Morgunblaðið - 12.04.1981, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.04.1981, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1981 7 Umsjónarmaður Gísli Jónsson________________95. þáttur Haraldur Blöndal í Reykjavík hringdi til mín og spurði mig hvort ég kannað- ist við orðið hrútastýri. Það gerði ég ekki. Þá sagði hann mér að dóttir sín hefði spurt sig að því, hvort það ætti ekki að vera hrútastýri á hjólinu sínu. Þá skildi ég, eða öllu heldur sá fyrir mér, hvað átt væri við. Það væri stýri með niðursveigðum handföngum, eins og á kapp- aksturshjólum. Enginn, sem ég hef spurt, þekkti þetta orð, og Orðabók háskólans hafði ekkert dæmi, þegar ég hringdi þangað á dögunum. Ætlandi er að barn með skarpa athyglisgáfu og hæfi- leika til þess að búa til myndauðugt mál, hafi smíð- að orðið. Ljóst er hverjum manni, sem hefur séð hrút og hjól, hvers vegna slíkt orð verður til. Mál barna er ákaflega skemmtilegt viðfangsefni. Þau eru mörg hver einkenni- lega rökvís og skilja að vonum báglega margs konar misræmi sem við fullorðna fólkið, höfum komið okkur saman um og köllum rétt. Við segjum nú oftast brúnir (ekki brýn) þegar við búum til fleirtölu af orðinu brún. Við tölum þó enn um að bera einhverjum eitthvað á brýn En við ætlum af göflunum að ganga, ef börn okkar leyfa sér á sama hátt að breyta fleirtölumyndunum lýs og mýs í lúsir og músir. Við hljóðverpum nútíð sagna eins og slá, fá og ná og segjum: ég slæ, fæ og næ. Hins vegar tölum við ein- hvers konar frumnorrænu, þegar við myndum nútíð af sögninni að gá, og segjum í framsöguhætti: ég gái. Þessu una börn að vonum illa. Ég gæ að þessu á morgun, heyri ég þau segja og hef mikla samúð með því tali. I fornislensku voru fimm svokallaðar ri-sagnir: gróa, róa, snúa, núa og sá. Þátíð þeirra var sem sagt: greri, neri, sneri, neri og seri. Ég auðkenni síðustu orðmynd- ina, því að sögnin að sá hefur tekið sig út úr hópnum og „veikst". Hún beygist nú: sá-sáði-sáð, í nútíð ég sái, en í gamla daga var sagt: ég sæ, hann sær korninu, eins og við segjum nú: ég ræ, hann rær bátnum. Það mun flokkast undir áhrifsbreytingu, þegar sögnin að sá líkir eftir fjöld- anum og verður veik. Áhrifsbreyting (analogia) verður löngum frá hinu fá- gæta til hins algenga, frá hinu vandasama, til hins auðvelda, en undantekningar eru þó til og gaman að því, þegar slíkt gerist meðal barna. Þátíð sú af ri-sögnun- um, sem að framan greinir, er undarlega og óvenjulega mynduð, og því þarf að lemja það inn í börn að ekki „rnegi" segja snúði og núði, heldur „skuli" segja sneri og neri (snéri, néri) og þar með í nútíð ég sný og ég ný. Börn fara í feluleik og þá þarf einhver að grúfa (svo sem ritað er). F-ið í þessari sögn kemst slaklega til skila í framburði. Börnum heyrist hún því sambærileg við snúa og núa, og fyrr en varir hafa þau fyllt upp í skarð sagnar- innar að sá og búið til fimmtu ri-sögnina á ný. Þau segja: Nú grý ég, þú grerir síðast. Þessi furðulega breyt- ing, frá hinu algenga til hins sjaldgæfa, er snarlif- andi barnamál á Akureyri og jafnvel víðar um Norðurland. Hafa menn heyrt þetta ann- arsstaðar? Þegar krakkar, og jafnvel fullorðið fólk, segir ég vill, hélt ég um sinn að málið væri svo einfalt að um hreina áhrifsbreytingu væri að ræða frá þriðju persónu: hann, hún eða það vill. En þetta reyndist ekki svo. Sannorðar, málnæmar mæð- ur, sem vandlega hafa gaum- gæft orð barna sinna, hafa tjáð mér að málið sé miklu flóknara. Hér skiptir afstaða máii, eða það sem kalla mætti horf. Barn segir ég vill, í jákvæðri merkingu og til áherslu, þetta er kröfu- tónn og frekjutónn: ég vill fá þetta, en sama barn segir: ég vil ekki. Ég vil ekki borða hafragraut. Og það sem meira er: Þetta fer þannig inn í þriðju persónu, að börn segja líka: Hann vill fá þetta, en hann vil þetta ekki. Enda þótt ég haldi fast við það, að upprunalega hafði aðeins verið um að ræða áhrifsbreytingu frá þriðju persónu til fyrstu, verður ekki fram hjá þessum merki- legu upplýsingum horft. Ég sé í fermingarbarna- skrám að enn skíra menn börn sín eins konar ættar- nöfnum, svo sem Eyfjörð, Fossberg og Hólm. Með lög- um frá 1925 var íslendingum bannað að taka upp ný ætt- arnöfn, en þetta var svo mikið tískufyrirbæri á öðr- um tug aldarinnar, að sér- stök ráðgjafarnefnd var sett í málið, samkvæmt lögum frá 1913. Af ættarnöfnum, sem upp voru tekin og löggilt 1915, má nefna: Levy, Líndal, Kamban, Meldal, Hólmjárn og Bergs. Ráðgjafarnefndin, sem vann eftir lögunum frá 1913, vildi að vísu að öll ættarnöfn væru tvö atkvæði. Voru um það settar nytsamar formúl- ur. Ef maður vildi til dæmis kenna sig við fjörðinn sinn, var reglan sú, að taka fyrsta atkvæði fjarðarnafnsins og bæta svo við -fer, en það er ævagömul rót orðsins fjörð- ur. Eftir þessu gat maður heitir Skagfer, Patfer, og Gilfer. Hið síðasta af þessari þrenningu varð að ættar- nafni í málinu. Þegar ég var að segja nemendum mínum frá þessu, þótti þeim broslegast, ef maður hefði hlotið nafnið Önfer (svo „rétt“ myndað af Önundarfjörður, skv. skrá nefndarinnar). Hvað sem öll- um áherslum líður, þótti þeim ekki trúlegt að þetta hefði hljómað vel í eyrum enskumælandi manna, ef þeir á annað borð hugsuðu eitthvað út í merkingu mannanafna (un-fair). Víst er um það, að Eng- lendingar og Bandaríkja- menn góna í skilningsvana undrun ofan í kort af þessu undarlega landi, þar sem einn jökullinn heitir hvorki meira né minna en OK. Þess skal að lokum getið, að karlkynsorðið grátur virðist vera að taka einhverj- um kynlegum breytingum. Það hefur lengst af beygst eins og bátur. En heyra mátti í morgunútvarpi fyrir nokkru að engin ástæða væri til þess að hafa harmagrát- ur í frammi. Það er nú svo, þegar fólk er orðið svona málhalt. meö þaulreyndum sölumönnum hefur nu opnaö í Síöumúla 3 (aöalbílasölusvæöinu). FYRSTU DAGANA hja okkur var mikiö um aö vera og viö seldum og seldum, enda vantar okkur nú bíla á söluskrá en ekki kaupendur. Viö sýnum í dag í nýjum húsakynnum, okkar fallegu, blikandi bfla og bjóöum nýja velkomna. Lúövík Hraundal — Hrafnkall Guö|óns*on BILASALAN BUK s/f SÍÐUMÚLA 3-5-105 REYKJAVÍK SÍMI: 86477 LuAmundur G. ilaKaltn Sairnamaðurinn mikli Höfundur fjölmargra óviöjafni logra sögupersóna. kvenna karla. Sjór minninga. sérstæd húmoristi. Ritverk Guðmundar G. Hagalín 1.-15. - Fyrri hluti Ég veit ekki betur — Sjö voru sólir á lofti — llmur liðinna daga — Hér er kominn hoffinn — Hrævareldar og himinljómi — Stóð óg úti í tunglsljósi — Ekki fæddur í gær — Þeir vita það fyrir vestan — Fílabeinshöllin — Virkir dagar I — Virkir dagar II — Melakóngurinn, smásögur — Kristrún í Hamravík o.fl. — Sturla í Vogum — Þrjár sögur. á Almenna bókafélagi Austurstræti 18, simí 25544 Skemmuvegi 36 Kóp. Sími 73055

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.