Morgunblaðið - 12.04.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.04.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1981 71 SKÓLAKÓR GARÐABÆJAR 100 syngjandi börn í 3 kórum + SKÓLAKÓR Garðabæjar er fimm ára um þessar mundir. Kórinn varö til á útmánuöum 1976 eftir uppsetningu og flutning á óperunni „Ull í Gull“, en formlega var hann stofnaður 1. desember það ár. Stofnendur voru þáver- andi söngkennarar skólans, Guö- mundur Norðdahl og Guöfinna Dóra Ólafsdóttir, en hún hefur stjórnað kórnum frá upphafi. Starfsemi kórsins hefur verið um- fangsmikil á þessum árum, og nú eru um 100 syngjandi börn í Flataskóla í þremur kórum. Skólakór Garöabæjar hefur haldiö fjölda tónleika, innanbæjar og utan, sungiö í kirkjum, skólum, sjúkrahúsum og öörum stofnun- um víös vegar um landiö. Hann hefur tekiö þátt í kóramótum og margvíslegu samstarfi viö aöra kóra og sungiö meö þeim. Fyrir skömmu kom hann fram í óper- unni „Otello“ eftir Verdi meö Sinfóníuhljómsveitinni í Háskóla- bíói. Kórinn hefur sungiö á annaö hundraö innlend og erlend lög og einnig frumflutt lög. Á 20 ára afmæli Flataskóla söng skólinn inn á 20 laga plötu, ennfremur eru til þrjár snældur meö söng kórs- ins. Kórinn hefur sungiö nokkrum sinnum í útvarpi og sjónvarpi. Hann hefur fariö í nokkur söng- ferðalög, til Noröurlands og aust- ur til Hornafjaröar. Til Færeyja fór kórinn 1977 og til Svíþjóðar og Danmerkur 1979. Síöari hluta maímánaöar nk. fer hann í söng- för til Noregs og Svíþjóðar. Kórinn heldur árlega Vortón- leika sína í dag kl. 17.15 í Bæjarbíói í Hafnarfiröi. Á efnis- skránni eru alls 28 lög. Allur ágóöi af tónleikunum rennur í feröasjóö kórsins. Aöal-kórinn Miö-kórinn j Litli-kórinn Frá fróttamannafundinum i bækistöðvum Framsóknar. Baldur óskarsson á miðri myndinni. næstur ráðherrunum. Ljósm. Mbl. Kristján Einarsson. Heim á fornar slóðir + Það vakti athygli framsókn- arráðherranna Tómasar Árna- sonar og Steingríms Hermanns- sonar á fréttamannafundi, sem þeir efndu til í húsakynnum Framsóknarflokksins við Rauð- arárstíg í síðustu viku, að ný- skipaður ritstjóri Þjóðviljans, Baldur Óskarsson, mætti þar í eigin persónu fyrir hönd blaðs síns. Tómas og Steingrímur buðu hann sérstaklega velkominn á „fornar flóðir", en spurðu samt, líklega til öryggis," hvort hann væri nokkuð kominn til að vera til frambúðar." Baldur var einn af Möðruvell- ingunum sem yfirgáfu Fram- sóknarflokkinn hér um árið, sem kunnugt er. Starfsmaður Fram- sóknarflokksins, sem sat fréttamannafundinn, bætti aft- an við kveðjur ráðherranna, að Baldur hefði nú „alltaf kunnað betur við sig í Tjarnargötunni." Fátt varð um svör hjá Baldri, en vitað er að hann yfirgaf húsið í lok fundarins, þannig að liklega hefur hann ekki komið „til að vera“, að minnsta kosti ekki að sinni. Söngkonan Hallbjörg oröin myndlistamaöur + Flestir íslendingar, sem komnir eru af barnsaldri, muna eftir Hallbjörgu Bjarnadóttur, söngkonunni sem m.a. hafði svo vitt raddsvið, að hún gat hermt eftir allt frá bassasöngvurum eins og Paul Robson og upp í frægustu tenora og sopransöng- konur, og skemmti bæði hér heima og víða erlendis með söng og eftirhermum. Nú er hún hætt að syngja en hefur um árabil stundað listmálun. Hún og Fich- er maður hennar hafa undanfar- in 2 ár sýnt að staðaldri í Gallery 33 i New Jersey. Hér er mynd af Hallbjörgu, þar sem hún er að skipta á myndum í sýningarsalnum. Spilar á vordansleik Sameinuðu þjóðanna + Gítarleikararnir Símon H. ívarsson og Siegfried Kobliza spiluðu á vordansleik hjá Sam- einuðu þjóðunum í Vínarborg 21. mars sl. við góðar undirtektir. Einnig komu þar fram margir þekktir skemmtikraftar frá ýmsum löndum. Ágóði skemmt- unarinnr rann til fatlaðra barna. — Símon H. ívarsson lauk ein- leikaraprófi frá Músikháskóla Vínarborgar fyrir ári með mjög góðum vitnisburði. Hann er nú búsettur í Sviss en á hausti komanda mun hann flytjast til Islands og hefja kennslu við Tónskóla Sigursveins D. Krist- inssonar. I október nk. spila þeir félagar Símon og Siegfried hér á íslandi. Á efnisskránni verður spænsk og suður-amerísk músik sem þeir hafa að mestu útsett sjálfir. Þeir sem hafa áhuga á að ná sam- bandi við þá félaga vegna fyrir- hugaðrar tónleikaferðar geta hringt í síma 24818, Hamrahlíð 9, Reykjavík. Nýr hæstaréttarlögmaöur + Þann 17. mars sl. var Páli Arnóri Pálssyni héraðsdómslög- manni veitt leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti. Páll Arnór er fæddur 5. júní 1948 í Reykjavík, sonur Guðrúnar Stephensen kennara og Páls S. Pálssonar hrl. Hann lauk stúdentsprófi frá M.R. 1968 og kandidatsprófi í lögfræði frá Háskóla íslands í júní 1974. Að loknu prófi hóf hann störf á málflutningsskrifstofu föður síns, en þann 23. október 1975 varð hann héraðsdómslögmaður. Frá 1. júní 1979 hefur hann rekið Lög- mannastofuna, Bergstaðastræti 14, ásamt föður sínum, Páli S. Pálssyni hrl., og bróður, Stefáni Pálssyni hrl. Páll Arnór er kvæntur Ragn- heiði Valdimarsdóttur, klippara hjá Sjónvarpi, og eiga þau tvö börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.