Morgunblaðið - 12.04.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.04.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1981 21 Ættartölur Karls Bretaprins og laföi Díönu Spencer. Eins og sjá má geta þau bæði rakið ættir sínar til Jakobs 6. konungs í Skotlandi og 1. konungs Breta og Önnu drottningu hans sem var dönsk. m Diana vakti mikla athygli er hún kom íram opinberlega með Karii i fyrsta skiptið. Karl eitt sinn. „Hún giftist líka lífsstíl hans og starfi." Á þesu má skilja að Karl muni gera þá kröfu, andstætt allri jafnréttisbar- áttu, að konan hans falli fullkomlega að persónu hans og lífsstíl. Ekki þykir líklegt að Díana muni mótmæla þessu kröftuglega. Og þó. Hún vakti mikla athygli er hún kom í fyrsta skipti opinberlega fram með Karli eftir að trúlofunin var tilkynnt. Hún braut þá allar venjur og hefðir um klæðnað konunglegra tignarmeyja. Hún klæddist fleygnum kjól sem hæfir ungum stúlkum, að sögn fjölmiðla, en lét lönd og leið þá formúlu að konunglegum klæðaburði sem manni birtist í vaxmyndasafninu í London. Sumir áttu erfitt með að kyngja þessu frjálslyndi ungu stúlkunnar en aðrir fögn- uðu því að hún skyldi hafa hugrekki til að klæða sig eftir eigin smekk og halda þannig persónueinkennum sínum. Drottningin mun ekki láta af embætti Líklegt er aö langt verði þar til Karl og Díana taka við ríkinu. Það verður sennilega þeirra hlutverk að stýra Bretlandi inn í 21. öldina. Þangað til munu þau enga ákveðna stöðu hafa í bresku þjóðfélagi. Þótt skoðanakannanir í Bretlandi sýni að flestir séu á þí að drottningunni beri að víkja fyrir syni sínum er konungsfjölskyld- an ekki á því máli.' Hún ill ekki að þjóðhöfðingjaembættið verði að starfi sem fólki verði vikið úr er það kemst á eftirlaunaaldur. Hún álítur að það komi til með að grafa undan virðingu manna fyrir þessu embætti. Árið 1965 hóf Elisabet þó umræður við forsætisráðherrann og erkibiskupinn af Kantaraborg um það hvort henni bæri að láta af embætti í hendur Karls þegar hann væri orðinn færari til að annast þau verkefni sem því fylgdu. „Þú ættir að gera það góða mín,“ sagði maður hennar í góðlátlegum tón. „Læknarnir munu örugg- lega halda í þér lífinu svo lengi.“ Síðan þá hefur drottningin komist á þá skoðun að henni beri ekki að láta af embætti og Karl er þeirrar skoðunar líka. Einangraður en ánœgður Þó svo virðist sem Karl vilji láta á sér bera, marka sín spor í mannkynssöguna, finnst mörgum hann hafa einangrast um of og hafa stungið upp á því að hann snúi sér meira að málefnum bresks almennings, t.d. málefnum iðnaðarins, bæði konungsfjöl- skyldan og iðnaðurinn þurfi þess með. En samkvæmt yfirlýsingum frá höllinni finnst honum það sér ekki samboðið. Karl á ekki marga vini. Hann velur sér vini sem kunna að umgangast tignarfólk og sem hann treystir að muni ekki hlaupa í fjölmiðla með upplýsingar um persónuleg mál sín. Allir vinir hans hneigja sig og segja: „Yðar hátign" er þeir heilsa honum og þar á eftir ávarpa þeir hann með „sir“. tók trúiofunarmyndina af lafði Diönu. En þrátt fyrir vinsældir Karls meðal almennings virðist hann höfða síst til sinnar eigin kynslóðar. Hann virðist hafa misst mest allt samband við jafnaldra sína. Þeir sem til þekkja segja að Karl eyði fleiri kvöldum einn fyrir framan sjónvarpið í íbúð sinni en nokkurn gruni. Og þegar hann er meðal fólks segir hann að það fólk sem hann vilji kynnast sé of feimið til að gefa sig á tal við hann. Félagar í breska hernum spurðu hann eitt sinn hvort hann vildi ekki heldur lifa lífi almennings og geta t.d. farið á krána á kvöldin. „Það skemmtilegasta sem ég geri er að fara ekki á krána,“ sagði Karl. „Eg lifi mínu eigin lífi og þekki ekki annað. Þess vegna líkar mér það líf. Kannski þætti mér skemmtilegra að lifa lífi einhvers annars. Að fara á krána á kvöldin er ekki það skemmtilegasta í lífinu. En ef þér finnst gaman að fara á krána þá verður það það skemmtilegasta í lífinu. Karl hefur á margan hátt lifað öðru vísi en hefur verið venja breskra ríkisarfa. Hann er sá fyrsti sem gengur í skóla með öðrum börnum og sá fyrsti til að taka háskólapróf. Hann er einnig fyrsti ríkisarfinn sem hefur stjórnað skipi, verið fyrirliði landsliðs í íþróttum, æft köfun og fallhlífarstökk. Auk þess er hann fyrsti prinsinn af Wales sem lærir velsku. Færir Karli fersk- leika kynslóðar sinnar Lafði Díana er fædd 1. júlí 1961. Hún er dóttir Edwards Johns, jarls af Spencer og Frances Ruth Roche greifynju. Foreldrar hennar skildu árið 1969. Móðir hennar er nú gift kaupsýslumanni, Peter Shand Kydd að nafni, en faðir hennar er giftur Raine KARL prtnt »t W»le« t. 1948 1 ELISABET II Bratadrotlning f 1926 i I FiLIPPUS hartogi af Edinborg f. 1921 ■ \ GEORG VI Brotakonungur 1. 1895 d 1952 I i Laf6i ELISABET BOWLES-LYON 1. 1900 I GEORGV Bretakonungur f. 1867 d. 1936 i I VIKTORÍA MARÍA alTock f. 1867 d 1953 I JATVARDUR VII Bretakonungur f. 1841 d. 1910 i \ ALEXANDRA af Danmörku I. 1844 d. 1925 I VIKTORÍA Bretadrottmng f. 1819 d 1901 i I ALBERT prin» 1. 1819 d 1861 I JATVAROUR hartogi af Kant f. 1767 d. 1820 i I VIKTORÍA MARÍA af Sachaan-Coburg-Gotha f. 1786 d. 1861 r GEORGE III Bratakonungur f. 1738 d. 1820 i 1 KARLOTTA af Macklanburg-Starlitz f. 1744 d 1818 i FRIDRIK prins af Walas f. 1707 d. 1751 1 1 AGUSTA af Sachsan- Coburg-Altanburg f. 1744 d. 1772 1 GEORGE II Brotakonungur f. 1681 d. 1760 l I KARÓLINA af Brandanburg-Ansbach f. 1683 d 1737 I GEORG 1 Bretakonungur f. 1660 d 1727 I i SOFFÍA DÓRÓTHEA af Brúnavík-LOnaburg og Calla r ERNST AGÚST kjórfursti at Hannovor f. 1629 d. 1698 I SOFFÍA 1 1630 d 1714 L FRIDRIK V ELISABET konungur at B»heimi t. 1596 d. 1662 I 1596 d. 1632 JAKOB VI og I Brotakonungur t. 1566 d. 1625 McCorquodale dóttur Barböru Cartland, rithöfundarins fræga. Diana þekkir konungsfjölskylduna frá því hún var barn að aldri. Heimili hennar í Northamptonshire er við hliðina á sveita- setri konungsfjölskyldunnar. Faðir hennar var um tíma hestavörður Georges I og síðar Elisabetar drottningar. Sögur herma að börn Spencer fjölskyldunnar og börn drottn- ingar hafi leikið sér saman á yngri árum og hafi Karl m.a. kennt Díönu að synda. Karl og Díana geta og rakið ættir sínar saman, þau eru bæði afkomendur Jakobs I Breta- konungs. En þótt Díana sé eðalborin og alin upp í því að umgangast tignarfólk hefur hún ekki einangrast frá almenningi. Margir telja að hún sé rétta konan handa Karli vegna þess að hún komi til með að bera inn í líf hans frískleika kynslóðar sinnar og ilminn af lífinu fyrir utan girðingu Buckinghamhall- ar. Mikið tUstand Enn eru rúmir tveir mánuðir í brúðkaupið mikla. En þegar hafa verið framleiddir haugar af minjagripum sem allir renna út eins og heitar lummur. Búist er við að bresk minjagripafyrirtæki muni hala inn allt að 115 milljónum punda fyrir 29. júlí. Og minjagripirnir eru alls konar. Állt frá fingurbjörgum upp í fána, ölkrúsum og herðatrjám upp í postulínsplatta. Og það er víst að mikið verður um dýrðir um landið allt á brúðkaupsdaginn. Prins af Wales hefur ekki gengið í hjónaband síðan 1963 og þetta verður mesti viðburður innan bresku konungsfjölskyldunnar síðan Elisa- bet var krýnd árið 1953. LalM DIANA SPENCER I. 1961 ' EOWARD JOHN FRANCES RUTH ROCHE S. j»rl »1 Sp*nc»r gift 1954 f 1924 ALBERT EDWARD JOHN L»f6i CYNTHIA ELEANOR 7. |»rl »1 Spancar HAMILTON I 1892 d. 1975 d. 1972 I CHARLES ROBERT 6. jarl af Spancar f. 1857 d. 1922 i I MARGRÉT BARING d. 1906 i FREDERICK 4. jarl af Spancar f. 1791 d 1857 ADELAIDE HORATHIA d. 1877 I 1 Sir HORACE (SEYMOUR) f. 1791 d. 1856 I I ELISABET PALK d. 1827 Í HUGH SEYMOUR aömíráll f. 1759 d. 1801 l l Latði ANNA HORATHIA WALDEGRAVE d. 1801 FRANCIS (SEYMOUR) 1. markgreifi af Hertford f. 1718 d. 1794 I ISABELLA f. 1726 d. 1782 I. r~ CHARLES (FITZROY) -2. hartogi at Grafton 1 1683 d. 1757 I I Laföi HENRIETTA SOMERSET d 1726 | HENRY (FITZROY) 1. hartogi af Grafton f 1663 d 1690 i Lafði ÍSABELLA BENNETT d 1723 KARL II Bretakonungur f. 1630 d. 1685 i I BARBARA VILLIERS hartogaynja af Clavaland f. 1641 d. 1709 I KARL 1 Bratakonungur f. 1600 d. 1649 i 1 HENRIETTA MARÍA af Frakklandt f. 1609 d. 1669 Anna af Danmðrku f. 1574 d 1619 Árið 1948 áttu Bretar við erfiðleika eftirstríðsáranna að etja. Fæðing ríkisarfa lífgaði upp á tilveruna þá. í dag, þrjátíu árum síðar, eiga Bretar við nýja erfiðleika að etja og enn ber Karl birtu inn í þjóðlífið. Hann er vinsæll meðal landa sinna og þeir gleðjast með honum og brúðinni hans ungu. rmn. Heimildir: Now, The Observer. Time og AP Karl er mikinn gefinn fyrir iþróttir alls konar og útiveru. Karl prins hefur undanfarin ár komið til íslands til laxveiða í Hofsá á hverju sumri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.