbúnað og pinkla, ýmis
konar þjónusta og veitingasalur,
þar sem skíðamenn geta bæði
snarlað nesti sitt eða keypt sér
eitthvað í gogginn. Þá verður þar
einnig aðstaða fyrir starfsfólk
skíðasvæðisins, skíðaleigu,
hjálparsveitir og fleiri aðilja. Þá
er þar snyrtiaðstaða fyrir
hreyfihamlaða.
Skálinn er 467 fermetrar að
grunnfleti, kjallari, hæð og ris-
hæð, eða alls rúmlega 1.000
fermetrar. Kjallari er stein-
steyptur, en húsið að öðru leyti
byggt úr timbri.
Arkitekt skálans er Manfreð
Vilhjálmsson, en teikningar
voru gerðar á Teiknistofu
Manfreðs og Þorvalds.
Árslaun á aflahæstu skuttogurunum:
Hhitur skipstjórans
um 680 þús. krónur
TEKJUR sjómanna eru mjög mismunandi eftir því um hvers konar
fiskiskip er að ræða. Bátasjómenn hafa t.d. ekki sömu kjör og þeir,
sem eru á loðnuskipunum og á tveimur skipum, sem talin eru i sömu
andránni. er oft ekki um sambærileg laun að ræða. Sömu sögu er að
segja um togaraflotann, þar eru laun mjög mismunandi eftir skipum.
Ef tekið er dæmi um hlut á
skuttogara af minni gerðinni, sem
kemur að landi með um 3.600
lestir í ár, sem talinn er meðalafli,
má reikna með að hásetahlutur
verði 230 þúsund krónur (um 23
milljónir gkróna).
Skipstjórahlut-
ur á sama skipi yrði um 460
þúsund krónur (46 milljónir
gkróna).
Aflahæstu minni skuttogararn-
ir komu á síðasta ári með yfir 5
þúsund tonn að landi. Á slíku
skipi má reikna, með, að háseta-
hlutur verði um 340 þúsund krón-
ur í ár (34 milljónir gkróna), og
skipstjórahluturinn þá um 680
þúsund krónur (68 milljónir
gkróna). Miðað er við fiskverð sem
nú er í gildi og nýgerða kjara-
samninga.
FJÓRIR hluthafar í Fiskeldi hf.
hafa höfðað mál fyrir bæjarþingi
Reykjavíkur á hendur Fiskeldi og
eru kröfur m.a. þær, að aðalfund-
ur félagsins verði lýstur ógildur,
að lýstar verði ógildar sölur hluta-
bréfa til annarra en áskrifenda,
að boðað verði til nýs aðalfundar
og stjórnarkjörs og að hlutafjár-
aukning, sem þar kynni að verða
ákveðin, verði boðin hluthöfum 1
hlutfalli við hlutafjáreign.
Yfirborgardómarinn í Reykjavík
gerir stefnu þessa kunna í Lögbirt-
ingablaðinu hinn 8. apríl sl. Stefn-
endur eru Eyjólfur Friðgeirsson
fiskifræðingur, Ingimundur Kon-
ráðsson, Jakob V. Hafstein og
Pétur Rafnsson, allir fram-
kvæmdastjórar í Reykjavík.
Eyjaljallajökull, Markaríljót og Vestmannaeyjar.
Ljósm. Snorri Snorrason.
Kjartan Jóhannsson formaður Alþýðuflokksins:
Ekki aðeins skilyrði, heldur
nauðsyn að mynda nýja stjóm
Ekki önnur ríkisstjórn tilbúin, svo ég viti, segir Steingrímur Hermannsson
í Lögbirtingablaðinu segir að
málavextir stefnenda séu: Að
stjórnin hafi engin bráðabirgða-
skírteini gefið út en auglýst eftir
greiðslu áskriftarloforða í gíró. Við
þetta hafi margir áskrifenda ekki
viljað sætta sig og því ekki innleyst
loforð sín, er ekki var boðin fram
lögmæt kvittun, að stjórnin hafi
ráðstafað áskriftarhlutum til ann-
arra, án þess að tilkynna áskrif-
endum það sérstaklega, að stjórnin
hafi síðan ákveðið hækkun hluta-
fjár og það hlutafé að verulegu
leyti verið keypt af nýjum hluthöf-
um; afleiðingar þessa séu nú orðn-
ar þær að hlutafélag, sem stofnað
var til af nokkrum hundruðum
félaga, sé nú komið í hendur
tiltölulega fárra manna.
Þá segir einnig í stefnunni, að
Jóni Gunnari Gunnlaugssyni fram-
kvæmdastjóra Fiskeldis og Tómasi
Árnasyni viðskiptaráðherra sé
stefnt til réttargæzlu, en málið
mun verða þingfest hjá bæjarþingi
Reykjavíkur þriðjudaginn 21. apríl.
„VITASKULD eru ekki aðeins
skilyrði til að mynda nýja ríkis-
stjórn, það ber nauðsyn til þess.
Umbótasinnar eiga að taka hönd-
um saman að hrista af sér
stöðvunarfargan litils minni-
hluta sem drepur nú alit i
dróma,“ sagði Kjartan Jóhanns-
son, formaður Alþýðuflokksins. i
tilcfni af ummælum Geirs Hall-
grimssonar, formanns Sjálfstæð-
isflokksins. i Mbl. i gær um að öll
skilyrði séu til að mynda nýja
rikisstjórn. Steingrimur Her-
mannsson, formaður Framsókn-
arflokksins, sagði. að honum
væri ekki kunnugt um, að önnur
rikisstjórn væri tilbúin. og að
hann hefði ekki tekið þátt i
slíkum tilraunum og myndi ekki
gera það á meðan hann starfaði i
annarri ríkisstjórn.
Ummæli Geirs Hallgrímssonar
í Mbl. í gær eru til komin vegna
yfirlýsinga Alberts Guðmunds-
sonar um, að hann muni greiða
atkvæði gegn tillögum um láns-
fjárheimild til byggingar flug-
stöðvar, þar sem hann telji nýja
ríkisstjórn ekki fyrir hendi, ef
Alþýðubandalagið gengur út úr
þessari. Kjartan Jóhannsson sagði
einnig: „Þetta á ekki aðeins við í
flugstöðvarmálinu heldur einnig í
virkjunarmálum og atvinnumál-
um almennt, svo dæmi séu tekin.
Það verður að hefja framfara- og
umbótasókn, sem treystir lífskjör-
in á varanlegan hátt. Útkoman úr
stöðvunarvaldsfyrirbærinu er al-
gjör núllstefna, það er algjörlega
óþolandi. Nú er meira að segja svo
langt gengið, að heill þingflokkur
greiðir atkvæði gegn nýsam-
þykktri stefnu sinni og eigin
ráðherra, undir fargi stöðvunar-
valdsins, og gerir þannig sjálfan
sig og alþingi að athlægi. Allir
réttsýnir menn sjá, að svona
skrípaleikur getur ekki haldið
áfram. Þess vegna eiga umbóta-
sinnar að taka höndum saman um
myndun nýrrar ríkisstjórnar, sem
endurvekur traust alþingis og
virðingu, áður en það er orðið of
seint."
„Mér er ekki kunnugt um, að
önnur sé tilbúin," sagði Stein-
grímur. Hann sagði einnig, að
hann væri ekki búinn að vera svo
lengi í stjórnmálum, að honum
væri kunnugt um, hvort það væri
vaninn að reyna að mynda nýja
ríkisstjórn áður en sú, er starfaði,
væri farin. „Ég vinn að minnsta
kosti ekki þannig,“ sagði hann.
Nýr skíðaskáli byggður í Bláf jöllum