Morgunblaðið - 12.04.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.04.1981, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1981 Að sjálfsögðu getur rás viðburð- anna gert nauðsynlegt að breyta stefnuskrá Sauðfjárverndarinnar til að ná sem best upprunalegum tilgangi. Að lokum skal tekið fram að stjórn Sauðfjárverndarinnar er óheimilt að styrkja stofnun og rekstur dýraspítala, svo og hvers konar kynbótastarfsemi búfjár. Jón Konráðsson hefur átt mikið og gott samstarf við auglýsingadeild hljóðvarps og staðið í bréfaskriftum við það ágæta fólk sem þar starfar. Hann biður því sé skilað, að hann geti ekki lengur skrifað þeim bréf, heilsu sinnar vegna. Á bókum Jóns Konráðssonar er eft- irfarandi athugasemd: „Til athug- unar. Sauðfjárverndin hefur oftast valið þriðjudaga og mið- vikudaga til flutnings í útvarpi á áminningum frá henni. Mér hefur virst að þá daga væri einna minnst að gera hjá útvarpinu." Hann hefur eytt öllum sínum kröftum og fjármunum til bjargar „í upphafi skal endirinn skoða. Málsháttur mælir: Á mjóum þvengjum læra hvoljsarnir að stela. Líka má segja: A léttu víni læra börnin að drekka. Eftir því sem hætturnar verða fleiri verða slysin fleiri. Stjórnleysi leiðir til ófarnaðar. Það er sjáifsagt að nota öll ráð til að vinna gegn bruggun áfengis, í hvað smáum stíl sem er. Bragðið verður að sopum, soparnir stækka og verða að drykkju. Gömul sögn hermir hvernig djöfullinn kenndi mönnunum að brugga áfengi." Þá hefur Jón Konráðsson skrif- að ítarlega um kosningafyrir- komulag það sem hann telur hyggilegast: „íslenska ríkið er bæði land og þjóð. Fyrst var landið og landvættir, svo kom maðurinn og þjóðfélag myndaðist. En við landvættina skal þjóðin frið hafa, ef vel á að fara,“ segir Jón og vill að landið hafi þing- menn til jafns við þjóðina. Hann endar skrif sín á þessum orðum: „Þjóðtrúin talar um landvætti í fjöllum, huldufólk í klettum, álfa í fékk ég heymæði um fermingu og slæma lungnabólgu vorið 1910, og var þá ekki hugað líf. Móðir mín vakti yfir mér og fyrir tilverknað góðra afla lifði ég og lifi enn. Ég fór svo vestur í Bjarnarhöfn til föðurbróður míns, séra Jóns Magnússonar, og hvildi mig þar. Árið 1912 eða um það leyti fór ég að Hólum í Hjaltadal í búfræði- nám. Það var kennt í fyrirlestrum á Hólum og varð ég gríðarlega fljótur að skrifa. Ég gat vel lært, en einhvern veginn fór það nú svo að ég þvældist um eftir aðeins eitt ár að Hólum. Ég bjó að Hof- stöðum nokkurn tíma í erfiðu árferði og slapp þaðan slyppur og snauður. Svo byrjaði ég farkennsl- una einn vetur vestur í Eyja- hreppi. Það mun hafa verið 1923. Annars er ekki vert að minnast á þessa ævipunkta. Það er búið að skrifa svo margar bækur. Við skulum halda okkur við Sauðfjár- verndina. Jú, ég hefði nú viljað verða bóndi, en það æxlaðist nú samt svo, að ég fór á þennan flæking. Það voru líka svoddan hörmungarár þennan tíma sem ég aimwmi'j i | - ,|y 14 'A 11 sauðkindinni í þessu landi og hefur nú arfleitt Sauðfjárvernd- ina að húsi sínu og frímerkjasafni. Á síðasta ári eyddi hann um hálfri milljón króna í áminningar í hljóðvarpi, og þó fær hann stund- um aðeins hálft gjald, af því starfsfólki auglýsingadeildar finnst málefniö þarft. Fjórða boðorð Sauðfjárverndar- innar hefur verið uppfyllt eins og önnur. í fyrra skrifaði Jón Kon- ráðsson svohljóðandi bréf: „Herra Siggeir Þorgeirsson, Kaldbak, Hrunamannahreppi, Árnessýslu. Mér veitist sú ánægja að senda þér frá Sauðfjárverndinni krónur 50 þúsund sem heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi dugnað við refaveiðar árum saman. Þú hefur komið í veg fyrir þjáningarfullan dauðdaga fjölda lamba. Fyrir hönd Sauðfjárnefndarinnar, Jón Konráðsson." Siggeir er fyrsti maðurinn sem hlýtur heiðursverðlaun Sauðfjár- verndarinnar. — Hann er búinn að drepa tíu tófur í vetur hef ég heyrt, gamall maður, segir Jón: Þetta eru alveg óþörf dýr, tófan og minkurinn. Það var mikið lán, að geirfuglinn var drepinn og það þarf að útrýma erninum og seln- um líka. Jón Konráðsson geymir nú á gamalsárum sínum um 50 greinar í bankahólfi. Þær hefur hann skrifað sjálfur og flestar í þágu sauðkindarinnar. Eina hugvekju fékk Jón þó ekki birta. Ber hún yfirskriftina „Kenn þú þeim unga þann veg“ úr Orðskviðum Salómons, og er svo- farandi: hólum, tíva og hver veit hvað: Jörðin hefur líf með nokkrum hætti. Eftir öllu þessu verður að muna, þegar þingmannatalan er ákveðin í kjördæmum útum allt land.“ Og einn morguninn sem blaða- maður heimsækir Jón Konráðsson hefur hann nóterað hjá sér nokkur orð, sem hann vill leggja sérstaka áherslu á: „ísland er fjallaland er býr yfir dulrænni orku frá dul- rænum verum. Því verður landið að hafa jafnmarga þingmenn og mannfólkið. Annars er voði fyrir dyrum. Þetta er réttlætismál. ís- lendingar hafa mikið einkafram- tak, því verður að efla neytenda- samtökin. Annars er' voði á ferð- um.“ Jón Konráðsson er fæddur á Syðra-Vatni í Lýtingsstaða- hreppi í Skagafirði hinn 29da júlí 1893. Foreldrar hans voru Konráð Magnússon, bóndi þar, af Bólstaðahlíðarætt og Ingibjörg Hjálmsdóttir Péturs- sonar, alþingismanns Mýra- manna. Að Syðra-Vatni var gott bú: — Faðir minn var útsjónar- samur og duglegur í sínum búskap og móðir mín mikil húsmóðir. Hún prjónaði svo geysilega hratt, að það er lygilegt. Það voru til svona konur. En það var myndarheimili að Vatni og alltaf nógur matur. Jón fæddist bæklaður, þannig að vinstri fótur hans er styttri hinum hægri. — Það sá það nú enginn, þegar ég var strákur, segir hann: ég var svolítið kvikk. Tólf ára gamall var ég farin.n að hirða kindur uppá mitt eindæmi. Svo var á Hofstöðum. En bændur í öllum löndum eru með afbrigðum þrjóskir menn en líka bestu her- mennirnir, eins og í þrjátíu ára stríðinu; sænsku bændurnir. Kannski það hafi vantað í mig þrjóskuna. Árið 1930 gerðist ég svo far- kennari í Villingaholtshreppi. Og þremur árum síðar dreif ég mig í Kennaraskólann. Settist í öld- ungadeildina og tók próf úr þrem- ur bekkjum á einum vetri. Það var erfiður tími. Við vorum samvisku- samir þessir gömlu menn og það var svívirðing að láta okkur læra upp það sem við kunnum, eins og íslandssöguna. Ég bjó hjá Magn- úsi bróður mínum, en hann hafði lært sína verkfræði úti í Höfn og töluðum við dönsku yfir matar- borðinu. Ég sparaði mig ekki þetta árið enda fóru höfuðtaugarnar líka illa, maður lifandi. Þetta var tóm vitleysa, alltaf þensla í höfð- inu. En ég fékk háa 1. einkunn út. í Reykjavík tók ég líka próf í söngkennslu, og seinna fékk ég sveinspróf í söðlasmíði. í Villinga- holtshreppnum kenndi ég al- menna kennslu, söng, smíðar og glímu. Ég var mikið fyrir fegurð- arglímuna. Það eru engir menn jafn fallega vaxnir og glímumenn. Þar fer saman harkan og lipurðin. Það ætti að kenna fegurðarglímu í öllum skólum landsins. I Villingaholtshreppnum stofn- aði ég Ungmennafélagið Vöku. Það var árið 1936. Freysteinn Gunnarsson valdi nafnið. Það var gróska þá í ungmennafélögunum. Við Vökumenn gáfum út blað, sem Velvakandi hét. ár Aminningar Sauðfjárverndar Hér fer á eftir nokkurt úrval þeirra áminninga, sem Sauöfjárverndin hefur flutt landsmönnum gegnum hljóövarp í nærfellt fimmtán ár. Hin fyrsta áminning: Bændur. Hugsiö vel um ærnar um sauðburðinn. Sauðfjárverndin Sauöfjárræktarmenn — íslendingar. Fornkappar og fjöldi fólks lifði mestmegnis á sauðfjárafuróum og var ekki mergsvikiö íþolraun- um. Burt með sykurinn. Sauöfjárverndin íslendingar. Það er hagkvæmt og hollt að greiða vel niður lambakjötið. Sauöfjárverndin íslendingar. íslendingar. Verum samtaka aö bæta líðan búfjárins. Munið eftir hrossunum. Sauöfjárverndin íslendingar. Drekkum nýmjólkina, borðum lambakjötiö. Vinnum góða vöru úr ull og skinnum. .. Sauðfjárverndin Sauðfjáreigendur — Bændur. Hafið fjárhúsin ígóðu lagi á jólunum. Sauöfjárverndin íslendingar. Þaramjöl, matarlýsi er kjarnafóður í köldu vatni. Sauðfjárverndin Sauðfjárræktarmenn. Ræktiö ekki afveltufé. Notið ekki bógkreppu- hrúta. Sauöfjárverndin Smalamenn. íslendingar. Hundbeitið ekki kindum. Sýnið sauðfé ávallt nærgætni í allri umgengni. Setjið ykkur í spor kindarinnar. Sauðkindin er fíngerö og viðkvæm. Sauöfjárverndin íslendingar. íslendingar. Að marggefnu tilefni. Látum ekki hundana drepa sauöfé. Það eru hroðalegar aðfarir. Sauöfjárverndin Ökumenn. Bílstjórar. Varúð á vegum. Sauðkindín prýðir landið. Sauðféð hefur fætt og klætt þjóðina alla hennar daga. Akiö varlega framhjá sauðfénu. Sauðfjárverndin íslendingar. Sauðfjárverndin segir: Við skulum rækta það góða, en útrýma því illa. Sauöfjárverndin íslendingar. íslendingar. Það er hollara að klæóast ullarfatnaði og hafa svalara í hýbýlum. einnig peningasparnaöur. Sauðfjárverndin íslendingar. Minkur, tófa og vargfugl hafa útrýmt söngfugli og vatnafiski. Því ber að útrýma þessum ófögnuði. Fleira mætti nefna. Sauöfjárverndin íslendingar. íslendingar. Það er bæöi skömm og efnahagslegt tjón, að rækta upp skaöræöisdýr. Ráöist af alefli gegn vargfugli, tófu og villiminki. Sauðfjárverndin Jólakveðja 1980. Sauðfjárverndin óskar fólki og fénaöi gleöilegr- ar jólahátíðar og farsældar á komandi ári. Þökkum samstarfiö. Góð er líknandi hönd. Sauöfjárverndin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.