Morgunblaðið - 12.04.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.04.1981, Blaðsíða 1
80 SIÐUR 86. tbl. 69. árg. SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. íbúaf jöldi Kína nálgast milljarð Wa.shingt(»n. 11. april. AP. KÍNVERJAR eru fjölmennasta þjóð heims og Indverjar næstfjöl- mennastir, aö þvi er sagði i tilkynninnu Alþjóðabankans i dat;. Kinverjar eru 952 milljónir ok Indverjar 643. samkvæmt upp- lýsingum bankans. Þessar þjóðir hafa algjöra sér- stöðu, því í þriðja sæti koma Sovétmenn, sem eru 261 milljón, og því tæplega 400 milljónum færri en Indverjar. Bandaríkin eru í fjórða sæti með 218 milljónir íbúa og Indónesía í fimmta sæti með 135 milljónir. Brazilía er í sjötta sæti með 119 milljónir íbúa, þá koma Japanir, sem eru 114 milíjónir, 84 milljónir búa í Bangladesh, 80 í Nígeríu og 76 milljónir í Pakistan. Biggs áfrýjar í 11.—15. sæti eru Mexíkó með 65 milljónir íbúa, V-Þýzkaland með 61 milljón, Ítalía með 56 milljónir, Stóra-Bretland með 55 milljónir og Frakkland með 53 milljónir. Spánverjar eru fimmta fjölmenn- asta þjóð Evrópu, en þeir eru 37 milljónir. Júgóslavar og Rúmenar eru 21 milljón hvor þjóð, Austur- Þjóðverjar eru 16 milljónir, Tékkar 15, Hollendingar 13, Ungverjar 10, Belgar níu og Svíar átta, sam- kvæmt þessum heimildum. Svíar eru fjölmennastir Norður- landaþjóða, eða 8.277.000, Danir eru næstfjölmennastir, eða 5.106.000, þá Finnar, sem eru 4.754.000 og Norðmenn eru 4.059.000, samkvæmt upplýsingum bankans. A árunum 1970—’78 varð árleg fólksfjölgun hlutfallslega mest í Kuwait, eða 6,8%. í öðru sæti var Fílabeinsströndin með 5,8% fjölg- un, og Líbýa var í þriðja sæti með 4,2% fjölgun. Þá kom Saudi-Arabía með 3,5%, Líbería og Kenýa með 3,4% hvort, Irak og Venezuela með 3,4% og Mexíkó með 3% fjölgun að meðaltali á ári. Gosið i Heklu var sizt i rénun um hádegisbilið í gær, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. aflaði sér. Árla i gærmorgun var bjart i nágrenni Heklu og sáust hraunelfur streyma niður hliðar fjallsins. begar líða tók á daginn gekk á með éljum og Hekla hvarf i skýin. Á þessari mynd sér til gosstöðvanna úr nágrenni Búrfells og grillir í hraunstrauma i vesturhliðinni við Litlu Heklu. Gosmökkinn leggur til norðurs og norðausturs og vegna kröftugra vinda nær hann ekki að stíga nema i tæplega fjögurra kilómetra hæð yfir sjávarmáli. Ljósm. Mbl. Krútján BridKetown, 11. aprll. AP. LESTARRÆNINGINN Ronald Biggs mun áfrýja úrskurði dómara á Barbados að fram- selja skuli hann til Englands, þar sem hann á eftir að af- plána 28 ár af refsingu, sem hann hlaut fyrir ránið i póst- lcstinni 1963. Dómarinn úrskurðaði í fyrra- dag, að lestarræninginn skyldi framseldur brezkum yfirvöld- um, og hefur hann 15 daga til að áfrýja þessum úrskurði. Lög- fræðingar Biggs halda því fram, að ekki sé hægt að framselja Biggs með því að skírskota til framsalssamnings Breta og Barbadosmanna. Samningur- inn, sem undirritaður var 1979, væri ógildur, þar sem þing Barbados hefði ekki staðfest hann. Biggs er í haldi í Glendairy- fangelsinu í Bridgetown, og er strangur öryggisvörður við klefa hans. Nýir árekstrar virðast í uppsiglingu í Póllandi Varsjá, 11. aprll. AP. NÝIR árekstrar virtust í uppsiglingu í dag milli verkalýðshreyíingarinnar Solidarnoscz (Samstöðu) og pólsku stjórnarinnar út aí verkfallsréttinum, sem verkamenn virtust hafa tryggt sér með verkföllunum í fyrrasumar, en þingið bannaði á fundi sinum í gær. Þótt Wojciech Jaruzelski for- sætisráðherra segði að bann við verkföllum mundi hafa „róandi áhrif" og hótaði að segja af sér, segir Solidarnoscz að bann við verkföllum geti haft í för með sér nýjar vinnustöðvanir. „Afnám verkfallsréttar verður túlkað af samfélaginu sem til- kynning um ráðstafanir sem geta kallað fram verkföll," segir i yfirlýsingu frá Solidarnoscz. „Engin ályktun frá þinginu getur komið í veg fyrir verkföll, ef öryggi verkalýðshreyfingar okkar er ógnað með eins hróplegum lagabrotum." Verkfallsréttur var viðurkennd- Mao hækkar í áliti Pekinx. 11. april. AP. „MAO FORMAÐUR gerðl al- varleg mistök, en óhróður um formanninn getur aðeins skað- að flokkinn og sósialiskt föð- urland okkar,“ sagði hátt- settur cmbættismaður kin- verska kommúnistaflokksins i dag i blaðagrcin, sem virðist fela i sér „uppsveiflu“ á áliti hins opinbera á arfinum eftir Mao. Huang Ke Cheng, ritari aga- eftirlitsnefndar miðstjórnar kommúnistaflokksins, segir í málgagni kínverska hersins að „mistök Maos séu mistök stór- brotins byltingarmanns". Hann segir, að Mao hafi „haft stórbrotnar og háleitar hug- sjónir og vonaðist til að geta framfylgt á nokkrum árum eða áratugum ævinnar málum, sem gæti tekið margar aldir að hrinda í framkvæmd. Og þess vegna skapaðist óregla og ring- ulreið." Ágreiningur um mat á hlut- verki Maos er talinn skýringin á því, að flokksfundir, sem lengi hafa verið ráðgerðir, hafa dreg- izt úr hömlu, en tilgangur þeirra er meðal annars sá að svipta manninn, sem Mao vaidi arftaka sinn, Hua Guo Feng, formennskunni. Hua hefur ver- ið talinn alltof nátengdur mis- tökum Maos til þess að hann geti haft á hendi forystu um tilraunir til að útrýma „vinstri- stefnu" (þ.e. að koma á of örum breytingum og magna „mót- setningar" innanlands). Huang skrifar, að á síðari árum hafi Mao „hætt að vera hygginn. Hann stóð í lítilli snertingu við daglegt líf alþýð- unnar og hinn lýðræðislegi stíll varð slæmur og lélegur. Það er þess vegna sem hann gerði mistök og allur flokkurinn ætti að draga ályktanir af þessu," segir Huang Ke Cheng. Meginmistök Maos voru þau, segir Huang, að hann varð alltof óþolinmóður af því hann vildi skjótan árangur og með- höndlaði „mótsetningar" innan flokksins eins og þær væru „mótsetningar" innan herbúða óvinanna, svo að slæm öfl gátu séð við honum. „Þetta hafði í för með sér tíu ára óreglu og ringulreið í menn- ingarbyltingunni (1966—1976). Þessi tvíþættu mistök leiddu af sér margskonar (önnur) mis- tök,“ segir Huang í greininni. ur af ríkisstjórn Póllands eftir öldu verkfallanna í fyrrasumar, þótt slík forréttindi séu einsdæmi í kommúnistaríkjum, en þingið hefur aldrei formlega staðfest verkfallsréttinn og harðlínumenn saka verkalýðshreyfinguna um að misnota hann. „Ástæður fyrir verkföllum eru alltof oft pólitískar og staðbundn- ar,“ sagði Jaruzelski þegar hann færði rök fyrir banni við verkföll- um. „Við getum ekki starfað eðlilega undir slíkum kringum- stæðum." „Þegar ég tók við embætti forsætisráðherra lofaði ég að segja af mér ef ríkisstjórnin gæti ekki leyst skyldustörf sín af hendi,“ sagði hann. „Nú er þessi stund upprunnin ... ég get ekki unnið mín störf nema því aðeins að ekki séu hafðar í frammi hótanir um verkföll...“ Hins vegar tók þingið ekki fram, hvernig ríkisstjórnin mundi bregðast við brotum á verkfalls- banninu og hvatti jafnframt til þess að samkomulaginu um lausn verkfallanna í fyrrasumar yrði framfylgt út í æsar. „Ríkisstjórnin treystir því, að afnám verkfallsréttar leiði til þess að almenn ró og kyrrð færist yfir,“ sagði Jaruzelski. Hann sagði líka, að ríkisstjórn- in mundi auka matarskömmtun, þannig að skömmtunin næði líka til brauðs og annarrar kornvöru. Nú þegar hefur verið innleidd skömmtun á keti og sykri. Gefið hefur verið til kynna að verð á matvælum verði enn hækkað, þótt hingað til hafi slíkar ráðstafanir leitt til vinnustöðvana, sem nú hafa verið bannaðar, og jafnvel matvælaóeirða. Þjóðartekjur lang- mestar í Kuwait Washinxton. 11. april. AP. AUÐLEGÐ varð hvað mest í Kuwait árið 1978, en meðaltals- tekjur þar í landi. miðað við þjóðarframleiðslu, urðu jafnvirði 15.970 dollara það ár. að sögn Alþjóðabankans. I öðru og þriðja sæti voru tvö önnur olíuframleiðsluríki í Mið- austurlöndum, Qatar með 15.050 dollara á mann, og Sameinuðu furstadæmin með 15.020 dollara. Svisslendingar voru samkvæmt upplýsingum bankans fjórða rík- asta þjóð heims, en þar í landi urðu tekjur á mann 12.990 dollar- ar. Þá kom Luxemborg með 11.320 dollara, Danmörk með 10.580 doll- ara, Svíþjóð með 10.540 dollara, Vestur-Þýzkaland með 10.300 doll- ara, Bandaríkin með 9.770 dollara og Belgía með 9.700 dollara. íslands var ekki getið í frétta- skeytinu, en meðal fátækustu þjóða heims voru Afganir, þar sem þjóðartekjur á íbúa voru 160 dollarar, Indverjar með 180 doll- ara og Kínverjar með 230 dollara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.