Morgunblaðið - 12.04.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.04.1981, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1981 COSPER Ást er... ... aö bíða þar til öldum- ar lœgir. TM Rn. U.S Pit on.-tf ilghts rwsrvtd • WT la Angetes TkM Syndtcato ÉK kem ekki út fyrr en hætt er að rigna! Jæja, þá hafa þau rætt málin til hlitar virftist mér, hjónin beint á móti! HÖGNI HREKKVISI i ií FUGIA HOFNUNIN „OOKTÓR LIVIN65TÚNE , 6ERI 'E6 m FTRIR?!* hlut eins og hér átti sér stað, sem okkur gefst svo sannarlega ekki kostur á að heyra á hverjum degi, að þeir skuli þurfa að grípa skiptilykilinn og skrúfa hljóð- færin í sundur og setja saman til þess að þau standist kröfur þeirra. Ég leyfi mér að þakka öllum þeim, sem kölluðu á André Isoir hingað til lands um leið og fyrstu farfuglarnir eru að setjast að. Hafi sjálfur orgelmeistarinn þúsund þakkir fyrir komuna.“ Annað í sambandi við þessa tónleika vakti furðu mína, en það var að lesa um það hér í blaðinu, að þessi stórmeistari orgelsins skyldi þurfa að standa í því fyrir tónleikana í Landakotskirkju, að stilla hljóðfæri kirkjunnar, svo að það væri hlutverki sínu vaxið. Þetta tel ég alveg fáránlegan trassaskap og óskiljanlegt að ekki skyldi hafa verið séð fyrir André Isoir Orgelsnillingur Kristinn Magnússon skrifar: „Ég var bæði snortinn og heillaður eins og ég tel að verið hafi um alla þá er notuðu tækifærið, sem boðið var upp á með tvennum orgeltónleikum hins heimsfræga orgelsnillings André Isoir hér i borg. Hann hélt auk þess tónleika í Skálholts- kirkju, sem ég hefði átt að láta eftir mér að sækja, þó ég þyrfti að aka rúma 100 km þangað. Það var mín reynsla eftir að hafa hlýtt á þennan franska stórsnill- ing, að maður vildi helst sitja aðeins lengur, þegar allt var búið, eins og til að njóta enn frekar þeirrar andlegu hress- ingar, sem þarna gafst. því að stilla orgelið, ef vitað var um vanstillingu þess. Það má vera, að mér og öðrum komi þetta ekki við, svona sé þetta bara yfirleitt (orgel séu bara stillt fyrir konserta eins og fiðlur). En er það samt ekki svona heldur leitt til afspurnar, þegar heimsfrægir menn eiga í Mikil er menning íslands Hulda Helgadóttir skrifar: „Kæri Velvakandi. Hinn 2. þ.m. skrifar Ársæll Jónsson lesendabréf í dálka þína og heldur því fram, að kjölfestan í Þernu ÁR 22 hafi verið ónóg og þess vegna hafi báturinn rúllað á hliðina og síöan á hvolf. Ekki er ég fær um að dæma um kjölfestu báta. Til þess að vera það, yrði ég að fara á sjó með viðkomandi bát til að finna hvernig hann lægi í sjó eða vera viðstödd, þegar kjölfestan væri tek- in úr eða aðrar þær breytingar gerðar á bátnum, að hún breyttist. Því langar mig að spyrja Ársæl, hvort hann sjálfur hafi vitað um þær breytingar á bátnum, sem breyttu hlutföllum hans. Ef ekki: Hvað er Ársæll þá með í höndun- um? Ekki trúi ég að Ársæll slái svona högg út í loftið, því að vita má hann, að það kemur við þá sem að bátnum standa. Ef Ársæll hefur þekkt Þorstein heitinn að ábyrgð- arleysi, þá get ég upplýst, að ég þekki aðra sem hrósa honum á hvert reipi. En hann var bæði skipstjóri og eigandi bátsins og því ábyrgur. Varla er Ársæll að ráðast á mann sem ekki getur svarað fyrir sig. Þar fyrir utan skil ég ekki, hvað lá á með svona yfirlýsingu. Það eru ekki liðnar þrjár vikur síðan slysið varð. En Ársæll er kannski í þeim hópi, sem aldrei hefur vitað slys við íslands strendur fyrr en þetta varð. Því svo stór tíðindi þóttu það, að það gleymdist að láta foreldra drengsins vita, hvernig komið var. Ó, já, engum bar skylda til þess. Hvort ætlast var til að unga konan, ekkja skipstjórans, tæki þaö að sér, veit ég ekki. Ef svo hefur verið, þá hefur ekki átt að sýna henni mikla miskunn. Kannski er þetta eins- dæmi. Eða kannski erum við for- eldrar Víðis litla ekki nógu hátt sett í þjóðfélaginu að það taki því að gera okkur viðvart. Nema menning- in sé orðin svo mikil, að engum komi við hvað verður um einstakl- inginn. Að viðbættu því, að við urðum að leita okkur allra upplýs- inga sjálf. Fengum við ekki einu sinni tíma til að láta nánasta skyldfólk vita um afdrif hans. Slysið varð kl. 17 á föstudegi og nöfnin þeirra voru komin í blöð kl. 7 að morgni á laugardegi og í útvarp- ið um hádegið. Þó voru allar landsímastöðvar lokaðar yfir nótt- ina. Það er hart, að heimili og fjöl- skylda skuli vera svo lítils virt, að hægt sé að gefa öllum öðrum en henni upplýsingar. Mikil er menn- ing íslands. Og hart er að vita, að enn skuli Gróa á Leiti hafa hlut- verki að gegna." Varist að ferðast með áætlunarbílum Ferðalangur skrifar: „Nýlega tók ég mér far með sérleyfisbíl og var svo heppinn að fá sæti framarlega við hliðina á sérleyfishafanum, en annar ók. Sérleyfishafinn var skrafhreifinn og lagði dóm á margt, talaði um daginn og þó einkum veginn, en skipti sér að sjálfsögðu ekki af bílstjóranum sem tekið hafði að sér ferðina. Fyrir ofan bilstjórann var merki um reykingabann. Þrátt fyrir það hjálpaði bílstjórinn far- þega í fremstu röð um eld. Ég notaði tækifærið til að vekja athygli sérleyfishafans á því að sérleyfishafar stórspilltu fyrir sér með þvi að líða fólki að reykja og einnig með þeirri dómadagshá- vaðamúsík sem dundi á farþegum þrátt fyrir það að bílstjórinn hafði verið beðinn að lækka snældu- hljóðin. Eftir slíka reynslu forðað- ist maður áætlunarferðir á meðan maður myndi, að minnsta kosti hjá sama sérleyfishafa. Sérleyfis- hafinn vildi að ég léti bílstjórann vita af þessu. Ég sagði að ég væri ekki kominn í bílinn til að rexa í bílstjóranum. Ef langferðabíl- stjórar væru svo vitlausir að skilja ekki hvað slík reynsla fældi fólk frá ferðum, mætti stéttin grafa sína gröf mín vegna. Jú, þeir væru svo vitlausir, sagði sérleyfis-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.