Morgunblaðið - 12.04.1981, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.04.1981, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1981 4 3 Hjónaminning: Guðlaug Lárusdóttir og Gunnölfur Einars- son frá Raufarhöfn Guðlaug Fædd 13. maí 1906. Dáin 3. maí 1967. Gunnólfur Fæddur 13. apríl 1899. Dáinn 10. fcbrúar 1981. Nú eru tengdaforeldrar mínir báðir horfnir yfir móðuna miklu. En „Eitt sinn skal hver deyja“. Guðlaug var fædd að Heiði á Langanesi dóttir hjónanna Arn- þrúðar Sæmundsdóttur og Lárus- ar Helgasonar. Var hún elst 14 barna þeirra hjóna og höfðu þau einnig tekið dreng í fóstur. Það var stór systkinahópur sem Guð- laug ólst upp með, og var alla tíð sterk vinátta með þeim öllum. Snemma hefur þurft að taka til hendi á svo stóru heimili og var hún vel verki farin. Ég minnist þess fyrir 30 árum er ég kom fyrst á heimili tengda- foreldra minna. Hvað þessi smá- vaxna kona gat afkastað miklu hvort sem hún var að bera á borð fyrir heimilisfólk eða gesti, því það var mikill gestagangur og voru þau hjón samtaka í því sem öðru. Og allar peysurnar, og sokk- arnir vettlingarnir og fleira sem hún vann. Man ég gleði drengj- anna minna þegar þeir fengu vettlinga frá Ömmu með tveimur þumlum. Eitt er það sem ekki gleymist, hún var trúuð og treysti á mátt bænarinnar og var börnum sínum góð móðir. Guðlaug varð fyrir miklum veikindum og þurfti að fara er- lendis og ganga undir mikla höf- uðaðgerð. Þegar heim kom var vonað og beðið eftir bata en sú von brást. I þessum veikindum átti hún traustan og góðan eiginmann og börn sem stóðu við hlið hennar þar til yfir lauk. Gunnólfur var fæddur á Ey- vindarhóli undir Eyjafjöllum. Foreldrar hans voru Einar Páls- son ættaður frá Gjábakka í Vest- mannaeyjum og Helga Ólafsdóttir ættuð frá Leirum. Voru foreldrar hans samtímis í vinnumennsku undir Eyjafjöllum, þau giftust aldrei en áttu 3 börn sem nú eru öll látin, hinsvegar eru 3 hálf- systkini á lífi. Gunnólfur var dulur um upp- vaxtarárin hefur það eflaust mót- að hann í æsku að vera alinn upp hjá vandalausum. Móðir hans dó er hann var 15 ára, þótti honum mjög vænt um hana, sást það best er hann er orðinn aldraður maður þá leitar uppi leiði hennar til að setja kross á. Nú varð hann að sjá fyrir sér sjálfur, hann stundaði vertíðar frá Eyjum og urðu þær 14 talsins. Ungur varð hann fyrir bæklun á fæti sem háði honum alla tíð. Getur hver maður ímyndað sér líðan hans við svo erfið störf. Árið 1922 verða þáttaskil í lífi hans, þá fer hann með ver- mönnum að sunnan á sumarvertíð norður að Skálum á Langanesi þar kynnist hann konuefni sínu, gengu þau Guðlaug í hjónaband 29. apríl 1926. Eignuðust 6 börn sem öll lifa foreldra sína. Talið í aldursröð; Helga, gift Árna Árnasyni, búsett í Keflavík; Páll, giftur undirrit- aðri, búsett í Reykjavík; Sæmund- ur, giftur Auði Stefánsdóttur, búsett í Reykjavík; Lárus, giftur Guðríði Bjarnadóttur, búsett í Vestmannaeyjum; Kristján, í sambýli með Ingibjörgu Stefáns- dóttur í Reykjavík; Guðlaug Arn- þrúður, gift Gísla Geir Guðlaugs- syni, búsett í Vestmannaeyjum. Þau Guðlaug og Gunnólfur byrjuðu búskap á Kumblavík og voru síðan á Brimnesi, en stutt á þessum stöðum, þaðan flytja þau að Heiðarhöfn, þar búa þau til 1932, þau flytja til Þórshafnar, þar verður þeirra heimili. Þar er hafist handa að koma upp stórum barnahóp. Gunnólfur var mjög duglegur maður traustur og sam- viskusamur hlífði sér ekki þrátt fyrir bæklun sína. Ekki var spurt hvað vinnudagurinn var langur heldur haldið áfram, verk þurfti að vinna og skila. Um tima gerði hann út báta. Einnig verkaði hann fisk. Stjórnaði frystihúsi á staðn- um, er síðan viktarmaður og við afgreiðslustörf. Gunnólfur stóð ekki einn hann átti góðan lífsförunaut, saman stóðu þau vörð um heimili og börn og síðan tengdabörn og barna- börn. Öll áttu þau athvarf hjá þeim því foreldrafaðmurinn var stór. Gunnólfur var vinamargur, honum þótti vænt um fólkið sem byggði staðinn. Oft þurfti hann að spyrja frétta að norðan. í eðli sínu var hann mikill sjálfstæðismaður og fylgdist með landsmálum og ræddi mikið um breytta tíma. Það var mikil breyting þegar hann flutti suður árið 1967. Börn- in öll farin að heiman. Hann hafði alltaf viljað vera sjálfum sér nógur og kom það glöggt í ljós er hann árið 1968 fór á Hrafnistu og dvaldist þar til í desember 1979 að hann fer til Helgu dóttur sinnar að halda jólin hátíðleg. Þaðan fór hann ekki aftur. I júlí 1980 var hann lagður inn á Sjúkrahús í Keflavík. Aldrei var kvartað alltaf þakkað þegar komið var að rúmi hans. Veit ég að hann hefði viljað þakka starfsfólki sjúkrahúss Keflavíkur. Einnig starfsfólki Hrafnistu fyrir góðvild í hans garð. Nú þegar sól hækkar veit ég að sú sem hann saknaði svo mikið stendur á ströndinni og brosir honum í mót. Drengirnir okkar kveðja og þakka allan þeirra kærleik. Mína kæru tengdafor- eldra kveð ég með þökk og sökn- uði. Ásta Einarsdóttir Jón R. Guðjónsson múrari - Minning Það voru ýmis merki á lofti, sem bentu til þess að vorið væri í nánd óg að langur, harður vetur væri að tygja sig til brottfarar. Það hafði heyrzt til lóu, hrognkelsin voru farin að veiðast í Skerjafirði og krókusarnir að byrja að springa út í görðum. En það átti ekki fyrir öllum að liggja að upplifa enn einu sinni „betri tíð með blóm í haga“ og meðal þeirra var vinur okkar Jón R. Guðjónsson múrari sem andaðist á Landspítalanum laug- ardaginn 4. apríl aðeins 64 ára að aldri. Jón fæddist 10. febrúar 1917 að Tungu í Höfnum. Foreldrar hans voru hjónin Guðjón Gunnlaugsson frá Hólshúsum í Höfnum og Ragnheiður Jónsdóttir, sem ættuð var úr Húnavatnssýslu. Þeim varð sex barna auðið. Vorið 1922 flutti fjölskyldan til Hafnarfjarðar og 1928 til Reykjavíkur, þar sem Jón bjó æ síðan. Jón stundaði margvísleg störf framan af ævi, en lærði síðan múraraiðn, sem hann lauk prófi frá Iðnskólanum í Reykjavík. Vann hann eftir það að iðn sinni meðan heilsan leyfði, en fyrir allmörgum árum varð hann fyrir slysi við störf og náði aldrei fullum starfskröftum eftir það. Árið 1945 kvæntist Jón Rakel Guðmundsdóttur frá Vestmanna- eyjum. Þeim varð ekki barna auðið, en Rakel átti eina dóttur, Bylgju Tryggvadóttur, frá fyrra hjónabandi, Rakel andaðist árið 1966. Síðastliðin tólf ár hélt Jón heimili með Else Aass norskri konu og var sambúð þeirra alla tíð með miklum ágætum. Jón og Else voru mjög samhent og svo sam- rýnd, að þau máttu varla hvort af öðru sjá. Þau voru félagslynd og gestrisin með afbrigðum og á fallegu heimili þeirra var því oft mannmargt og mikill fagnaður. Fyrir tveimur árum veiktist Jón af þeim sjúkdómi, sem varð hon- um að lokum að aldurtila. í erfiðum veikindum naut hann einstakrar umönnunar Else, sem hlífði sér hvergi, þótt hún gengi sjálf ekki heil til skógar. Þegar við kynntumst Jóni var hann kominn á sextugsaldur. Kynni milli heimila okkar voru náin síðan og við kynntumst mörgum góðum eiginleikum hans. Jón var hógvær og dulur á eigin hagi, en gladdist yfir velferð annarra. Hann var gleðimaður og sló ekki hendinni á móti heimsins lystisemdum og var hrókur alls fagnaðar. Góðlátleg kímni hans var ávallt græskulaus. Fyrst og fremst var hann þó tryggðartröll og vjnur vina sinna. Hann var ákaflega barngóður, og hændust börn mjög að honum. Jón var bókelskur og las mikið og hafði yndi af ferðalögum. í veikindum sinum sýndi hann mikla karl- mennsku og aldrei heyrðist frá honum æðruorð. Á kveðjustundu söknum við vinar í stað, en efst i huga okkar og fjölskyldunnar okkar er þó vináttan, sem aldrei bar skugga á. Blessuð sé minning Jóns R. Guðjónssonar. Ingvi Þorsteinsson Sigurður Ásmundsson. Minning — Gísli Stefán Gíslason MLækkar lifdaKa hóI. LönK er ordin min ferÖ. Fauk i faranda skjól. foKÍn hvildinni verð. Guð minn. Keföu þinn írið. KÍeddu ok blessaöu þá. sem (aö) Íóköu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá.“ (Herdis Andrésdóttir.) Fæddur 5 desember 1897. Dáinn 27. mars 1981. Með örfáum orðum langar mig til að kveðja tengdaföður minn, Gísla Stefán Gíslason, er jarðsett- ur var laugardaginn 4. apríl í Ólafsfirði. Hann var fæddur í Minniholti í Fljótum í Skagafirði. I æsku stundaði hann aðallega sjómennsku og ýmiss önnur störf. 6. des árið 1919 giftist Gísli Kristínu Sigurðardóttur ættaðri frá Vatnsenda í Héðinsfirði. Bjó Kristín manni sínum gott heimili, sem ávallt bar af hvort sem það var hjartahlýja, myndarskapur eða atorka sem ekki er hægt að lýsa, því börnin þeirra voru ellefu. Má nærri geta að annríkt hefur verið hjá húsbændunum. Tvö börn sín misstu þau á unga aldri. Heimilið var mannmargt. Kom sér vel samlyndi hjónanna og hagsýni, sem oft krafðist þraut- seigju. Kristín og Gísli byggðu upp jörð sína í sveitinni Ólafsfirði. Heitir hún Hóll. Undir fjallshlíðinni, sem útsýni landnemanna er hið fegursta til hafs og út í fjörðinn. Norðurbyggð í skammdegi vetrarins er djúpur snjór hylur hlíðar og sveit. Var ávalt lífsgleði á heimili Gísla og Kristínar með barnahópnum, því heimilislífið var kærleiksríkt. Er vorið kom tók garpurinn aideilis til hendi við sveitarstörfin því annir bóndans voru miklar og tímafrekar. Gísli og Kristín tóku mér og fjölskyldu minni með hlýjum hug er við heimsóttum heiðurshjónin sem oftar að Hóli. Þar var gest- risni og stórhugur alla tíð. Það var gaman að vera með Gísla á vinarfundi. Hann var hreinlyndur, skapgóður, stórhuga og hrókur alls fagnaðar. Hann átti gott með að segja frá ýmsu á skemmtilegan hátt, því fróður var hann og víðlesinn. Kristín og Gísli hættu búskap á Hóli 1965 og fluttust í Ólafsfjarð- arkaupstað. Vann hann við fisk- vinnslu og fleira. Er aldurinn hefur færst yfir eljumann og heilsan búin að gefa sig þá er hvíldin góð. Ekki hefði Gísla verið að skapi neitt hrós um sig. Að lokum þakka ég og fjöl- skylda min fyrir að eiga minn- ingar um göfugan dreng. Guð blessi þig. Ég votta eftirlifandi konu hans og börnum og fjölskyldum þeirra samúð mína. Fjóla Bjarnadóttir SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Eg veit, að þér trúið þvi, að Kristur komi aftur. því að eg hef heyrt yður predika um það. Hvað segið þér um trúflokkinn á Ítalíu, sem spáði því fyrir nokkrum árum. að heimurinn færist 20. febrúar, en því yrði frestað til 17. marz, svo að fleiri hefðu tíma til að iðrast? Drottinn talaði um þá atburði, sem gerast mundu áður en hann kæmi aftur. Þá sagði hann: „Margir falsspámenn munu rísa upp og leiða marga í villu." Falsanir afsanna ekki staðreyndir. Því dýrmætara sem eitthvað er, þeim mun meiri líkur eru til þess, að það verði falsað. Falsarar búa aldrei til ellefu króna seðla. Um allar aldir hafa menn gert þá reginskyssu að segja nákvæmlega fyrir um endurkomudag Krists til jarðarinnar. Það er augljóst, að þetta fólk hefur ekki minnzt orða Jesú, þegar hann segir: „Vakið því, þar eð þér vitið eigi daginn né stundina." (Matt. 25,13). Kristur kemur áreiðanlega aftur, og koma hans nálgast. Það gæti orðið í dag, en alveg eins löngu seinna. Þó eru þeir, sem rannsaka ritningarnar, á einu máli um það, að flest þau tákn, sem Kristur segir, að verða muni hafi þegar komið fram. Eitt ber að hafa ríkt í huga: Við þurfum hvert um sig að vera viðbúin þessum mikla atburði." „Vakið því.“ „Fyrir því skuluð og þér vera viðbúnir, því að mannssonurinn kemur á þeirri stundu, sem þér ætlið eigi.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.