Morgunblaðið - 12.04.1981, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.04.1981, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1981 55 „Ár er nú liðiö síðan börnin okkar hurfu. Fyrirspurnum okkar hefur ekki verið sinnt og dómstólarnir hafa daufheyrst við bænum okkar ...“ (SJÁ: FÓLSKUVERK) FORLÖG Úr öskunni í eldinn Lawrence Lome mun tæplega gleyma atburðum marzmánaðar síðastliðins í skjótri svipan. Hann situr nú í fangelsi í Sýrlandi, eftir að hafa verið fangi flugræningja. Hann hafði meðferðis falsað vega- bréf, sem tekið hefur verið frá honum. Hann strauk á sínum tíma úr fangelsi í Kanada og hefur ekki nokkra hugmynd um, hvort hon- um mun auðnast að sleppa úr járngreipum Sýrlendinga. Lome var farþegi í flugvél þeirri, sem rænt var 2. marz sl. yfir Pahcotam. Hann var eins og fyrr segir með falsað vegabréf í nafni Lawrence Magnum. 13 dög- um síðar slapp hann frá flugræn- ingjunum ásamt öðrum þeim, sem í flugvélinni voru, þegar henni var flogið til Sýrlands. Þá reyndist hins vegar hinn rétti Lawrence Magnum vera í New York og kanadískur sendiráðsstarfsmaður skýrði frá því, að sá sem ferðaðist undir nafni hans væri í raun réttri Lawrence Lome, kanadískur saka- maður, sem lofað hafði að gefa sig fram til afplánunar fangelsisdóms í heimalandi sínu árið 1976, en svikist um það. Lome var ásamt öðrum gíslum fluttur til rannsóknar á sjúkrahús eftir að hafa sloppið úr prísund flugræningjanna. Þar skipaði hann sýrlenzkum öryggisverði að færa sér viskíflösku og kvenmann. Vörðurinn sagði, að ekki væri hægt að verða við síðari bóninni, en Lome tók það illa upp og öskraði: — Láttu mig fá kven- mann og það strax! Fyrir bragðið fengu sýrlenzk yfirvöld illan bifur á þessum náunga, og kannski að vonum. Þetta sama kvöld fór Lome ásamt félaga sínum á milli veit- ingahúsa í Damaskus og komu þeir m.a. við á Meridian hóteli. Lome var þá orðinn kófdrukkinn og illur viðureignar og hótaði að kála þýzkum fréttamanni, sem hafði ekki svo mikið sem yrt á hann. Því næst hótaði hann að þjarma svo að blaðakonu, sem sat við næsta borð, að hún bæri þess merki alla ævi. Annar þýzkur fréttamaður fékk einnig orð í eyra frá Lome, er hann hvæsti: — Þú ert bölvaður slordóni og ættir að vera í Auschwitz. Snemma á mánudagsmorgni stóðu þeir Lome og félagi hans í hótelandyri í borginni og heimt- uðu hástöfum leigubíl. Þegar þeir fóru út úr hótelinu hafði hótei- stjórinn samband við sýrlenzk yfirvöld og bað um að mennirnir kæmu ekki þangað aftur. Síðar var Lome fluttur til her- bergis síns á Sheraton-hótelinu í vörslu sýrlenzkra öryggisvarða. Kanadískur embættismaður segir, að Sýriendingum hafi verið falið að hafa gætur á Lome, eftir að bandaríska sendiráðið tók af honum vegabréfið. Upp úr því var hann tekinn höndum og fluttur í fangelsi. Lome hefur ef til vill talið útlitið svart, þegar flugræningj- arnir hótuðu að lífláta hann og aðra gísla í Pakistan. En varla verður sagt að útlitið hafi batnað. Kanadamenn hafa leitað eftir Lome brá hendinni fyrir andlitið þegar fráttamaöur tók þessa mynd af honum á barnum í hótelinu ( Damaskua, þar hann hafði í hótunum vió aöra gesti. samvinnu við Sýrlendinga um að fá Lome framseldan, en þeir segja, að engar horfur séu á því að mál hans verði tekið fyrir á næstunni. — Það getur tekið mánuð, eða jafnvel ár. Við höfum enga hug- mynd um það, — segir kanadískur stjórnarerindreki í Beirut. Sýrlendingar vilja láta Lome garminn leysa frá skjóðunni um falsaða vegabréfið. Þeir hafa löng- um þóttst sjá njósnara frá banda- rísku leyniþjónpstunni í hverju horni, og taka ekki með neinum silkihönskum á Vesturlandabúum, sem ferðast á fölskum skilríkjum um umráðasvæði þeirra. - SEAN TOOLAN. BANVÆNT ANDRÚMSLOFT Feigir neita að forða sér ... í tyrknesku þorpi, þar sem rúmlega 500 manns búa, hafa 178 Iátizt af völdum krabbameins undanfarin sex ár. Yfirvöld hafa reynt að fá þorpsbúa til að flytjast á brott, en til þess eru þeir ófáanlegir, þó að þeim sé ljóst að þeir geti á hverri stundu sýkzt af hinum banvæna sjúkdómi, sem þar liggur í loftinu. Hið fornfræga hérað Kappadókía í Tyrklandi hefur til skamms tíma verið eins konar ævintýrabyggð. Þar er landslag hrjóstrugt og stórbrotið og þar getur að líta kirkjur frá dögum frumkristninnar, sem höggnar voru í kletta og hraungrýti. Mikið orð fer af þessu héraði sem ákjósanlegum orlofsstað. Þorpið Karain stendur undir hvítum kiettum. Allt umhverfi þess virðist anga af sveitasælu, og í grenndinni er St. Theodora, gatnalt klaustur í klettavirki. En hætturnar eru á næsta leiti, þótt ekki séu þær sýnilegar berum augum. Fyrir einhverja duttlunga náttúrunnar er í klettunum steinefni, svipað asbesti. Andrúmsloftið á þessum slóðum er mettað þessu efni og andi menn því að sér árum saman eru mikil líkindi til þess að þeir sýkist af krabbameini. Þó að íbúarnir geri sér ljósan þann háska, sem yfir þeim vofir, hafa fæstir þeirra sýnt á sér nokkurt fararsnið. Á síðasta ári létust 35 af völdum krabbameins í þessum litla bæ. Tvær stúlkur, sem þar voru fæddar og upp aldar, fluttust til næsta bæjar og giftust þar. Þar gengust þær undir læknisskoðun og reyndust báðar hafa krabbamein. Einn þorpsbúinn sagði nýlega í viðtali: — Sjálfsagt munu þeir fara, sem hafa engu að tapa og eru eignalausir. Ilinir, sem eiga hús og jarðir, munu hvergi fara. Huseyin Inan, sem er bóndi, 42 ára að aldri, var ómyrkur í máli er hann sagði: — Það væri varla þess virði að setjast að einhvers staðar annars staðar. Kona hans dó af völdum lungnakrabba á síðasta ári. Tvö ár eru liðin síðan uppvíst varð um þann háska, sem vofði yfir íbúum Karain. Það var Izzet Baris læknisfræðiprófessor, sem veitti því eftirtekt hversu há tíðni dauðsfalla af völdum krabbameins var í þessu litla þorpi. Hann sagði umbúðalaust, að flytja þyrfti alla þorpsbúa á brott án tafar. Að öðrum kosti yrði ekki unnt að stemma stigu fyrir þennan mikla fjölda dauðsfalla af völdum krabbameins. - DAVID BARCHARD. HALELUJA! Kapítalismi á kommaslóðum Austur-Evrópubúar hafa eign- ast nýja hetju — smákapital- istann. Hann er þegar farinn að láta til sín taka í Júgóslav- íu, þótt í smáu sé, Pólverjum verður tíðrætt um hann og Ungverjar ætla sér að verða fyrstir til þess af fylgiríkjum Sovétmanna að gera tilvist hans löglega. Ástæðan fyrir þessum sinnaskiptum er sú, að Aust- ur-Evrópumenn þykjast hafa lært þá lexíu, að það er ekki alltaf hagkvæmast það, sem er stærst í sniðum. Pólverjar hafa t.d. komist að því, að mjög fáar verksmiðjur þar í landi hafa færri en 100 manns í vinnu en í Vestur-Þýskalandi hins vegar eru 4 af hverjum 5 í þjónustu smáfyrirtækja. Sömu sögu er að segja af öðrum ríkjum Austur-Evrópu. Þessi algjöri skortur á litl- um fyrirtækjum er farinn að segja til sín og það heldur óþyrmilega. Ungverskur hag- fræðingur benti t.d. nýlega á það, að án þeirra væri oft enginn til að framleiða vara- hluti og annan aukabúnað, sem stórfyrirtækin þurfa á að halda ef reksturinn á að geta gengið eðlilega fyrir sig. Þau eru líka nauðsynleg, sagði hann, til að framleiða neyt- endavöru og ósjaldan miklu hagkvæmari rekstrareining. Þeir, sem ákafast berjast fyrir endurreisn smáfyrir- tækjanna í Ungverjalandi, halda því fram, að „sérhver borgari eigi að hafa rétt til að stofna sitt eigið fyrirtæki" og „rétt sé að notfæra sér fjár- framlag fólks, sem þó taki ekki annan þátt í fyrirtæk- inu“. Síðari röksemdin er mjög mikilvæg, því að í Austur- Evrópu sitja bankar uppi með mikið af peningum, sem eng- um koma að gagni. En táknar þetta ekki að verið sé að endurvekja kapit- alismann undir slagorðinu „sósíalskt framtak"? Hvaða munur er t.d. á fólki, sem fjárfestir í smáfyrirtæki, og kapitalistanum, „feita mann- inum með vindilinn í munn- vikinu, sem rakar til sín arðin- um og lifir í vellystingum praktuglega á annari vinnu“? Þeir, sem berjast fyrir smá- fyrirtækjunum, svara því til, að maður, sem lagt hefur fé til hliðar með heiðarlegri vinnu, eigi það skilið að njóta ávaxt- anna af erfiði sínu og fá hóflegan hagnað af fé, sem lagt er í smáfyrirtæki, en alls ekki sem kapitaiískt. Sumir Pólverjar halda, að eftir 35 ára sósíalisma í land- inu sé orðið of seint að búast við endurvakningu smáfyrir- tækisins. „Ef við hefðum bara skilið þó ekki væri nema lítinn hluta iðnaðarins eftir í hönd- um einstaklinga 1948 (þegar stalínisminn var tekinn upp) hefði það komið sér betur,“ sagði kunnur, pólskur hag- fræðingur nú á dögunum, „en nú horfir bara öðruvísi við. Eg á ekki von á því lengur að smáfyrir tækið eigi -sér aft- urkvæmt." Ungverskir hagfræðingar eru á öðru máli. Þeir tala um að „leysa úr læðingi frum- kvæðið og sköpunarmáttinn, sem búi með þjóðinni, en hafi hingað til verið bæld niður af skriffinnsku og gölluðu hag- kerfi“. Ef þessari nýju hetju vegnar vel í Ungverjalandi er ekki ólíklegt, að hún fái einnig að spreyta sig í öðrum Austur- Evrópuríkjum. - MARK FRANKLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.