Morgunblaðið - 12.04.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.04.1981, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1981 18 Apótekarafélag íslands: Kyimingarrit um lyf og með- ferð þeirra APÓTEKARAFÉLAG íslands heí ur hafiA útxráfu á upplýsinnahækl- inKum fyrir almenninK um lyf, sem afKreidd eru án lyfseðils. Nú eru þrir slíkir bæklinKar fullKerðir ok fjalla þeir um eftirtalda lyfja- flokka: 1. Verkjastillandi lyf. 2. Sýrubindandi lyf. 3. Lyf við hægðatregðu. Auk þess eru aftan á hverjum bæklingi almenn heilræði um með- ferð lyífja. Ástæðan fyrir útgáfu bæklinganna er fyrst og fremst sú að upplýsingar til almennings um lyf og meðferð þeirra hafa verið af frekar skornum skammti. Bæklingana má fá í öllum lyfja- búðum landsins. Stjórn Happdrættis DAS við gömlu happdrættistromluna. F.v. Baldvin Jónsson, framkvæmdastjóri, Hilmar Jónsson, Garðar Þor- steinsson, Tómas Guðjónsson og Pétur Sigurðsson. Hjúkrunarheimilið fyrir aldraða við Hrafnistu i Hafnarfirði sem verið er að reisa. Áætlað er að það verði fokhelt i haust og tekið i notkun á næsta ári. í baksýn sést vistheimili aldraðra er rúmar 103 vistmenn. Nýtt happdrættisár hjá Happdrætti DAS: Upplýsingar um lyf Vinningar bæði fleiri og hærri r------------i Verkja- stillandi »yf UTGEFAMOt: APÖTTKAH AFtLAG ISLANDS 1981 NÝTT happdrættisár er nú hafið hjá Happdrætti dvalarheimilis aldraðra sjómanna eða Happ- drætti DAS eins og það er oftar kallað. Sala á lausum miðum hefst á þriðjudag, 14. april, en endurnýjun ársmiða og flokks- miða hefst strax eftir páska. Dregið verður i 1. flokki 5. mai nk. Hefur vinningum hjá DAS fjölgað miðað við i fyrra og einnig hafa þeir verið hækkaðir. Lægsti vinningur er nú 700 krónur en var 350 krónur. Hæsti vinningur verður húseign eftir vali á 700 þúsund krónur, en var 350 þús. krónur, og er hann sem áður langstærsti vinningur á einn miða hérlendis. Ferðavinningar til utanlands- ferða verða 300 á 10 þús. kr. Sumarbústaður að Hraunborgum í Grímsnesi, fullfrágenginn og með öllum búnaði, að verðmæti 350 þús. kr. verður dreginn út í júlí. Vinningar til íbúðakaupa verða nú á 150 þús. kr., nema í 1. flokki á 250 þús. kr. Vinningar til bílakaupa verða á 50 þús. kr. og 30 þús. kr. en valdir bílar verða: í maí Peugeot 505 að verðmæti 137 þús. kr. og í des. American Eagle að verðmæti 170 þús. kr. Húsbúnað- arvinningar verða á 2 þús. kr og 700 kr. Þar sem miöalager á skrifstofu varð uppurinn á seinasta ári hefur happdrættið nú fengið heimild til Deilur á útvarpsráðsfundi: Samþykkt að sjónvarpið taki „Dallas66 til sýninga Útvarpsráð ákvað á fundi sínum í gær að sjónvarpið taki til sýninga handaríska mynda- flokkinn Dallas, sem að undan- förnu hefur verið sýndur víða um heim við miklar vinsældir. en þó misjafnar undirtektir. I Danmorku og Sviþjóð hafa til dæmis staðið yfir miklar deilur um þættina. Fjórir útvarps- ráðsmenn voru fylgjandi því að kaupa þættina en þrir andvigir, en áður en til atkvæðagreiðslu kom horfðu útvarpsráðsmenn á tvo þætti úr flokknum. Þeir, sem voru fylgjandi sýn- ingu þáttanna voru Ellert B. Schram, Markús örn Antonsson, Guðni Guðmundsson og Markús Á. Einarsson. Andvígir voru Erna Ragnarsdóttir, Olafur R. Einarsson og Vilhjálmur Hjálm- arsson. Þættirnir hafa einkum verið umdeildir vegna þess að þeir séu hreint afþreytingarefni, sem lít- ið skilji eftir sig. Einnig hefur því verið haldið fram að þeir ali á kvenfyrirlitningu, þar sem gáfnafar og hegðan þess kven- fólks er þar komi fram, sé ekki upp á marga fiska. Þeir sem fylgjandi eru sýningu þáttanna hafa hins vegar talið þá spenn- andi framhaldsmyndaflokk, sem vel eigi heima sem skemmti- og afþreyingarefni innan um marg- víslegt annað efni sjónvarpsins. Samþykkt var að kaupa 20 þætti, en alls munu hafa verið framleiddir 80 þættir. Sýningar munu væntanlega hefjast eftir sumarlokun sjónvarps í ágúst næstkomandi. Athugasemd frá Herði Pálssyni Vegna ummæla sem höfð eru eftir mér í Morgunblaðinu 7. apríl sl. frá fundi Sjálfstæðisfélaganna 1. apríl sl. með þeim Pálma Jónssyni landbúnaðarráðherra og Friðrik Sophussyni, alþingis- manni, vil ég taka fram eftirfar- andi: 1. Ég taldi að Sjálfstæðisflokkur- inn ætti trúlega ekki aðra hæfari forustumenn en þá Geir Hallgrímsson og Gunnar Thor- oddsen, en meinbugur á þeirra samstarfi er sá að þá virðist skorta vilja til aö starfa saman, því væri forystan í flokknum svo veik sem raun bæri vitni. 2. Þá sagði ég það mína skoðun að þessi ágreiningur næði miklu lengra aftur en til myndunar síðustu ríkisstjórnar og taldi að leita mætti að minnsta kosti til ársins 1974. Á síðasta landsfundi hefðu þeir báðir, það er að segja Gunnar og Geir, lofað bót og betrun í þessum efnum og strengt þess heit að vinna saman af alhug, en við þær yfirlýsingar hefur ekki verið staðið og öll þekkjum við fram- haldið. 3. Þá taldi ég að eftir myndun síðustu ríkis8tjórnar sem bar að með svo óvenjulegum hætti, er brotnar voru allar leikreglur og flokkurinn skilinn eftir í sárum, þá hafi borið brýna nauðsyn til þess að kalla saman landsfund hið bráðasta, en for- ysta flokksins hefur ekki talið ástæðu til þess og múr sá sem myndaðist við stjórnarmynd- unina hækkar stöðugt og að sama skapi veikist staða Geirs Hallgrímssonar í flokknum. 4. Það er skoðun flestra sjálfstæð- ismanna að ágreiningurinn standi fyrst og fremst um menn en ekki málefni og því ætti að vera auðvelt að ieysa hann með góðum vilja. 5. Það er skoðun mín að flokkur- inn verði ekki sameinaður að nýju með núverandi forystu. Því verði að nota tímann vel til haustsins til að finna flokknum nýjan formann og varafor- mann, og að sjálfstæðismenn komi sameinaðir til næsta landsfundar, þannig að flokkur- inn verði eins og hann hefur verið, sterkasta stjórnmálaaflið í landinu. Með þökk fyrir birtinguna. Ilörður Pálsson, Akranesi. að gefa út 80 þúsund miða í stað 75 þúsund áður. Er þessi aukning 6,67% en fjölgun vinninga hins vegar 20%. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á húsnæði aðalumboðs Happdrættis DAS í Vesturveri og starfar það nú þar sem verzlunin var áður, en skrifstofur happ- drættisins eru nú á efri hæðinni í Vesturveri. Hefur þetta húsnæði allt verið endurnýjað og búið nýjum innréttingum. Á blaðamannafundi sem stjórn Happdrættis DAS efndi til kynnti Pétur Sigurðsson, formaður sjó- mannadagsráðs, þær framkvæmd- ir sem nú er unnið að fyrir aldraða á vegum ráðsins. Þar ber hæst framkvæmdir við hjúkrunarheim- ili fyrir aldraða við Hrafnistu í Hafnarfirði en það verður vænt- anlega fokhelt síðla á þessu ári og tekið í notkun á næsta ári, 1982. Verða þar 79 rými á sérhönnuðum íbúðarhæðum. Á fyrstu hæð verð- ur aðstaða til endurhæfingar, og sundlaug o.fl., en á jarðhæð m.a. barnaheimili fyrir starfsfólk og öryggismiðstöð. Á öryggismið- stöðin að þjóna einbýlishúsahverfi aldraðra er mun rísa í grennd við hjúkrunarheimilið. Verða þau tengd við öryggismiðstöðina með kallkerfi þannig að þegar í stað verður hægt að sinna bráðatilvik- um þaðan. íbúar einbýlishúsanna munu einnig geta sótt ýmsa aðra þjónustu til hjúkrunarheimilisins en þó að langmestu leyti sjá um sig sjálfir. Þá minntist Pétur á þátt Happ- drættisins í fjármögnun slíkra verkefna og hvað það hafa lagt til drjúgan skerf á síðustu árum. Rinnu 60% af tekjum happdrætt- isins til slíkra verkefna en 40% í Byggingarsjóð aldraðs fólks. Kvað hann undir miklu komið að fólk styrkti þetta starf og stuðlaði að bættum kjörum aldraðra með að taka þátt í happdrættinu — og minnti hann á í því sambandi að bæði fyrrverandi og núverandi heilbrigðisráðherrar hefðu talað um „neyðarástand í málefnum aldraðra".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.